Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 29

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ DAGS 29 BOGIPÉTURSSON: Einn dagur vié Ástjörn Bogi Pétursson. (Ljósm. E. D.) HLÝIR geislar sólar heilsa þessum nýja degi á sumai'heimilinu Ástjöm í Keldu- hverfi, þar sem dvelja rúmlega 40 drengir, og með starfsfólki er þarna yfir 50 manns. Logn er, því speglar tjörnin umhverfið og friður rikir. Klukkan er rétt að verða átta en þá fara allir á fætur. Meðan beðið er eftir klukkunni rabba drengirnir saman. Eitt hið eftirsóttasta á slíkum morgni er að fá að skreppa fram á spegilslétt vatnið, og á örfáum mínútum eru allir bátam- ir komnir af stað um vatnið. En ekki verður lengi róið því klukk- an um 9 hefst fánahylling og morgun- verður. Eftir morgunverð er lestur úr Ritningu, söngur og að lokum bæn til Guðs um blessun og varðveizlu. Þar sem veðurútlit er svo fagurt er ákveðið að fara í Hljóðakletta, sem eru 13—15 km. frá Ástjörn, og er vegurinn þangað illfær fólksbílum nema í þurru veðri, en bílaikostur er 1 jeppi og 2 fólksbílar. Drengimir eru mjög spenntir og allt er á fleygi ferð, eins og eðlilegt er þegar svo stór hópur er að taka sig upp. , .Þetta ferðalag mun taka allan da'ginn, og ráðskonan fær nóg að gera, því út- búa þarf nesti. Klukkan um 11 fá ailir graut eins og þeh’ geta í sig látið. Klukfcan er um 11.30 þegar þeir fyrstu fara af stað, en 3 fullorðnir fara með. Það er fögur sjón er blasir við þegar komið er á brún Hljóðakletta, og einnig hefur maður þá tilfinningu að óvíða sjáist jafn margt stórkostlegt á ekki stærra svæði en Hljóðaklettar eru. Allsstaðar eru tjöld og ferðafólk, sem sýnir að Hljóðaklettar eru eftirsóttir af ferðamönnum. Ekkert má tefja því margir drengir bíða óþreyjufullir heima á Ástjöm. Klukkan er farin að halla í 2 þegar all- ir eru komnir. Nú fer talning fram og jafnframt lögð á það áherzla að enginn drengur megi yfirgefa hópinn. Fyrir hópnum fara fullorðnir, einnig eru full- orðnir aftast, svo hér á enginn að geta týnst. Samt fer ekki hjá því að maður finn- ur glögglega að mikil ábyrgð er að fara slíka ferð, og að þungt mundi okkur öllum falia ef nokkuð kæmi fyrir, og það er bæn og von að slíkt hendi e'kki. Á göngu okkar finnum við marga séi'kennilega hellisskúta og kletta, sem er hreint ævintýri fyrir stráka að fara um. Þá er komið að einum feikna stór- um helli sem er í stórum bolla, þetta er kölluð Kirkjan, samt virðist ekki árennilegt að fara inn, því grjót virðist mjög laust í lofti. Vegna þessarar hættu er drengjunum bönnuð innganga í Kirkjuna. Það gæti annars litið dálítið illa út. Drengirnir eru ekki ánægðir að fá ekki inn að ganga, en allar aðrar kirkjudyr eru þeim opnar svo það ætti ekki að koma að sök með þetta bann. Eftir mikla og mjög skemmtilega göngu er sest niður og reynt að fylla botn- lausan magann. En ganga í svo dásam- legu veðri og lofti er frískandi bæði fyrh’ sál og líkama. Klukkan er um 6 e. h. þegar farið er að hugsa til heimferðar. Fólksbílamir bíða upp á brún Hljóðakletta, en jepp- inn hafði farið alla leið inn, það sem komist verður. í fyrstu ferð fer ráðs- konan, því hún þarf að fara að hugsa um kvöldmat, einnig eru teknir minnstu drengimir, hinir ganga að fólksbílunum. Enn er lögð áherzla á að allir haldi hópinn, því hættan er alls- staðar, bæði Jökulsárgljúfur og öræfin með öllum sínum hættum. Jeppanum er ekið heim og verður hann talsvert á undan fólksbílunum. STROK OG LEIT. Þegar bíllinn nálgast þann stað sem fólksbílarnir höfðu fai'ið frá, sést hóp-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.