Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Færjólahangikjötið sent til Teheran - Linda Ólafsdóttir er gift armenskum aðventistapresti sem starfar í Teheran Þó að Linda Ólafsdóttir hafi und- anfarin ár haldið jól í Teheran í íran hefur hún haft það fyrir sið að borða hangikjöt og tilheyrandi um hátíð- arnar. „Kjötiö hefur komist hingað til mín óskemmt og það er ósköp gaman að fá það. Og svo kemur það líka fyrir að það snjói hér í desember þannig að ekki er útilokað að jólin verði hvít. Undanfarið hafa þó verið miklar rigningar og hitinn 10-15 stig,“ segir Linda. Hún hefur verið búsett í íran í tvö ár þar sem eiginmaður hennar er forstöðumaður aðventistasafnaðar. Eiginmaðurinn, Hamzik Keshis- hzadeh, er Armeni sem fæddist í íran og dvaldi þar til tvítugs. Þá hélt hann til Beirút í Líbanon þar sem hann tók BA-próf í guðfræði. Frá Beirút lá leiðin til Englands þar sem Hamzik var við framhaldsnám í guðfræði og þaö var þar sem þau Linda kynntust. Ástin kviknaði í skóla aðventista „Ég hafði farið til Englands til að læra ensku haustið 1987 og við kynntumst í skóla sem er rétt fyrir utan London og er rekinn af aðvent- istum,“ segir Linda. Tveimur árum síðar giftu þau sig á íslandi. Héðan héldu þau beint til Kýpur þar sem Hamzik starfaði sem prestur aðventista. Eftir ársdvöl á Kýpur héldu þau til Beirút í Líbanon þar sem þau bjuggu í tvö ár. í Beirút ^ var Hamzik við kennslustörf en Linda vann á skrifstofu skólans. Að lokinni dvöl í Beirút var förinni heit- ið til írans en Linda fór þó heim í millitíðinni og dvaldi hér í níu mán- uði. Ævintýralegt en líka erfitt „Ég hef getað verið heima næstum því á hverju ári og var til dæmis heima í tvo mánuði núna í sumar. Það er auðvitað erfitt að búa svona langt frá fiölskyldunni en að öðru leyti hefur mér fundist þetta ævin- týralegt," segir Linda. Flestir íbúa Teheran eru múslímar, að sögn Lindu, en þar eru einnig nokkrar kristnar kirkjur, eins og aðventistar, hvítasunnumenn, vottar Jehova og kaþólikkar. Armenar eru fiölmennir í Teheran og tilheyra þeir . grísku réttrúnaðarkirkjunni, að því er Linda greinir frá. „Hér í Teheran verður maöur ekki var við jólaundirbúning, nema hvað hinir ýmsu söfnuðir halda jól fyrir sig. En um nýárið er hátíð tengd íslam og þá eru sett upp ljós og skreytingar." Með síæðu úti á götu Linda býr í einu af úthverfnm Te- heran í norðurhluta borgarinnar, er heimavinnandi húsmóðir og sinnir tveggja ára syni sínum sem heitir Róbert. Þegar hún fer út á götu verð- ur hún að aðlaga sig ríkjandi sið og hefur því slæðu á höfðinu. Hún klæð- ist einnig síöum frakka. „Samkvæmt sið múslíma verða allar konur að vera huldar. En inni í mínum eigin Linda Ólafsdóttir ásamt eiginmanni sinum, Hamzik, og syninum Róbert á jólunum í fyrra i Teheran. Úti í sínum eigin garöi þarf Linda ekki aö vera meö slæðu á höföi eins og hún veröur að gera úti á götu. garði má ég vera klædd eins og ég vil, eða eins lengi og nágrannarnir fara ekki aö kvarta,“ segir Linda. Hún þarf ekki að vera í fylgd karl- manns þegar hún fer út. „Konur geta farið allra sinna feröa. Þær þurfa hins vegar að vera varkárar með samskipti við hitt kynið úti á götu, og þá sérstaklega ungar stúlkur. En annars er allt mjög frjálst." Svíkja og pretta eins og hægt er Reyndar kveðst Linda ekki fara oft sjálf út til að kaupa í matinn vegna tungumálaörðugleika. „Ég sendi yf- irleitt manninn minn því hann talar persnesku. Það eru ekki margir kaupmenn sem tala ensku. Þeir eru fljótir að gera sér grein fyrir því að maður er útlendingur og þá reyna þeir að svíkja og pretta eins mikið og hægt er.“ Linda kveðst vera að læra aö búa til íranskan mat, að minnsta kosti þá rétti sem henni þykir góðir. Úrval- ið af grænmeti er mikið og gott þann- ig að hún hefur oft grænmetisrétti á borðum. Erfitt er að fá góðan fisk, aö mati Lindu. Gjörólíkur hugsunarháttur Hún segist mest hafa samband við erlendar konur, búsettar í Teheran. „Fyrsta árið einangraöi ég mig mjög mikið en núna hef ég kynnst mörgum útlendum konum sem eru hér. Þær eru allra þjóða, aðallega bandarísk- ar, breskar og þýskar. Við höfum eiginlega skapaö okkar eigin menn- ingu. Ég er reyndar nýbúin að frétta af öðrum íslendingum hér en ég er ekki búin að hafa samband við þá. Ég hefkynnst mjög fáum persnesk- um konum. Hugsunarháttur. okkar og þeirra er gjörólíkur. Það er mjög erfitt að halda uppi samræðum um sameiginleg málefni. Samskiptin verða mest á yfirborðinu. Maður á meira sameiginlegt með útlensku konunum. Við sem komum annars staðar frá reynum líka að koma krökkunum okkar saman til að þeir kynnist menningu sem er líkari þeirri sem maður kemur sjálfur frá.“ Linda tekur það þó jafnframt fram að þaö sé alls ekki jafn slæmt og margir halda að búa í Teheran. „Það er alls ekki þannig að fólk sé skotiö hér úti á götu og það er ekki stríð hér eins og margir telja. Ég get hugs- að mér að vera liér fiögur ár í viðbót en ekki lengur því þá verður sonur okkar kominn á skólaaldur og ég vil að hann gangi í skóla annars staðar en hér.“ Jólin sem fara í hönd halda Linda, eiginmaður hennar og sonur reyndar ekki í Teheran heldur á Kýpur. „Við ætlum að halda jól upp á íslenskan máta á Kýpur ásamt systur minni og bróður. Það er auðveldara fyrir okkur að hittast á Kýpur en hér í Teheran. Það eru takmarkanir á heimsóknum ættingja til útlendinga hér. Úr því að við hittumst á Kýpur þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því hvort þau fái leyfi til aö koma og hvort þau fái bæði leyfi og hvenær þau fái svar. Aðalatriðið er að geta haldið jólin saman.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.