Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 24
24 LAÚGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Ari Huynh færir sig úr Borgarkringlunni á Laugaveg: Við höfum allt- af unnið mikið - segir Ari en fjölskyldan hefur nú fjárfest í eigin húsnæði „Ég opnaði þennan stað fyrir viku síðan og vonast til að hann eigi eftir að ganga. Það er dýrt að koma svona stað upp,“ segir Ari Huynh, sem mörgum er að góðu kunnur fyrir austurlensku réttina sína í Indókína. Ari var að opna veitingahús í fyrsta skipti í eigin húsnæði að Laugavegi 19. Ari opnaði sinn fyrsta stað í Kringlunni þegar hún var tekin í notkun sumarið 1987. Hann leigði þar lítið pláss fyrir veitingarekstur sinn. „Veitingareksturinn gekk alveg frá- bærlega vel í Kringlunni. íslendingar voru mjög hrifnir af þessum austur- lensku réttum og við unnum mjög mikið á þessum tíma og allt gekk vel,“ segir Ari. Þrátt fyrir að vel hafi gengið hjá Ara í Kringlunni fór hon- um að ofbjóða há húsaleiga og greip tækifæriö þegar húsnæði losnaði í Borgarkringlunni til að flytja sig yf- ir. „Samningur sem gerður var til flmm ára var að renna út en ég hefði sjálfsagt getað framlengt hann,“ seg- ir hann. „Það voru mistök aö færa sig,“ segir Ari. „Salan dvínaði mikiö eftir að \dð komum í Borgarkringl- una enda veitingastaðurinn illa stað- settur á annarri hæð hússins," segir hann ennfremur. Gengu tómhent út Þrátt fyrir að Ari hefði byggt upp veitingareksturinn í Kringlunni með öllum tækjum og tólum varð hann að skilja allt eftir þegar hann gekk þar út. „Þannig var samningurinn," segir hann. „Við löbbuðum bara út, fjölskyldan, algjörlega tómhent og byrjuðum upp á nýtt í Borgarkringl- unni. í því húsnæði sem við fenguni hafði veriö fataverslun og viö þurft- um að breyta miklu auk þess að kaupa öll tæki. Núna þarf ég aftur að yfirgefa það sem við höfum verið að byggja upp,“ segir Ari því enginn hefur fundist til að kaupa af honum reksturinn. Ari ætlar að reka veit- ingastaðinn í Borgarkringlunni til áramóta en þá lokar hann. „Ég ætla að setja alla mína krafta í þennan stað,“ segir hann. Það var árið 1979 sem Ari kom hingaö til lands frá Víetnam ásamt fjölskyldu sinni, konu og íjórum börnum. Þau voru meðal 34 flótta- manna sem fengið höíðu landvistar- leyfi á íslandi. Fólkiö kom með tvær hendur tómar en allir í þessum hópi hafa spjarað sig mjög vel hér á landi. „Við höfum alltaf unnið mikið,“ segir Ari. Hann fékk strax vinnu þegar hann kom hingað til lands og vann oft myrkranna á milli til að geta kom- ið fjölskyldunni sæmilega fyrir. „Ég vann mikla aukavinnu til að kaupa litsjónvarp á sínum tíma og frysti- skáp,“ segir hann og hlær. Árið 1982 kom fimmta barn hjón- anna hingað til lands en það hafði veriö eftir þegar þau yfirgáfu Víet- nam. Einnig komu hingað mágkona Ara og tengdapabbi. Erfitt að læra íslensku Ari segir að mjög erfitt hafi verið að læra íslenskuna og þó hann skilji hana vel þá eru ekki allir sem skilja framburð hans. Hins vegar hafa börn hans náð mjög góðu valdi á tungu- málinu. Sonur hans, Torfi, hefur ein- mitt verið honum mjög hjálplegur við rekstur veitingahúsanna. Torfi var sex ára þegar fjölskyldan flutti til íslands. Hin bömin eru öll í námi. Ari byrjaði með veitingarekstur í Kringlunni en flutti sig síðan í Borgarkringluna. Nú hefur hann eignast eigið húsnæði á Laugavegi 19 þar sem hann hefur opnað nýjan veitingastað. DV-mynd Brynjar Gauti Ari Huynh helur búið á íslandi i fimmtán ár og hefur aðlagast