Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Fréttir Engin VestQarðaaðstoð á sunnanverðum Vestflörðum? Harma ef atvinnurek- endur ná ekki saman - segir Ólafur AmQörð, sveitarstjóri Vesturbyggðar Frá höfninni á Patreksfirði. Þar er enn engin sameining og því ekki Vest- fjarðaaðstoð í boði. Þarna gæti þó dregið til tíðinda á næstunni þvi eigend- ur Straumness vilja yfirtaka Odda hf. DV-mynd JAK „Þessi aðstoð var ekkert annað en yfirklór. Upphæðin er bara tittlinga- skítur og lögin þannig hönnuð að þetta gat ekki bjargað nema fáeinum útvöldum. Það ríkir hér uggvænlegt ástand í atvinnumálum," segir Berg- ur Torfason, stjómarformaður Fáfn- is hf. á Þingeyri. Fáfnir hf. er ekki lánshæfur til hluta Vestfjarðaaðstoð- ar þar sem ekki eru möguieikar til sameiningar við önnur fyrirtæki á Vestfjörðum. Þrjú fyrirtæki meö 100 milljónir Vestfjarðanefndin hefur skilaö inn tillögum um lán til þriggja fyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum. Þar er um aö ræða 100 milljónir eða þriðj- ung þess fjár sem nefndinni er ætlaö að gera tillögur um. Vandræðaástand er nú vegna þess að enn hefur ekk- ert fyrirtæki á sunnanverðum Vest- fjörðum uppfyllt þau skilyrði sem sett em svo til aðstoðar megi koma. Það gæti farið svo miðað við stöðuna núna að það færi sáraiitið eða ekkert af þessari aðstoð á svæðiö sunnan Önundarfjarðar. Greiðslustöðvun á Þingeyri Á Þingeyri er Fáfnir hf., lang- stærsti atvinnurekandinn á staðn- um, í greiðslustöðvun og fullkomlega óljóst hvort það endar í gjaldþroti fyrirtækisins. Lítil vinna hefur verið í frystihúsi Fáfnis að undanfomu enda er Sléttanes, eini togari fyrir- tækisins, frystitogari. Togarinn Framnes, sem aflaði hráefnis fyrir frystihúsið, var seldur til ísafjarðar. Þar með hefur Fáfnir ekkert skip sem aflar hráefnis fyrir frystihúsið. Smábátar á Þingeyri eru margir í viðskiptum viö önnur byggðarlög. Fréttaljós Reyn i r Traustason Greiöslustöðvun Fáfnis rennur út í lok janúar nk. og þá skýrist væntan- lega hvað verður um þennan höfuð- atvinnurekstur á Þingeyri. Sæfrost á Bíldudal lokað Á Bíldudal er Sæfrost hf., sem var aðalatvinnuveitandinn, í þeirri stöðu að geta hvorki hfað né dáið. Fyrir- tækið á hvorki skip né kvóta, aðeins húsakost sem ekki hefur að geyma atvinnustarfsemi. Byggðastofnun seldi fyrirtækinu vélbátinn Stapa en tók hann aftur og hefur nú selt hann aftur til Kópavíkur sem er sameign- arfyrirtæki fiskvinnslunnar í nausti hf. á Bíldudal og Þórsbergs hf. á Tálknafirði. Kópavík er trúlega eina fyrirtækið á sunnanverðum Vest- fjörðum sem á möguleika á að fá hlutdeild í Vestfjarðaaðstoðinni. Það grundvallast þó á því að Þórsberg hf. nái að greiða úr sínum málum. HT stærst á Tálknafirði Á Tálknafirði er Hraðfrystihús Tálknafjarðar stærsti atvinnurek- andinn. Það fyrirtæki hefur verið í samvinnu um veiðar við Straumnes á Patreksfirði og er óljóst með hvaða hætti það samstarf mun þróast á næstunni. Ólíklegt er talið að það fyrirtæki nái að uppfylla skilyrði um sameiningu. Samkvæmt heimildum DV er það einfaldlega vegna þess að það fyrirtæki er sæmilega statt og hentar því illa til samruna við hijáð fyrirtæki. Þórsberg, sem rekur fiskvinnslu á Tálknafirði, er í nokkrum erfiðleik- um, m.a. vegna gjaldþrots dótturfyr- irtækisins Þórslax sem var í fiskeldi. Það fyrirtæki varð gjaldþrota fyrir skömmu og munu í framhaldinu ein- hveijar ábyrgðir falia á Þórsberg. Kópavík hf. samstarfsfyrirtæki þess og Bílddælinga, er tahð líklegt til að verða lánshæft eftir kaupin á Stapa en auk þess á fyrirtækið vélbátinn Lóm sem var keyptur af Þórsbergi. Ekki sameining á Patró Á