Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 27. MARS 1995
15
Kjarasamningar
og launajöf nuður
Þótt kjarasamningar hafi verið
undirritaðir á milli ASÍ og VSÍ er
enn ósamið við opinbera starfs-
menn. Öll félög innan BSRB hafa
lagt fram kröfugerðir sínar. Það
hefur verið yfirlýst stefna núver-
andi stjórnvalda að fyrst skuli
ljúka kjarasamningi á hinum svo-
kallaða almenna markaði áður en
samið yrði við opinbera starfs-
menn.
Það er ekkert nýtt að opinberum
starfsmönnum sé boöið þaö sama
og um er samið á milli aðildarfé-
laga Alþýðusambands íslands og
samtaka atvinnurekenda. Þetta var
gert í samningunum 1993 og hafn-
aði BSRB á þeim forsendum að
ekki lá þá fyrir tekjuöflun vegna
kostnaðar hins opinbera af kjara-
samningum. Það sama endurtekur
sig nú með yfirlýsingu forsætisráð-
herra.
Einn þúsundkall
Þeir voru glaöbeittir forystu-
menn atvinnurekenda þegar þeir
lýstu innihaldi nýgerðs kjarasamn-
ings. Þema samnings þessa var
„launajöfnun" og felur í sér að þús-
undkaúi er útdeilt á lægstu launin.
Hver skyldu þau nú vera? Jú, laun
frá 43 þúsundum. Ég spyr, er ekki
kominn tími til að fella þessa
lægstu taxta út úr launastiganum?
Ef samningsaðilar meina eitthvað
með launajöfnun hefði upphæðin
einfaldlega átt að vera hærri en
einn vesæll þúsundkall.
Innihald samningsins gefur
mönnum ekki tilefni til að berja sér
á brjóst og tala um tímamótasamn-
ing hvað láglaunafólk snertir. Það
má með sanni segja að þeir séu ht-
illátir verkalýðsleiðtogarnir þegar
þeir tala um að innihald samnings-
ins sé í samræmi við það sem lagt
var upp með. Það er líka í samræmi
við þau ummæli forsætisráðherra.
„Aö erfitt sé að lifa af lægstu laun-
um og það muni alltaf verða svo“.
Þokkaleg framtíðarsýn hjá Davið
Oddssyni.
Óþolandi vinnubrögð
Enn einu sinni var BSRB haldið
KjaUarinn
Guðný Aradóttir
varaformaður Alþýðu-
bandalagsins i Kópavogi
utan við samningaviðræður ríkis-
stjórnar ASÍ og samtök atvinnu-
rekenda um aðgerðir ríkisstjórnar-
innar til að kjarasamningar gætu
tekist. Tékkinn sem forsætisráð-
herra gaf út í tengslum við gerð
þessa kjarasamnings er með öllu
innstæðulaus. Að ekki skuli vera
talað við aöildarfélög BSRB þegar
um svo veigamikla ákvarðanatöku
er að ræða sem varðar allt launa-
fólk eru óþolandi vinnubrögð því
eftir sem áður mun tékki stjóm-
valda vera greiddur af launafólki.
í yfirlýsingu stjórnvalda er ein-
göngu verið að skila til baka broti
af þeim álögum sem lagðar hafa
verið á launafólk í tíð þessarar rík-
isstjórnar. Aðgerðir stjómvalda
hvað tvísköttun lífeyrisgreiðslna
varðar hefði ég haldið að væm rétt-
lætismál en ekki skiptimynt í
samningum. Aögerðir þessar em í
anda ríkisstjórnarinnar því þeir
sem minnst bera úr býtum eru
launafólk á lægstu- og miðlungs-
töxtum. Hátekjufólki koma þessar
aðgerðir vel. Það ber mest úr být-
um vegna skattafrádráttar á lífeyr-
isgreiðslum. Það ber hins vegar að
fagna að verðtrygging fjárskuld-
bindinga verði framvegis miðuð
við vísitölu framfærslukostnaðar.
Engin húrrahróp
húrra fyrir þessum samningi þó
svo að samið hafi verið um áfram-
haldandi stöðugleika. Enda sýnir
atkvæðagreiðsla félagsmanna
Dagsbrúnar að ekki er eintóm
ánægja þar með nýgerðan kjara-
samning. Grýla stjómvalda og at-
vinnurekenda er að launafólk
stofni stöðugleikanum sem náðst
hefur í íslensku efnahagslífi ekki í
hættu. Hvemig hefur þessi stöðug-
leiki náðst? Jú, með auknum álög-
um á launafólk.
Opinberir starfsmenn hrópa ekki
húrra yfir yfirlýsingu stjórnvalda
meðan ekki fylgja útskýringar á
hvernig afla á þeirra 3ja milljarða
sem yfirlýsingin kostar ríkissjóð.
„Ekki falla þessi 3 milljaðar af
himnum ofan eins og tyggjóið forð-
um austur á Selfossi."
