Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 39 Kristín Á. Guðmundsdóttir sér ekki fyrir endann á kjaradeilu sjúkraliða við ríkið: Óbilandi kjarkur og baráttuvilji - og jólunum verður bara frestað hjá sjúkraliðum „Það hefur því miður verið lítið að gerast í okkar málum og dagarnir fara mikið í bið hér í Karphúsinu," sagði hin snaggaralega Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags íslands, í viðtali viö DV um hádegisbilið á fimmtudag. Þá höfðu sjúkraliöar beðið eftir fundi með sáttanefnd ríkisins frá því klukkan tíu um morguninn. „Við tókum þá ákvörðun að láta ekki þreyta okkur og erum því bara í Pollýönnuleik," svarar Kristín þegar hún er spurð hvort þær séu ekki farnar að þreyt- ast. Verkfall sjúkraliða hefur nú staðið í þrjár vikur og ekkert virðist ganga eða reka í samningamálum þeirra. Baráttugleði formannsins hefur vak- ið athygli þjóðarinnar og er talað um Kristínu sem einn fremsta verka- lýðsforingja landsins um þessar mundir. Almenningur hrífst af krafti hennar og samstöðu félagsmanna. í baráttunni fyrir tveimur árum Það eru nákvæmlega tvö ár síðan Kristín varð áberandi í þjóðlífinu. í desember 1992 lögðu sjúkraliðar nið- ur vinnu í tvo sólarhringa til að leggja áherslu á launakröfur sínar og fylktu liöi í kröfugöngu niður Laugaveginn með baráttuspjöld. Þá voru sjúkraliðar aöallega að berjast fyrir sjúkraliða á landsbyggðinni. í viðtali við DV þá sagði Kristín: „Verkalýðshreyfingin hefur verið eitthvað bragðdauf á undanförnum árum en ég held að það hafi virkilega komið fram hjá sjúkraliðum að það er ennþá líf í verkalýðshreyfing- unni.“ Þessi orð geta vel átt við aftur núna þegar sjúkraliöar taka sig enn til og berjast af fullum krafti fyrir bættum kjörum. Þegar Kristín var spurð hvort henni væri ekki farið að leið- ast hversu lítið gengi í samningavið- ræðum var hún fljót til svars: „Að okkar mati er samninganefnd ríkis- ins umboðslaus til að taka nokkrar ákvarðanir. Á meöan fjármálaráð- herra og þeir sem í kringum hann sitja sem æðsta vald taka ekki af skarið hafa þessir. samningamenn ekkert umboð til að gera eitt eða neitt út fyrir þann ramma sem settur er af ráðherra. Þannig að þaö er ekki við samninganefndina að sakast og við erum ekkert pirraðar á henni.“ - Þið erum þá bara gramar út í Frið- rik Sophusson: „Það eru ekki bara við í samninga- nefnd sjúkrahða og allir sjúkraliðar sem eru þreyttir á Friðriki heldur aUur almenningur. Við höfum komið því mjög vel til skila á þeim fundum sem við höldum með sjúkraliðum á hverjum degi að þaö sé ekki við samninganefndina að sakast. Á hveijum degi mæta 250-300 manns á félagsfund hjá okkur." Enginn sparnaður - Er ekki ríkisvaldið bara að spara sér einhveijar krónur með því að hafa ykkur í verkfalli fram yfir ára- mótin? „Ég get ekki séð að þaö sé neinn spamaður af þessu verkfalli. Þegar tU lengri tíma er Mtið hefur verkfaM meinatækna og síðan sjúkraliða skapað það að biðMstar eftir aðgerð- „Mér þykir eins og það sé einhver stefna í dag að fá þessa stéttaskiptingu upp aftur," segir Kristín þegar hún var spurð hvort ekki væri litið niður á sjúkraliða en henni fannst stéttaskipting á sjúkrahúsunum minnka á tímabili. um hafa lengst til muna. Þessir bið- Mstar geta ekki lengst endalaust þannig að trúlega verður að gera eitt- hvað í þeim málum með því að fjölga starfsfólki og þjónustustofnunum. Þetta verður því ekki sparnaður heldur þvert á móti.