Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 45 þau einmitt þessa tilflnningu; kvíð- ann sem upp kom þegar fréttirnar byrjuðu og þau hugsuðu hvað nú yrði sagt og líka hvernig þau gætu þá varið börnin sín fyrir að sjá og heyra. í þeirra tilfelli var um að ræða harða umfjöllun og miskunnarlausa umföður Atla.EðvaldHinriksson... Síðustu dagar Fróða Finnssonar .. .Mitt í látunum hitti ég Ellert B. Schram, ritstjóra DV, í 75 ára af- mæli Alþýðublaðsins. Við ræddum um fjölmiðlahasarinn og ég benti honum á að t.d. heföi blað hans af- greitt húsaleiguskandala Reykjavík- urborgar sem smáfrétt á innsíðu á sama tíma og smámál mín urðu að forsíðuuppslætti. Efnislegt svar Ell- erts var: Þú verður að átta þig á því að þú ert söluvara. Ekki Árni Sigfús- son. Þetta sagði mér meira en mörg orð um hið hlutlæga fréttamat. Um þetta leyti horfði mjög illa með heilsu sonar Finns, bróður míns, Fróða, sem barist hafði við krabba- mein í rúm íjögur ár. Hann var nú nítján ára. Faðir hans og móðir, Edda Þórarinsdóttir, viku ekki frá sjúkra- beði sonar síns. Þrátt fyrir það var Finnur í nánu sambandi við mig vegna minna mála og mikill styrkur var að honum við ráðleggingar og samningu greinargerða. Kannski hefur það gefíð honum við sínar erf- iðu aðstæður tækifæri til að dreifa huganum. Nokkrum dögum áður- en Fróði var allur fórum við Gunnlaug- ur saman og heimsóttum hann á Landspítalann. Hann hafði þá verið mjög veikur og óvíst hvort stríði hans lyki innan nokkurra klukku- stunda eða vikna. Miðað við aðstæð- ur var hann býsna hress þegar við komum og hafði augljóslega fylgst með fregnum af mér. Hann sagðist ekkert botna í þeirri vonsku og hörku sem einkenndi málið. Það þýddi þó ekkert annað fyrir mig en svara áfram af sama krafti og fyrr. „Þarna höfum viö Hafnarfjarðar- skapið," sagði mamma hans við það tilefni. Lífið og dauðinn Það er ólýsanlegt með öllu að fylgjast með foreldrum og einkabarni á þeirri stund er tímaglasið er að tæmast. Slíkar kringumstæður minna mann á það sem raunverulegt er og öllu máh skiptir, það er lífið og dauðann. Þarna sá ég hve hégóm- leg, léttvæg og í raun fáfengileg þau mál voru sem plöguðu mig. Þessi stórbrotni og yndislegi frændi minn, sem var svo aðdáunar- verður fyrir kraft sinn og lífsneista, dó þremur dögum eftir að ég ræddi við hann síðast. Um nótt, eftir fund með Jóni Baldvin í ráðuneytinu 29. september, ætlaöi ég að heimsækja Finn, Eddu og Fróða á spítalann en þau voru þá sofandi þannig að ég rétt kíkti inn um dymar. Fróði dó um klukkan tvö þann dag eftir lang- vinna baráttu sína. Þessir atburðir innan fjölskyld- unnar rifjuðu óneitanlega upp þann örlagaríka atburð sem gerðist í lífi okkar fyrir níu árum þegar við misstum drengina. í huga manns kemst aöeins eitt að; heill og ham- ingja barnanna, fjölskyldunnar og samferðafólks sem manni þykir vænt um... Beðið eftir skýrslunni .. .