Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Vísnaþáttur Freysteinn Gunnarsson Freysteinn Gunnarsson fæddist aö Vola í Flóa 28. ágúst 1892. For- eldrar hans voru bændahjónin Guöbjörg Guöbrandsdóttir og Gunnar Jónsson, bæöi fædd og uppalinn í Flóa. Freysteinn ólst upp hjá vandalausu fólki í Hróars- holti í Flóa. Freysteinn lauk kennaraprófi voriö 1913 með góðum vitnisburði, en jafnframt kennaranáminu haföi hann búið sig undir aö taka inn- tökupróf í fjórða bekk mennta- skóla. Haustið 1915 settist Frey- steinn í guðfræðideild Háskólans og lauk þaðan guðfræðiprófi árið 1919. Freysteinn gaf út tvær ljóðabækur um ævina og heita þær því látlausa nafni Kvæði er kom út 1935 og Kvæði II er kom út 1943 og komu þessar bækur í einu kveri 1987 sem einnig var aukið frá fyrri bókunum. Nú þegar nótt gerist löng er þessi vísa Freysteins við hæfi: Skammdegismyrkrið skellur á. Skyggir í svartan álinn. Kvöldinu langa kvíðir þá kroppurinn manns og sálin. Eitthvað hefur Freysteinn haft áhyggjur af draumfórum sínum þegar hann kveður: Hætt er við, og hætt er við, að hugann illa dreymi. Mikið er, hvað mikið er af myrkri í þessum heimi. Alltaf þótti það áfangi þegar menn höfðu þreyð þorra því þá var allra veðra von. Þessa vísu kveður' Freysteinn til þorra: Nú er bráöum nógu kalt. Norðan heröist garður. Út og fram er frosið allt. Fjandi er þorrinn harður. Ekki hefur þorri alltaf boðað hregg og harðindi til handa búandi lýð. Þessa vísu kveður Freysteinn og til þorra: Fagur dagur geðið gleður. Gleymist amstrið hart og strítt. Þetta er blessað þorraveður, þurrt og bjart og lygnt og hlýtt. Eitthvað hefur þorri verið mildur það áriö er Freysteinn kveður: Nú er kominn þorraþræll. Þorri karlinn, farðu sæll. Þinn var ekki harður hæll. Hlægilega varstu dæll. Næsta visa hefur fyrirsögnina „Ársæll þýðir“ og trúi ég að henni sé beint til Ársæls Ámasonar bók- bandsmeistara og útgefanda. Eitt- hvað fékkst Freysteinn við bók- band, sérlega þó á efri árum eftir að hann lét af störfum við Kenn- araskólann og þótti honum ágæt- lega til takast í þeirri iðn. Vísa Freysteins til meistara Ársæls hljóðar svo: Sólskin og sumarblíða sindrar um Laugaveg. Þú hefur mikiö að þýða. Þýðingarlaus er ég. Næstu vísu er beint til bókar- korns trúi ég og er þar um að ræða skáldmennt meistara Kjarvals. Gaf hann út bækurnar Grjót, Enn grjót og Meira grjót. Þó að flestum bæri saman um snilld meistara Kjarvals þar sem myndin var annars vegar lögðu margir fæð á ljóðgerð hans. Einhverjum spekingnum varð það að orði er nafngiftir bókanna bar á góma að þær væru helst til harðar. Vísa Freysteins er á þennan veg: Enn má heyra yshvinþyt. Enn er fátt um vinarhót. Veröldin er ljót á Ut. Langtum vantar meira grjót. Eitthvað hefur orkaö sterkt á bragðskyn Freystein er hann kveð- ur: Þegar ég finn af þessu bragð, þá fer mér að hlýna, eins og þú legðir ullarlagð ofan á sálu mína. Næsta vísa flytur göfugan boö- skap en svo hljóðar hún: Alla þá sem eymdir þjá, er yndi að hugga, lýsa þeim sem ljósið þrá, en lifa í skugga. Oft má heyra sultarkrunk frá krumma er vetur herðir: Hvorki býr viö borð né sæng bjargast þó um vetur. Svífur hátt á svörtum væng soltið krummatetur. Að lokum fylgja hér tvær hring- hendar sólhvarfavísur frá hendi Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Freysteins. Eru vísur þessar til- einkaðar vori og hausti og hafa sömu orð að innrími. Hljóðar haustvísan svo: Lengist nótt um sólarsvið sjást um óttu skuggar líða. Brestur flótti í ljóssins lið. Lamast nótt af vetrarkvíða. En á þennan veg hljóðar vorvís- an: Styttist nóttin. Sjá má senn sól um óttu í heiði skarta. Myrkraflótta fagnar enn foldardrótt með vor í hjarta Stöðupróf í framhaldsskolum Stöðupróf í framhaldsskólum í byrjun vorannar 1995 verða sem hér segir: enska málfræði, spænska, þýska franska, ítalska, stærðfræði danska, norska, sænska miðvikud.4.jan. kl. 18.00 fimmtud. 