Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 22

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAÐ DAGS Tólf ára gamall — og l)rettán ára þó MAÐUR að nafni Hallfreður Örn Eiríksson, þjóðfræðingur að menntun og starfsmaður ITandritastofnunar ís- lands, var nokkra daga á Akureyri í nóvembermánuði og safnaði þjóðfræð- um. Bl'aðið hitti hann að máli og spunn- ust af því þær viðræður, sem hér fara á eftir. Þjóðfræðadeild Hantlritastofnuarinn- ar vinnur að margvíslegum fróðleik? Þjóðfræðadeild Handritastofnunar- innar fæst við söfnun á íslenzkum þjóð- fræðum. Má segja, að Þjóðfræðadeild Handritastofnunarinnar láti safna munnmæ'lum í bundnu máli og óbundnu, ásamt þjóðlögum. Undir þjóðlög heyra sálmalög, rímnalög og fleiri alþýðulög. Sórsta'klega hefur Þjóðfræðideildin áhuga á því, sem 'gamalt er, en einriig safnar hún þeim sögum og sögnum, sem eru að gerast eða eru tiltölulega ungar. Þjóðsögux eru auðvitað alltaf'að gerast með.þjóð- inni, og yeynt er að ná í hvers konar sögur, sem eru sagðar í landinu um þessar mundir. Leggið þið sérstaka áhcrzlu á ein- hverja vissa grein þessara fræða? Þetta er alhliða söfnun, t. d. söfnum við líka gátum. Til þess að nefna dæmi, þá tökum við fengins hendi við sögum um kóng og drottningu í ríki sínu og sögur um karl og kerlingu í koti og þeirra niðja. Þá má ekki gleýma huldu_ fólkssögum og draugasögum og hvers- konar furðusögum, sem á einhvern hátt eru dulrænar eða einkennilegar og kalla mætti fyrirburðasögur. En ævin- týrasögurnar um kóng og drottningu eru sjaldgæfar hér á landi, en þ.að er einkar fróðlegt að fá af því nánari kynni, hvernig slíkar sögur voru sagð- ar og eru sagðar á íslandi um þessar mundir. Þá má ékki geymia draumun- um. Mörgu af þessu var allmikið safnað á 19. öld og hefur verið safnað síðan að nokki'U, en eins og áður segir, eru sög- urnar alltaf að gerast. Aðrar sögur eru mjög gamlar og lifa enn og hafa aldrei vérið skráðar. Dæmi um það? Já, það er tij dæmis sagan um Þor- móð í Gvendareyjuim á Breiðafirði. Hann varð bæði ljóslaus og matarlaus og orti þá vísur þar sem hann biður Guð ásjár í þessum vanda. Þessi kveðskapur er enn til í munnmælum og ég var svo heppinn að komast yfir hann. En það fylgir líka sögunni, að litiu síðar geng- ur Þormóður á fjöru og finnur þá sel rekinn. Spik selsins var gott til ljósa og til matar með selkjötinu. Það var gömul kona, sem fyrrum átti heima í Hallfreðvr Örn Eiríksson. (Ljósm. E. D.) Breiðafjarðareyjum, sem sagði mér þessa sögu og.kunni fleiri vísur sem ég hef ekki fundið á öðrum stað. Þá hef ég náð í nýjar tröllkonusögur, þ. e. sem ekki hafa áður verið skrásettar, en þær sögur munu vera frá 18. öld. Hvernig eru þessi störf unnin? Ég er núna í söfnunarferð, kom til að hitta nokkra að máli', og nú þegar veit ég um miklu fleiri, t. d. hér á A'k- ureyri, sem ég þarf síðar að hafa sam- band við. Söfnunin fer þannig fram, að ég heimsæki fólkið, hitti það heima hjá sér, þar gem það er vant að vera og sem minnst truflað og bið það að segja mér sögurnar, kvæðin og ævintýrin, eða hvað sem það annars er og hljóð- rita ég þetta allt á segulband ti'l geymslu. Sumir hafa skrifað þetta og eiga handritin. Þau fæ ég lánuð og svo eru þau mynduð, en handritunum síðan skilað eigendum sínum. Ilvernig tekur fólkið þessu? Mér hefur ævinlega verið vel tekið, alveg undantekningarlaust. En það hef- ur víða verið viðkvæðið til að byrja með, að lítinn fróðleik væri hjá sér að finna. En margt smátt gerir eitt stórt. Það er einkum eldra fólkið, sem býr atð og býr yfir þessum gamla fróðleik, en fy'rir kemur, að miðaldra menn hiafa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.