Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Side 8
8
MÁNUDAGUR 27. MARS 1995
J
Prinsinum af Wales er margt til lista lagt:
Disney gef ur út
teiknimynd eftir Karl
- skrifaði söguna til að skemmta bræðrum sínum
Karl Bretaprins hefur gengið frá
samningi við Walt Disney-fyrirtækiö
i Hollywood um að það gefi út á
myndabandi og markaössetji teikni-
myndina The Legend of Lochnagar.
Prinsinn skrifaði söguna fyrir meira
en aldaríjórðungi í þeim tilgangi að
skemmta yngri bræðrum sínum,
OJ.Simpsonval-
innverstileikarinn
O.J. Simpson, sem situr á bak
við lás og slá þessa dagana
ákærður fyrir að myrða tvær
manneskjur, var um helgina val-
inn versti leikarinn í aukahlut-
verki fyrir frammistöðu sina í
kvikmyndinni Beint á ská. Þessar
vafasömu viðurkenningar, Gold-
en Razzie-verðlaunin, eru veittar
á ári hverju og ávallt um það leyti
sem óskarsverðlaunin eru i al-
gleymingi,
Frammistaöa Simpsons í
myndinni þótti vera „glæpsam-
lega ósannfærandi" en forráða-
maður verölaunaanna, John Wil-
son, sagði að meö þessu væri ekki
verið að níðast á ruðningshetj-
unni. Simpson gæti einfaldlega
ekki leikið.
Af öðrum verðlaunahöfum má
nefna að Kevin Costner þótti
versti leikarinn í aðalhlutverki
fyrir frammistöðuna í Wyatt
Earp. Sharon Stone er versta
Ieikkonan og Rosie O’Donnell
þótti standa síg verst af öllum
leikkonum í aukahlutverki.
Töffarinn og harðjaxlinn Stev-
en Seagal var útnefndur versti
leikstjórinn fyrir myndina On
Deadly Ground.
þeim Andrési og Játvarði.
Það var dagblaðiö The Sunday
Times sem skýrði frá þessu í gær en
þar kom jafnframt fram að prinsinn
hefði sjálfur tekið þátt í að ganga frá
samningnum. Það mun hafa verið
gert í nóvember á síðasta ári í kjölfar
þess að Karl var í Los Angeles að
horfa á kvikmyndir.
Búist er við að samningurinn geti
fært prinsinum nærri tvær milljónir
dollara og mun allur ágóðinn renna
í sérstakan sjóð sem Karl stofnaði
en úr honum er úthlutað til ungs
fólks.
í teiknimyndinni segir frá hell-
isbúa nokkrum sem verður fyrir því
að minnka. Hann verður aðeins
nokkrir sentímetrar á hæð og það
hefur ýmis vandamál í för með sér.
Reiknað er með AÐ myndin geti náð
álíka vinsældum og The Lion King
og The Jungle Book sem báðar koma
úrsmiðjuDisneys. Reuter
Stuttar fréttir dv
Átök í Búrundí
150 hafa fallið í átökum í Mið-
Afríkuríkinu Búrundí að undan-
fórnu.
Þrír fórust í sprengingu
Þrír létust og nokkrir slösuðust
þegar sprengja sprakk á flugvell-
inum í Guatemala í gær.
Timinn breytist
Evrópubúar breyttu klukkum
sínum í gær og nú hefur sumar-
tíminn tekið við.
600drepnk
Hermenn í Alsír drápu 600
herskáa múslíma í átökum utan
við Algeirsborg.
Framhjáhald er rangt
Meirihluti Breta telur rangt að
stunda framhjáhald. 66% voru
. þeirrar skoðunar í könnun
Sunday Times.
Castaro skammar Kana
Fidel Castro skammaði þá
Bandaríkjamenn í gær sem vilja
hertar aðgerðir gegn Kúbumönn-
um. Castro sagði þessa Banda-
ríkjamenn vera klikkaða.
Hillary í Asiu
Hillary Clinton er nú á ferð um
Suöur-Asíu. í gær hitti forseta-
frúin bandaríska Benazir Bhutto
í Pakistan.
Ástarbréf keisaraynju
Ástarbréf rússnesku keisara-
ynjunnar Katrínar miklu verða
seld á uppboði í London í sumar.
Búist er við að bréfin seljist fyrir
40 þúsund pund.
14 fórust í bilslysi
Fjórtán fórust og 28 slösuðust
þegar flutningabílstjóri í Brasilíu
sofnaði undir stýri. Bíll hans fór
yfir á öfugan vegarhelming og á
rútu sem kom á móti.
Sektirfyrirhávaða
Yfirvöld í Guangzhou í Kína
hafa skorið upp herör gegn háv-
aðaseggjum og sekta þá óspart.
Eigandi karaoke-bars er einn
þeirra sem hafa fimdið fyrir nýj-
um áherslum.
Reuter
Hlutabréf í stærsta hóruhúsinu í Ástralíu verða brátt boðin til sölu. „Fyrirtækið" heitir The Daily Planet og er í
Melbourne. Þar starfa um 30 vændiskonur þegar mest er að gera. Framkvæmdastjóri hóruhússins er Kerrie Jack-
son sem hér lætur fara vel um sig í einu af herbergjum fyrirtækisins. Símamynd Reuter
Afl fjöldans undir