“ - Finnið þið ekki reiði frá því fólki sem þarf að sinna sjúkum ættmenn- um meðan þið eruð í verkfallinu? „Það er alveg ótrúlegt hversu margir hafa haft samband við okkur, jafnt sjúklingar sem aðstandendur, og lýst yfir stuðningi við okkur. Það sem kannski fyrst og fremst hefur komið upp hjá fólki er undrun á því að sjúkraMðar séu á þessum lágu launum í þessu erfiða starfi." I kröfugöngu með baráttuspjöld Sjúkraliðafélag íslands er mjög ungt félag. Fagfélag sjúkraliða var stofnað fyrir 25 árum en stéttarfélag- ið 11. maí 1991. Það liðu fimmtán mánuðir án þess að sjúkraliðar hefðu kjarasamning en þá fóru þær í að- gerðirnar í desember 1992. „Viö litum þannig á að búið væri að bijóta á ráðningarsamningi okkar með þvi að hafa okkur á allt öðrum kjara- samningi en gilti í félaginu. Það sem var þó aðalbarátta okkar þá var að sjúkraliðar sem kæmu utan af landi þyrftu ekki að lækka í launum við það að ganga í félagiö. SjúkraMðar hér á höfuðborgarsvæðinu fóru sem sagt í aðgerðir til að hægt væri að stofna landsfélag," útskýrir Kristín. „Við létum til okkar taka á ýmsum stöðum tM að vekja athygM. í desemb- er 1992 fórum við í kröfugöngu, geng- um á fund þáverandi borgarstjóra, Markúsar Arnar Antonssonar, og stóöum á þingpöllum meðan um- ræða um sjúkraliða fór þar fram. Við stóöum líka á Austurvelli tM að kalla Friðrik Sophusson út og afhentum honum áskorun um að gera eitthvað í máMnu. Við unnum þá baráttu og fengum það sem við vildum. Hins vegar vorum við ekki komnar með „Við tókum þá ákvörðun að láta ekki þreyta okkur og erum því bara i Pollýönnuleik," segir formaður Sjúkraliðafélagsins m.a. í viðtalinu og telur að sjúkraliðar séu kúguð stétt. Dagsbrún gaf Sjúkraliðafélaginu eina milljón króna í verkfallssjóð og tekur Kristin hér viö henni frá Guðmundi J. Guð- mundssyni. DV-myndirBG kjarasamning en það átti að gerast á samningstímanum. Skrifað var und- ir samning 8. desember 1992 og síðan hefur ekkert verið hreyft við okkar málum. Þegar samningar urðu lausir í febrúar 1993 urðum við fyrsta félag- ið sem fór af stað tM að ræða við samninganefnd ríkisins. Þá vissum við að umræðan var öM á þá leið að viðhalda þjóöarsáttinni og vorum sammála því. Jafnframt því sem við skrifuðum upp á þjóðarsátt var ákveðið að unnið yrði að því aö klára kjarasamninga við sjúkraliða á landsbyggðinni. Það hefur bara ekk- ert gerst. Samninganefnd ríkisins var í lófa lagið strax þá að ganga frá þessum samningum við okkur. Við fengum enga svörun og þess vegna dróst þetta á langinn." Launabilið breikkað „Þegar komið var fram í maí árið 1993 fórum viö aö líta í kringum okk- ur og vissum að það var búið að bæta verulega við laun hjúkrunar- fræðinga á Borgarspítalanum og þá voru aðrir hjúkrunarfræðingar komnir í aðgerðir til að fá þaö sama. Þá fórum við aö huga að hvort okkur bæri ekki að fara fram á sams konar kjarabætur fyrir okkar félagsmenn. Þá lögðum við fram kröfugerð um 6% launahækkun þó við værum ekki með neitt í höndunum um hvað hjúkrunarfræðingar hefðu fengið enda fóru þeir samningar fram með mikMli leynd. Hins vegar vissum við að lágmarkiö væri 6%. Einnig horfð- um við til þess sem þroskaþjálfar voru búnir að fá. Við geröum ekkert annað en að bera okkur saman við þær stéttir sem við störfum með. Þessum kröfum okkar var hins vegar algjörlega hafnað. Viðræður voru aftur teknar upp haustið 1993 og við héldum áfram að skoða þessi mál þar til í maí á þessu ári þegar við sáum aö kominn var kjarasamningur við hjúkrunarfræð’- inga, meinatækna, röntgentækna og ljósmæður. Auk þess höfðu prestar fengið launahækkun og dómarar með sjálftöku. Þar af leiðandi sá maður að þjóöarsáttin var sprungin. Þá bentum við samningamönnum ríkisins á að nú værum við ekki leng- ur með þessi 6% á borðinu heldur vildum við meira. Vil viljum koma í veg fyrir að launabilið aukist. Okkur hefur hins vegar verið