Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 43 Nóri fer á kostum og frændfólk hans er ekki að skafa utan af þwí frekar en fyrri daginn. Steffens Mikið úrval af falleg- um drengjafatnaði í stærðum 128-173 cm Skyrtupeysa m/hettu kr. 3.495,- 10% staðgrefðsluafsl. Ekkert póstkröfugjald Bókaútgéfan Fex: 2 75 steffens - segir Baldvin Kr. Baldvinsson Jóharma S. Sigþórsdóttir, DV, Laugum: „Það er óskaplega erfitt að selja sjálfan sig. Ég hélt að það yrði erfið- ast að syngja inn en það reyndist vera auðveldast þegar upp var stað- ið.“ Þetta segir Baldvin Kr. Baldvins- son, bóndi í Torfunesi, sem hefur ráðist í að gefa sjálfur út geisladisk með eigin söng. Hann lagði land und- ir fót í sumar þegar aðrir bændur voru í heyskap og hélt suður þar sem hann fékk nokkra snillinga til liðs við sig. Og draumurinn varð að veru- leika: diskurinn góði er kominn út. Baldvin hefur sungið mjög mikið, einkum síðastliðin þrjjú ár, á ýmiss konar samkomum. „Ég hef verið að reyna að þróa mig og mér er sagt að það hafi skilað árangri. Það er stefn- an að reyna að verða betri og betri. Maður syngur ekki á gamalli frægð heldur verður maður að sanna sig í hvert skipti sem maður kemur fram. Það er nú oft svo með þá sem hafa sungið við jarðarfarir í sínu heima- héraði og sígildar perlur og dægurlög við alls konar athafnir og samkomur að farið er að tala um að það þurfi að festa þá einhvers staðar til að geyma röddina. í alltof mörgum til- fellum hefur verið farið í þetta allt of seint þannig að fólk hefur verið farið að missa sitt besta. Án þess að mér finnist nokkuð vera farið að halla undan hjá mér þá var upphafið það að mig langaði til að taka upp það „prógram“ sem ég hafði verið með. En diskur var ekki inni í mynd- inni í upphafi heldur ákvað ég að fara í upptöku til að eiga þetta á bandi. Ýmsir höfðu nefnt þetta við mig og hvatt mig en útslagið gerði að bankastjóri íslandsbanka á Húsa- vík hvatti mig mjög eindregið og hef- ur stutt mig mjög í þessu dæmi. Þeg- ar ég var búinn í upptökum og hafði fundið hvernig þetta virkaði ákvað ég að láta vaða og gefa út disk. Það blundar alltaf í manni að fást við eitt- hvað sem vekur spennu.“ Gaman að vera öðruvísi en aðrir Baldvin býr með fé og hross en hefur jafnframt sungið á ýmsum samkomum eins og áður sagði. Auk þess er hann á kafi í félagsmálum. Hann hefur því í nógu að snúast eins og nærri má geta. „Þetta var rosavinna, sérstaklega af því að ég gef diskinn að öllu leyti út sjálfur. Eg var við upptökur í ágúst þegar aðrir bændur voru að heyja. Ég hef alltaf gaman af því að vera öðruvísi en aðrir og vissulega þarf svolítið áræði til að leggja út í þetta. Það blundar alltaf undir niðri í mér visst keppnisskap, að takast á við þetta eins og annað. Ég er að framleiða landbúnaðar- vörur og til dæmis í kjötinu hef ég óskaplega lítið um það að segja sem einstaklingur hvernig markaðssetn- ingin fer fram. Ég er orðinn hund- leiður á því. Ég vanda mig eins og ég get við að fá betra kjöt, meira kjöt af hverjum grip og þar fram eftir götunum. En í sjálfu sér fær neytand- inn aldrei að segja neitt um það hvað honum finnst um mína framleiðslu. En þessa afurð, það er diskinn, get ég verið með án allra kvóta og kvaða frá öðrum. Það er ég sjálfur sem tek þessa ákvörðun, ég sjálfur sem tek Qárhagslega áhættu, dreifi þessu og stend og fell meö mínum gerðum. Nú fæ ég viðbrögð frá neytendum beint í æð. Nú get ég ekki sagt, eins og við bændur segjum gjarnan, að það hafi verið aðrir sem hafi klúðrað þessu.“ Baldvin segist vera mjög ánægður með útkomuna. Vinnslan sé eins og best verði á kosið í höndum Didda fiðlu sem sé raunar „algjört náttúru- barn“ á þessu sviði. Auk hans valdi Baldvin meðal annars til samstarfs snillingana Reyni Jónasson harmon- íkuleikara og Szymon Kuran fiðlu- leikara. „Þetta eru meiri háttar snill- ingar og það var hreinn skóli að vinna með þeim. Hvað varðar Szym- on Kuran þá er þar heimsfrægur maður á ferðinni og maður gat látiö sér detta í hug að honum fyndist ekki mikið til um þennan afdala- bónda að norðan sem væri að reyna að ropa eitthvað í stúdíói, en það var meiri háttar að vinna með honum. Mig langar að koma sérstökum þökk- um til þessara aðila og annarra sem komu við sögu. Og nú er diskur norðlenska bónd- ans kominn út og er í stöflum heima í Torfunesi. Og þá liggur fyrir að koma afurðinni til kaupenda. „Eftir mikið ferli sem ég þurfti að fara í gegnum með þetta kom að þeirri stund aö ég var kominn með kassana hingað heim, fulla af disk- um, pg þá féllust mér hreinlega hend- ur. Ég er búinn að spyrja mig dag eftir dag: Hvemig ætlar þú að fara að þessu, góði? Ætlar þú að fara heim á bæina og segja: Ég er búinn að syngja inn á geisladisk, viltu ekki kaupa einn? Mér finnst það alveg skelfilegt.“ í Torfunesi Dæmið lítur ekki eins illa út og ætla mætti af orðum Baldvins. „Ég var svo heppinn að formaður karla- kórsins hérna hringdi í mig í hádeg- inu í dag og bauð mér að kórinn sæi um dreifingu á þessu fyrir mig. Ég er óskaplega þakklátur fyrir það. Svo hafa ótrúlega margir haft samband við mig og pantað disk. Japis tók hann einnig í verslanir hjá sér á Reykjavíkursvæðinu og Suðurlandi, þannig að það er mikið þungu fargi af mér létt. Mér sýnist byrjunin vera þannig að ég þurfi að panta viðbót við það sem ég hef þegar fengiö." í Bankabókinni fer lesandinn ó bak viö tjöldin í peningastofnunum landsins í fylgd með Nóra, sögu- manninum úr „Kolkrabbanum", og faer m.a. að gaegjast inn þar sem útvalin stónmenni á þneföldum ráðhemalaunum sitja í góðu yfinlaeti við að ákveða vexti, venðbaetur og þjónustugjöld handa þér að bonga. Vissin þú að útlánatöp síðustu þniggja éna jafngilda venðmaeti allnan byggðan í Bneiðholti? Vissin þú að Seðlabankakónguninn van sömuleiðis stjónnanfonmaðun þess fyninteekis sem sló metið i tapneksthi á (slandi 1 003 og skuldan meina en allun íslenski sjávanútveguninn samanlagt? Þingeyskur bóndi gefur út eigin geisladisk: Óskaplega erfitt að selja sjálfan sig Baldvin í Torfunesi með diskinn. DV-mynd JSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.