Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland SkáldsÖgur: 1. Terry Pratchett: Men at Arms. 2. Stephen King: Nightmares and Dream- scapes. 3. Peter Hoeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 4. Catherine Cookson: The Golden Straw. 5. Elizabeth Jane Howard: Confusion. 6. Sebastian Faulks: Birdsong. 7. lain Banks: Complicity. 8. Charles Dickens: Martin Chuzzlewjt. 9. Margaret Atwood: The Robber Bride. 10. Ruth Rendell: The Crocodile Bird. Rit almenns eðlis: 1. Andy McNab: Bravo Two Zero. 2. Angus Deayton: Have I Got News for You. 3. W.H. Auden: TellMetheTruthaboutLove. 4. Jung Chang: Wild Swans. 5. Bill Watterson: Homicidal Psycho-Jungle Cat. 6. Carl Giles: Giles Cartoons 1995. 7. Terry Waite: Taken on Trust. 8. J. Cleese & R. Skynner: Lífe and how to Survive It. 9. Viz Top Tips. 10. Gary Larson: The Curse of Madam. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. JernRiel: Haldurs ballader - og andre skrener. 2. Margaret Atwood: Katteeje. 3. Peter Hoeg: Freken Smillas fornemmelse for sne. 4. Arturo Perez-Reverte: Det flamské maleri. 5. Alan Lightman: Einsteins dremme? 6. Herbjerg Wassmo: Lykkens sen. 7. Flemming Jarlskov: Skjult kamera. (Byggt á Politiken Sondag) Verðlaun austan hafsogvestan Nú er tími bókmenntaverðlauna. í hveiju landinu af öðru er slíkum árlegum viðurkenningum úthlutað um þetta leyti. Lítum á nokkra verð- launahafa síðustu daga og vikna. Spánverjar kenna eftirsóttustu verðlaun sín í bókmenntum við þjóð- skáldið mikla, Cervantes. Dómnefnd hefur nýverið kynnt úrslitin fyrir þetta ár. Hún ákvað að heiðra heims- kunnan rithöfund frá Perú, Mario Vargas Llosa, sem er 58 ára að aldri. Nóbelsskáldið Camino Jose Cela og Jose Donoso frá Chile komu líka sterklega til greina. Vargas Llosa hóf feril sinn árið 1959 með smásagnasafninu Los Jefes (Yf- irmennimir) en hann sló fyrst í gegn með skáldsögunni La Ciudad y Los Perros (Borgin og hundarnir) árið 1963. Síðan hefur hann unnið marga sigra sem höfundur, verk hann verið þýdd á mörg tungumál og margverð- launuð. Nýjasta skáldsaga hans hlaut til dæmis spænsku Planeta- verðlaunin í fyrra. National Book Award í Bandaríkjunum er árlega veitt viöurkenning sem ber heitiö Nation- al Book Award. Skáldsagnahöfund- urinn Wilham Gaddis hlýtur þau að þessu sinni fyrir sögu sína, A Frolic of His Own. Þetta er í annað sinn sem Gaddis fær þessa viðurkenningu; hið fyrra sinn var árið 1976 og þá fyrir skáldsöguna JR. í verðlaunasögunni segir frá Oscar Crease, kennara og rithöfundi á miðjum aldri, sem stundar vinsælt tómstundagaman Bandaríkjamanna Mario Vargas Uosa hefur hlotið Cervantes-verðlaunin. Umsjón Elías Snæland Jónsson um þessar mundir - það er að fara í mál. Hann lögsækir kvikmynda- framleiðendur í Hollywood fyrir að stela hugmyndum úr leikrití sínu. Það er ekkert óvenjulegt i Ameríku en gamanið kárnar þegar Crease verður fyrir því að lenda fyrir eigin bifreið. Það leiðir til þess að hann fer í skaðabótamál við sjálfan sig! Þá koma einnig við sögu óvenjuleg málaferli vegna hunds og höggmynd- ar. Þegar hundurinn festist í högg- myndinni fer listamaðurinn í mál til að koma í veg fyrir að haggað sé við listaverkinu til að leysa hundinn úr prísundinni. Eru þá stofnuð samtök sem hafa það að markmiði að bjarga hundinum. Svo sem af þessu má ráða er