Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 14

Dagur - 22.12.1969, Blaðsíða 14
14 JÓLABLAÐ DAGS maðui' og taldi sig hafa rétt og skyldu till að sinna meiri háttar vandamálum fólks, hvar sem var á landinu. Fundur . þessi var mjög fjölsóttur úr öllu hérað- inu. Fundarboðandi var auðvitað máls- hefjandi og benti með ljósum rökum á nauðsyn þess, að hefja framkvæmdir í samgöngumálu Rangæinga og vörnum á nytjalandi. En hann kvað það von- laust veik nema héraðsbúar sameinuð- ust um þetta stærsta hagsmunamál héraðsins og lagði til, að stofnað yrði félag áhugamanna og aUs almennings til að 'hrinda málinu í framkvæmd. Þetta var gert. Vatnafélag Rangæinga var stofnað og til forystu var valinn héraðshöfðinginn og ágætismaðurinn Sigurþór Ólafsson, oddviti í Fljótshlíð. Félagið varð mjög fjölmennt og undir forystu fundiarboðanda og formanns var starfað að þessum málurn, allt þar til síðasti varnargarðurinn var byggður 1952. Nú halda kannski margir, sem lítt eru kunnugir þessum málum, að hér hafi verið um að ræða björgun einna eða tveggja sveita. En það er alger mis- skilningur. Með hinum mikla varnar- garði var endurheimt til nytja og raekt- unar um 17 þúsund hektarar lands, sem ná yfir sjö hreppa sýslunnar. Þetta var aðeins það land, sem orðið var vötnun- um að bráð. Hitt er ómælt og ótalið, hvað við hefði bætzt, ef ekki hefði orð- ið af framkvæmdum og tel ég því stokkun Markarfljóts eitt glæsilegasta átakið, sem unnið hefur verið í bún- aðarsögu Rangæinga og jafnvel þótt víðar væri leitað. Vatnafélagið hófst strax handa árið 1929 og lét mæla, 'kortleggja og setja hæðarlínur yfir allt vatnasvæðið. Til þessa vandasama verks var valinn ágætismaðurinn Ásgeir L. Jónsson ráðunautur Búnaðarfélags íslands. Á þessu merka verki voru svo a-llar fyrir- ætlanir og síðan framkvæmdir byggðar og skeikaði hvergi. Margir góðir menn ljóðu þessu máli lið, bæði utan þings og innan, og vil ég sérstaklega nefna Sig- urð Sigui’ðsson frá Draflastöðum, þá- verandi búnaðarmálastjóra, séra Svein- björn Högnason og Pétur Ottesen, ásamt fjölmörgum öðrum, þótt ekki séu hér nefndir. En mest munaði um sjálft Sveitafólkið, hinum óbreytta borgara. Hefði það ekki sýnt málinu eins mikinn óbuga og það gerði, má vera, að for- ystan hefði ekki nægt til að leiða málið til lykta og koma því heilu í höfn. Framkvæmdin var tvíþætt. Jónas benti á það, að það væri ekkert viðlit að koma samgöngum héraðsins í gott horf nema að færa vötnin saman og var það rétt, og með allri fi'amkvæmdinni voru tvær flugur slegnar í einu höggi. En eins og allir kunnugir vita, var hér- aðið sundur skorið af þessum vötnum. Og það gat enginn vltað í dag, hvar þau rynnu á morgun. Oft kom það t. d. fyrir þegar ég var að fylgja fólki inn í Þórsmörk, að þótt ég færi ó ágætum brotum að morgninum, var þar alveg gjörsamlega ófært að kveldi. Mannvirkjagerðin hófst ó-því, að brú var gerð ó Þverá 1932. Svo var byggð mikil brú yfir Markaríljót 1934 og svo voru allir þessir þvergarðar gerðir, sem loka Markarfljót inni og beinir því öllu undir Maikarfljótsbrúna, beint til sjáv- ar. Það tók áratug að byggja alla þessa garða og verkinu lauk 1952. Garðarnir eru stórvirki. Og ég verð að segja það núna, að þó að margir væru bjartsýnir á það, bæði ég og margir aðrir, að þetta gæti yfirleitt tek- izt, held ég þó, að okkur hefði naumazt eða ekki tekizt þetta, án nýrrar verk- tækni, sem 