Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐ DAGS Morf íunn einstæðineísins MORGUNSKÍMAN seitlaði inn um hélaðar gluggarúðurnar og flæddi þunglega um bríkur og borð herbergis- ins á Skúmshóli. Það var eins og birtan ætti í hörðu stríði við myrkravöld lið- innar nætur. Myrkrið varð þó að láta sér það lynda að skríða í felur, en ljós dagsins afhjúpaði með hægri gætni feluleik liðinnar nætur. Kristlákur Herbrandsson umlaði í svefnrofunum, veltist á báðar hliðar yfir hrygginn með aðstoð útlima, en gat þó hvorugt augað opnað. Svefninn hafði ennþá yfirtökin, eins og hann vildi eik'ki opna dyr að dagsins amstri. En loks varð hann þó að sleppa tökum hátíðlegra drauma, yfirgefa syfjaðar brár og flýja land meðvitundarleysis. Kristlákur á Skúmshóli néri með skinnskorpnum hnúum stírur úr hálf- opnum ugum. Háþrýstisvæði og lægðir í heilabúi hans voru enn ómyndug og áhrifalítil eftir svefndrungann. Hann skynjaði samt óljóst tilveru dagsins í skímunni, reis upp við dogg og teygði sig eftir neftóbakspungnum, sem lá á borðinu, velti honum kröftulega milli handa sér og dekraði við hann á ýmsa vegu. Loks vatt hann snúningnum af opinu, grilti í það og þefaði af inni- haldinu. Svo kraumaði í karli af ánægju yfir væntanlegri hressingu, brá liendi í punginn og tók væna visk milli fingra sér, horfði innilega á hana og færði hana síðan hægt að vitum sér. Honum var nautn að halda í þetta við sjálfan sig. Þá naut hann þess í æ rík- ara mæli. Mórauða viskin fékk svo lokahöfn í neðri vör karlsins, þar sem smjattað var á ilmi hennar og kjarna. Yfirsænginni var þeytt til hliðar og spjarirnar tíndust á gamlan skx-okk- ræfil — einsetukai'l, tuskulegan og slit- inn. Hann var búinn að lifa sitt feg- ursta og hafði sé fífil sinn fegri. Heim- urinn hafði yfirgefið hann eða réttara sagt, hann var búinn að yfii'gefa heim- inn, og þó gat hann ekki iosnað við hann til fulls. Hann átti þó ennþá sinn litla skika á jarðkringlunni og fáeinar skepnur, trygga vini, sem Guð í sínu himnaríki hafði í náðarsamlegri auð- legð sinni úthlutað honum. Þess vegna varð hann að vakna, klæðast og vinna. Hann varð að veita þessum vinum sín- um þá hlýju og ástúð, sem þeir verð- skulduðu og ávaxta jxannig það pund, sem honum hafði verið trúað fyrir af Himnaföðurnum. Kristlá'kur Hei'brandsson stóð í bæj- ardyrum sínum og teygaði að sér ískalt morgunloft vetrai'ins. Hann skágaut augunum til skýjabólstra loftsins og það var sýnilega tortryggni í svip hans. Það var þó notalegi'a, þótt stutt væri til peningshúsa, að hafa bjart veður. Hann signdi sig trúverðuglega og fór með bæn í hjai'ta sínu. Síðan staulaðist hann til hinna ferfættu vina sinna. Þeir hei'lsuðu honum ástúðiega með biðjandi jax-mi og þakkiátsömu bauli. Já, þarna var líf — jarðneskar vei'ur, sem dingl- uðu rófum og slóu til hölum, hristu hausa og snússuðu sig. Og þessar fáu verur voru honum allt andlega og lík- amlega. Þær voru hluti af tilverunni og honum sjálfum. Hér átti Kristlákur sínar unaðsstundir og þöglu di'auma. Þetta var ríki hans og auðlegð, sem kaldhæðnisleg örlög höfðu látið honum í té. Hann