skáldsagan napurt háð um banda- rískt réttarkerfl. Goncourt-verðlaunin í Frakklandi hefur verið tilkynnt um handhafa eftírsóttustu bók- menntaverðlauna landsins í ár, þeirra sem kenpd eru viö Goncourt- bræður. Sigurvegarinn heitir Didier Van Cauwelaert og skáldsaga hans Un Aller Simple (Far aðra leiöina). Þar segir frá ungum Frakka sem lendir í höndunum á innflytjendayf- irvöldum. Þau telja hann ranglega vera ólöglegan innflytjanda frá Ma- rokkó og senda hann til síns „heima" í fylgd embættismanns. Sagan felur í sér snarpa gagnrýni á afstöðu Frakka til innflytjenda. Höfundurinn er 34 ára og hefur þegar samið nokkrar skáldsögur og leikrit. Goncourt-verðlaunin eiga að tryggja að bók hans seljist hið minnsta í hálfri milljón eintaka. Femina-verðlaunin frönsku hafa einnig verið afhent. Þau hlaut að þessu sinni Olivier Rolin fyrir skáld- söguna Port-Soudan sem segir frá gömlum uppreisnarhetjum af 68- kynslóðinni - rúmum þremur ára- tugum eftir að þeir voru ungir og róttækir. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Anne Rice: Interview with the Vampíre. 2. Dean Koontz: Mr. Murder. 3. Michael Crichton: Disclosure. 4. Johanna Lindsey: You Belong to Me. 5. Jonathan Kellerman; B.id Love 6. E. Annie Proulx: The Shipping News. 7. Dean Koontz: The Door to December. 8. Judith McNaught: A Holiday of Love. 9. Danielle Steel: Vanished. 10. Línda Lael Miller: Princess Anníe. 11. Peter Hoeg: Smilla's Sense of Snow. 12. Ken Follett: A Dangerous Fortune. 13. Anne Rice: The Vampire Lestat. 14. Winston Groom: Forrest Gump. 15. Herman Wouk: The Hope. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadie 8i C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Thomas Moore: Care of the Soul. 3. Delany, Delany 8i Hearth: Having Our Say. 4. Maya Angelou: Wouldn't Take Nothing for My Journey now. 5. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 6. Rush Limbaugh: See, I Told You so. 7. Erma Bombeck: A Marríage Made in Heaven... 8. McNaught og fleiri: A Holiday of Love. 9 Kaien Armstrong: A History of God. 10. VI. Scott Peck: Further along the fioad Less Traveled. 11. Peter Hoeg: Smílla's Sense of Snow. 12. Howard Stern: Private Parts. 13. Joan W. Anderson: Where Angels Walk. 14. Maya Angeiou: I Know why the Caged Bird Sings. 15. Kathleen Norris: Dakota. (Byggt á New York Times Book fieview) Vísindi Svar fundið við ráðgátunni um falskar minningar: Veruleika og ímynd- un blandað saman Hér geymir heilinn minningarnar Joð í salti er ílagi Alþjóða heflbrigðismálastofti- unin (WHO) hefur upplýst að joð, sem bætt er út í salt, geti á örugg- an hátt komið í veg fyrir nokkur aíbrigði skertrar greindar og aðra kvilia af völdum joðskorts. Áætlað er að hálfur annar mfllj- arður raanna sé í hættu vegna joðskorts, þar á meðal 20 milljón- ir mjög andlega fatlaðra einstakl- inga. WHO telur að óhætt sé að taka milli 50 míkrógrömm og 1000 míkrógrömm af joðí á dag en míkrógramm er einn þúsundasti úr grammi. Rauðu dvergamir em fáir Vísindamenn bandarísku geim- feröastoöiunarinnar (NASA) hafa nú kollvarpað áratugagam- alli skoðun manna um að stjörn- ur, sem kallaðar eru rauðir dvergar, séu eftúviður dökka efn- isins sem alheimurinn er að mestu úr. Með aöstoð Hubble stjörnusjón- aukans komust þeir að því aö rúmlega 90 prósent alheimsins samanstandi ekki af rauðum dvergum eins og áður var talið. Rauðu dvergamir séu í raun fretnur sjaldséðir í stjömukerfl jarðarinnar. Niöurstöðumar auka enn á leyndardóminn um það úr hverju alheimurinn er gerður. Kannast ekki margir við að muna eftir aö hafa upplifað atburði sem við nánari skoðun kemur í ljós að hafa aldrei átt sér stað? Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yflr þessu fyrir- bæri og nú telja sálfræðingar og taugalæknar í Bandaríkjunum og Kanada að þeir hafi fundið svarið, segir í grein í blaðinu Illustreret Vid- enskap. Ástæðan fyrir þessum fölsku end- urminningum er sú að fólk gleymir oft í hvaða samhengi ákveðinn at- burður gerðist. Það sem við munum um sjálfan viðburðinn blandast svo saman viö hluti sem við höfum að- eins ímyndað okkur. Þegar við blöndum saman raun- vemlegum minningum af raunveru- legum atburðum og algerum hugar- burði virðist okkur sem hin falska endurminning sé svo ekta að við trú- um henni. Þetta á allt rætur sínar að rekja til þess hvemig heilinn fer að því að geyma endurminningamar. Þau skynáreiti sem tiltekinn viðburður veldur og skilur eftir sig eru geymd í fjölda sérhæíðra staða í heilaberk- inum. Sjónskynjunin geymist að sjálfsögðu í sjónmiðstöðinni, heym- arskynjunin í heymarmiðstöðinni og þar fram eftir götunum. Það er svo limbíska kerfið sem sér um að sam- hæfa alla þessa skynjunarþætti og gera úr þeim endurminningu. Einn veikasti hlekkurinn í þraut- inni er uppruni þess sem við munum, það er að segja hvar, hvernig og í hvaða samhengi endurminningin varð til. Hinn þekkti taugalæknir, Morris Moscovitch við háskólann í Toronto í Kanada, sem hefur mikið rannsakað og skrifað um minni, tel- ur að vitneskjan um uppmna tiltek- ins atburðar geymist einkum í þeim hluta heilans sem kallaöur er ennis- blað. Ennisblaöið er eins konar fram- kvæmdastjóri heilans og tengist mörgum þáttum hegðunar okkar. Skaði í ennisblaði getur haft í för með sér víðtækar truflanir á per- sónuleika okkar, vitsmunalífi og at- ferli. Það kemur heim og saman við að fólk, sem verður fyrir skaða á ákveðnum hlutum ennisblaðsins, á það til að muna eftir atburðum sem ekki eiga sér neina stoð í raunveru- leikanum og hefur ekki hugmynd um það sjálft. Eitthvað svipað á við um börn þar til ennisblaðið nær fullum þroska þegar barnið er átta ára. Gamalt fólk er gjarnt á þetta líka. Sólin drepur líf ajorðu Þrír bandarískir stjamvísinda- menn hafa komist að þeirri nið- urstöðu að sólin muni áður en yflr lýkur drepa allt lif á jörö- inni. Það verður þó ekki alveg á næstunni, eða ekki fyrr en eftír um sjö milljarða ára. Þegar þar að kemur verður út- geislun sólarinnar 5200 sínnum meiri en hún er nú. Það mun valda því að yfirborð jarðar verður 1300 stiga heitt hraunhaf. Að lokum mun sólin falia saman eins og hvit- ur dvergur en jörðin verður eftir sem ísköld og útbrunnin pláneta. Góöar pillur fyrir maga Nýjar uppgötvarúr hafa aukið líkurnar á því að hægt verði að framleiða verkjaföflur án auka- verkana. Menngerasérm.a. von- ír um að geta komið í veg fyrir að pillur á borð við aspirín valdi óþægindum í maga eins og nú er. Aspirín hefur m.a. áhrif á prostaglandíniö sem á að vernda frumur magaslímhúðarinnar og þess vegna verða óþægindin. Umsjón Guðlaugur Berg mundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.