Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Stuttar fréttir Óttast um gísla Talsmenn Sameinuðu þjóðanna óttast miög um afdrif gíslanna sem Serbar hafa tekiö í Bihac. FjötgaíNATO NATO ætlar að vinna að því að fjölga aðildarlöndum, meðal ann- ars Austur-Evrópulöndum, burt- séð frá þvi hvað Rússar hafa um það að segja. GATT-stjóri ánægður Fram- kvæmdastjóri GATT hrósaði bandaríska þinginu fyrir aö samþykkja GATT-samn- inginn. Clinton góðiff Clinton ætlar að hieypa til Bandaríkjanna þúsundum kúbverskra barna sem hafa verið í Panama. Segirafsér Forsætisráðherra Líbanons hefur ákveðið aö segja af sér, tveimur árum eftir að hann tók við völdum. Skotiðáforseta Bosníu-Serbar sendu flugskeyti á höll forseta Bosniu í gær en hann sakaöi ekki. Níufallnir Aö minnsta kosti níu manns hafa faliið í loftárásum i bænum Grosny í Checlmyu í Rússlandi. Viðræður um kjarnorku Bandaríkjamenn og Noröur- Kóreumenn hafa átt í viöræöum um kjarnorkumál og hafa náð samkomulagi. Semjafríð Yasser Arafat og leiötogar Hamas-hreyfingarinnar í Palest- ínu reyna nú að semja frið. Yf irheyrslum frestað Yfirheyrslum yfir Silvio Ber- lusconi, foræt- isráðherra ítal- íu, hefur verið frestaö um óá- kveðinn tíma. Hann segist ætla aö flytja frá Ítalíu ef hann verður sakfelld- ur. Reuter Hlutabréflækka: Óttivið vaxtahækkun Ótti ríkir á meðal erlendra fjárfesta þar sem allar hkur eru á að Banda- ríkjastjórn hækki vexti á næstunni. Þessi ótti kom berlega í ljós í helstu kauphöllum heims á fimmtudag þeg- ar hlutabréfavísitölur lækkuðu um nokkur stig. Dow Jones lækkaði í Wall Street á fimmtudag um ein 49 stig og í kjölfar- ið lækkuðu FT-SE100 í London, Nik- kei í Tokyo og Hang Seng í Hong Kong. DAX-30 í Frankfurt lækkaði sömuleiðis lítillega. Á meðfylgjandi grafi hefur orðið sú breyting meö kaffið að hér eftir birtast tölur af 2ja mánaöa verði á markaði í London. Þar sést að tonnið hefur lækkað um ríflega 1000 dollara frá því í september, eða um 26%. -Reuter/Fin. Times Uúönd Richard Gere og Cindy Crawford: Achille Lauro sokkið Stormasamri sambúð lokið Achille Lauro, skemmtiferöa- skipiö fræga sem varð aldelda fyrir utan strönd Sómahu sl. miö- vikudag, sökk í gær. Talið er að þótt skipið hefði ekki sokkiö hefðí aldrei verið hægt aö gera við það því það var svo illa farið. Achille Lauro komst í heims- fréttirnar árið 1986 þegar palest- ínskir skæruliðar rændu skipinu og héldu því i marga daga. Rússar neita að skrifa undir - Gere búinn að finna nýja Leikarinn Richard Gere og stórmódehð Cindy Crawford hafa shtið sambandinu eftir að hafa verið gift í þrjú ár. Þau hafa ávallt þótt eitt glæsilegasta parið í skemmti- bransanum og jafnað vakið mikla athygh. Miklar umræður hafa verið síöasta árið í fjölmiðlum um að alvarlegir brestir væru komnir í sambandið en skötuhjúin hafa ávallt neitað því að nokkuð væri að. Til að sannfæra umheiminn keyptu þau meðal ann- ars rándýra heilsíðuauglýsingu. í breska blaðinu Times til að bera til baka sögur um framhjáhald og skiln- að. í yfirlýsingu, sem þau sendu frá sér í gær, segir að þau hafi ákveðið að slíta sambandinu en skilnaður sé hins vegar ekki á döfinni á næst- unni. í raun hafi þessi niðurstaða legið fyrir í júlí en þau hafi að und- anförnu verið að reyna að lappa upp á sambandið. Sú umræða sem hafi veriö í fjölmiðlum aö undanförnu sé hins vegar ástæðan fyrir þvi að þau taki þessa ákvörðun nú. Þau hafa þó ekki gefið upp vonina um að hægt sé að bjarga sambandinu. Gere hefur undanfarna manuði veriö í Englandi við kvikmyndatökur en Cindy