Dagur - 18.12.1992, Síða 18

Dagur - 18.12.1992, Síða 18
18 B - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 >------ Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. SsmvimleriirLsnisíii Ráðhústorgi 1 • Sími 27200 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. IIIEYFJÖRÐ umboðs- og heildverslun Hjalteyrargötu 4 • Símar 25222 & 22275 ésjsaœ&i. gQ—ZT Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. PLAST Tryggvabraut 18-20 • Sími 22500 ■ VJ Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. vörubær I_Ihúsgagnaverslun s Tryggvabraut B4 BOB Akuregrl ihúsgagnaverslun simi as-Bi4ia ijjLjffc Jafnframt því að óska viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári þökkum við skilvísi og gott samstarf á árinu. Starfsfólk Hitaveitu Akureyrar Jón Eiríksson sestur við eldhúsborðið með blýant og teikniblokkina. og er, en ég veit ekki hvað kann síðar að verða,“ segir hann. Ásamt konu sinni og tveim börnum rekur Jón töluvert stórt bú á Búrfelli og hefur því í mörg horn að líta við búreksturinn. Hvenær skyldi hann gefa sér tíma fyrir áhugamálið? „Ég gríp í þetta þegar ég hef tíma. Það get- ur verið að loknum mjöltum á morgnana, um miðjan daginn eða á kvöldin. Ég horfi lítið á sjónvarp, en gríp þess í stað í penslana." Jón lætur vel af því að samræma bústörfin og áhuga- málin. „Ég held að þetta sé bara eins og hver önnur áhuga- mennska. Mér finnst þetta fara vel saman að því leyti að þetta er gjörólíkt. Þess vegna er ákveðin hvíld í því að taka penslana eftir langan vinnudag við bústörfin.“ Hægt að gera annað en að framleiða kjöt og mjólk Jón Eiríksson er enn sem komið er ekki stórt nafn í myndlistar- heiminum, en það kann að breyt- ast síðar. Þrátt fyrir að hafa mál- að í aðeins fjögur ár hefur hann nú þegar sýnt verk sín á þrem sýningum, á Akureyri, Blönduósi og Hvammstanga. Jón hefur tekið þátt í starfi hóps sem kallar sig Bardúsa og stendur meðal annars að rekstri Gallerís Bardúsa á Hvamms- Fyrst og fremst spuming um ástríðuna og áhttgaun - segir bóndinn, ljósmyndarinn og listmálarinn Jón Biríksson „Ég hef gaman af því að spreyta mig á því að ná stemmn- ingum eða hugmyndum á pappír eða léreft,“ segir Jón Eiríksson, bóndi á Búrfelli í Miðfirði, en auk bústarfanna fæst hann töluvert við að mála og taka og vinna Ijósmyndir. „Þetta er svona ástríða hjá mér, ég hef gaman af þessu og dunda mér við þetta í frístund- um. Ég byrjaði á málverkinu fyr- ir fjórum árum, en ætli það séu ekki ein tíu ár síðan ég fór að taka ljósmyndir og í framhaldi af því byrjaði ég að mála. Ég er aðallega í ljósmynduninni yfir sumarmánuðina, en meira í mál- verkinu á veturna," útskýrir Jón. Ég nefni við hann að varla fari menn að mála nema hafa ein- hverja hæfileika í þá átt, en hann gerir lítið úr því. „Þetta er fyrst og fremst spurning um ástríðuna og áhugann og svo kemur hitt á eftir. Ég veit ekkert um hæfileik- ana, það verða aðrir að dæma um.“ „Gríp í þetta þegar ég hef tíma“ Viðfangsefni Jóns í málverkinu eru af ólíkum toga. „Ég mála mikið draumkenndar myndir, einskonar fantasíur,“ segir Jón. Hann segist vinna verk sín með vatnslitum, pastellitum og olíu. „Ég er í þessu hefðbundna eins tanga. „Maður finnur að það er að aukast áhugi og virðing fyrir því sem fólk gerir í höndunum. Fólk er að uppgötva að það getur gert eitthvað annað en að framleiða kjöt og mjólk. Sumir hafa svolitl- ar tekjur af þessu, en það er ekki markmiðið hjá mér. Fyrst og fremst er þetta til gamans gert.“ Gallerí Bardúsa hefur verið rekið í tvö ár, aðallega yfir sumarmánuðina. Þar eru á boð- stólum ýmsir áhugaverðir munir, sem fólk í Húnaþingi hefur unnið, meðal annars málverk eft- ir Jón bónda á Búrfelli. Gallerí Bardúsa hefur vakið mikla athygli ferðafólks og greinilegt að það hefur sannað tilverurétt sinn. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.