5.jan. kl. 16.00 föstud. ó.jan. kl. 10.00 föstud. ó.jan. kl. 16.00 Stöðupófin eru opin öllum framhaldsskólanemendum sem orðið hafa sér úti um einhverja þekkingu umfram grunnskóla. Tilkynna skal þátttöku símleiðis til skrif- stofu Menntaskólans við Hamrahlíð í síðasta lagi 30. desember í síma 685140. Matgæðingiir vikuimar Léttrey kta r lambakótelettur Inger Helgadóttir, bóndakona í Skorradal, býður upp á ljúffengan eftirrétt auk léttreyktra lambakótelettna og innbakaðs lambalæris með fyllingu. „Það góða við lambakjötið er að það má matreiða það á margs konar hátt og fljótlegan líka,“ tekur Inger fram. Hún segist helst matreiöa eitthvað fljótlegt. „Það vantar alveg eldhúshormónin í mig en ég er samt með stórt heimili og margt fólk í kringum mig. Mér hentar því betur að gera eitthvað sem er fljótlegt." Léttreyjktar lambakótelettur kótelettur maltöl rasp pipar Kóteletturnar eru lagðar í malt í 10 til 12 tíma. Velt upp úr raspi með örlitlum pipar og steiktar í ofnskúffu í 30 til 40 mínútur. Bornar fram með brúnuðum kartöfl- um, soðinu af kótelettunum og rauðkáli. Einnig er gott að hafa með tómata sem hafa veriö holaðir að innan, fylltir með grænum baunum og hitaðir í ofni augnablik. í stað kótelettnanna má hafa léttreikt lambalæri skorið í sneiðar og er það þá matreitt á sama hátt. Fylltlambalæri 1 meðalstórt úrbeinað læri salt og pipar 250 g sveppir 1 laukur 1-2 paprikur 3 msk. tómatsósa smjörlíki 500 g smjördeig Lærið er kryddað með salti og pipar, steikt í ofni og látið kólna. Grænmetið í fyllinguna er saxað smátt. Smjörlíkið brætt á pönnu, grænmetið látið út í og tóm- atsósan og látiö malla um stund. Fylhngin er lögð á lærið. Smjördeigið er flatt út og brotið yfir lærið. Deigpakkinn penslaður með eggi og bakaður við 200 gráður í 20 til 30 mínútur á neðstu rim. Einnig má bera fyllinguna fram heita með steik- inni. í sósu notar Inger hálfan lítra af ijóma og einn pipar- ost. Rjóminn er hitaður og osturinn bræddur í. Inger Helgadóttir. Súkkulaðiterta 11/4 dl sterkt kafFi 200 g suðusúkkulaði 200 g sykur 200 g smjör 3 egg 1 dl möndluspænir Kaffi, suðusúkkulaði og sykur er brætt saman en má alls ekki sjóða. Smjöriö er hrært saman við og látiö kólna. Eggin eru þeytt vel og blandað saman viö. Smjörpappír er settur í springform og smuröur vel með olíu. 1 dl af möndluspónum er stráð í formið og síðan er deiginu hellt út í. Bakað við 180 gráður í 40 mínútur. Tertan á að vera blaut þegar hún er tekin út. Skreytt með rjóma og ávöxtum sem eru við hönd- ina. Inger skorar á Petrúnu Sveinsdóttur á Akranesi að vera næsti matgæðingur. „Hún er mikill listakokkur og lumar áreiðanlega á einhverju góðu.“ Hmhlíðin__________________ Afi er uppáhalds- útvarpsmaðurinn - segir Unnur Berglind Guðmundsdóttir dansari Unnur Berglind Guðmundsdótt- ir, sem á 17 ára afmæli í dag, hefur æft dans frá því að hún var 6 ára. Um síðustu helgi varð Unnur í öðru sæti ásamt Jóhanni Emi Ólafssyni í standarddönsum atvinnumanna í danskeppni Dansráðs íslands. „Ég ætla að feta í fótspor mömmu, afa og ömmu að einhveiju leyti. En ég er ekki viss um að dans verði framtíðarstarf mitt,“ segir Unnur Berghnd sem er dóttir Hennýjar Hermanns danskennara. AFi hennar og amma eru danskenn- ararnir Hermann Ragnar Stefáns- son og Unnur Arngrímsdóttir. Fullt nafn: Unnur Berglind Guð- mundsdóttir. Fæðingardagur og ár: 3. desember 1.977. Maki: Ég á kærasta sem heitir Ólaf- ur Helgi. Börn: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Nemandi í MR og danskenn- aranemi. Laun: Misjöfn. Áhugamól: Dans, ferðalög og leik- hús. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottó? Eg fékk einu sinni 11 rétta í ensku knattspymunni. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að dansa og ferðast. Unnur Berglind Guðmundsdóttir. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Sofa. Uppáhaldsmatur: Kjötsúpa. Uppáhaldsdrykkur: Mjólk. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Norska dansparið Kim og Cecile Rygel. Uppáhaldstímarit: Mannlíf. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Keanu Reeves. Ertu hlynnt eða andvíg rikisstjórn- inni? Hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Stjána bláa. Uppáhaldsleikari: Felix Bergsson. Uppáhaldsleikkona: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Mariah Carey. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav- íð Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Þríburarnir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Kvik- myndir. Uppáhaldsveitingahús. Ég er hriFm af japönskum veitingastöðum. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Rend mig i traditionerne. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM. Uppáhaldsútvarpsmaður: Afl minn, Hermann Ragnar Stefáns- son. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Ernir. Uppáhaldsskemmtistaður: Casa- nova í Barcelona. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Valur. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að klára stúdentspróf og danskennaranámið. Hvað gerðir þú í sumarfriinu? Ég æfði dans og keppti. Ég sótti einnig danskennararáðstefnur og svo fór ég í vikufrí til Spánar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.