'kom á þessu tímabili. En þó vil ég geta þess, að þegar fyrstu gaFð- arnir voru byggðir, garðurinn á milli Dímonanna (það eru hæðir tvær í nágrenni Markarfljótsbrúar), þá var allur aurinn upp við garðinn sem var aðal fyrirstaðan, þangað fluttur á hjól- börum. Það var seinlegt, en grjótið var hins vegar flutt á bílum. Síðar komu svo jarðýtur og sterkir kranar og þá var það hreinasti leikur að vinna verk- ið. Og þessir garðar eru svo öflugir, að þeir þola allt venjulegt vatnaflóð. Allt það land, sem áður voru aurar einir, hér sunnan við Fljótshlíðina, er að Verða nytjaland, mjög gróið upp og ágangur vatnanna er úr sögunni. Við vorum svo heppnir, að byrja á varnar- garði við Sreitu 1946. Hefði ekki verið búið að gera hann þegar Hekla spjó í marz 1947, hefði engum dottið í hug að vera hér. Hekla fór illa með okkur, en þó eikki verr en svo, að við höfðum trú á því, að við gætum búið hér framvegis. Gróðurmáttur íslenzkrar moldar er mikill og víð trúðum því allir. Þótt 14 sentimetra jafnfallið lag af ösku og vikri væri yfir alla mítta landareign trúði ég því, að gróðurinn sigraði, og mér varð að þeirri trú. En það er um Markarfljót að segja, að í venjulegum vatnavöxtum virðir það mannvirkin og höfum við reynslu af því, en komi jökulhlaup, eins og komiið hefur fyrir, virðist það guðs mildi, að e'kkert skuli hafa bilað. Svo er annað, það kemur aldrei annað eins vatn í Markarfljóti og áður var. Eyja- fjallajökull og aðrir jöklar hafa minnk- að svo mjög, t. d. frá 1924, að ekki er sambærilegt. Enginn vafi er á því, að Markarfljóts- aurar verða ræktaðir og nú þegar hafa allmiklar lendur verið teknar til rækt- unar og hreppsnefnd Fljótshlíðar hefur samþy'kkt ályktanir um þetta atriði. Fyrrum voru gerðar óætlanir um, hvernig mætti verjast ágangi fljótsins. Nú eru áætlanir gerðar um íæktun þessa sama lands og skuragerð til að takai við Hlíðarlækjunum. En þessir lækir eða smáái', verða að fljótum í vatnavöxtum. Ferðamannastraumurinn í Þórsmörk byrjaði ekki snemma. Það var eiginlega Jón söðlasmiður í Hlíðarendakoti, sem vakti Þórsmörk af dvala fyrir rúmum 100 árum, eins og Þorsteinn Erlings- son segir í kvæði til hans. Hann sá manna bezt fegurðina í Þórsmörk og hélt henni á lofti og vakti forvitni rnanna á þessum undurfagra stað. Ég byi’jaði ungur að fylgja ferðafólki þangað á hestum, því til Þórsmetkur varð ekki komist nema fara yfir Mark- arfljót. Það voru stundum kaldsamar ferðir, en flestir höfðu gaman af þeim. Nú fara menn að sunnanverðu og losna við fljótið en þurfa aðeins að fara .yifir tvær smáár, sem að vísu geta orðið farartálmar. Og nú brotnar landið okkar ekki lengur og nú er svo komið, þrátt fyrir nökkra vantrú í fyrstu, að allir vilja Lilju kveðið hafa í þessu efni. Nú ríður á, að halda öllum þessum mannvirkjum við, því annars er héraðið undirlagt á ný og verr farið en heima setið. Ef Mai’karfljót brytist út, eru Út-Land- eyjar og Austur-Landeyjar í mikilli hættu. Það voru uppi nokkrar ráðagerðir um, að bjóða Jónasi Jónssyni frá Hriflu hingað til okkar, til að þakka honum frábæra forystu í vatnamálum Rangæ- inga. En af því gat því miður ekki orð- ið, því hann fór til betri hehnþ, áður en af því yrði, segir Sigurður Tómasson bóndi og oddviti á Barkastöðum, og lýkur þar með frásögn hans af því ævintýri, er Mlarkarfljót var hneppt í nauðsynlega fjötra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.