Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 23 DV Launaþróun sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga Svar fjármálaráðherra við fyrirspum á Alþingi: Bilið ranilli sjúkra- liða og hjúkrunar- fræðinga breikkar Fjármálaráðherra svarði í gær á Alþingi fyrirspum frá Ólafi Ragnari Grímssyni um launamuninn hjá hjúkrunarfræðingum og sjúkralið- um. Þar kemur í ljós það sem sjúkra- liðar hafa haldið fram að launamun- urinn hefur aukist. Ólafur Ragnar spurði meðal ann- ars um hver hefðu verið umsamin mánaöarlaun sjúkraliða að meðaltali í janúar 1990 og í október 1994. Sömu- leiðis meðallaun hjúkrunarfræðinga á sama tíma. í svari fjármálaráðherra kemur fram að umsamin laun sjúkraliöa alls í janúar 1990 voru 57.701 króna á mánuði. í maí 1993 voru þau 68.750 krónur og í október 1994 voru þau - 69.281 krónur. Umsamin laun hjúkrunarfræðinga voru alls í janúar 1990 77.552 krónur á mánuði. í maí 1993 voru þau 91.702 krónur og í október 1994 voru þau komin í 100.170 krónur á mánuði. Skipulag vestursvæðisins á Seltjamamesi: Verðlaunatillag- an gerir ráð fyrir aukinni byggð - fuglaskoðunartumi 1 Bakkatjörn og Qölda vindmylla „Miklar væntingar hafa verið bundnar við samkeppnina, bæði í bæjarstjóm og meðal bæjarbúa. Það er von okkar sem að þessum málum hafa starfað að með samkeppninni muni takast aö ná fram markmiðum hennar, sem meðal annars felast í því aö marka og skapa samræmi milli núverandi byggðar og útivistar- svæðis,“ sagði Erna Nielsen, forseti bæjarstjómar á Seltjarnarnesi, við verðlaunaafhendingu í samkeppni um deiliskipulag sem fram fór í gær. Alls barst 21 tillaga í samkeppnina og voru 11 þeirra valdar til nánari athugunar. Fyrstu verðlaun hlutu arkitektamir Ágústa Sveinbjörns- dóttir, Helga Bragadóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Tillaga þeirra gerir ráð fyrir að byggð verði 28 sérbýli á norðvesturhluta svæðisins og að ak- vegur verði lagður að Nesstofu úr norðri. í tillögunni er meðal annars gert ráð fyrir vindmyllum, fugla- skoðunarturni í Bakkatjörn og fjölda göngustíga, til dæmis að Nesstofu úr suðri. Efnt var til samkeppninnar í kjöl- far harkalegra deilna um skipulag vestursvæðisins. Áform voru uppi um að heimila umfangsmiklar bygg- ingarframkvæmdir á svæðinu og leggja hringveg yfir Nesiö vestanvert við Nesstofu. Frá þessu var horfiö eftir að bæjarbúar höfnuðu slíkum hugmyndum í skoðanakönnun. Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi minni- hlutans í bæjarstjórn, segist sæmi- lega sátt við vinningstillöguna og segir umræðuna um skipulagsmál á Seltjamamesi vera í góðum farvegi. „Barátta okkar fyrir verndun svæðisins hefur skUað árangri þvi ella hefði meirihlutinn malbikað allt svæðið. í ljósi þess að bæjarfélagið er nú kallað skattaparadís eru engin rök fyrir að byggja í peningaskyni," segirSiv. -kaa Vinnuslys Vinnuslys varð á Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum um miðjan dag í dag þegar verið var að landa gámum um borð í Bakkafoss, skip Eimskipa- félagsins. Verið var að færa stykkið sem flyt- ur tíl gámana þegar það rakst utan í einn skipverjann með þeim afleið- ingum að hann fótbrotnaði Ula. Stykkið er um 5 tonn að þyngd. Vatnsflóð Vegir fóru í sundur á nokkmm stöðum á Austfjörðum í gær vegna mikUla vatnavaxta. Verst var ástandið í Skriðdal ,og innst í Fáskrúðsfirði og Reyðarfiröi, auk þess sem vatnið flæddi yfir sums staðar. ÚrheUi var á Austfjöröum frá miðnætti í fyrrinótt og fram eftir degi í gær. Fréttir VETRARSK0ÐUN Sigurvegariim 1 myndbandamálinu: Voru8árað afgreiða málið - það tók Hæstarétt á fiórða ár að fá niðurstöðu „Það voru teknar af mér eitt þús- und spólur sem var helmingurinn af videoleigunni. Síðan var bara beð- ið með að skila þeim. Veltan varð minni og minni hjá mér. Ég fór neðar og neðar og átti sífellt erfiðara með að kaupa efni. Mig vantaði helming- inn af innkomunni. Lögreglan beiö eftir að við færum á hausinn. Þetta endaði með því að ég varð að selja videoleiguna. Aðrir sem lentu í þessu urðu áö gera það sama,“ sagði Ingi- mundur Jónsson, fyrrum eigandi Vídeóspólunnar við Holtsgötu sem varð fyrir því árið 1986 ásamt öörum að lögreglan ákvað að taka mynd- bönd sem talin voru ólögleg. Myndböndunum var skilað árið 1990. Hæstiréttur dæmdi ríkissjóð til að greiða Ingimundi 200 þúsund krónur í skaðabætur vegna málsins. Þó svo að atburðirnir hafi átt sér stað fyrir átta árum gerði dómurinn ríkis- sjóði einungis að greiða dráttarvexti frá uppkvaðningu dómsins á fimmtudag. Þetta telur Ingimundur í hæsta máta óeðlilegt miðað við þá röskun á starfsemi hans og það íjár- hagstap sem fylgdi í kjölfariö. „Fólkið sem skipti viö mig hætti að koma. Við vorum á tímabili álitn- ir glæpamenn,“ sagði Ingimundur. Ingimundur sagði að dómsmála- ráðuneytið hefði dregið lappirnar þegar lögmaður hans reyndi ítrekað beið eftir að við færum á hausinn." að spyrjast fyrir og reyna að fá gang í málið. Það væri meö ólíkindum aö átta árum eftir að spólurnar voru teknar skyldi niðurstaða loks liggja fyrir. Á þessu tímabili var Hæstirétt- ur á íjórða ár með málið. Fjögur önnur hliðstæð mál bíða afgreiðslu í Héraðsdómi Reykjavík- ur. Ákveðið var að bíða með af- greiðslu þeirra á meðan Hæstiréttur íjallaði um mál Ingimundar en í því fékkst fyrst lokaniðurstaða fyrir dómi. -Ótt Verðdæmi kr. 5.950,- F. 4 cyl. án efnis. Þjónusta í 15 árf ÁTJXK SF.^C bílaverkstæði Nýbýlavegi 24 200 Kópavogi Símar 46040 - 46081 Hlúum að börnum heims - framtíðin er þeirra FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI - með þinni hjálp SlÓNVARPSIVnÐSTÖÐIN SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI68 90 90 • OPIÐ LAUG. 10-16 - SUN. 13-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.