Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 20

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 20
20 JÓLABLAÐ DAGS bræður tveir, skipsfélagar mínir að sunnan, komnir í slag við Norðmenn. Norðmennirnir voru yfir 20 og ætluðu alveg iað drepa þá, strákana, þótt þeir væru mjög hraustir og harðfengir og vanir slagsmálum. Að síðustu lögðu ís- lendingarnir á flótta og mátti ekki' seinna vera. Ekki var ég viðstaddur þegar þetta skeði. Þú hefur ekki drukkið frá þér vitið? Ég hef alltaf verið bindindismaður og naumast lyft glasi um ævina. Ég er gamall ungmennafélagi og tók bindind- ið alvarlega. Ég hef aldrei predikað bindindi, enda enginn mælskumaður. En ýmsir sem það gerðu, fóllu síðar fyrir freistingunni og hefur mér jafnan fal'lið það illa, Tóbak hef ég ekki notað. Oft hef ég orðið vitni að því um ævina, hve grátt vínið leikur beztu menn. Það var mikið drukkið á Akureyri um alda- mótin. Einu sinni um það leyti kom ég inn á gamla Hótel Akureyri í Fjorunni og rakst þá á lækni og prest í áfogum. Fleiri svokallaðir heldri menn voru þar viðstaddir og lögðu misjafnt til málsa og virtust ailir nokkuð við skál. Ekki lang- aði mig til að blanda mér í þennan hóp og dokaði lítið við. Það sá ég þó, hvar læknir tók prest kverkataki og ætlaði að kyrkja hann í greip sinni og var hann farinn að blána áður en aðrir skárust í lei'kinn. Á Siglufirði varð ég vitni að þeirri sorglegu staðreynd, að prestur lagði mjög ilag sitt við ágætan bindindismann, og hafði ávallt með sér vín. Þar var einnig læknir tíður gestur. Sú breyting varð á bindindismannin- um, að hann varð nánast drykkju- sjúklingur og er mér það mál nokkuð skylt. Við höfum misst mangan mann- inn vegna drykkjuskapar. Og varst mikil skytta? Ég fór dálítið með byssu. Fyrst átti ég framhlaðning, strákurinn, og skaut seli úr landi. Síðar gekk ég til rjúpna. Og svo fór ég með byssuna á sjóinn, eins og gengur og fékk stundum eitt- hvað. Ég eignaðist snemma sæmilega byssu, sem ég keypti hjá Norðmanni, en Norðmenn voru þá margir á Litla- Árskógssandi á surnrin, stunduðu bæði síldveiðar og síldarsöltun. Byssan var númer 16 og eftir það gekk mér vel við svartfuglinn. Síðar eignaðist ég svo selabyssu. Ekki hef ég haldið því saman hvað ég hef skotið marga seli og hnísur. Selirnir eru kannski svona hundnað, kannski dálítið fleiri, ég veit það ekki, en hnísumar miklu fleiri. Maður fékk oft 4—7 seli á ári. Stundum var farið í röglulega selaróðra og þá var maður Stundum heppinn, eins og gengur og stundum fékkst ekkert. Blöðruselirnir gengu þá að landinu og hér inn í fjörð mánuð af sumri. Þeir eru fallegar skepnur og ^umir mjög stórir, 4—500 pund kannski og svo einstaka miklu stærri. Ég sá einu sinni blöðrusel út í Flatey. Hann var orðinn 'ljós á belginn, feikna stór skepna. Það er langstærsti selur, sem ég hef séð. Þú misstir tvo fingur vinstri handar? O-já, við vorum einu sinni bræður að aka skarni í kartöflugarð, sem var í Fagurhólnum, nyrzt á Helluhöfða. Sá- um við þá nökkrar rjúpur og vaknaði strax veiðilöngunin. Of langt fannst mér að fara heim í Hámundarstaði tíl að sækja byssuna og fór ég því í Hellu- gerði, sem var skemmra frá. Þar bjó þá Þorsteinn og Anna og hjá þeim Jó- hann bróðir Onnu og átti byssu. Hana fékk ég ánaða og nokkur skot. En byss- an klikkaði hvað eftir annað og kom óg ekki úr henni nema tveim skotum og fékk fimm rjúpur. Enn reyndi ég og skotið gekk okki úr. Tók ég þá patron- una úr og sá að perlan var