Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 19

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ DAGS 19 • * Nýleg hnfnargerö við Flatasker n Litla-Arsliógssandi. (Ljósm. E. D.) Gunnlaugur sonur hans, það var gott að vinna með slíkum mönnum á sjó. Þú hefur eflaust lifað mörg ævintýri á sjónum? Ekki var það nú beinlínis og sem bet_ ur fór missti ég aldrei mann og aldrei sigldi ég skipi í strand og er ég þakk- látur fyrir þá gæfu. Auðvitað lenti maður stundum í vondu veði'i, jafnvel mannskaðaveðri, en það var svo sem etekert sögulegt, sem betur fer. Það mætti þó kannski nefna það sögu'legt, þegar ég var stýrimaður á Dröfn. Við ætluðum á veiðar vestur fyrir land og lögðum af stað frá Akureyri seinni hlluta dags í góðu veðri. Þegar komið var vestur undir Siglufjörð var farið að dimma og veðurútlit hið versta. Ég Stakk upp á því, að við færum inn til Siglufjarðar og héldum áfram morgun- in eftir, í stað þess að taka fllóann undir nóttina. Skipstjóri var Mikael Guð- mundsson, sem áður er nefndur og vildi hann hraða för og halda beint vestur. Ræddum við þetta góða stund og á meðan jós hann upp kviku og fór þá einnig að hríða og hvessa af norðri. Varð það því að ráði, að haldið skyidi til Siglufjarðar. En þegar við vorum að flara fyrir Helluna, breyttist vélarhljóð- ið skyndilega. En vélin gefck og við héldum ti'l Siglufjarðar og lögðumst við bryggju innan á Eyrinni. Fengum við tíkkur nú kaffi og létum fara vel um okkur. En ég heyrði þá eitthvert skvamp og þótti það tortryggilegt. Undir kojunni var hleri í gólfi og tók ég hann upp. Sá ég þá, að alLmikill sjór var kominn í skipið. Við athugun kom í ljós, að annað skrúfublaðið hafði losn- að af og þá breyttist véllarhljóðið. í bátnum var 40 hestafla Dan-vél og var útbúnaður þannig, að ef skrúfublað fór af, komst sjór inn. Ég vai' þafcklátur fyrir, að við fórum inn á Siglufjörð og ekki lengra. Það gerði aftakaveður og stytti ekki upp fyrr en eftir viku. Við hefðum liklega drepið okkur, ef við hefðum haldið upphaflegri áætlun og ekki farið inn á Siglufjörð. En þar með var ekki afllt búið. Á Siglufirði féllu snjófióð og íbúðarhús, gegnt Siglufirði, sópaðist út í sjó. Við sátum við spil um borð eitt kvöld og áttum okkur ekki lUs von, þegar feikna mikill hnykkur kom á skipið og einhver ósköp, sem við viss- um ekki hvað var. Þutum við upp á þilfar og vorum við þá lausir við bryggju. Bátur okkar átti að vera vel bundinn og höfðu böndin kubbast sundur. Rétt á eftir sáum við, að ís rak að okkur. Það sem gerðist var þetta: Snjóflóð hafði fallið í sjó fram og geysi- lega mikil flóðalda myndaðist við það. Það var hún, sem truflaði spilin okkar og sleit bátinn lausan. En hún gerði meira, því hún lyfti bátnum yfir bryggjuna eins og ekkert væri og fóru fleiri bátar þá leiðina. En svo breiddi snjóflóðið úr sér í sjónum á eftir. Nokkru síðar fórum við til Akureyrar með háiffullt skip af trjáviði úr hús- inu, sem snjóflóðið bar til sævar. Mig minnir að þctta væri '1919. Var ekki róstusamt stundum á Siglu- firði? Fremur þótti }>að á þeim árum, sem Siglufjörður var mikill síldarbær og margt var um útlendinga, t. d. í land- legum, maður heyrði löluvert um það. Margir neyttu þá víns í miklu óhófi og misstu vitið meira og minna og sáust þá lítt fyrir. Sjálfur þorði ég aldrei að hætta mér í slíkt, segir Jón og hlær við. Einu sinni kom ég þar að, sem nokkrir ÍSlendingar voru að spana Norðmann einn og fóru hálfilla með hann. Hann mátti sín ekki mikils þótt hraustur væri. Ekki veit ég fyrir víst um upp- tökin, enda bar þeim ekki saman. En þetta var ljóttir og ójafn leikur og nefndi ég það við landa mína, að gera nú efck- ert það, sem þá síðar myndi iðra. Hit- inn rénaði heldur við fortöluinar og svo kom lögreglan og ekkert óhapp varð. í annað sinn sá ég hvar áttust við íslendingar og Norðmenn. Man ég eftir einum Norðmanninum, sem hafði sig mjög í frammi og sló ekki síður með fótum en höndum. Hann var fótfimur og sótti eftir að slá menn höfuðhögg með fætinum. Jú, og einu sinni voru

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.