Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Heimssamtök mafíunnar færa út kvíamar: Rússar leggj a undir sig Evrópu Spectre, hin illræmdu alþjóölegu samtök sem Ian Fleming, höfundur James Bond bókanna, skrifaöi um eru nú til í raunveruleikanum. Maííusamtök ýmissa landa hafa myndað heimssamtök. Þetta kom fram á ráöstefnu Sam- einuðu þjóðanna í síðustu viku í Napólí þar sem fjallað var um skipulagða glæpastarfsemi. Þátt- tökuiönd á ráðstefnunni voru 140 og komust þau að samkomulagi um að brjóta niður veldi maíiunnar sem teygt hefur anga sína víða um heim. En ekki voru öll þátttökuríkin jafn áköf í að hefja stríö gegn glæpa- samtökunum. Skýringin er sú að í nokkrum ríkjanna hefur mafían talsverð pólítísk áhrif. Þetta var einkum áberandi þegar rætt var um að rekja milljarða mafíunnar á fjár- málamörkuðum. Bankaþjóðir eins og Sviss og Austurríki eru mótfalln- ar því að Sameinuðu þjóðimar gæg- ist í bankareikninga hjá þeim. Rússarborgaskatt til amerísku maf- íunnar Innan lögreglunnar eru alheims- samtök mafíunnar kölluð GOC sem er stytting úr Global Organized Crime eða Skipulögð alheimsglæpa- starfsemi. Þessari starfsemi hefur vaxið fiskur um hrygg eftir lok kalda stríðsins. Landamæri hafa opnast og ný tækni og nýjar sam- göngur, auk heimsmarkaðar, hafa auðveldaö útvíkkun samtakanna. Stærstu samtökin eru mafían á Sikiley, Cosa Nostra mafían í Bandaríkjunum, fíkniefnahring- irnir í Kólumbíu, rússneska maf- ían, glæpasamtök í Kína og sam- tökin Yakuza í Japan. Þessi samtök útvega hvert ööru markaðsaðild. Rússar borga skatt til amerísku mafíunnar til að fá hlut í glæpastarfseminni í Norður- og Suður-Ameríku. Amerískir mafíósar starfa í fyrrum Sovétríkj- unum. Mafían á Sikiley hefur fært út kvíarnar til Ítalíu og þaðan til Frakklands, Hollands, Belgíu, Þýskalands og Skandinavíu. Mafíósar dulbúnir sem innflytjendur Samtímis breiðir rússneska maf- ían út anga sína til Vestur-Evrópu. Hún hefur náð fótfestu í Eystra- saltslöndunum og Þýskalandi. Þaö er haft eftir rússneska mafíusér- fræðingnum Borís Uvarov að það sem Rússlandi tókst ekki á tímum kommúnismans muni rússnesku mafíunni takast, nefnilega að leggja undir sig Evrópu án þess að Evrópubúar taki eftir þvi. Dulbúnir sem innflytjendur geta fulltrúar mafíunnar sest aö hvar sem er í Evrópusambandslöndun- um þar sem eftirlit hefur minnkað á landamærum. Starfsemi ýmissa stofnana í Evrópu er svo þung í vöfum að Evrópusambandið hefur ekki getað komiö á laggimar lög- reglu í líkingu við bandarísku al- ríkislögregluna. Evrópusambands- löndin hafa ekki einu sinni getað komið sér saman um sameiginlega útvarpsrás fyrir lögreglu land- anna. Mafían hefur hins vegar yfír að ráða nýjustu tækni við undir- - segir rússneskur mafíusérfræðingur Einn af sikiieysku mafiósunum bak við lás og slá. búning glæpa sinna. Eina stofnunin sem er í stakk búin til að berjast gegn alþjóðlegu mafíunni er alþjóölega lögreglan Interpol sem er með aðalstöðvar í Lyon. Þátttökuríkin 140 sem sátu ráöstefnu Sameinuðu þjóðanna í Napólí höfðu ekki mikinn áhuga á að gera Interpol að eins konar At- lantshafsbandalagi í baráttunni gegn alþjóðlegu mafíunni. Þaggað niður í dómara Sá sem fyrstur uppgötvaði alþjóð- lega samvinnu mafíusamtaka var ítalski dómarinn Giovanni Falcone sem mafían myrti 1992. ítalskir stjórnmálamenn voru tortryggnir gagnvart tilraunum Falcones til aö koma á fót alþjóölegri samvinnu gegn mafíunni. Honum tókst þó að sannfæra Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, um alþjóðlega starf- semi mafíunnar. Eftir lát Falcones upplýsti einn af