Patreksfirði eru tvö stærstu fyr- irtækin, Oddi hf. og Straumnes hf., ekki á sameiningarbuxum. Þar gæti þó dregið til mikiha tíðinda á næst- unni þar sem eigendur Straumness, Guðfinnur Pálsson og Ólafur Stein- grímsson, hafa fengið samþykkt inn- an stjórnar Þróunarsjóðs tilboð sem þeir gerðu í 44 prósent hlutabréfa í Odda. Eftir er þó að bjóða starfsfólki Odda og eigendum að neyta for- kaupsréttar að hlutabréfunum. Verði sú niðurstaða að eigendur Straum- ness fái yfirhöndina er ljóst að grundvöhur verður til þess að fyrir- tækin sameinist og fái þar með Vest- fjarðaaðstoð. Sú aðstoð gæti numið allt að 100 milljónum króna. Eins og staðan er í dag er þó ljóst að þrátt fyrir hræringar í atvinnuhf- inu er ekkert í hendi hvað varðar sameiningu. Því geti svo farið að sunnanverðir Vestfirðir fái lítið eöa ekkert. „Ég harma það ef það er staðreynd að atvinnurekendur á sunnanverð- um Vestfjörðum geti ekki náð saman og nýtt sér fjármagn úr Vestfjarðaað- stoðinni," segir Ólafur Arnfjörð, bæj- arstjóri í Vesturbyggð. Neytendasamtökin: KæraStöð2 Neytendasamtökin hafa sent Samkeppnisstofiiun kæru á hendur Islenska útvarpsfélaginu, eiganda Stöðvar 2, vegna áskrift- arskilmála sem settir eru um nýju myndlyklana. Neytenda- samtökin kæra í kjölfar fjölda kvartana sem borist hafa vegna skilmáianna. Lyfjakassa stolið á BSl Lyfjakassa, sem fara átti vestur á land, var stolið á Bifreiðastöð íslands, BSÍ, síðdegis í gær. í kassanum voru m.a. nokkur hættuleg lyf við inntöku, s.s. hjarta- og taugalyf. RLR rannsakar málið en sam- kvæmt upplýsingum þaðan er ekki um svokölluð eftirritunar- skyld lyf að ræöa, þ.e. lyf sem eru undir sérstöku eftirliti. Algengt er að fíkniefnaneytendur reyni að veröa sér úti um slík lyf. Fílharmónía: Tónleikar eftirviku Aðventutónleikar Söngsveitar- innar Fíiharmóníu verða haldnir á sunnudaginn eftir viku í Krists- kirkju. Missagt var í DV í gær að tónieikamir yrðu á morgun. Við- komandi eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Fimm unglingar dæmdir fyrir mjög gróf árásarmál: Einn fékk eins árs f angelsi - lokað réttarhald vegna ungs aldurs ákærðu Fimm piltar, 15-17 ára, fengu fangelsisdóma í Héraösdómi Reykjavíkur í gær þar sem þeir voru sakfelldir fyrir gróf ofbeldis- brot í fimm sakamálum sem áttu sér staö fyrr á árinu. Um var að ræða tvö rán meö grófu ofbeldi, árás á mann með meitli þar sem 12 tennur brotnuðu og fleiri lík- amsárásir. Máhð var mjög umfangsmikið og stóðu réttarhöldin sleitulaust yfir í tvo daga. Þau voru lokuð vegna þess hve sakborningamir eru ung- ir. Einn af fimmmenningunum fékk eins árs óskilorðsbundið fang- elsi, annar fékk 4 mánaða fangelsi en 2 skilorðsbundið en hinir þrír fengu skilorðsbundna fangelsis- dóma. Einn af piltunum, 17 ára, var dæmdur fyrir að hafa ráðist á og slegið mann meö 30 sentímetra meith með þeim afleiðingum að 12 tennur brotnuðu. Tveir af piltun- um voru dæmdir fyrir að bijótast inn í söluturninn Straumnes í Breiöholti og ráöast síðan að manni meö hnefahöggum og spörkum - mann sem haföi stöðvað félaga þeirra þegar þeir voru að flýja inn- brotsstað. Maðurinn sem hand- samaði félaga þeirra hlaut kinn- beinsbrot, rifbrot eftir ítrekuð spörk í síðu og annað nýrað rifnaði. Annar phtanna sem var í lík- amsárásinni við Straumnes var jafnframt dæmdur fyrir að hafa handleggsbrotið mann á sama stað og félagi hans með meitilinn réöst á annan. Báðir piltarnir sem fóru inn í Straumnes voru ásamt tveimur öörum dæmdir fyrir að hafa ráðist inn í verslunina Nóatún við Kleif- arsel 18 þar sem þeir ógnuðu 18 ára afgreiðslustúlku með hnífi. Henni var skipað