Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 13 Ingibjörg Sólrún við lúxusjeppa borgarstjóra. Holræsagjaldió sem hún ætlar að leggja á um áramótin bitnar þyngst á öldruðum og barnmörgum fjölskyldum Ingibjörg Sólrún hækkar skattana Hinn nýi holræsaskattur, sem Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri ætlar aö leggja á eigendur fasteigna í Reykjavík frá og með áramótum, bitnar eðli málsins samkvæmt þyngst á öldruðu fólki og barnmörgum fjölskyldum. Upp- hæð skattsins fer að vísu eftir stærð fasteigna. Þeir sem eiga íbúð af meðalstærð greiða um 10.500 kr. en þeir sem eiga stærri eignir greiða hærra gjald. Ef fasteignamat íbúðar og lóðar er t.d. 18 milljónir króna nemur skatturinn 27.000 kr. En aldraðir borgarar eru yfirleitt tekjulágir, þótt þeir eigi íbúðir, og þess vegna kemur skatturinn illa við þá. Og barnmargar fjölskyldur komast ekki hjá því að búa í stóru húsnæði og verða þvi fyrir barðinu á fermetramælingu skattsins. Hvar á taka peningana? Ákvörðun um þessa nýja skatt- heimtu er undarleg kveðja frá R- listanum í Reykjavík tO fólks sem berst í bökkum og á í erfiðleikum með að láta enda ná saman í heimil- ishaldinu. „Hvar á ég að taka þessa peninga? Getur Ingibjörg Sólnin sagt mér það?“ spurði öldruð kona, ellilífeyrisþegi, sem hringdi í Þjóð- arsálina á rás 2 í vikunni. Skyldi borgarstjóri geta svarað því? Ástæða er til að rifja upp að nokkrum dögum fyrir borgarstjóm- arkosningamar í Reykjavík í vor var Ingibjörg Sólrún spurð að því hér í DV hvort vænta mætti hækk- unar útsvars kæmist hún til valda í höfuðborginni. Svar hennar var afdráttarlaust. Hún sagði að það væm ekki nokkrar forsendur til þess því almenningur heíði að und- anfómu þurft að taka á sig aukna skattbyrði á sama tíma og skattar á fyrirtæki væm lækkaðir. Með öðr- um orðum, að hinn almenni Reyk- víkingur hefði ekki burði til að taka á sig frekari álögur. í ljósi þessara orða fyrir kosning- ar kemur ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar sem borgarstjóra að leggja á borgarbúa sérstakt hol- ræsagjald rnjög á óvart. Hér er að vísu ekki um hækkun útsvars að ræða en það er að sjálfsögðu auka- atriði hvaða nöfnum menn nefna skattana. í svarinu fyrir kosningar fólst efnislega að ekki yrði um að ræða nýja skatta og álögur. Það fyrirheit hefur nú verið svikið. Holræsagjaldið rennur beint í borgarsjóð eins og útsvarið svo þar er enginn munur á. Vissu um fjárhagsstöðuna Á borgarstjóri sér einhveijar málsbætur? Vissi hún kannski ekki fyrir kosningar hvernig íjárhag höfuöborgarinnar var háttað og er því að bregðast við vanda sem óvænt hefur komið í ljós? Svo er ekki. Sannleikurinn er sá að fyrir kosningar var ekki deilt um hver fjárhagsstaða borgarinnar raun- verulega væri. Og í ítarlegri skýrslu endurskoðenda frá því í sumar er ekki að finna neinar óvæntar upplýsingar um skuldir borgarinnar. Það virðist því margt benda til þess að Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hafi mikið til síns máls þegar hann segir að holræsagjaldið sé lagt á til að fjármagna kosningaloforð R- listans. Að undanfórnu hefur gætt Laugardags- pistilliim Guðmundur Magnússon fréttastjóri vaxandi óþolinmæði meðal vinstri manna með það aðgerðaleysi sem mönnum finnst hafa einkennt nýja meirihlutann í borgarstjórn. Bent er á að liðið sé hálft ár frá