var hjá honum þar í stuttan tíma í sumar en annars hafa þau ekki sést. Að undanförnu hefur hann hins vegar sést með ungri breskri sýningarstúlku og virðist ákaflega kært með þeim. Stúlkan, sem er búddatrúar eins og Gere, hefur með- al annars ítrekað sést yfirgefa íbúð hans snemma morguns. Cindy hefur einnig sést með ýmsum mönnum, meðal annara næturklúbbaeiganda nokkrum að nafni John Enos. Reuter — Súpermódelið Cindy Crawford stillti sér upp fyrir Ijósmyndara i gær þegar hún var að kynna nýtt likamsræktarmyndband sem hún framleiðir. Það var í nógu aö snúast hjá stúlkunni i gær þvi að hún og Richard Gere, eiginmað- ur hennar, lýstu því yfir að sambúð þeirra væri lokið. Símamynd Reuter Farþegaferjur 1 Eystrasalti: sam- dráttur eft- ir Estonia- slysið Mikill samdráttur hefur verið hjá þeim fyrirtækjum sem reka stórar farþegaferjur í Eystrasalti eftir hið hörmulega slys þegar ferjan Estonia sökk í september og 900 manns létust. Framkvæmdastjóri Viking Line, sem rekur sex ferjur í Eystrasalti, segir að slysið muni hafa áhrif langt fram á næsta ár og hugsanlega miklu lengur. „Það munu veröa margir erf- iöir mánuðir," segir hann. Talið er að farþegum hafi fækkað um 150 þúsund í nóvembermánuði miðað við fyrra ár og má algjörlega rekja það til slyssins. Svíar virðast helst forðast að fara með ferjunum. Velta fyrirtækjanna hefur dregist saman af þessum sök- um um allt að 30 prósent. Eini bjarti punkturinn í samgöngumálum á þessu svæði nú er að aukning hefur orðið á leiðinni milli Tallinn í Eist- landi og Helsinki. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis | Utanríkisráð- herrar NATO reynduigærað halda sam- skiptum við Rússa góðum og koma i veg fyrir að upp risu deilur um hversu hratt NATO skyldi stækk- að til að hleypa Austur-Evrópu- þjóðum inn. Andrei Kozyrev, ut- anríkisráðherra Rússa, sem var gestur á ráöherrafundinum, setti allt á annan endann þegar hann neitaði að skrifa undir ákveöinn friðarsamning vegna þess að Moskvustjórnin vildi fyrst fá að sjá eitthvað um hversu hratt ætti að hleypa nýjum þjóðum inn í NATO. Skautkonu sínaídómhúsi Maður frá Marokkó drap eigin- konu sína í réttarsal fyrir framan dómara í bænum Kerpen í Þýska- landi í gær. Hjónin áttu íjögur böm en vom nýskilin og konan haföi ekki lengur landvistarleyfi í Þýska- landi. Konan hélt því fram við réttinn að maöur hennar beitti sig ofbeldi reglulega og þá skaut hann konuna. Kannaráhrif sjón varps á matarvenjur Breskur vísindamaöur hefur fengið styrk til að kanna áhrif sjónvarpsgláps á matarvenjur. Hann ætlar sérstaklega að skoða áhrif svokallaðra sápuópera á mataræðið. Hann telur Breta borða óhollan mat. Hann segist ekki vera viss um áhrif sjón- varpsins á matarvenjur en segir hins vegar alveg ljóst að Stjáni blái hafi aukið sölu á spínati verulega í gegnum tiðina. Kynskiptingur færað verafaðir Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fallist á að reyna að finna lausn á máli bresks klæöskípt- ings en hann fékk ekki aö ganga barni kærustu sinnar í fóðurstað á þeim forsendum að „hann“ væri lagalega enn kona. Breskir dómstólar hafa túlkaö málið á þann hátt að aðeins lif- fræðilegur faðir geti orðiö lögleg- ur faöir. Parið fékk okki heldur að ættleiða bam á sínum tíma þrátt fyrir að hafa búið saman í 15 ár. 140 látnir í ferjuslysi Óttast er að yfir 140 hafi dmkknað þegar fihppeysk feija sökk eftir að hafa siglt á flutn- ingaskip í gær. Búið er að finna 34 lík en talið er að hin séu enn í skipinu. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.