Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 40
14 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Bókin Hreinar línur - lífssaga Guðmundar Árna, kemur út eftir helgi: Ábakviðhin pólitísku tjöld Guömundur Árni Stefánsson leggur spilin á borðið i nýrri bók, Hreinar lín- ur, þar sem saga ráðherrans er sögð siðustu dagana í embætti. Hreinar línur - lífssaga Guðmundar Árna Stefánssonar, kemur út eftir helgina hjá bókaútgáfunni Fróða. Það var Kristján Þorvaldsson sem skráði. DV birtir hér brot úr nokkr- um köflum bókarinnar. í bókinni er reynt að varpa ljósi á undanfara af- sagnar félagsmálaráðherra en einnig er brugðið upp mynd af bernsku Guðmundur, starfi í Hafnarfirði og örlagaríkum atburðum í lífi hans. Menn og málefni Pólitískar glímur við minnihluta- menn gátu oft verið skemmtilegar, einkum í kosningabaráttu. Okkur krötunum var sérstaklega skemmt er við öttum kappi við Þorgils Óttar Mathiesen. Ég hafði reyndar á til- finningunni að það ætti illa við hann að vera í þessu vafstri og að hann hefði sennilega verið knúinn til þess að fara út í pólitíkina af pabba sínum. Mér fannst alltaf sem hann væri ekki í þann slag kominn vegna þess að hann væri brennandi í andanum að takast á við þessi mál. í umræðum eitt sinn um fjárhagsá- ætlun, sem útvarpað var í Hafnar- firði og mikið hlustað á, kom Óttar með heimastílinn sinn og hélt sína fyrstu ræðu kvöldsins. Umræðurnar stóðu alltaf langt fram eftir nóttu þegar afgreiðsla fjárhagsáætlunar bæjarins var á dagskrá. Sagt var aö hann hefði farið sjö sinnum í símann á meðan á þeim stóð. Eftir samtölin gat hann farið í púltið með sína punkta. Við vorum ekki lengi aö leggja saman tvo og tvo; nú hefði Óttar -veriö að hringja í pabba sinn, Matthias. Eftir eitt símtalið kom hann upp með feiknamiklar tölur og vísaði til Þjóðhagsstofnunar máli sínu til stuðnings. Við stóðumst ekki mátið að stríða honum aðeins. Rengdum tölurnar í bak og fyrir, vit- andi að það yrði fátt um svör, enda erfitt að halda uppi vörnum með sím- tól í ræðustól. Oddhvassar pílur Ég kunni hins vegar vel við Óttar utan stjórnmálanna. Hann var, eins og kunnugt er, frækinn handbolta- maður í FH og landsliðinu og á þeim vettvangi vorum við samherjar. Mér fannst hann allt annar maður þegar ok stjómmálanna hvíldi ekki á herð- um hans; var þá léttur í lund og skemmtilegur. Magnús Jón gat verið ansi beittur í rökræðum. Sendi okkur oft odd- hvassar pílur. En oft skaut hann yfir markið. Eftir að hann fór í minni- hluta virtist ákveðin biturð í honum í okkar garð. Þá gat hann verið snöggur upp og gagnrýnin missti marks. Við bentum honum gjaman á að það færi oftast illa á því að halla sér jafn þétt upp að íhaldinu og hann geröi. Slíkar athugasemdir fóru mik- ið í taugarnar á honum. Og ég efast ekki um að það fari jafn mikið í skap- ið á honum, innst inni, að vera undir handarkrika þessa sama íhalds nú við stjóm Hafnarfjarðarbæjar. En eins og áður segir fór oftast vel á meö okkur Magnúsi. Við gátum rætt málin hispurslaust og í trúnaði þótt við deildum hart í ræðum. Ingv- ar Viktorsson og hann voru sam- kennarar í Víðistaðaskóla. Mér skilst að stundum hafi verið stuttur kveiki- þráðurinn í þeim báðum þegar þeir tóku rimmur á kennarastofunni í kjölfar bæjarstjómarfunda... JónBaldvin kemur í heimsókn .. .Einhverju sinni fyrir flokks- þingið hringdi síminn heima hjá mér og var Jón Baldvin á línunni. Hann var í bílasíma og spurði hvort hann mætti kíkja til mín. Síðar hringdi hann aftur, hafði ekki fundið húsið. Ég heyrði strax að hann var ekki einn í bílnum. Jón Sigurðsson var með honum. Þeir höfðu verið að koma af fundi með Davíð Oddssyni og Jón Sig. sat undir stýri. Erindi Jóns Baldvins var að fá samþykki mitt fyrir því að Jón Sigurðsson tæki fyrsta sætið á listanum. Jón Baldvin, sem er skemmtilegur á glaðri stund, hafði ekki oft heim- sótt mig áður. En það hafði hann þó gert einhverjum mánuðum áður. Það var síðla kvölds að vori þegar ég bjó á Hringbrautinni