Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Kvikmyndir Tölvuleikir á hvíta tj aldinu Atriði úr Mortal Kombat. Þessa dagana liggur fyrir Alþingi frumvarp um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldis- kvikmyndum. Þar kemur fram að mennta- málaráðherra sé heimilt að setja sérstakar reglur um skoðun tölvuleikja. Ástæðan sé sú að talsvert hafi færst í vöxt að tölvuleikir innihaldi umtalsvert ofbeldi sem kunni að vera háskalegt börnum og unglingum sem lifi sig inn í leikina með beinni þátttöku fyr- ir framan sjónvarps- eða tölvuskerminn. Einn tölvuleikur hefur verið nefndur oftar en nokkur annar hvað varðar ofbeldi. Það er Mortai Kombat þar sem m.a. hetjan rífur Umsjón Baldur Hjaltason hjartað úr andstæðingnum með tilheyrandi blóðbaði. Nýlega var sett á markaðinn ný útgáfa af þessum leik, Mortal Kombat II, sem seldist fyrstu vikuna fyrir upphæð sem nem- ur 3 milljörðum íslenskra króna. Talið er að fyrri leikurinn hafi selst fyrir jafn háa upphæð og aðstandendur Jurassic Park fengu fyrir aðgöngumiðasöluna. Fullkomnari tækni Þaö sem einnig veldur áhyggjum er hve grafík tölvuleikjcmna er að verða raunveru- leg. Alltaf eru að koma nýjar útgáfur og betri tækni og talið er að á næsta ári komi enn fullkomnari útgáfa. Einnig er stutt í þrívídd- arraunveruleikann á almennan markað sem mun leiða til þess að böm og unglingar munu eiga mun erfiðara með aö skilja á milli leiksins og raunveruleikans. En þessi gífurlegi áhugi á tölvuleikjum hefur einnig leitt til þess að kvikmyndagerðarmenn hafa séð sér leik á borði og nýtt sér þekktar tölvu- leikjapersónur sem efni í gerð kvikmynda. Áður vom það teiknimyndasögur sem vom færöar yfir á hvíta tjaldið, eins og Batman, Superman, Dick Tracy og Stjáni blái en núna er komið að tölvuleikjahetjum. Super Mario Fyrstu tölvuleikjahetjurnar til að verða að kvikmyndastjömum vom líklega Mario- bræðurnir. Mario-bræðumir vom skapaðir 1985 af Nintento-fyrirtækinu þegar það setti á markaðinn Mario-tölvuleikinn sem byggist á því að notandinn þarf að fara gegnum átta svæði með tilheyrandi erfiðleikum til að geta bjargað prinsessu úr kastala. Síðan fylgdi í kjölfarið Super Mario 2 og 3 þar sem umgjörðinni var breytt en grunnhugmynd- inni haldið óbreyttri. Þaö var töluvert lagt í myndina. Þekktir leikarar voru fengnir, eins og Bob Hopkins, sem lék annan bróðurinn, og Dennis Hopper sem lék King Koopa. Myndin varð ekkert sérstaklega vinsæl en reyndist þó ágætis skemmtun. Hún er hins vegar nokkuð frábmgðin Mortal Kombat sem byggist meira á bardögum og blóðsút- hellingum en ævintýmm. Stórmynd Mortal Kombat á að verða stórmynd og er mikið lagt í hana. Það sem vekur hins vegar forvitni er að engin stór nöfn fara með aðal- hlutverkin heldur hefur fjármunum verið varið þess í stað í sviðsmyndina sem mun vera stórkostleg á köflum. Söguþráðurinn er mjög einfaldur. Myndin fjallar um þrjá keppendur sem em lokkaðir til að taka þátt í bardagakeppni sem fer fram á dularfullri eyju í Suður-Kínahafi. En þegar keppendur eru komnir til eyjunnar kemur fljótlega í ljós að meira liggur að baki en keppnin sjálf. Keppendur dragast inn í valdabaráttu og átök um heimsyfirráð þar sem tekist er á um framtíð mannkynsins. Mortal Kombat er því orðin nokkurs konar Star Wars okkar tíma, eða það er allavega ætlun aðstandenda myndarinnar. Hörð samkeppni Mortal Kombat mun fá töluverða sam- keppni frá öðmm myndum sem byggjast á tölvuleikjum. Það er von á Double Dragon þar sem við sjáum meðal annars Robert Patrick (Terminator) og svo Street Fighter. Þar fer með aðalhlutverkið Jean-Claude Von Damme ásamt Kyhe Minouge. Leikstjóri Mortal Kombat er ungur Breti að nafni Paul Anderson. Þetta er fyrsta myndin sem hann gerir í Ameríku, eftir að hafa slegið í gegn með myndinni Shopping sem var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar síðastliðnum. Anderson tilheyrir nýrri kyn- slóð breskra leikstjóra sem líta upp til þekktra leikstjóra og skammast sín ekki fyr- ir að gera hasarmyndir. „Tilgangur minn,“ var nýlega haft eftir Anderson, „er að gera myndir sem eru frumsýndar á Leicester Square í stað kvikmyndahúsa sem sérhæfa sig í listrænum myndum.