Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Saga athafnamannsins Pálma í Hagkaup: Kaupmönnum gramdist póstversl- unin í fjósinu Forsíða fyrsta tölublaðs Frjálsrar verslunar 1990. Á myndinni eru Jón Ásbergsson, Sigurður Pálmason og Pálmi Jónsson. Framtíðarsýn hf. hefur gefið út bók- ina Pálmi í Hagkaup eftir dr. Hannes Hólmstein Gissurarson. Hér á eftir fara brot úr tveimur köflum bókar- innar. Afsláttarversl- un við Eskihlíð Haustið 1959 stofnaði Pálmi nýja tegund af verslun í Reykjavík í sam- starfi við Reyni Þorgrímsson, fyrrum bankamann, en mæður þeirra voru gamlar vinkonur. Fyrirmyndin var í afsláttarverslunum í Bandaríkjun- um, svonefndum „discount stores“. Markmið þeirra var að selja sem mest af vörum sem ódýrast. Pálmi fékk hugmyndina, stjórnaði rekstr- inum og átti fyrirtækið en Reynir sá um ýmsar framkvæmdir. Átti þetta að vera póstverslun sem héldi verði niðri, ekki síst meö því að spara sem mest í rekstri. Þeir félagar leituðu lengi að nafni á fyrirtækinu, því að þeir gerðu sér grein fyrir því, að gott nafn er úrslitaatriði, en því laust nið- ur í þá í bílferð frá Keflavík til Reykjavíkur: Hagkaup skyldi það heita! Ákvað Pálmi þá að skrifa nafn- ið á einfaldan hátt og skrautlaust, eins og jafnan hefur verið gert síöan. Pálmi útvegaði fyrirtækinu sama- stað í íjósi og gripahúsi Geirs bónda Gunnlaugssonar við Eskihlíð, þar sem hann hafði rekið ísgerð sína. Pálmi hafði heppnina með sér frá upphafi og er til lítil saga af því. í fjósinu var nokkur bunga á miðju gólfi og stóð staur upp úr henni miðri. Þeir Pálmi og Reynir hlóðu fyrstu vörunum, sem þeir fengu, í kringum staurinn, enda engar hillur til í fjósinu. Um nóttina, eftir aö þeir höfðu komið vörunum fyrir, gerði úrhellisrigningu og fór allt á flot, en vörurnar sluppu, þvi að þær voru allar uppi á bungunni! Seltbeint af vörubílum Póstverslunin í Eskihlið varð strax mjög vinsæl, því að verðið var lægra en annars staðar. Stundum seldust vörurnar svo vel, aö þær komust ekki í hús, heldur voru seldar beint af vörubílum! Fróðlegt er að blaða í vörulistum Hagkaups frá frumbýl- ingsárunum. Kjörorð fyrirtækisins var þá og lengi síðan: Drýgið lág laun! Kaupið góða vöru ódýrt! í verðhsta frá 1961 sagði meðal annars: Póstverslanir, sem gefa út vöru- hsta svipaðan þeim, sem hér er á ferðinni, hafa rutt sér mjög til rúms erlendis á undanfornum árum, og fara vinsældir þeirra stööugt vax- andi. Fólk hefur tekið fegins hendi þeim þægindum, sem verslunarfyr- irkomulag þetta veitir og metiö að verðleikum þann ávinning, sem fólg- inn er í því, að í listunum eru flestar vörur seldar á stórum lægra verði en almennt gerist. Stafar það, auk hagkvæmra innkaupa, meðal annars af geysimikihi umsetningu þessara fyrirtækja og tiltölulega lágum rekstrarkostnaði. Þá kom fram, aö lágmarksvöru- pöntun væri 100 krónur, en ef pantað væri fyrir þúsund krónur eða meira, greiddi Hagkaup flutningskostnað. Vörur væru aöeins seldar gegn stað- greiðslu. Poplínkápur á910krónur í vöruhstum frá þessum fyrstu árum kenndi margra grasa. Þar voru sumarkjólar á 650 krónur, poplín- kápur fyrir konur á 910 krónur, tveggja lása nælongalh fyrir smá- krakka á 555 krónur, ferðaritvélar á 2.712 krónur, kaststengur fyrir veiði- menn á 381,30 krónur, sokkabanda- belti á 75 krónur, nælonsokkar á 51,90 krónur, ullarjakkafot fyrir karlmenn á 1.975 krónur, tveggja manna tjöld á 780 krónur, raðstólar úr birki á 445 krónur, 100 grömm af brilljantín-hárkremi á 14 krónur, gólfteppi á 500 krónur á fermetra, heimilistæki frá Raíha og svo fram- vegis. Margir kaupmenn voru gramir Pálma fyrir aö bjóöa niður vörur fyr- ir sér, en almenningur