í Hafnarfirði. Fyrr um kvöldið hafði hann verið hjá Gunnlaugi bróður á heimih hans í Firðinum. Það fór ágætlega á með okkur Jóni en þegar leið á nóttina og ég vildi ljúka gleðskapnum vildi hann gjarnan halda áfram. Jón Bald- vin fékk ósk sína uppfyllta. Það yrði gert út um málið með glímu. Ef ég ynni væri samkvæminu lokið eha yrði því fram haldið. Samkvæminu lauk eftir þrjár byltur sem allar end- uðu á sama veg. En aht var þetta í góðu og gamni gert. Rannveigu og Karli Steinari hafði ekki, fremur en mér, litist allt of vel á að Jón Sig. tæki fyrsta sætið en lyktir málsins urðu engu að síður í samræmi við vilja Jónanna. Meginá- stæða þess að ég samþykkti ráða- gerðina var sú að innst inni hafði ég samviskubit yfir því að kveðja bæjar- máhn í Hafnarfirði skömmu eftir að hafa heitið því að vera áfram bæjar- stjóri. Að vísu var fordæmi fyrir því í Reykjavík að borgarstjóri og alþing- ismaður væru í einum og sama manninum og í því ljósi ekki fráleitt að ég gæti verið áfram í Hafnarfiröi þótt þingstörfin bættust við. í hjarta mínu var ég ekki viss um að slíkt gæti gengið. Samkomulag við Jón Sig. Nokkuð var rætt um það um þessar mundir aö við Jón Sigurðsson hefð- um gert samkomulag okkar á mhh um að ef hann fengi efsta sætið á list- anum á Reykjanesi þá myndi hann hætta þingmennsku á miðju kjör- tímabihnu. Það er rétt að þetta var rætt. Á fundi í Rúgbrauðsgerðinni, sem Jón Baldvin efndi th með okkur Jóni Sig- urðssyni th að fá botn í framboðsmál- in á Reykjanesi, var farið yfir þessi mál. Þar ræddi Jón Sigurðsson um það að hann og stjórnmálin væru ekki í varanlegu hjónabandi og hann gæti vel hugsað sér annan starfsvett- vang fyrr en síðar. Skhaboðin voru skýr, að minu áhti. Eg gekk aldrei eftir efndum á nið- urstöðu þessa fundar, enda í góðum gangi suður í Hafnarfirði og ríkis- stjómarmáhn fyrstu misserin með þeim hætti að ég var ekkert sérlega áhugasamur um beina þátttöku þar á bæ eða í þinginu þótt slíkt byðist. Það voru hins vegar einhveijar vöfl- ur á Jónunum þegar þennan fund í Rúgbrauðsgerðinni bar einhvem tímann á góma í framhjáhlaupi. Þá átti að fara út í málalengingar. En ég lét mér það í léttu rúmi liggja. Eitt er víst. Ég var síður en svo áfjáður í aö fara inn í þessa ríkis- stjórn. Taldi það ekki eftirsóknar- vert. Einkum hafði mér þótt upphafs- ár hennar óspennandi og einkennast af áformum um stóraukin þjónustu- gjöld í velferðarkerfinu, skólagjöld og einkavæðingu banka... Sighvaturneitaöi .. .Um klukkan 11.00 um kvöldið var ég kominn heim. Þá hringdi Jón Baldvin í mig og bað mig um að koma í ráðuneytið og renna yfir tillögutext- ann. Ráðgert var að leggja tihögurn- ar fyrir þingflokkinn daginn eftir og efna síðan til blaðamannafundar. Nú var komið annað hljóö í strokk- inn. Ekki var lengur um það að ræða aö ráðherrar flokksins kæmu fram sem ein samhent sveit með beiðni til Ríkisendurskoðunar. Málin yrðu einungis bundin við mig en einnig Jón Baldvin vegna einstakra áhta- mála sem fram höfðu komið í blaða- greinum vegna stöðuveitinga hans. Eftir að Jón Baldvin hafði talað við Sighvat, sem var erlendis, var ekki um að ræða að allir ráðherramir færu í skoðun hjá Ríkisendurskoðun eins og við Jón höfðum ákveðið. Sig- hvatur neitaði. Um síðir féllst ég, með semingi þó, á gerð þessa plaggs og framsetningu þess með nokkrum breytingum. Jón Baldvin sagði mér að Davíö Oddsson hefði hringt í sig þennan morgun og lýst yfir áhyggjum sínum af þeim áherslum sem ég hafði lagt fram á fundi Hafnarfjarðarkrata en glefsur þaðan höfðu verið sýndar í ehefu- fréttum Sjónvarpsins. Heyrðist mér sem áhyggjurnar stöfuðu aðallega af þeim ummælum að nú yrðu gerðar kröfur til annarra stjórnmálaflokka líka um að þeir opnuðu sínar hirslur og gáttir. Þingflokkurinn féllst á thlögurnar og Jón Baldvin efndi th fundar með blaðamönnum. Á ríkisstjórnarfundi um morguninn tók ég eftir því að Davíð hafði haft pata af þessum th- lögum í gegnum blaðalestur og frétt- ir. Hann lét