Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 47 Taíland: Munkarnir gleyma boðorðunum Fátækum taílenskum karlmönnum þykir tilveran auöveld þegar þeir eru orðnir munkar. Glansinn er farinn að fara af búddamunkunum í Taílandi. Leiö- togar þeirra hafa verið orðaðir við kynlíf, svindl og vopnasmygl. Þetta vekur mikla athygli í landi þar sem um 95 prósent þjóðarinnar eru búddatrúar og þar sem búddaaltari er á svo til hverju heimili og á hverri skrifstofu. Hingað til hefur búddatrúin skipaö stærri sess í hugum almennings en sjálf kon- ungsfjölskyldan sem annars nýtur mikillar virðingar, að því er segir í danska blaðinu Jyllands-Posten. Á hverjum morgni um sólarupp- rás ganga munkamir í Taílandi um með betliskálar sínar sem almenn- ingur gefur þeim mat í. Að gefa munkunum mat er ríkur þáttur í menningu Taílendinga. Flestir taí- lenskir karlmenn veija einhverj- um tíma ævi sinnar í klaustri. Þar eiga þeir að lifa eftir boðorðum sem eru alls 227 talsins. Þar er meðal annars kveðið á um hvernig þeir eigi að fara með peninga og hvern- ig umgangast eigi konur fyrir utan þessi hefðbundnu um að menn eigi ekki að ljúga, stela eða drepa. Kynlíf og fjársvikamál En síöustu átján mánuðina hefur hvert hneykshð á fætur öðru varp- að skugga á búddamunka. í júní í fyrra var aldraður munkur hand- tekinn þegar hann reyndi að smygla 55 þúsund dollurum í fols- uðum seðlum til Kambódíu. Annar munkur varð uppvis að þjófnaði á skartgripum að andvirði 20 þúsund dollara. Tveir fíkniefnaneytendur, sem dvöldu í klaustri til að komast á réttan kjöl, voru barðir í hel. í vor var sjötugur munkur bann- lýstur fyrir að hafa sængað með konu. Annar var handtekinn fyrir að hafa beitt atvinnuiausan karl- manna kynferðislegu oíbeldi. Og fjölskyldu nokkurri, sem vakti yfir nýlátnum ástvini í hofi, brá heldur betur í brún þegar kistan tók að hristast um miðja nótt. Hristingur- inn stafaði af samförum munks við hkiö. Munkurinn Phra Kitti Vuddho frá Chiang Mai, sem hefur lýst því yfir að þaö sé ekki synd að drepa kommúnista, er grunaður um að tengjast vopnasmygli til Kambódíu og hann var nýlega handtekinn vegna íjársvikamáls. Alræmdur munkur Frægastur, dáðastur og alræmd- astur er munkurinn Phra Ajahn Yantra Amaro Bhikku frá Rachat- hiwat-hofínu í Bangkok. Hann er þekktari en frægustu poppstjörnur í Taílandi. Fylgjendur hans eru einkum konur, ungar og miðaldra, úr efri stigum samfélagsins. Yantra er sagður hafa mikla útgeislun. Hann heldur boðorðið um að snerta ekki peninga. En hann notar bara krítarkort í staðinn. Fullyrt er aö hann búi á lúxushótelum þeg- ar hann ferðast um heiminn og þaö er einmitt í heimsreisunum sem hann á að hafa brotið boðorðið um einlífi. Ástfangin nunna Nunna, sem fædd er í Kambódíu, heldur því fram að hún og Yantra hafi elskast á dekki skandínavísks skemmtiferðaskips síðasthðið sumar. Nunnan, sem heitir Kaewta og er 38 ára, kveðst elska Yantra sem er fímm árum eldri en hún. Hefur hún hvatt hann til að kasta kuflinum til að geta kvænst henni. Æðstu menn munkareglunnar saka hina ástföngnu nunnu um að vilja skaða búddismann með óhróðri og yfirvöld hafa ráðlegt henni að leita aðstoðar hjá geð- læknum. Yantra hefur lýst því yfir að nunnunni verði refsað í helvíti fyrir söguburð hennar. Áhangend- ur Yantra segja að samfarir hafi ekki getað átt sér stað. Það sé of kalt í Skandinavíu til þess að hmur geti risið á skipsdekki. Svona ver- aldleg vandamál eru æðstu mönn- um munkanna, sem allir eru gaml- ir, alveg ofviða. Auðvelt að ganga í regluna Það er ekki erfitt að gerast munk- ur. Þeir sem hafa áhuga þurfa að svara léttum spurningum á hinu gamla máli, palí. Áður var mikill agi ásamt auðmýkt og virðingu fyr- ir trúnni sjálfsagður hlutur. Nú virðist sem það að vera munkur sé ekki bara að öðlast ríkara líf í and- legu tilliti. Dvöl í klaustri er að hluta til orð- in einhvers konar aðgöngumiði að auðveldri tilveru í borgunum fyrir fátæka og atvinnulausa unga menn frá landsbyggðinni. Það eru um 30 þúsund búddahof í Taílandi. í borg- unum vilja margir komast aö en úti á landsbyggðinni eru sums stað- ar bara fáein munksefni. Á lands- byggðinni viröast menn hins vegar trúaðri. Miklarfreistingar Þetta hefur veriö útskýrt með því að þeir sem dvelja í klaustrum í stórborgunum fá mörg boð um að blessa við ýmiss konar einkasam- komur. Munkur getur komist yfir það aö blessa á aht að tíu samkom- um á dag og á hverjum stað fær hann umslag með peningum. Freistingamar eru miklar. Hofm eru ekki lengur helstu menntasetur Taílands. Því hlut- verki gegna nú skólar og aðrar menntastofnanir. Lærðir búddistar kvarta nú undan því að það sé ekki lengur hægt að fá munka til að ræða hinar stóru spumingar um búddisma og tilveruna þar sem ungu munkarnir taki trúna ekki nógu alvarlega. Taílendingar era ekki búnir að missa trúna en þeir bíða spenntir eftir því hvenær munkamir taka aftur að sér að vera hrein samviska landsins. Endursagt úr Jyllands-Posten RAFHA ZANUSSl °FN n ZANUSSl HEU*y®0RÐ zAHos8C^fTr ZANUSSI Þvottavél ZF-8000 800 sn./mín. ZANUSSI Þurrkari, TD-220 TELBOD TÖKUM GÖMLU ELDAVÉLINA UPP í NÝJA ELDAVÉL ZANUSSI Uppþvottavél Kupperbusch með þurk. ZW-826 Eldavél EH-540-WN OPIÐ LAUGARDAG 10-16 & SUNNUDAG 10-15 SUÐURLANDSBRAUT 16 - SIMI 880500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.