“ Paul Anderson tilheyrir því hópi leikstjóra á borð við Cris Jones (White Angel), Vadim Jeans (Beyond Bedlam) og Ngozi Onwurah (Welcome to Terrordome), leikstjóra sem beita amerísku aðferðinni til að ná fram spennu og hraða í myndum sínum. Það var því rökrænt fram- hald að láta Anderson spreyta sig veStan- hafs á sinni næstu mynd. Tökum á mynd- inni er um það bil að ljúka og hún verður frumsýnd öðru hvorum megin við áramótin. DV Liklega hafa fáar myndir vakið eins mikið umtal um ofbeldi í kvikmyndum og nýjasta mynd Olivers Stones sem ber nafnið Natural Born Kill- ers. Það verður að fára aftur allt til 1971 þegar Stanley Kubrick gerði myndina A Clockwork Orange eftir samnefndri sögu Anthonys Burgess til að fá einhver samanburð. Þar fylgdumst við með Alex Little og hvernig þjóðfélagiö tók á þess- um ofbeldishneígöa unglingi og félaga hans. Likt og þá á kvikmyndaeftirlit Bretlands erfitt með að gera upp hug sinn gagnvart Natural Born KiUers sem átti aö frumsýna þarlendis fyrr á árinu. Það er búið að banna myndina í ír(andi en í Bretlandi er enn verið að reyna að svara þeirri spurningu hvað sé réttlætanlegt aö leyfa mikið ofbeldi til að koma boöskap til skila án þess aö skerða frelsi einstaklingsins til listsköpunar. Hroðalegir atburðir Þaö sem hefur ýtt undir umræðuna eru nýlegir hroðalegir atburðir sem tengjast ofbeldi meðal barna og unglinga. Allir muna eftir litla barninu sem var myrt í Bretlandi af ungum strákum, án nokkurs sýnilegs tilgangs, og svo nýlega morðið á norska stúlkubarainu sem var myrt í viðurvist annarra bama og svo siðast morð á sænskum unglingi sem var myrtur af tveimur bræðrum, aðeins nokkrum áram eldri. Almenningur stendur ráðþrota gagnvart svona atburðum og hefur reynt að finna skýringuna í auknu áhorfi unglinga á ofbeldismyndir og notk- un ofbeldiskenndra tölvuleikja. Fyrstu viðbrögð- in eru að beita boðum og banni og reyna þannig að hefta aðgang bama og unglinga að ofbeldis- kenndu efni. En þetta er hægar sagt en gert. Ábyrgðin hlýtur alltaf fyrst og fremst að hvíla hjá foreldrunum, aö þeir gefi sér tima til að vera með börnum sínum og kenna þeim að greina í sundur rétt og rangt, raunveruleika sem óraun- veruleika. Víótæk umræða Við sjáum hér á íslandi m.a. áhrif þessarar umræðu í frumvarpi um bann við ofbeldiskvik- myndum þar sem sex manna kvikmyndaskoðun- amefnd á að skoða allar kvikmyndir sem ætlaðar eru til sýningar og dreifingar hériendis og meta hvort kvikmyndin sé ofbeldismynd í skilningi laganna og einnig hvort hún sé viö hæfi barna. Þetta mat verður alltaf einstaklingsbundið. í dag eru flestar kvikmyndir sem sýndar eru hér- lendis gerðar i Bretlandi eða Bandaríkjunum. Þær eru merktar með leiðbeiningum frá kvik- myndaefirlití viðkomandi lands eða álika eftir- litsaðila hvað varðar lágmarks aldurstakmark þeirra sem mega sjá viðkomandi mynd. Það verö- ur forvitnilegt að sjá hvort við á Islandi metum ofbeldi öðruvísi en þessi lönd sem eru ekki held- ur alltaf sammála, eins og varðandi myndina Natural Born Killers. Hún var leyfð til sýningar í Bandaríkjunum en er enn í biðstöðu i Bretlandi. Hvereru mörkin? Nokkru eftir frumsýningu Natural Born Killers í Fi-akklandi gerðist þá atburöur að franskt par réðst á lögreglustöð og rændi vopnum og endaði viðmeign þess við lögregluna með miklu blóð- baði og mannfalli, Fjölmiðlar voru ekki lengi að tengja þetta við frumsýningu myndarinnar þar sem í ibúð þeirra skötuhjúa fannst kynningarefni um myndina. Hins vegar hefur lögreglan ekki getað sýnt fram á að skötuhjúin liafi nokkurn tíma séð Natural Born Killers og þvi er tengingin milli þessara atburða varasöm. Eftir atburöina í Noregi ákvað sænsk sjónvarpsstöð sem sendir út gegnum gervihnött að hætta útsendingum á barnaefninu Mighty Morphin Power Rangers meðan athugað var hvort krakkarnir sera frömdu morðið hefðu fengiö fyrirmyndina úr þáttaröö- inni. Þeirri spurningu, eins og öðrum álika, hefur ekki verið hægt að svara og ætlunin er að hefja sýningar fljótlega að nýju. Teiknimyndir innihalda oft mikiö ofbeldi og þar á meðal myndir frá Walt Disney. Mörg börn eru hrædd þegar þau horfa á Mjallhvíti og setja má spurningarmerki við það hvort þessar myndir séu viö hæfi ungra barna. Allt ber þetta að sama brunni, þ.e. spurningunni „hvar eru mörkin?" Þau breytast án efa með nýjum tímum og munu skapa umræöur og deilur á milli manna núna eins og endranær. Hins vegar er hiö jákvæöa í þessari umræðu að foreldrar átta síg nú miklu betur á framboði og aðgengi barna og unglinga að ofbeldiskenndu efni og ættu þvi að geta notað þessa þekkingu sína til að vernda bömin sín og fræða um þetta efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.