tók Hagkaup strax mjög vel. Næstu árin færði fyr- irtækið út kvíarnar. Árið 1964 hóf Hagkaup rekstur saumastofu í Bolholti, og voru birgðageymsla fyrirtækisins og póst- verslunin líka þar til húsa. Einfaldur saumur var sendur út til húsmæöra. Þekktasta flíkin, sem saumastofa Hagkaups framleiddi, var Hagkaups- sloppurinn svonefndi, en hann var landsþekktur á sinni tíð. Pálma hafði tekist að ná í ódýrt efni í Þýskalandi og keypti mjög stóra sendingu; hefðu strangar hennar verið lagðir niður, hefðu þeir náð frá Reykjavík austur á Hellu. Þegar framleiðslu Hag- kaupssloppanna var hætt, höfðu selst á annað hundrað þúsund þeirra. Hagkaup opnaði aðra verslun árið 1964 í Lækjargötu 4, í sama húsi og Verslunarmannafélag Reykjavíkur hafði verið stofnaö 27. janúar 1891. Þar var um skeið rekin tískuverslun- in Kyss Kyss, en síðar var þar aðal- lega seld venjuleg vefnaðarvara. Jafnframt var Hagkaupsverslunin í Eskihhð rekin áfram af miklum krafti. Og árið 1966 var Pálmi Jóns- son í Hagkaup orðinn hæsti skatt- greiðandi í Reykjavík, með 1.206.723 krónur í opinber gjöld. Átökviðreyk- víska kaupmenn Pálmi lenti í fyrstu verulegu átök- unum við reykvíska kaupmenn, eftir að hann hóf innflutning matvöru voriö 1967. Tildrög voru þau, að hann komst á snoðir um það, að til væru ódýrar appelsínur í Flórída. Keypti hann þær og bauð viöskiptavinum á miklu lægra verði en aðrir. Kílóiö af nýtíndum appelsínum beint frá Flórída kostaði 17,50 krónur í Hag- kaup, en 30-35 krónur í öðrum versl- unum. Vakti þetta mikla athygli, og skrifaði Alþýðublaðið heilan leiðara um máliö. „Almenningur hefur furð- að sig á því, að unnt skuli að lækka verð á algengri vörutegund um helm- mg, án þess að um teljandi gæða- rýrnun sé að ræða,“ sagði blaöiö. „Samtök innflytjenda ættu aö skýra þetta mál fyrir almenningi." Appelsínusendingin seldist upp á svipstundu, og ákvaö Pálmi þá aö stofna matvörudeild í Hagkaupsbúð- inni við Miklatorg, þar sem yrðu á boðstólum vörur frá heildsölum og framleiðendum, en líka flutt beint inn. Hófst rekstur deildarinnar í fyrri hluta októbermánaðar 1967. Flykktist fólk í búðina til þess að kaupa matvæli, sem voru talsvert ódýrari en annars staðar geröist. Ekki voru margir dagar hðnir, þeg- ar babb kom í bátinn. Nokkur heild- sölufyrirtæki, þar á meðal Eggert Kristjánsson & Co. og Ó. Johnson & Kaaber, tilkynntu Hagkaupsmönn- um, aö þau gætu ekki haldiö áfram að selja Hagkaup vörur, þótt þau feg- in vildu, því að nokkrir bestu við- skiptavinir þeirra í hópi kaupmanna hótuðu að slíta öllum viðskiptum við þau, nema þau hættu að birgja Hag- kaup upp af vörum. „Það væri töluvert fróðlegt fyrir almenning að fá vitneskju um það, hver meðalálagning matvöruversl- ananna er í raun og veru,“ sagði Pálmi í Hagkaup í viðtah viö Vísi. „Þá er einnig spurning, hvers vegna matvörukaupmenn eru að versla með vörur, sem þeir tapa á, að því er þeir sjálfir segja, eða hvers vegna menn sækja svo mjög í þessa at- vinnugrein, ef hún er jafnóarðbær og matvörukaupmenn hafa marg- sinnis gefið í skyn.“ Aðgerðunum illa tekið Aðgerðum kaupmanna var víðast illa tekið. Viðskiptaráðherra, sem þá var Gylfi Þ. Gíslason, lét það berast til blaðanna, að hann liti þetta mál alvarlegum augum. Þjóðviljinn greip tækifærið og skrifaði: „Það hefur nú komið í Ijós, að hin frjálsa sam- keppni, sem kaupmenn halda svo mjög á lofti, er ekki frjálsari en svo, að þegar einn úr hópnum tekur sig til og selur ódýrari vörur en hinir, er þegar í staö gripið th þvingunar- ráðstafana til að torvelda honum rekstur fyrirtækisins." Gárungarnir sendu símskeyti í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.