vel i þessu ólíka umhverfi. Hann kom hingað til lands árið 1979 með 33 öðrum flóttamönnum. Allir úr þessum hópi hafa spjarað sig vel hér á landi. Þegar Ari kom til íslands hóf hann störf á Hótel Sögu. Síðan bauðst honum að fara til sjós sem kokkur á einu skipa Eimskipafélagsins. Þegar hann kom aftur í land fór hann að vinna hjá Aski á Suðurlandsbraut en flutti sig þaðan yfir í Kaffivagninn á Granda. Ara lík- aði mjög vel á Kafíivagninum en þegar hann hafði starfað þar í þrjú ár skipti staðurinn um eigendur og honum var sagt upp störfum. Þá fékk Ari vinnu í Vörumarkaðnum á Eiðistorgi. Þaðan lá leiðin í Kringluna þegar hún var opnuð. Erfíðir tímar Ari telur að fólk hafi ekki vitaö um hefur aldrei heimsótt föðurland sitt eftir að hann kom til íslands. Fordómar Þrátt fyrir að Ari og fjölskylda hans hafi spjarað sig vel á íslandi og aðlag- ast vel íslenskum aðstæðum hafa þau orðið fyrir fordómum hin allra síðustu ár. Ari vill sem minnst úr því gera en finnst það leiðinlegt. Hann segist aldrei hafa fundiö fyrir fordómum fyrr en eftir að fréttir birt- ust um Víetnama sem komist hafði í kast við lögin. „Þaö finnast ein- tiverjir vondir í öllum þjóðflokkum," segir Ari. Á Laugaveginum eru nú allmargir austurlenskir staðir og þar hefur myndast nokkurs konar Chinatown eins og í öllum stórborgum heimsins. Ara finnst margt hafa breyst á ís- landi frá því hann kom hingað fyrir fimmtán árum og samkeppnin hefur harðnað til muna. En íslendingar kunna vel að meta austurlenskan mat og Ari hefur selt ótalið magn af djúpsteiktum rækjum með súrsætri sósu í gegnum tiðina. Honum finnst þó eins og pastaréttir og pitsur hafi heillað íslendinga mest. Ari lærði að kokka af föður sínum sem lærði af sínum föður og svo koll af kolli. Þannig hefur eldamennskan gengið í erföir í fjölskyldunni. „Það kom aldrei til greina að ég færi aö vinna við annað en mat,“ segir Ari Huynh léttur í skapi. vietnamamir nommr: „Þettaersem draumur” Það vakti mikla athygli þegar flóttamennirnir frá Víetnam komu til landsins 1979. Þessi frétt birtist í Dagblaðinu 21. september 1979. að hann flutti sig yfir í Borgarkringl- una á sínum tíma. Hann segist vera búinn aö leita að öðru húsnæði all- lengi. „Ég hafði áhuga á miðbænum bg var búinn að tala við marga hér við Laugaveginn. Ég frétti af því að þetta húsnæði væri að losna og ósk- aði eftir að fá staðinn leigðan. í fyrstu var talið að þaö yrði í lagi en síöan var ákveðið að selja húsið allt í einu lagi. Ég hafði ekki hugsað mér aö steypa mér í skuldir en ætla aö vera bjartsýnn og vona að þetta gangi vel,“ segir hann. „Það hafa verið erf- iðir tímar og fólk hefur ekki haft mikil efni en vonandi fer það að lag- ast.“ Ari fékk Finn Fróðason arkitekt til að hanna staðinn fyrir sig. Finnur taldi heppilegast að staðurinn væri öðruvísi en þessi týpísku austur- lensku staðir og minnir hann því fremur á fallegt kaffihús. Ari segist ætla að vera með ódýra rétti í hádeg- inu en á kvöldin leggur hann meiri áherslu á rétti af matseðli. Þá segist hann einnig ætla að selja mat út. Ari og eiginkona hans, Margrét Huynt, hafa lagt mikla vinnu í veit- ingastaðina sína og fjölskyldan hefur verið mjög samhent í rekstrinum. Ari segist aldrei hafa tekið sér sum- arfrí frá því hann kom til íslands. Hann hefur þó reynt að skoða landið í styttri ferðum og fer iðulega í Blá- Qöll með fjölskylduna á skíði. Ari —nýja fóiuriandið halsaðlmed sálogbirtu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.