Þegar spurðist að senn liði að skýrslu Ríkisendurskoðunar var eins og fjölmiðlar fengju sprautu í afturendann. Upphófst nú sami söng- urinn um afsögn. Haldið var á lofti getgátum um innihald skýrslunn- ar... Nokkrir kostir voru í stöðunni. Fáir þeirra góðir. Ekki var hægt að sjá framvindu mála nákvæmlega fyr- ir. Formaður flokksins var tvístíg- andi. Ég var búinn að sjá frumdrögin að skýrslu Ríkisendurskoðunar og Sighvatur og Jón Baldvin höfðu einnig farið yfir hana. Við ráðherrar flokksins hittumst aö morgni fimmtudagsins 10. nóvember og ræddum málin. Fórum yfir þessi frumdrög skýrslunnar. Ræddum einnig stöðuna innan flokksins og ríkisstjórnarinnar mjög hispurs- laust. Ekki virtist mikill baráttuandi í kollegum mínum. Ekkert var ákveðið. Ýmislegt var í spilunum. Ég gat haldiö mínu striki eins og upphaflega stóð til þegar um skýrslu Ríkisendur- skoðunar var beðið. Lagt hana fram og farið í málefnalega umræðu um innihald hennar. Það var ekki erfitt verkefni. Það var hins vegar óvissa um það hvort forsætisráðherra gat tryggt stuðning allra sinna þing- manna ef til vantrauststillögu kæmi frá stjórnarandstöðunni. Ég taldi mjög ósennilegt að forsætisráðherra myndi láta slíka tillögu koma til at- kvæðagreiðslu ef hann teldi minnsta vafa leika á afdrifum hennar. Ef slík tillaga um vantraust á einn ráðherra ríkisstjórnar kæmi til afgreiðslu og einhverjir þingmenn annars stjórn- arflokksins myndu greiða henni at- kvæði þýddi það tafarlaus endalok stjórnarsamstarfsins og einnig nið- urlægingu fyrir forsætisráðherra sem hefði þannig sýnilega ekki stjórn á sínu liði. Ef sú niðurstaða væri hins vegar fyrirséð í atkvæða- greiðslu áður en til hennar kæmi þá hefði forsætisráðherra þann mögu- leika að víkja mér úr ríkisstjórninni. Það myndi leiða til sömu niðurstöðu, stjórnarslita. Undir þvílíku gæti Al- þýðuflokkurinn aldrei setið áfram í ríkisstjórn eins og ekkert hefði ískor- ist. Með öðrum oröum var allt eins líklegt að boðað yrði til kosninga í janúar ef ég héldi ótrauður áfram. Ýmsir bentu á að sjálfstæðismenn væru búnir með flest sín prófkjör og þannig tilbúnir í kosningar með skömmum fyrirvara. Við Alþýðu- flokksmenn vorum hins vegar skammt á veg komnir með okkar framboðsmál. Ég fann að ekki var brennandi áhugi hjá Jóni Baldvin, Sighvati og Össuri að hella sér út í kosningaslag í grænum hvelli. Þeir virtust ekki tilbúnir í þann slag. Sú kenning heyrðist líka að Alþýöu- bandalagið væri reiðubúið til að verja minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins vantrausti fram á vorið kæmi til stjórnarslita milli krata og íhalds. Boltinn hjá mér Við Jón Baldvin hittumst síðdegis þennan fimmtudag og fórum enn og aftur yfir ýmsa kosti í stöðunni. Hvorki á þessum fundi né öðrum samfundum okkar fór Jón Baldvin fram á afsögn mína eins og staglast var á í fjölmiðlum. Þar voru engar ákvarðanir teknar. Boltinn var hjá mér. Við Sigurður Þórðarson ríkisend- urskoðandi höfðum ræðst við í síma þennan dag og hann sagt mér að skýrsla stofnunarinnar yrði fullfrá- gengin um ellefuleytið morguninn eftir, á föstudeginum. Við urðum ásáttir um að hafa samband árla morguns og ákvarða sameiginlega hvenær skýrslunni yrði dreift og hvernig. . Ég þurfti ýmsu að sinna í minni vinnu og klukkan var langt gengin í átta þegar ég lagði af stað heim úr ráöuneytinu. Ég var rétt kominn út fyrir dyr Hafnarhússins þegar ég sá mann hlaupa út úr bíl sínum handan við götuna og koma stormandi að mér. Myndavélablossarnir skullu á mér. Þetta var þá minn gamli sam- starfsmaður hjá Helgarpóstinum, Jim Smart, sem var að mynda fyrir Morgunpóstinn. Ég tók Jim vel, enda besti drengur, og spurði hvort hann ætti ekki nóg af myndum af mér. Hann svaraði því til að