valda- töku R-listans án þess að hinn al- menni borgarbúi sjái þess nokkur merki að breytingar haíi orðið. Fréttir hafa verið af lúxusbílum Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra, gæðingum í ráðhúsinu og einhverj- um stjómsýslubreytingum þar á bæ, en fátt annað hefur sést. Á næsta ári leggur R-listinn fram fyrstu fjárhagsáætlun sína og eftir það verður ekki undan því skotist að bera ábyrgð á forgangsröðun verkefna og þeim framkvæmdum sem ráðist er í. Hægt að spara 600 milljónir Reykjavíkurborg er orðið mikið bákn og á hennar vegum er rekin margvísleg starfsemi sem álitamál er hvort sveitarfélag eigi að standa að, m.a. vegna þess að verið er að keppa við einkafyrirtæki eða veita þjónustu sem eölilegra væri að einkaaðilar önnuðust. Árni Sigfús- son, sem enginn dregur í efa að hefur yfirgripsmikla þekkingu á málefnum höfuðborgarinnar, held- ur því fram að með sparnaði og hagræðingu mætti minnka útgjöld borgarinnar um 600 milljónir á ári. Þaö er hærri upphæð en nemur áætluðum tekjum af holræsagjald- inu. Væri nú ekki ráð fyrir Ingi- björgu Sólrúnu að hlusta á þessar röksemdir og hlífa almenningi í borginni við nýjum álögum? Ég er sannfærður um að hún mundi vaxa sem stjórnmálamaður í augum borgarbúa ef hún sýndi slíkan Kjark. Um holræsaframkvæmdirnar sjálfar þarf svo ekki aö vera neinn ágreiningur. Þær voru skrautfjöð- ur í hatti fyrrverandi meirihluta, enda um að ræða einhveijar stór- tækustu umhverfisbætur síðari ára. Gott er að heyra að nýi meiri- hlutinn ætlar að halda þeim áfram af sama krafti. Aðalatriðið er hins vegar að Reykvíkingar telja sig nú þegar greiða fyrir þessar fram- kvæmdir með útsvari sínu og fast- eignagjöldum. Óeðlilegar auglýsingar Auglýsingar frá Reykjavíkurborg í nýlegu blaði R-listans urðu tilefni frétta í vikunni. Það vakti athygli að í blaðinu voru fimm vænar aug- lýsingar frá skrifstofu borgarstjóra og borgarstofnunum. Hafa þær lík- lega ráðið úrslitum um það að unnt var að gefa blaðið út. Fram hefur komið að slíkar auglýsingar hafa ekki tíðkast áður. Það er þó auka- atriði því ekki eru misgjörðir betri ef þær eru endurteknar. Áthygli vekur að sá sem annaðist söfnun auglýsinga í blaðið (fyrir góða þóknun að sjálfsögðu) situr í framkvæmdanefnd R-listans og er þannig handgenginn Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra. Ég er ekki viss um að hún hafi sjálf gefið fyrir- mæli um þessar auglýsingar en augljóslega vita embættismenn í ráöhúsinu hvaö klukkan slær þeg- ar R-listinn, sem fer með völdin, biður um auglýsingastyrki. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa látið í ljós hneykslun á þessum vinnubrögðum en þeir eru svo umburðarlyndir að þeir ætla ekki að mótmæla þeim með formlegri bókun í borgarráði eins og manni virðist þó fullt tilefni til. Auðvitað er það alveg fráleitt að stjórnmálaflokkar sem fara með völd, hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum, geti gengið í opin- bera sjóði og skammtað sér fé úr þeim til að reka áróður eins og gerst hefur í Reykjavík. Þetta mál ætti að verða tilefni til þess að sett- ar yrðu almennar reglur um birt- ingu styrktarauglýsinga frá Reykjavíkurborg. Slíkar reglur ættu m.a. að fela í sér að ekki væri hægt að hygla pólitískum samheij- um með auglýsingastyrkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.