að opna afgreiðslukassa og rændu piltarnir 113 þúsund krónum úr honum. Þrír af piltun- um voru auk þessa dæmdir fyrir aö hafa ruðst grímuklæddir inn í söluturn að Seljabraut 54 og valdiö þar afgreiðslustúlku ótta en þeir hurfu á braut án þess að hafa nokk- uð upp úr krafsinu. Sá sem þyngstu refsinguna hlaut, 12 mánaða fangelsi, tók þátt í tveimur líkamsárásum og öðru ráninu. Hann rauf skilorð meö brotunum og var refsingin því höfð óskilorðsbundin þrátt fyrir ungan aidur. Sá sem braut tennumar í manninum hiaut 4 mánaða fangelsi en 2 skilorðsbundið vegna ungs aldurs. Hinir þrír fengu 7-10 mán- aða fangelsi en refsingarnar voru hafðar skilorðsbundnar, meðal annars vegna ungs aldurs þeirra. Bijóti þeir aftur af sér verða þessar refsingar dæmdar með. Þó málið hafi verið umfangsmik- ið lauk afgreiðslu þess hjá héraðs- dómi á aðeins 24 dögum eftir að ákæra var gefin út. Sverrir Einars- son héraðsdómari kvað upp dóm- inn. -Ótt Norðurland vestra: Átta í próf • kjöri hjá Framsókn Öm Þóraiinsson, DV, Hjótum: Framboðsfrestur fyrir prófkjör framsóknarmanna á Norður- landi vestra rann út 1. desember. Átta manns tilkynntu þátttöku í því og fer það fram 13.-14. jan- úar. Kosníng verður bindandi fyrir 4 efstu sætin. Þeir sem gáfu kost, á sér eru Elín R. Líndal bóndi, Lækjamóti, V-Hún., Gunnar Bragi Sveinsson verslunarmaður, Sauðárkróki, Herdís Sæmundsdóttir leiðbein- andi, Sauðárkróki, Magnús B. Jónsson sveitarstjóri, Skaga- strönd, Páh Pétursson alþingis- maður, Höllustöðum, A-Hún., Stefán Guðmundsson alþingis- maður, Sauðárkróki, Sverrir Sveinsson veitustjóri, Siglufirði, og Valur Gunnarsson oddviti, Hvammsstanga. Alþýðubandalagið: Mun ekki vikja fyrirÖnnu GyJfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Máhnu hefur verið stillt þann- ig upp að nauðsynlegt sé aö hafa konu í 2. sætinu og ef það verður niðurstaðan þá er ekkert vanda- mál að fa í þaö sæti konu héðan frá Siglufirði,“ segir Sigurður Hlöðversson, formaður kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra, en mikill kurr er vegna uppstilhngar á lista flokksins sem fram fer um helg- ina. Sigurður skipaði 2. sæti listans viö kosníngamar 1991. Þá var Anna Kristín Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi á Sauðárkróki, í 3. sæti. Nú er gerð krafa um að þau Anna Kristín og Sigurður hafi sætaskipti. „Ég mun ekki víkja fyrir Önnu Kristinu. Það er mik- ill kurr hér á Siglufirði, við telj- um okkur þurfa mann héðan í sæti ofarlega á listanum," sagði Sigurður. Kvennalistinn: Siðari umferð viðuppstillingu áReykjanesi Síðari umferð við val á lista Kvennahstans á Reykjanesi við komandi alþingiskosningar er hafin. Að sögn Ingibjargar Guð- mundsdóttur, sem á sæti í upp- stilhngarnefnd, er miðaö við að Ijúka síðari umferðinni fyrir jól. Þingkona Kvennahstans á Reykjanesi, Anna Ólafsdóttir Björnsson, verður ekki í fram- boði að þessu sinni vegna út- skiptareglu samtakanna. Þórunn Sveinbjömsdóttir, starfskona Kvennalistans, sagöi að fyrirhugað væri að síðari um- ferðin við val á lista í Reykjavík hæfist 5. desember. Kristín Einarsdóttir þingkona verður ekki í framboði vegna út- skiptareglunnar en Kristín Ást- geirsdóttir þingkona er áfram gjaldgeng í framboð. Leiðrétting í frétt í DV um framboðsmál Alþýðuflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra var Sigurður Arnórsson titlaður fram- kvæmdastjóri fiokksins. Það er rangt. Sigurður er gjaldkeri Al- þýðuflokksins en framkvæmda- stjóri hans er Siguröur Tómas Björgvinsson. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. :;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.