þetta væru fyrirmæli frá ritstjórum að ná mér og helst einhverjum með mér á leið út úr ráðuneytinu. Hann hefði beðið í bíl sínum eftir mér frá því klukkan sex. Þá hefði hann haft vaktaskipti við kollega sinn, annan ljósmyndara Morgunpóstsins, sem hann sagði hafa setið fyrir mér frá því klukkan þrjú um daginn. Það átti greinilega að leggja allt undir. Við Jim kvödd- umst í vinsemd og Morgunpósturinn fékk sína risaforsíðumynd morgun- inn eftir, enda mikið í hana lagt. Fimm klukkustunda fyrirsát. Afsögn kom ekki til greina Á leiðinni heim hringdi ég úr bílnum í nokkra nána samstarfs- menn mína og vini í Hafnarfirði og bað þá að hitta mig. Fyrirvari á þessu fundarboði var skammur - innan við klukkutími. En allir, sem ég náöi í, komu. Á þeim fundi voru, auk mín og Jónu Dóru, Tryggvi Harðarson, Ingvar Viktorsson, Valgerður Guð- mundsdóttir, Árni Hjörleifsson, Óm- ar Smári Ármannsson, Haukur Helgason, Sigríður Jonný Sigurðar- dóttir, Magnús Hafsteinsson, Eyjólf- ur Sæmundsson og Jóna Ósk Guð- jónsdóttir. Ég rakti stöðu málsins og helstu valkosti. Þau voru flest þeirrar skoð- unar að ég ætti að gefa niðurstöðum Ríkisendurskoðunar þann tíma sem til þyrfti í almennri umræðu. Þeirri gagnrýni, sem kæmi fram, ætti flokkurinn að svara rösklega. Afsögn nú kæmi ekki til greina. Engin sér- stök niðurstaða náðist í þessu spjalli okkar. En menn sögðust skilja að hin endanlega ákvörðun væri mín. Og það tóku þessir vinir mínir fram að hver sem hún yrði myndu þeir virða hana og styðja. Á þessum fundi fann ég enn og aft- ur hversu mikilvægt er í stjórnmál- um að eiga samstarfsfólk sem hægt ert að treysta hundrað prósent og ræða mál algjörlega opinskátt án flókinna eftirmála. Ég átti síðan fund með Jóni Bald- vin og Davíð um ellefuleytið um kvöldið sem hafði verið ákveðinn síð- degis. Ýmsar vangaveltur höfðu ver- ið um afstöðu forsætisráðherra, eins og ég rakti hér fyrr, en ég vildi auð- vitað heyra hans mat á kringum- stæðum beint frá honum sjálfum. Formaður Alþýðuflokksins lagði lít- ið til málanna á þessum fundi en við Davíð ræddum efni skýrsiu Ríkis- endurskoðunar að því marki sem ég vissi um innihaldið. Ég hafði séð drög að henni og fengið tækifæri til að koma mínum athugasemdum á framfæri. Ég vissi ekki þá hvort eða að hve miklu leyti skýrslan myndi breytast frá þessum drögum til end- anlegrar gerðar. Davíð hafði þá verið búinn fá upplýsingar frá Sighvati um einstök atriði í þessum skýrsludrög- um en hafði ekki sjálfur haft tíma til að kynna sér þau ítarlega. Við rædd- um hka stjórnmálaástandið almennt en ekki var neitt afráðiö á fundinum til eða frá um framhald mála, enda ekki til þess ætlast. Mér var orðið æ ljósara að efni skýrslunnar myndi engu máh skipta í hávaða augnabliksins. Upp úr mið- nætti settist ég niður ásamt bræðrum mínum, Gunnlaugi og Finni. Þeir voru sammála félögum mínum úr Hafnarflröi um að ég ætti ekki að taka neinar stórar ákvarðanir núna; málin yrðu að fara í almenna um- ræðu eftir útgáfu skýrslunnar. Jaröarför og afsögn Morguninn eftir hringdi ég í Jón Baldvin og tilkynnti honum að ég ætlaði að halda blaðamannafund klukkan 13:00 sama dag. Ræddi einn- ig við ríkisendurskoðanda um út- gáfutíma skýrslunnar. Boðaður hafði verið hefðbundinn ríkisstjórn- arfundur klukkan hálftíu um morg- uninn. Ég hafði ætlað