var ánægður með sitt blut- skipti, fíkur mitt í fátæktinni og glaður í einstæðingsskap sínum. Hann gerði engar kröfur nema til sjálfs sín og pen- ingshúsin voru hans draumaland. Hér birtist hugur hans allur. Hér sá einhver til hans og heyrði. Þess vegna gældi hann við kýr og kindur og talaði við þær eins og menn. Hann bi’osti til þeirr og jafnvel hló, þegar honum fannst það eiga við. Af þessum ástæð- um vai'ð hann stundum síðbúnari með heytugguna en vinum hans þótti hóf- legt. Hann gleymdi sér oft alveg og vissi naumast, hvað næst lá fyrir af moi'gunvei'kunum, þótt fábi'otin væru. Oft dvaidist honum lengi við heystabb- ann. Honum var það nautn að hafa tuggu milli handanna. En sá ilmua' frá guðs grænni jörð. Það var sumar og sólskin í hvei-ju strái, sannur ilmblær frá gróandi túni. Hann þefaði aftur og aftur. Þetta var áfengur ilmur og hann tuggði og át með áfergju gi'ængljáandi puntgrösin. Það var dásamlegt fyrir skepnurnar að njóta þessax-ar kjarn- fæðu. Já, þær máttu vera honum þakk- látar, skepnui'nar hans og þær voa'u það kannske í einfeldni sinni. En stundum hafði stabbinn reynzt helzt til lítill, þegar voraði og þá hafði Krist- lákur gamli í tíma orðið að skera fóði'ið sér við nögl. Það hafði ekki al'ltaf nægt og þá varð að leita á náðir nágrann- anna. Það var þó neyðarúrræði. Þeir máttu aldrei af neinni tuggu sjá. Það var engrar miskunnar að vænta, þegar á hjálpsemina í'eyndi. Og þó að þeir létu í polea, fylgdu honum jafnan hort- ugheit og ónot og brigsl um það, að vissir menn settu á heyin þeirra. Nei, það var bezt að vera sjálfum sér nógur og komast hjá annara hjálpsemi. Það vantaði þó ekki að prédikað væri um hjálpsemi og kærleika. En þær bii'gðir reyndust litlar, þegar til alvörunnar kom og var þó sannai'lega hvoi'ugu ausið út í óhófi. Kristlákur staulaðist með fangfylli af heyi til kinda og kúa og var nú hraust- lega tekið til tuggunnar. Hann naut ánægjunnar af því að sjá granir og snoppu vinsa úr ilmsætustu stráin. Stundum vai'ð smávegis styr undir garðbandi og var þá hornunum óspart beitt. Frekustu kindurnar börðu frá sér og ýttu til að hafa sem mest umráða- svæði og háma í sig sem mest frá hin- um. Þar var enginn kærleikur eða miskunn. Var þetta ekki sönn spegil- mynd af mannlífinu sjálfu? Var ekki hver og einn sjálfum sér næstur og stjakaði öðruim frá til að hafa bezta að- stöðu til að hi'lfsa til sín? Stóð ek'ki flestum á sama um það, þó að aðrir yrðu að láta sér nægja ruddann og hi'atið úi' jötu auðæfanna? Var það ekki sjálfselskan, sem var driffjöði'in í fmmkvæmdum og athöfnum flest.ra? Sumt að vísu dálítið grímubúið. Menn- irnir voru inn við beinið furðulega dýi-slega sinnaðir, þrátt fyrir kirkju og trúax'brögð. Það var líka allt svo sein- vbkt þetta andlega stímabrak og alliar kii'kjuræður magnlitlar í reyndinni. Menn virtust helzt koma í guðshús til að hoi'fa hver á annan og til að sýnast Drottni trúverðugir þegnar. Það var þó munur á Mammon og fylginautum hans. Þar þurfti ekki að bíða ái-um saman eftir afgreiðslu, ef hann var til-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.