leiðtogum sikileysku mafíunnar, Leonardo Messina, að mafíusam- tök hans heföu frá 1980 tilheyrt GOC. Samtökin héldu toppfund í Varsjá 1991, í Prag 1992 og í Berlín 1993. Samkvæmt upplýsingum lög- reglumálaráðherra Israels, Moshes Shahals, hélt rússneska mafían nýlega toppfund á hóteli í Tel Aviv í tilefni ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Napólí. Neðanjarðar- byggingar í fyrra fékk alþjóðlega mafían eig- ið ríki, Aruba. Það er 75 ferkíló- metra stórt eyríki í Karíbahafi. Þar eru neðanjarðarbyggingar eins og í James Bond kvikmynd. Það var sikileyska mafíuíjölskyldan Cun- trera, sem býr í Venesúela, sem keypti eyjuna. Alþjóðlega mafían notar eyjuna sem fjármálamiöstöð þaðan sem milljarðar dollara eru fluttir til banka víðs vegar um heim. Viðskipti með fíkniefni eru aðal- starfsemi alþjóðamafíunnar. Næst- stærsta tekjulindin er viðskipti með vopn. Auk margs konar ann- arrar glæpastarfsemi skipuleggur alþjóðamafían sölu á konum og bömum vegna vændis og útvegar fólk frá þróunarlöndum til ríkra landa eins og Danmerkur. Guðfaðirinn íVilníus Það eru ekki bara dómarar sem eru myrtir vegna baráttunnar gegn mafíunni heldur einnig blaða- menn. Fyrir nokkrum vikum var Borís Dekanidze dæmdur til dauða í Vilníus í Litháen fyrir að hafa skipulagt og skipað fyrir um morð á blaðamanninum Vytas Lingys. Eftir að hafa skrifað fjölda upp- ljóstrandi greina um starfsemi mafíunnar í Litháen var Vytas skotinn til bana fyrir utan íbúö sína 13. október síðastliðinn. Hinn dæmdi er sonur gyöings frá Georgíu, Georgis Dekanidzes, sem margjr telja vera guðföður maf- íunnar í Vilníus. Georgi hefur hagnast vel á inn- og útflutningi. Hann fullyrðir að sonur sinn sé Georgi Dekanidze, sem býr í Vil- níus í Litháen, fullyrðir að hann sé aðeins maður sem nýtur vel- gengni i viðskiptum. Blaðamenn eru hins vegar þeirrar skoðunar að hann sé einn af æöstu mönnum mafiunnar í borginni. fórnarlamb í árangurslausri bar- áttu lögreglunnar gegn vaxandi glæpastarfsemi. Auk Borísar voru þrír aörir handteknir vegna morðs- ins á Vytas. Sá sem viðurkenndi að hafa framið morðið sagði Borís manninn á bak viö það. Eftir morðið hefur blaðið Respu- blika hert baráttuna gegn maf- íunni. Ejórir blaðamenn, með Audrius Lingys í fararbroddi, bróð- ur hins myrta, vinna stöðugt að nýjum uppljóstrunum um starf- semi í undirheimunum. Talið er að mafían tengist hótunum sem bár- ust eftir dauðadóminn yfir Borís, um að sprengja ætti kjarnorkuver í loft upp. Hótanimar voru túlkað- ar sem tilraun til að fá Borís látinn lausan. Sambönd viö vafasöm fyrirtæki Einn af sigrum blaðamannanna var að við réttarhöldin slógu dóm- arar því föstu að Borís tilheyrði mafíunni. Audrius er þeirrar skoð- unar að Borís og faðir hans, Ge- orgi, hafi verið í náinni samvinnu. Georgi hafi sambönd við vafasöm fyrirtæki í ísrael og Belgíu og hafi tengst vopnaviðskiptum. Blað Audrius greindi til dæmis frá því að lögreglan í Litháen heföi keypt vopn og annan búnað frá maf- íunni. Það er mat Audrius að maf- ían hafi meira að segja sambönd í stj órnmálaheiminum. Georgi afneitar öllu sambandi við mafíuna. Hann segir fólk öfund- sjúkt yfir velgengni hans. Það sé ekki auðvelt aö græða peninga í Litháen. En hann kveðst sjá fyrir sér að glæpastarfsemi í Austur- Evrópu eigi eftir að vaxa ört á næstu ámm. Það sé stríð í mörgum af lýðveldum fyrrum Sovétríkj- anna. Ungt fólk sé atvinnulaust og nenni ekki að vinna á landsbyggð- inni eða í verksmiðjum því það þéni lítið á því. Það sé nóg ástæða til að glæpum fjölgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.