llaus. Þrýsti ég á hana við byssuskeftið og hljóp þá skotið úr og tók af mér litlafingurinn. Það var svo mörgum árum seinna, að ég var á sjó og hafði selabyssuna með mér að venju. Við lögðum línu og 'lág- um .svo yfir. Veður var gott og við fór- um upp undir Kjálkanesið og tókum lífinu með ró. Kom þá hnísa að bátnum og var góða stund nálægt okkur. Tók ég loks byssuna úr skeiðunum og setti í hana skot, en hnísan hvarf. Ég lagði þá vopnið frá mér, en bjóst við að hnís- an léti sjá sig aftur og ætlaði ég þá að hafa byssuna tilbúna. Fórum við nú að draga 'línuna og var sæmilegur fiskur. Vildi þá svo til, að ég þurfti að færa byssuna til í bátnum og greip til hennar með vinstri hendi, en ég er örvhentur. Hljóp skotið þá úr henni, því bógurinn hafði slegizt eitthvað við. Skotið var öflugt og byssan sló og marði og braut baugfingur vinstri handar við þóftuna. Það var ekki um annað að geira en taka hann af. Nokkur selahögl fóru í stýris- húsið og var mildi að meira slys hlauzt ekki af. Ýmislegt skeði hér á meðan Norð- menn voru hér á Litla-Árskógssandi? Jú, eins og gengur og var margt talað um það. Hér breyttist margt við dvöl Norðmannanna á þeim árum og ýmis- legt gátum við af þeim lært. Svo var þetta nú eitthvað fyrir kvenfólkið, eftir því sem sagt var! En það kann nú að vera orðum aukið. Einu sinni strúku tveir menn af útlendu skipi. Þeirra var leitað og fundust þeir hér upp við fjall, sofandi, í svonefndu Hrauni. Þeir voru teknir og fluttir um borð, nauðugir. f annað sinn rak við Flatasker lík af ungur, norskum sjómanni. Nokkrum dögum áður var danseikur haldinn á einhverjum bænum og voru þá nokkr- ar mannaferðir. Heyrt hef ég, að þessi Norðmaður hafi farið frá Hellu það •kvöld og að með honum gengi á leið Sigurður frá Brattavöllum, en þeir voru góðir kunningjar. En síðan vissi eriginn fyrir víst hvað gerðist, þangað til líkið rak. Miklar yfirheyrslur fóru fram, en ekkert sannaðist þá um atburðinn. En það vissu menn, að þessi ungi maður átti sér mikinn óvildaimann á skipinu og taldi hann, að sá maður sæti um líf sitt og væri glæpamaður. Síðar vildi það til í Noregi, að þessi sami maður var ákærður fyrir morð þar og viður- kenndi hann þá einnig að hafa myrt landa sinn við ísland. En það var á orði' haft á Árskógsströnd, að í fylgd Sig- urðar fró Brattavöllum hefði enginn þorað að skei'a hár á höfði hins unga Norðmanns og menn óskuðu, að þeir hefðu átt lengri samleið. Varstu ekki efnaður? Maður skyldi nú ætla það og víst hafði ég oft góðar tekjur, eftir því sem þá gerðist um sjómenn. En ég var víst aldrei mikill fjármálamaður. Stundum átti ég h'luta í bátum, græddi eitthvað stundum og tapaði stundum. Sumir héldu víst að ég væri vel efnum búinn. Mig ‘langaði til þess, fremur en hitt, að verða mönnum að Iiði með því að lána, en tapaði stundum á því. Mér voru peningair aldrei neitt verulega 'kærir og var lélegur innheimtumaður. Svo ég víki að óskyldu efni: Var ekki stundum draugagangur? Ekki hef ég nú barist við drauga og lítið hef ég orðið þbirra var, en um þá var rætt, ekki vantaði það. Kannski hef ég einu sinni séð svip um dagana og það getur naumast minna verið. Við vorum tveir á leið miMi Hámundarstaðabæj- anna að kvöldi til og ég var á heimleið. Þegar við gengum niður túnið á Stóru- Hámundarstöðum sáum við kvenmann stutt á undan okkur og var svo sem ekkert athugavert við það. Héldum við áfram eins og leið Iiggúi’ að læknum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.