Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Sérstæð sakamál DV Fallöxin eða...? Floriot var þótti mörgum þau með ólíkindum, og jafnvel sjálfur dóm- arinn leit undan meðan lögmaður- inn lét sér þessi orð um munn fara. Og nær samstundis var sem sam- úðin væri öll með Pauline. En sum- ir sneru fljótlega við blaðinu. Bréfið Fram kom skömmu síðar að Pauline haföi reynt að stytta sér aldur í fangelsinu með því því að skera sig á púls. Hafði hún í skyndi verið flutt á fangelsissjúkrahúsið, en við leit í klefa hennar fannst bréf með blóðbletti á. Var það ætlað ríkissaksóknaranum og þar sagði hún að hún vildi heldur deyja en fá dóm fyrir það sem hún heföi gert. „Ég sé afar mikið eftir því sem ég gerði,“ sagði í bréfmu. „En ég get ekki lagt framtíð mina í hendur réttarkerfis sem skortir ráðvendni og siðsemi." Ýmsum þóttu þetta djörf orð. Og bréfið átti eftir að verða Pauline dýrkeypt. Áhrifa- lítil vörn Verjandi Pauline, Baudet, reyndi aö skýra gerðir skjólstæðings síns með frásögnum af ýmsu úr fortíö hennar, sem valdið hefði innri átökum og ójafnvægi. Hann ræddi um að hún hefði í æsku verið alin upp á strangtrúuðu heimili en faðir hennar hefði þó lítinn kærleik og umhyggju sýnt henni. Líferni hennar í.stríðinu heföi svo fært henni langþráöa en forboðna ást sem hún heföi svo orðið að þola mikla niðurlægingu fyrir. Þannig hefði tilfinningalíf hennar farið úr skorðum og því hefði hún ekki tal- ið sig verðskulda ást og hjónaband með Fehx. En þegar hún hefði séð að hann, sem hún hefði í raun elsk- að, var genginn henni úr greipum hefði hún gripið til örþrifaráða. Ýmsum þóttu orð Baudets athygl- isverð en þau breyttu ekki afstöðu kviðdómenda. Þegar þeir gengu til atkvæðagreiðslu, með dómara sem ráðgjafa sinn að frönskum hætti, trúðu fæstir þeirra því að þótt þeir sakfelldu hana færi hún í fallöxina. Henni væri sjaldan beitt nú orðið. Og reyndir málfærslumenn gátu sér tii um að Pauline fengi fimm til tíu ára fangelsisdóm. Óvænt hegning Niðurstaða kviðdómenda var sú að Pauline væri sek og í framhaldi af því kvað dómarinn upp dóminn. Pauline skyldi þola hegningar- vinnu ævilangt og greiöa ættingj- um Felix Bailly tvær milljónir franka. Þetta var þyngsti dómur sem nokkur kona hafði orðið að þola í París í nokkrar kynslóðir. Mikill kliður fór um réttarsalinn og duld- ist engum að nú var öll samúðin Pauline megin, en það var um sein- an. Framtíð hennar var ráðin og hvorki almenningur, blöð né aðrir gátu fengiö nokkru breytt. Mál Pauline hefur verið tekið sem dæmi um áhrif þátta sem tengist ekki beint glæpnum sjálfum á með- ferö mála og dóma. Lítið tillit hafi verið tekið til fortíðar hennar og þeirra áhrifa sem hún hafi haft á hana. Aðrir þættir hafi ráðið mestu um dóminn, og þá sérstaklega einn, ótengdur glæpnum, sem hafi haft sérstök áhrif á dómsvaldið. Því lýsti lögmaður þannig: „Hún hefði aldrei átt að skrifa bréfið til ríkissaksóknarans. Það var lagt út sem ögrun og kallaði á hefnd.“ Þríhymingur Sagan af Pauline hefur lengi þótt með sérkennilegustu ástarþríhym- ingsmálum, meðal annars fyrir þá sök að þótt um þríhyming væri að ræða virtist mörgum djúpt á ástinni milli þeirra sem helst komu við sögu, morðingjans og hins myrta. I fjögur ár, frá 1949 til 1953, hafði tuttugu og fjögurra ára gamall læknastúdent við háskólann í Lille, Felix Bailly, verið ástfanginn af Pauline og beðið hennar hvað eftir annað. Það gerði hann venjulega knékrjúpandi, en í hvert sinn hafn- aði Pauline bónorðinu. Loks varð Felix þreyttur á að bíöa eftir því að stóra ástin hans játaðist honum. Hann lagöi drauminn um Pauline á hilluna og innan tíðar var hann kominn með kærustu, laglega Ijóshærða jtúlku sem stundaði nám í listaskóla. Hún tók bónorði hans um leið og hann bar það upp og í framhaldi af því fóru þau aö skipuleggja brúðkaupsveisluna. Tvær heldri konur ræða atburði dagsins í réttarsalnum. Fjögur skot Um hríð fylgdist Pauline með Felix úr íjarlægð, en þegar hún frétti að hann hefði ákveðið að ganga í hjónaband brást hún öðru- vísi við en flesta hefði grunað. í staðinn fyrir að anda léttar yfir því að vera loks endanlega laus við manninn sem hún hafði hafnað svo oft keypti hún, 17. mars 1953, skammbyssu fyrir peninga sem faöir hennar hafði gefið henni í af- mælisgjöf. Hún fór síðan heim til Felix, skaut hann fjórum skotum, lokaði dyrunum aö