mér að mæta til hans. Um svipað leyti um morguninn var hins vegar athöfn í fjölskyldunni; grafa átti jarðneskar leifar Fróða, frænda míns. Ég fór upp í Fossvogs- kirkjugarð. Það var tregafull athöfn en falleg. Finnur bróðir mokaði yfir duftkerið sem jarðneskar leifar son- ar hans voru í. Mér fannst eins og þar væri hann pabbi að breiða sæng- ina yfir son sinn og bjóða góða nótt. Athöfnin snart ýmsa strengi í brjósti mér. Undir hádegi átti ég símtal við Gunnlaug og ræddi einnig við fleiri. Hafði þá fengið skýrslu Ríkisendur- skoðunar í hendur og farið yfir hana. Á henni höfðu sáralitlar breytingar verið gerðar frá fyrstu frumdrögum. Enn hafði ég ekki gert endanlega upp hug minn þótt innst inni fyndist mér að nú væri tími til kominn að höggva á þennan hnút. Klukkan hálfeitt sett- ist ég við tölvuna og skrifaði afsagn- arbréfið til forsætisráðherra á 10 mínútum og bað síðan ritara minn að vélrita það upp. Klukkan var rétt um eitt þegar ég fór af af stað til fund- ar viö blaðamenn. Á þessum síðasta blaðamanna- fundi mínum sem ráðherra gaf éí fréttamönnum ekki kost á þvi aí spyrja út úr eftir að ég hafði gefii yflrlýsingu mína og farið efnislegt og ítarlega yflr skýrslu Ríkisendur- skoðunar og skyld atriði. Sagði ein- faldlega að nú væri kominn tími til þess að fjölmiðlamenn læsu sér til og hugleiddu eilítið með sjálfum sér efnisatriðin áður en þeir spyrðu. Þeim væri velkomið að eiga við mig orðastað að því loknu. Þaulreyndur blaðamaður sagði við mig síðar að þetta væri líklega í fyrsta og síðasta skipti sem blaðamenn sætu þegjandi undir slíku. Kannski hafði ég náð eyrum einhverra þeirra í þetta skipti. Góð viöbrögð Viðbrögð eftir fundinn létu ekki á sér standa. Síminn stoppaði ekki. Fólk sem vildi þakka mér góða frammistöðu á fundinum og sýna mér samstöðu. Mér var létt í sinni. 'c Engir bakþankar eða eftirmálar sem komu upp í huga mér. Vogun vinn- ur, vogun tapar. Sumar ákvarðanir reynast réttar, aðrar ekki. Sagan á eftir að dæma mína ákvörðun og önnur þau mál sem í aðdraganda hennar voru. Þeim dómi kvíði ég ekki. Ingvar Viktorsson, sá góði félagi, var einn þeirra sem hafði samband strax eftir fundinn. Hann haföi fylgst með beinni útsendingu og liðið svip- að og þegar hann fylgist með leikjum FH í handboltanum. Hann hafði ekið út á Álftanes, keyrt hring eftir hring, og hlustað á fundinn í bílnum. Hann hafði ekki taugar í að sitja og horfa á sjónvarpsútsendinguna. Og ekki gat hann heldur hlustað á útvarpið í einni lotu. Hann var í því að slökkva og kveikja, líkt og hann gerir þegar spennandi leikjum er lýst hjá FH. Þegar sigur er kominn í höfn keyr- ir hann hins vegar gjarnan á leikstað og faðmar og kyssir hetjurnar sínar í FH. Nú var honum svipað innan- brjósts. Svona eins og eftir góðan FH-sigur og vildi faðma mig að sér. Á þingflokksfundi klukkan fjögur var tekin ákvörðun um eftirmann minn. Að sjálfsögðu var emhugur um Rannveigu Guðmundsdóttur. Blaðamannafundinn minn bar á góma og var almennt mat þing- manna flokksins að hann hefði geng- ið vel og skapað sóknarfæri. Það var líka mín tilfinning. Þetta þýddi engin endalok, heldur kaflaskipti. Guðmundur Árni gaf blaðamönnum ekki færi á að spyrja sig eftir blaðamannafundinn þar sem hann tilkynnti um afsögn sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.