Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 41 Yfirburðir mark- aðsbúskapar ARNE JON jSACHSEN - GARL B. HAMiLTON RORVALDUR GVLFASON Menning Rauði kross íslands Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími 91-626722 i ii i ii 11 iiiiiiii m Hrun sósíalismans í Sovétríkjun- um og Austur-Evrópu hefur skapað mikla þörf þar fyrir vörur, þjónustu og hugmyndir frá markaðsþjóðfélög- um Vesturlanda. Eitt af því sem skortur reyndist á var þekking á leik- reglum frjáls viðskiptalífs og lögmál- um efnahagsstarfseminnar á frjáls- um markaði. Þessi bók er tilraun til að Veita slíka fræðslu og hefur að mér skilst hlotið góðar undirtektir í Eystrasaltsríkjunum og Austur- Evrópu. Bókinni er skipt í fjóra meginkafla. í hinum fyrsta er fjallað um grund- vallarhugtök hagfræðinnar og hvernig fræðigreinin er notuð til að skýra og skilja efnahagslega starf- semi. í öðrum hluta er fjallað um það hvernig markaðsbúskapur gengur fyrir sig og um kosti hans og galla. í þriðja hluta er lýst ýmsum nútíma- hugmyndum um ríkisíjármál, vinnumarkað og fjallað um hlutverk ríkisins í hagkerfinu. Loks er í fjórða hluta bókarinnar vikið að sérstökum úrlausnarefnum sem upp koma við einkavæðingu viö umskiptin frá sós- íalisma til markaðsbúskapar. Markmið sitt segja höfundarnir vera „að útskýra, í sem allra einfcld- ustum dráttum, hagfræðileg hugtök og efnahagslegt samhengi sem lítt hefur komiö við sögu í Mið- og Aust- ur-Evrópu og fáir fengið glöggan skilning á.“ (34). Þetta er læsileg bók, rituð af hóf- semi og yfirvegun, og þannig úr garði gerð að hugmyndir og kenningar markaðshagfræðinnar ættu að vera skiljanlegar þeim sem lítt hafa leitt að þeim hugann fyrr. Og velgengni bókarinnar erlendis kemur ekki á óvart í ljósi þess hve vel hún tekur á ýmsum raunhæfum viðfangsefn- um og vandamálum sem hljóta að blasa við í sósíalísku hagkerfi sem komið er á leiðarenda. Það er svo annar handleggur hvort bók sem skrifuð er til að endurhæfa sósíalista og sósíalískt þjóðfélag eigi sérstakt erindi við íslendinga. Margt í þessari bók verkar framandi á ís- lenskan lesanda. Þótt stjórnlyndi og opinber forsjá hafi í allt of ríkum mæli einkennt efnahagslíf hér á landi eru aðstæður okkar mjög frá- brugðnar því sem þekkist í Austur- Evrópu. Ráð sem þar duga og leiðir sem þar eru æskilegar eru ekki endi- lega við hæfi hér á landi. Engu að síður er ástæða til að fagna útkomu þessarar bókar sem er ánægjuleg viðbót við mjög nauman bókakost á íslensku um hagfræðileg efni. th'Ór Stálvaskar Besta verð á íslandi NÁMSKEIÐ UM ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG FYRIR ENSKUMÆLANDI NÝBÚA Rauði kross Islands heldur námskeið fyrir enskumæl- andi nýbúa um uppbyggingu þjóðfélagsins, réttindi og skyldur íbúanna, heilbrigðis- og menntakerfi og fleira. Námskeiðið fer fram á ensku. Fjölrituðum bæklingi sem félagsmálaráðuneytið hefur látið gera og þýða á ensku verður dreift á námskeiðinu. Staður: Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Tími: Þriðjudagurinn 6. desember kl. 20.00-23.00 og þriðjudagurinn 13. desember kl. 20.00-23.00. Skráning: Skrifstofa RKÍ, sími 91-626722 fyrir kl. 17.00 þann 5. desember. VerðrNámskeiðið er ókeypis. Boðið verður upp á kaffi og te. Faxafeni 9, s. 887332 Opið: mánud.-föstud. kl. 9-18 laugard. kl. 10-16 1 'A hólf + borö Kr. 1 0.950 Bókmenntir Guðmundur Magnússon Ágúst Einarsson prófessor ritar fróðlegan formála að íslensku útgáf- unni og rekur þar m.a. íslenska hag- sögu síðustu áratuga. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur hefur svo tekið saman skrár um hugtök og mannanöfn fyrir íslensku útgáfuna og þótti mér nokkur sérviska ein- kenna þá samantekt. T.d. má vera að „laushalastefna" þykið fyndið orð yfir „laissez faire“, en það hæfir tæp- ast virðulegum hagfræðitexta. Markaösbúskapur Arne Jon Isachsen, Carl B. Hamilton og Þorvaldur Gylfason Helgi Skúli Kjartansson þýddi Heimskringla 1994 286 bls. 11 gerðir af eldhúsvöskum á frábæru verði. Einnig mikið úrval af blönd- unartækjum. Verslun fyrir alla A COURSE ON ICELANDIC SOCIETY FOR ENGLISH SPEAKING PEOPLE LIVINGIN ICELAND The Icelandic Red Cross is holding a course for Engl- ish speaking people living in Iceland on the structure of Icelandic Society, the rights and obligations of the inhabitants, health services, educational system etc. The course will be held in English. A booklet publis- hed by the Ministry of Social Affairs „Icelandic Law and Icelandic Society" which has been translated into English will be distributed on the course. Place: Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Time: Tuesday 6th of December from 8 p.m. to l l p.m. andTuesday 13th of Decemberfrom 8 p.m. to 11 p.m. Register: Icelandic Red Cross Office, tel. 91-626722 before 5 p.m. on the 5th of December. Cost: The course is free. Coffee and tee will be served.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.