Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 37
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - B 37
svo miklu máli,“ segir Stefán.
En hvað með jólamatinn?
„Við erum orðin dálítið
Skandinavísk í okkur. Við eigum
bæði frændfólk í Noregi og vina-
fólk í Danmörku og því er jóla-
borðið hjá okkur kannski svolítið
öðruvísi en gengur og gerist. -
Og erum þá gjarnan með kalt
borð með síld, brauði og áleggi.
Yfirleitt koma fram 3-4 tillögur á
hverju ári um hvað skuli hafa í
jólamatinn. En þó er hangikjötið
jafn ómissandi hjá okkur á jóla-
Stefán Tryggvason í fjósinu á Þórisstöðum, þar sem hann er með um 30
mjólkurkýr, auk káifa og geldneyta.
Hjónin á Þórisstöðum með synina þrjá. F.v.: Stefán Tryggvason, Tryggvi Sturla, yngsti fjölskyldumeðlimurinn Þór-
ir Steinn, Árni Steinar og Inga Margrét Árnadóttir. Myndir: kk
inu við hjónin á Þórisstöðum án
þess að minnast aðeins á jólin og
jólaundirbúninginn. Síðustu tvö ár
hafa Inga og Stefán búið á Akur-
eyri og þau þekkja því hvort
tveggja, að halda jól í kaupstað
og jól í sveit. En skyldi vera
mikill munur þar á?
„Það er nú varla hægt að segja
að við þekkjum muninn þar á,
því þessi tvö ár sem við bjuggum
á Akureyri, dvöldum við hluta af
jólunum hjá foreldrum mínum í
Mývatnssveit,“ segir Inga en bæt-
ir við að þó að þau hafi einnig
verið á Akureyri um jól og ára-
mót, þá sé dálítið erfitt að tala
um mun á því að halda jól í sveit
eða kaupstað. „Ég held þó að
það fari dálítið eftir hvernig mað-
ur er í sveit settur. Það er t.d.
mun auðveldara með allan jóla-
undirbúning fyrir okkur sem
búum svona nálægt Akureyri,
heldur en þá sem búa lengra frá
þéttbýlinu. Ég man t.d. eftir því
þegar ég var krakki í Mývatns-
sveit, þá var ekki farið í kaupstað
nema kannski einu sinni fyrir jól-
in til versla."
Jólahald í sveit og
kaupstað nokkuð áþekkt
„Það má segja að fjósverkin hafi
mótað okkar jól,“ segir Stefán.
„Þegar við vorum á Kjalarnesi
var farið að messa á aðfangadag
kl. 17.00 og þá fannst mér eins og
það væri ekki gert ráð fyrir því að
einhverjir þyrftu að fara í fjós að
kvöldi. Aftur á móti er messa hér
kl. 16.00 á aðfangadag og m.a.
gert ráð fyrir því að fjósverkin
séu þá eftir. Annars held ég að
jólahald í sveit og kaupstað sé
nokkuð áþekkt. Það verður
kannski heldur meira að gera í
fjósinu um þessi jól, þar sem
óvenju margar kýr eru komnar
að burði.“
Inga segir að helsti munurinn
sé að á aðfangadag sé borðað
seinna í sveitum og þá fyrst og
fremst vegna búverkanna. - Og
Stefán bætir við að vilji menn
sofa út um jólin, þá sé ekkert
annað að gera en að leggja sig
aftur eftir morgunmjaltir. „Jólin
eru fyrst og fremst fjölskyldu-
hátíð og þá skiptir tíminn ekki
dag og öðrum íslendingum," seg-
ir Stefán.
Lambakjötið ómissandi
á jólunum
Hann segir að fólk í sveitum sé
oft með fjölbreyttan matseðil á
jólunum og borði þá bæði svína-
kjöt og einhverja fugla en sjálfur
vilji hann helst fá lambakjöt.
„Lambakjötið er besta kjöt sem
ég fæ og þó ég borði það á öðrum
árstíma líka, finnst mér það
ómissandi á jólunum."
Það kom honum hins vegar
nokkuð á óvart þegar hann
kynntist matarsiðum í Mývatns-
sveitinni, að fá makkarónur með
hangikjötinu og sýróp á laufa-
brauðið en það eru siðir sem
hann þekkir ekki og Inga segir að
séu sérstakir siðir á sínum heima-
slóðum.
Fjölskyldan hefur fagnað nýju
ári á Akureyri sl. tvö áramót og
segist Stefán þá hafa skynjað ein-
manaleika í öllu mannhafinu í
kaupstaðnum. Það ætla allir að
skemmta sér svo mikið og vænt-
ingar svo miklar en svo er þetta
ekki neitt neitt. „Hins vegar
fannst strákunum okkar áramót-
in mjög spennandi tími. Þeir
fengu að vaka lengur og það var
töluverður gestagangur en hvort
þeir nutu þess eitthvað frekar en
í sveitinni, veit ég ekki.“ „Það
var mjög tilkomumikið að horfa
til höfuðborgarinnar frá Kjalar-
nesi þegar við bjuggum þar og sjá
alla ljósadýrðina um miðnætti,"
segir Inga.
Jólaböllin á árum áður
ógleymanleg
Hafið þið verið dugleg að sækja
jólaböll í gegnum tíðina?
„Við höfum farið með börnin á
jólaböll en mér finnst þau ekki
eins tilkomumikil og jólaböllin
þegar ég var ungur,“ segir Stefán
og segist geta sagt frá þeim í
smáatriðum og tekur Inga undir
það. „Það eru miklu fleiri jóla-
böll í boði nú en var á árum áður,
bæði í skólanum og hjá fyrirtækj-
um og félagasamtökum, þannig
að þetta verður hálf litlaust,“ seg-
ir Stefán og leggur enn frekari
áherslu á hversu jólaböllin voru
skemmtileg þegar hann var að
alast upp.
Kunna vel við sig á
Svalbarðsströndinni
Eins og áður hefur komið fram,
hefur fjölskyldan á Þórisstöðum
aðeins búið þar í rúma þrjá mán-
uði og er ekki að heyra annað en
að þau kunni vel við sig á Sval-
barðsströndinni. Stefán og Inga
segja að þetta sé dýrðar staður
og allar aðstæður mjög góðar.
„Oll vinnuaðstaða er mjög góð
og öllu haganlega fyrir komið og
vel við haldið," segir Stefán og
bætir við að þau hafi ekki kynnst
öllum verkþáttum á nýja
staðnum, eins og heyskapnum, en
byrjunin lofi góðu.