þess getið utan dagskrár að sér fyndist nú kominn tími th að við lykjum málinu. Tækjum þann slag sem taka þyrfti á pólitískum vettvangi en værum ekki að teygja lopann með því að vísa málinu th Ríkisendurskoðunar. Hans mat var að skýrslan, sem frá Ríkisendur- skoðun kæmi, hver svo sem niður- staða hennar yrði, hefði ekki endan- leg áhrif á þróun umræðunnar. í hjarta mínu var ég þessu sammála en Jón Baldvin taldi þetta brýnan millileik... Aðdragandinn .. .Að mínu áliti urðu tímamót í framvindu þessara mála þegar flokksfélagar mínir í stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna tóku sig th og ályktuðu um mín mál. Þeir gerðu þá kröfu að ég gerði endanlega hreint fyrir mínum dyrum ellegar segði ég af mér sem r áðherra og vara- formaður flokksins. Ekki hafði mér verið kunnugt um nokkra slíka um- ræðu á þeirra vettvangi. Ályktunin var samþykkt 13. september, á þriðjudegi, og ég fékk fyrst vitneskju um hana þegar fréttamaður Bylgj- unnar hringdi í mig á hádegi tveimur dögum síðar og bar efni hennar und- ir mig. Auðvitað varð mér hverft við að fá slíkar fregnir af innanflokks- málum úr fjölmiðlum. Það átti reyndar eftir að gerast oftar. I þeim fimm manna hópi, sem þarna var að verki, var að finna fólk sem var nýgengið í flokkinn og hafði áður veriö inn og út úr honum. Fólk sem hafði hagað seglum eftir vindi. Ekki var vitað þá að einn stjórnarmann- anna, Ágúst Einarsson prófessor, væri genginn úr flokknum eina ferð- ina enn. En það er athyglisvert að hann er orðaður við fyrsta sæti í framboði Jóhönnu Sigurðardóttur í Reykjaneskjördæmi. Ég ætla svo sannarlega að vona að svo verði. Mig klæjar bókstaflega í fingurna að fá að takast á við hann augliti th auglitis. Nú er Ágúst formlega farinn úr Alþýðuflokknum. Hann hefur talið sig geta komið ár sinni vel fyrir borð annars staðar. Þetta hefur hann gert áður. Fór þá th hðs við Bandalag jafn- aðarmanna en kom aftur þegar hann var kjörinn formaður bankaráðs Seðlabankans. Hann vhdi samkenn- ara sinn sem seðlabankastjóra en fékk því ekki ráðið og hætti. Nú dorg- ar hann á öðrum miðum. Hann talaði um heiðarleika í stjórnmálum. Og hann vhdi siðvæða Alþýðuflokkinn á sama tíma og hann var á leið úr hon- um. Hvar er heiðarleikinn?... Afsögnin .. .Ehítið rólegri tími fór í hönd fyrstu dagana eftir að mínum málum var vísað til Ríkisendurskoðunar. En það var skammgóður vermir. Fljót- lega voru fiölmiðlarnir aftur komnir á kreik með uppáhalds umræðuefnið sitt; Guðmund Árna. Atgangurinn allur, sem staðið hafði í nokkrar vikur, var farinn að reyna á þolrifin. Þessi mál fóru ekki úr huga mínum þótt ég þyrfti jafn- framt að sinna stórum og smáum verkefnum á borði mínu sem ráð- herra. Þegar ég kom heim á kvöldin, stundum upp úr klukkan sex, en oft- ast þó síðar, var ég t.d. ósáttur við að konan mín hlustaði á buhið í Hah- grími Thorsteinssyni í hans skelfi- legu dagskrá á Bylgjunni. Verst þótti mér að sonur minn, tíu ára, lagði gjarnan eyrun við útvarpstækið og hlustaði á misvitur ummæli um pabba sinn úr munni sfiómandans. Ég bað Jónu um að slökkva á þess- ari þvælu, a.m.k. sjá til þess að börn- in heyrðu hana ekki. En auðvitað var hægara sagt en gert að fara fram á slíkt. Ég varð líka var við að þessi sonur minn, Heimir, las aht spjald- anna á milli sem skrifað var um mig, enda var ekki nokkur vegur að fela dagblöðin eða slökkva á fréttunum. Ég hafði einkum áhyggjur af áhrifum þessa á strákinn og dóttur mína, 13 ára. Sá átta ára tók þessu léttar. Ég varð þess þó áskynja síðar að hann var líka meðvitaður um hvað var að gerast. í atinu í kringum mig get ég ekki neitað því að ég hugsaði með nokkr- um kvíða þegar fréttastefin heyrð- ust: „Hvað skyldi koma núna?“ Ég fékk sent hlýlegt bréf frá vinum mín- um í Hafnarfirði, Steinunni Guðna- dóttur, samstúdenti mínum úr Flens- borg, og eiginmanni hennar, Atla Eðvaldssyni, knattspymuhetjunni okkar góðu. í sinni kveðju nefndu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.