Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐ DAGS
27
Uppeidisstööin. Reitur nr. 1 1V55.
græðslu og þegar við bættust erfiðleik-
ar á útvegun fræs og plantna frá heppi-
legum stöðum, dró mjög úr tila'aunui.n
með erlienda barrviði.
ÁSur en Kofoed-Hansen kom til
Iandsins, 37 ár.a að a.ldri, hafði hann
m. a. unnið við skógrækt í Síberíu og
rneð tiiliti til reynslu sinnar þar og at-
hugunum sem hann gerði hér á veður-
fari og jarðvegi, dró hann þær álykt-
anir, að barrtré gætu ekki myndað
timburskóga í íslenakum fokjarðvegi,
einkum sakir skorts á grunnvatni.
Kenningar sínar setti Kofoed-Hansen
fram í ritinu „Skógfræðileg lýsing ís-
lands“, sem út kom árið 1925.
Við tilkomu núverandi skógræktar-
stjóra, Hákonar Bjarnasonar, árið
1935, varð sú breyting á stefnu Skóg-
raðktar ríkisins, að tilraunir á ræktun
nytjaskóga með erlendum barrtrjám
urðu efst á blaði og er svo enn.
Nú þegar bendir margt til, að á
nokkrum stöðurn hérlendis megi rækta
nytjaskóga með góðum árangri og á
næstu árum mun Rannsóknarstöð
Skógræ'ktar ríkisins á Mógilsá skipu-
leggja og framkvæma ítarlegar athug-
anir á gróðrarskilyrðum landsins mieð
ti'lliti ti.1 skógræktar.
SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN.
Sá malður, sem bezt studdi Flensbor.g
í starfi hans og mest áhrif hafði á setn-
ingu fyrstu skógræktarlaganna var
Hannes Hafstein ráðherra. Aldamóta-
ljóð Hannesar voru einn af aflvökum
ungmennafélagshreyfingarinnar og
þegar sá íslenzki æskulýður, sem annað
skáld kallaði „Vormenn íslands“, ætl-
aði að bæta land og þjóð, var einn þátt-
urinn að gróðursetja trjálundi í anda
aldamótaljóðanna sem m. a. segja:
„Menningin vex í lundi nýrra skóga“.
Ungmennafélagsreitirnir standa enn
víða um sveitir og þótt margir séu nú
til lítiUar prýði, sakir vanhirðu, eru þeir
samt minnisvarðar yfir þá endurbóta-
öldu, sem eitt sinn hreif unga íslend-
inga í þekn mæli, að slíkt skeður vart
aftur.
í fyrstu ritgerð Flensborgs talar hann
um nauðsyn þess, að stofnað sé til
áhuigamannasamtaka um trjá- og skóg-
rækt. Bkki er mér kunnugt um, hvort
Jón Rögnvaldsson, garðyrkjumaður frá
Fífilgei-ði í Eyjafirði hafði lesið þessai
grein, en hann átti frumkvæðið að því,
að elzta stai-fandi skógræktarfélags
landsins, SkógræktaUélag Eyfirðinga,
var stofnað á Akureyri þann 11. maí
1930.
Forsaga þessarar félagsstofnunar er
sú, að sem ungur maður fór Jón til
Kanada og vann í nokkur ár við skóg-
ræktarstöð stjórnarinnar í Indian Head
í Saskatchewan. Síðan fór Jón á garð-
yi’kjuskóla í 'sama landi, en kom heim
árið 1926.
Jón kom til átthagana með þann
ásetning að stofna til landssamtaka um
skógrækt. Hann átti m. a. tal um þetta
við Sigurð Sigurðsson þáverandi bún-
aðarmálastjóra, sem hvatti Jón mjög
til framkvæmda. Næstu ár vann Jón að
því að virkja áhuiga fólks fyrir stofnun
slíkra samtaka og leiddi það til stofn-
unar f élags er hlaut nafnið „Skógrækt-
arfélag íslands“.
Daginn áður en félagið var stofnað,
var samþykkt á fundi í íslandsdeifld
norræna búnaðarsambandsins, að
stofna til samtaka um skógrækt í sam-
bandi við Alþingishátíðina og hélt kjör-
in undirbúningsnefnd fyrsta fund sinn
hinn 12. maí. Síðan var stofnað félag
á Þingvöllum þann 27. júní 1930 og
hlaut það einnig nafnið Skógræktar-
félag íslands. Voru þá starfandi tvö fé-
lög með sama nafni til ársins 1932 er
fólaginu á Akureyri var breytt í hér-
aðsfélag og nefnt Skógræktarfélaig Ey-
firðinga.
Mörgum mun finnast furðulegt að
svona hafi tekizt til, og um mörg ár
mátti finna nokkra afbrýðissemi Sunn-
lendinga í garð nQrðanmanna, en það
er ekki í eina skiptið, sem „Faxaflóa-
búar“ hafa viljað eiga einkarétt á hug-
myndum og framtaki. Sannleikurinn er
sá, að mikil áhöld voru um, hvort næg-
ur áhugi yrði í Reykjavík um stofnun
sliógræktai'félags. Þetta sýna Ijóslega
bréfaskipti þeirra félaga Jóns og Sig-
urðar. Þeim Eyfirðimgum, sem Jón
ha.fði unnið til fylgis við málefnið, þótti
þá ekki ástæða til að bíð'a lengur og
stofnuðu félag um skógrækt annan
sunnudag í maí fyrir nær 40 árum síð-
an.
Árið 1938 var Þingvallafélaginu
breytt í sambandsfélag allra héraðs-
skógræktarfélaga landsins og það stað-
fest með skógræktarlögunum frá 1940.
Nú eru héraðsfélögin um 30 talsins og
félagar 7—8000.
ÞÁTTUR EYJAFJARÐAR.
Tilgangur Skógræktarfélags Eyfirð-
inga er að vinna að trjá- og skógrækt
í Eyjafirði, með því að friða skógleifar,
rækta skóg á bersvæði, útvega fólki
plöntur til gróðursetningar og efla
áhuga almennings á skóggræðsilu og
trjárækt.
Saga félagsins er um margt fróðleg
og skemmtileg, ekki sízt vegna hug-
sjónar og fórnfýsi margra þeirra
manna, er lagt hafa félaginu lið í nær
40 ára starfi þess. Árangur starfsins
hefir líka orðið umtalsverður, þrátt fyr-
ir ýmsan andróður, og nýskógar hér-
aðsins eru flestum til augnayndis og
ánægju.