Dagur - 18.12.1992, Síða 22

Dagur - 18.12.1992, Síða 22
22 B - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 Óskum viðskiptavinum og starfsfólki okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. ÍBSV " ... Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. Sendum viðskiptavinum okkar bestu \ó\a- og nýársóskir bökkum viðskiptin á liðnu ári. FASTCIGNA& M SKIPASALAZggZ NORÐURLANDS O Glerárgötu 36, 3. hæö • Símí 11500 Utgeroarfélag Akuregringa fif. óskar öllum viðskiptavinum sínum og starfsfólki gleðilegra jóla og góðs árs Laugarbakki: ,JVlér er vel tekið“ - segir nýi sveitarstjóriim, Theodóra Ragnarsdóttir Sveitarstjórinn í Ytri-Torfulækjarhreppi, Theodóra Ragnarsdóttir. Þann 1. nóvember sl. tók nýr sveitarstjóri við störfum í Ytri- Torfustaðahreppi í V-Hún. Skrifstofa hreppsins er á Laug- arbakka og nýi sveitarstjórinn heitir Theodóra Ragnarsdóttir og er ættuð að vestan. Theo- dóra stundaði nám við Sam- vinnuháskólann á Bifröst um þriggja ára skeið og útskrifað- ist þaðan sem rekstrarfræðing- ur sl. vor. Þegar ég heimsótti nýja sveit- arstjórann á skrifstofuna var hún búin að starfa í einn mánuð. Theodóra er þrítug að aldri og einhleyp og segist þegar hafa fengið margar ábendingar um heppileg eiginmannsefni. Henni líst vel á staðinn og starfið og seg- ir fólk hafa tekið sér vel. „Ég kláraði Samvinnuháskól- ann síðastliðið vor. Ég byrjaði þar í undirbúningsdeild og var síðan tvo vetur í rekstrarfræði. Þetta er háskólanám. Fyrst er undirbúningsdeild í einn vetur fyrir þá sem ekki hafa stúdents- próf. Þetta er mjög þarft. Fólk er þarna frá tvítugu og upp í rúm- lega fertugt. Það finnst enginn aldursmunur þegar fólk er farið að vinna og læra saman.“ - Þetta nám gefur möguleika á margvíslegum störfum? „Það er mikil breidd af störfum sem fólk fer í þegar það kemur úr þessum skóla. Við erum eigin- lega að berjast um sama markað og viðskiptafræðingar, en ég myndi segja að þetta sé fjölhæf- ara nám. Þetta er breiðara svið.“ Engin ættartengsl - Hvaðan ertu? »Ég er Vestfirðingur, frá Brjánslæk á Barðaströnd. Ég á engar ættir að rekja hingað og þekkti ekki neinn þegar ég kom hingað. Ég held að það sé kostur að ég þekki engan hérna. Þá er jekkert hægt að saka mig um Ifrændsemi eða þess háttar.“ - Hvers vegna sóttirðu um þessa stöðu? „Það var í gegnum Hagvang. Ég var að vinna við bókhald í sumar og var ekkert farin að leita mér að fastri vinnu. Ég fór svo að vinna á skrifstofu í Búðardal og þá var hringt í mig frá Hagvangi og mér bent á þetta starf. Ég sótti um og var boðið starfið og ég skellti mér í það án þess að hika. Ég hef aldrei unnið svona starf áður, en ég kem úr litlu byggðar- lagi, eins og hér er. Maður hefur auðvitað fylgst með sveitarstjórn- armálum svona óbeint, en aldrei tekið beint þátt í þeim. Ég vissi í rauninni ekkert í hvað ég var að fara, en við fórum auðvitað í þessa hluti í skólanum." Kostur að þekkja til á litlum stöðum - Hvað heldur þú um viðhorf- ið til þín, ungrar einhleyprar konu í slíkri stöðu? „Mér er vel tekið. Menn eru svolítið hissa fyrst, en síðan hrifnir. Kannski það að ég þori að takast á við þetta. Ég hef per- sónulega aldrei fundið fyrir því að mér sé öðruvísi tekið af því að ég sé kvenmaður. Ég hef aldrei kynnst því af eigin raun, þó ég hafi heyrt um slíkt. Ég finn enga fordóma gagnvart því að ég sé kona í þessu starfi.“ - Er þetta svipað að stærð og þín heimabyggð? „Já, hún er að vísu svolítið minni. En þetta er svipað and- rúmsloft. Ég tel það kost, maður veit hvernig fólk hugsar á svona stöðum, liggur við. Þetta er öðru- vísi í svona litlum byggðarlögum. Ég held að þeim hafi fundist þetta kostur þegar ég var ráðin.“ - Er þetta mikið starf? „Ég er sveitarstjóri í Vi stöðu og Vi fjármálastjóri hjá skólan- um. Þetta fléttast mikið saman. Ég er ennþá að komast inn í hlut- ina. Þetta er dálítið snúið, það eru sex sveitarfélög sem standa að skólanum.“ - En er þetta spennandi? „Já, mér finnst það.“ Viðtal: Sigríður Þorgrímsdóttir mmmmmmmmmmmmmmmmm —n Óskum viðskiptavinum og starfsfólki okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. K. Jónsson og Co. hf. Niöursuöuverksmiöja Akureyri Ungmennafélag Svarfdœla Dalvík óskar lesendum Dags gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar veittan stuðning á árinu sem er að líða. Jólamánuðurinn: Erilsamt á kirkjustöðununi Á kirkjustöðum til sveita er oft annríki í jólamánuðinum og ekki síst yfir hátíðardagana. Aðalsteina Magnúsdóttir á Grund í Eyjafjarðarsveit þekk- ir þetta vel enda alin upp á þessum sögufræga kirkjustað. „Þegar ég var að alast upp var ævinlega messað á jóladag en aldrei á aðfangadag. Fólk hafði þá ekki bílana til að keyra um og messuferðirnar voru þá meira mál en nú er. Ég man líka að móðir mín var alltaf með kaffi- borð fyrir kirkjugestina og þegar messað var á jóladag voru hér veitingar nær allan daginn. Nú er reyndar orðið minna um þetta en samt kemur alltaf talsvert af fólki hér inn,“ sagði Aðalsteina þegar við forvitnuðumst um jólahaldið. „Það verður því að haga verk- unum öðruvísi en á öðrum bæjum, kirkjan verður að vera tilbúinn, hrein og heit. Þetta er því bara hluti af vinnunni og þar sem er kirkjustaður þar er vinnan meiribætti Aðalsteina við. JÓH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.