boöin 4% hækkun og á því strandar málið,“ segir Kristín. Samningar ekki sjáanlegir - Þú sérð þá ekki fram á samninga á næstu dögum: „Nei, ég sé ekki fram á neina samn- inga. Það virðist ekki vera skoðun samningamanna ríkisins að það eigi: að hækka láun fólks jafnt. Ég lít þannig á aðþað séu láglaunastéttirn- ar sem lögðu mest af mörkum í þjóð- arsáttina og þær eigi að fá umbun fyrir það núna. Það virðist hins vegar vera þveröfug stefna hjá þessari rík- isstjórn. Ég vil hins vegar að það komi skýrt fram að þetta fólk, hjúkr- unarfræðingar, röntgentæknar, ljós- mæður og fleiri, er ekkert allt of sælt af þeim hækkunum sem það fékk. Þetta eru virkMega lágt launað- ar stéttir í þjóðfélaginu og því já- kvætt að þær hafi fengið einhverja hækkun. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að aðrar stéttir fái Mka hækkun og þá sérstaklega þær sem lægra og verr eru settar í þjóðfé- laginu." Jólunum frestað - Hvemig eru sjúkraliðar í stakk búnir tM að takast á við svo langt verkfall? „FóMi kemst fyrst óg fremst af með kjarkinum og af honum eiga sjúkra- Möar nóg. Hins vegar er það stað- reynd að það fer að sverfa fljótt að fóMii um leið og það fær ekki sína fyrstu útborgun. Þetta tímabil sem í hönd fer og menn líta til með hryll- ingi, að vera í verkfaMi um jól, er þó heldur betra en ef verkfaMið hefði verið eftir áramótin. SjúkraMðum er í lófa lagið að halda engin jól. Hins vegar, ef verkfallið hefði skoMið á um áramót, væri búið að halda jólin og eftir að greiða þau. Það geta fleiri frestað jólunum en Castro." t - Þið eruð þá ennþá uppfullar af baráttuvilja? „BaráttuvMjinn í sjúkraMðum er ótrúlegur. Það hefur verið haft á orði hjá sumum að þetta líkist helst trúar- blindu. Kannski er þaö rétt en sjúkraliðar eru orðnir svo lang- þreyttir á þeirri stöðu sem þeir hafa verið í. Þeir hafa veriö kúgaðir í vinnu og kúgaðir kjaralega. Þegar kúgun er gengin langt þá rís fólk upp. Það hefur orðið gífurlegur flótti úr stéttinni og þá sérstaklega á þeim timum þegar auövelt var að fá vinnu. Allir sem geta fengið vinnu annars staðar eru farnir." Týpísk kvennastétt Um sjö hundruð sjúkraliðar eru i verkfalli og flestallt konur. Kristín segir að það sé ekki síst vegna þess að þetta sé týpísk kvennastétt hversu Mla starfið er launað. „Við erum ein- mitt að súpa seyðið að því aö vera hin týpíska kvennastétt." - Það verður þó engin barátta háð án foringja. Ert þaö þú sem hvetur fólkið áfram svo það gefist ekki upp? „Ég er sannfærð um að þaö þarf forystu sem hefur skoðanir á málefn- unum og hana hef ég. En ég er líka með mjög sterkar forystumanneskj- ur i kringum mig. Ég stend ekki ein í þessu þó ég hafi mitt að segja.“ - Hvaðan kemur þessi kraftur. Ertu pólitísk eða bara svona verkalýðs- sinnuö? „Ég hef ofsalega sterka réttlætis- kennd. Ég hef líka skoðun á stjórn- málum og legg eyrað eftir því hver stefna flokka er. Hins vegar hef ég ekki verið flokksbundin og ekki ein- skorðað mig við einn flokk. Ef flokk- ur sem ég hef kosið hefur ekki staðið við þá stefnu sem hann hefur lofað þá endurskoða ég stöðuna fyrir næstu kosningar. Það er líka eitt sem ,r hrjáir mig, ef svo er hægt að segja, f en ég á mjög erfitt með að hætta við hálfklárað verk. Ég vil sjá árangur af því sem ég byrja á.