íbúðinni, opn- aði fyrir gasið, lagðist á gólfið og beið dauða síns. En þar eð heimsókn Pauiine hafði ekki gengið alveg hljóðalaust fyrir sig kom lögreglan von bráðar á vett- vang. Pauline varð bjargaö. Fréttin um það sem gerst hafði barst fóður hennar fljótlega og hún fékk svo á hann að hann lokaði að sér, opnaði fyrir gasið og svipti sig lífi. Réttar- höldinbyrja Málundirbúningur tók tvö ár en þegar réttarhöldin voru í þann veg- réttarþjónanna til sín heyra þegar honum fannst skvaldriö vera orðið um of og tilkynnti viðstöddum að þeir væru staddir í réttarsal, ekki hringleikahúsi. Mistök lögmannsins Einn kunnasti lögmaður í Frakk- landi, René Floriot, kom fram fyrir hönd ættingja hins myrta og hann dró ekki dul á fyrirlitningu sína á Pauline. „Hún framdi í illsku sinni af- brot,“ sagði hann. „Og hefði Paul- ine í raun og veru viljað stytta sér aldur eftir að hafa ráðið Felix af dögum hefði hún ekki átt að opna fyrir gasið. Henni mátti vera ljóst að henni yrði komið til bjargar, ' eftir að fjórir skothvellir höfðu heyrst í fjölbýhshúsinu. Nei, hún hefði átt að stökkva út um glugga. Hvers vegna gerði hún það ekki?“ Ummælin þóttu ósmekkleg. Og þegar haft var í huga hve reyndur Því hefur lengi verið haldið fram að almenningsálitið og aðstæður sem eru ekki í beinum tengslum við glæpi hafi stundum meiri áhrif á rannsókn og niðurstöður í saka- málum en kalt og rökvíst mat. Og í raun mæla því fáir í mót að svo geti stundum verið. í flestum tilvik- um hefur þá mikil umfjöllun í fjölmiðlum farið á undan réttar- höldunum eða tengst þeim, og svo var einnig í þessu máh sem var fyrir skömmu enn á ný tekið sem dæmi um áhrif þessara þátta. En í þessu tilviki kom umfjölluninni til viðbótar þáttur sem rekja mátti til hinnar ákærðu, sem flestir eru sammála um að hafi farið óvarlega á þeim tíma þegar fahöxin gat enn beðið dæmdra í Frakklandi. Þegar franskur almenningur heyrir af hneyksh eða drápi sem telst ástríðuglæpur, „crime passi- onehe“, eins og það heitir á frönsku, geta hafist miklar umræð- ur meðal fólks og ef til vih ekki síst meðal þeirra sem stunda sam- kvæmislífið. Og í sumum tilvikum hefur verið á það bent að þá geti margt minnt á lýðinn sem lét svo mikið að sér kveða í frönsku stjórn- arbyltingunni. En þetta mál snerist um gerðir tuttugu og sex ára gamahar stúlku, Pauline Dubuisson, og það er ekki lengra síðan en 1955 að hún beið þess að fá vita hvort hún yrði gerð höfðinu styttri. Pauline Dubuisson. Réttarhöidin taka á sig mynd hringleikahúss á vissum stundum. inn að hefjast í París þótti ljóst að Pauline nyti ekki mikillar samúðar hjá kviðdómendum, en ahir voru þeir karlmenn. Og um líf hennar var að tefla. Svart- og rauðmálaða fahöxin var þá enn í notkun þótt ekki væri henni oft beitt. Það kom fljótlega í ljós að það var ekki sú staðreynd aö Pauline hafði framið morð sem kynni aö vega þyngst. Hún dró ekki dul á að hún væri sek og játaði strax að hafa skotið Felix. Það sem virtist ætla að hafa meiri áhrif á dóminn var siðgæði hennar, eða skorturinn á því eins og sumir vhdu orða það. Almenningur, blaöamenn og menn og konur úr röðum heldra fólksins í París röðuðu sér bekkina í réttarsalnum dag eftir dag og það var ljóst að áhuginn á hveiju ein- asta smáatriði var mikih. Mál- færslumenn og kunnar konur, pels- klæddar og skreyttar skartgripum, hvísluðust á skammt frá hinni ná- fölu Pauline. Sjálf var hún klædd svörtu og hvítu og það vakti athygli að hún notaði engan andlitsfarða. Raunasaga í réttinum var rakin saga Paul- ine. Hún var ættuð frá Norður- Frakklandi. Þrettán ára gömul hafði hún gerst ástmey þýsks sjó- hða í Dunkerque. Þegar því sam- bandi lauk gerðist hún ástkona nokkurra yfirmanna í þýska hern- um. Sá síðasti var höfuðsmaður, sem sneri í skyndi bakinu við henni þegar stríðinu var aö ljúka. Eftir stríðslok lét andspymu- hreyfingin til sín heyra vegna kynna Pauline af þýskum her- mönnum. Hún var krúnurökuð og þannig var hún dregin eftir götun- um. Henni var nauögað og sumir hræktu á hana. Hún flúði svo frá Dunkerque þegar færi gafst. Fyrst hélt hún til Marseille við Miðjarð- arhafið en síðan th Lhle þar sem hún hitti Felix Bahly. Þeim sem fylgdust með í réttar- salnum fannst sagan safarík og var sem forvitni fólks um fortíð Pauhne væru fá takmörk sett. Loks lét einn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.