“ Eftirsótt starf Kristín Á. Guðmundsdóttir er 44ra ára gömul. Hún er gift Diðriki ísleifs- syni og eiga þau þrjú uppkomin börn, það yngsta tvítugt, og fjögur barna- börn. Kristín er alin upp undir Eyja- tjöllum og er hún næstelst sex systk- ina. Faðir Kristínar, Guðmundur Árnason, lést þegar hún var tólf ára og ól móðir hennar, Sigríður Jóns- dóttir, ein upp barnahópinn. Kristín fór ung út á vinnumarkað- inn en hún hefur alla tíð unnið innan heilbrigðisgeirans. Hún starfaði m.a. sem starfsstúlka við aðhlynningu á Hrafnistu. Síðan flutti fjölskyldan til Svíþjóðar en þar starfaði Kristín á geðdeild. Skömmu eftir heimkomuna hvatti vinkona hennar hana til að koma með sér í sjúkraMðanám sem hún lét verða af. - Hefur ekki sjúkraliðastarfið verið töluvert vinsælt í gegnum tíðina? „Á sínum tíma þegar byrjað var að mennta sjúkraliðastéttina fóru margar fullorðnar konur á sjúkra- Mðanámskeið sem sjúkrahúsin voru með. Síðan varð þetta meira nám sem fór inn í fjölbrautakerfið og þá varð mikM aukning af ungu fólki. Við þessa breytingu varð námið líka opin leið upp í frekara nám, t.d. hjúkrun- arfræði í Háskóla íslands. Mín skoö- un er sú að það eigi að nýta betur menntun sjúkraMða því þær fá mjög góðan grunn. Þeim sjúkraMðum sem hafa farið i hjúkrunarfræði í Háskól- anum hefur gengið betur en öörum vegna þessarar undirbúningsmennt- unar.“ Mikil stéttaskipting - En hefúr ekki einmitt verið litið niður á sjúkraliða á heMbrigðisstofn- unum? „Þegar ég byrjaði að vinna á sjúkrahúsi sem starfsstúlka sá ég vel þennan píramída sem er á sjúkra- húsunum. Þetta var á þeim árum sem sjúkraMðamenntunin yar að byrja á Landspítalanum. Ég var neðst í tröppunni sem starfsstúlka og sá ótrúlega stéttaskiptingu. Hún var svo mikM að námsbúningur Kristin Á. Guðmundsdóttir ásamt eiginmanni sínum, Diðriki Isleifssyni. Hún hefur ekki haft mikinn tíma fyrir fjölskyldu sína undanfarið og segist vera þessi nútíma amma sem hafi engan tima fyrir barnabörnin. DV-mynd ÞÖK sjúkraliða var eins og rauðröndóttur fangabúningur á meðan búningur hjúkrunarnema var í englabláum lit. Síðan breyttist þetta og búningar urðu líkari og mér fannst eins og þessi stéttaskipting hefði minnkað með árunum. Hins vegar þykir mér eins og það sé einhver stefna í dag að taka þessa stéttaskiptingu upp aftur. Þaö er mjög reynt til þess. Maður heyrir t.d. að það þurfi að fara að breyta búningum og það yrði þá tM að draga fólk í ákveðna flokka. Það er mikil synd að fólk skuli ekki reyna að vinna betur saman sem ein heMd. í Noregi hefur sjúkraliðafélag- ið útnefnt hjúkrunarforstjóra ársins, hjúkrunarfræðing éða lækni, sem þykir hafa unnið að því að vinna vel með öðrum stéttum." Stuðningur frá fjölskyldunni Kristín fór í sjúkraliðanámið 1981. Mörgum þótti hún áræðin aö leggja í þriggja ára nám með lítM börn þar sem maður hennar vann mikið úti á landi. Hún segir að þótt það hafi ver- iö erfitt hafi hún ákveðið að ljúka náminu og segist hafa rekið alla að heiman þegar hún lá yfir skólabók- unum fyrir prófin. „Þá héldu margir að ég væri oröin koxrugluð," segir hún. Kristín hefur unnið á skurð- deMd Landspítalans síðan. Þrátt fyrir að formennskan í Sjúkraliðafélaginu sé fuMt starf hefur Kristín kosið að gegna 50% vinnu á spítalanum með fram því. Ég fæ góöan stuðning frá fjölskyldunni í þessari baráttu minni." Kristín hefur komið skörulega fram í fjölmiðlum og margir hafa undrað sig á hversu örugg hún er. „Ég hef bara það mottó aö vera ég sjálf. Ef hlutirnir ganga ekki upp í samræmi við skoðanir mínar þá hef ég ekkert að gera í þessu starfi. Ef þeir hins vegar gera það þá er aMt í góðu lagi. Ég hef fengiö mikið af upp- hringingum frá fólki sem vill þakka mér og hvetur okkur áfram." - En Mggur ekki beinast við fyrir þig að fara í póMtík? „Ég hef ekki haft áhuga á því hing- að tM. Mér hefur oft á tíðum fundist það andrúmsloft sem ríkir í kringum stjórnmálamenn mannskemmandi," segir Kristín Á. Guömundsdóttir, formaður SjúkraMðafélags íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.