Guðný Aradóttir
Það er engin ástæða til að hrópa
„Það má með sanni segja að þeir séu litillátir verkalýðsleiðtogarnir... “
„Enn einu sinni var BSRB haldið utan
við samningaviðræður ríkisstjórnar
ASI og samtök avinnurekenda um að-
gerðir ríkisstjórnarinnar til að kjara-
samningar gæu tekist.“
Þeir bjóða ekki fram - eða hvað?
Sterk staða Sjálfstæðisflokksins
nú, þegar fyrir liggur árangur hans
í ríkisstjórn þrátt fyrir erfiðar að-
stæður, hefur kallað fram örvænt-
ingarviöbrögö vinstri flokkanna,
m.a. R-hstans í borgarstjóm
Reykjavíkur. Úr þeirri átt koma nú
ógeðfelldar árásir og ósannsögh í
garð Sjálfstæðisflokksins. Lág-
kúruleg vinnubrögð eru ástunduð,
eins og það að veitast að grandvör-
um og sómakæmm borgarfuhtrú-
um eins og Ingu Jónu Þórðardóttur
og Áma Sigfússyni.
Hér er átt við „skýrslumáhð" svo-
nefnda sem R-listinn lætur hátt um
í fjölmiðlum um þessar mundir,
auðvitað í þeim tilgangi einum að
veitast að Sjálfstæðisflokknum nú
rétt fyrir alþingiskosningar. Það er
auðvitað deginum Ijósara að tíma-
setning þessa lúabragðs og leikara-
skapar er engin thvifjun.
Val kjósenda
Val kjósenda stendur um tvennt:
Sterka stjórn undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins, kjölfestunnar í ís-
lenskum stjómmálum, flokks allra
stétta. Honum einum er treystandi
til að efla atvinnulífið, gæta hags-
mima okkar í eriendri samkeppni
og að bæta lífskjör okkar. Sjálf-
KjaUaiinn
Leo Ingason
cand mag. i sagnfræöi og
bókasafns- og upplýsinga-
fræðingur
stæðisflokkurinn vih ekki kaupa
sér vinsældir með bráðabirgða-
lausnum sem koma í hausinn á
okkur aftur heldur hefur hann þor
til að móta og fylgja stefnu þar sem
langtímamarkmið eru höfð að leið-
arljósi.
Hinn valkosturinn er samsteypa
5 eða fleiri flokka og flokksbrota
sem berast nú á banaspjótum inn-
byrðis, reyna að setja upp nýjar
grfmur eða kljást við eigin fortíðar-
vanda. Við vitum af reynslunni að
shk stjóm ólíkra afla, málamiðlana
og gervhausna, sem ætlaðar era til
að ná stundarvinsældum, verður
máttlaus. - Við megum ekki við
shku.
Við þurfum sterka stjórn sem
hefur kjark, þor og hæfni th að
leiöa okkur áfram á hinni réttu
braut. Það er enginn andstæðing-
anna hæfur til að gegna forystu-
hlutverkinu sem Davíð Oddsson
hefur gegnt af svo stakri prýði.
Sendu kveðju
Ég hvet þig, kjósandi góður, eink-
um af því að R-hstinn er með þetta
ómerkilega brölt tengt komandi
kosningum, að senda honum
kveðju þína í kjörklefanum hinn
8. apríl. Minnstu klósettskattsins
sem hefur af þér launahækkanir
fyrirfram, klúðursins með málefni
félagsmálastofnunar, stöðumæla-
skattsins, hla gerðrar fjárhagsáætl-
unar borgarinnar, bakreikninga
eins og heilbrigöiseftirlitsgjaldsins,
niðurskurð framlaga til atvinnu-
mála, ýmissa aukinna álaga á borg-
arbúa, niðurskurðar gagnvart
barnaspítala, Geysishússmálsins,
sýndarlækkunar launa borgarfull-
trúa. Áfram mætti telja. Kvittaðu,
kjósandi góður, fyrir allt þetta í
kjörklefanum hinn 8. apríl. Það er
engin ástæða th að ætla að þessir
R-listaflokkar hagi sér betur geti
þeir myndað vinstri stjórn, slíkt
yrði þjóðinni mikið áfah.
Leo Ingason
„Val kjósenda stendur um tvennt:
Sterka stjórn undir forystu Sjálfstæðis-
flokksins, kjölfestunnar í íslenskum
stjórnmálum, flokks allra stétta.“
Adminnkahluttogara
ikvóta
Að sjálfsögðu
prósent
kvóta er sett
fram sem
hugmynd.
Hins vegar
teljum viö að
togveiðin hafi siv
aukist of mik-
íð á kostnað bátafiotans. Undir
þettataka margir með okkur. Við
viljum líka færa togarana utar í
landhelgina miðað vdö það sem
nú gerist. Undir þetta taka líka
margir. Meö þessu teljum við að
aukist vistvæni veiða. Við teljum
að hin stórvirku togveiðarfæri
skemmi hafsbotninn og þar með
lífríki hans. Við erum líka að
skoða það hvort ekki eigi aö
banna fiottroh nema á karfaslóð
en þó ekki yfir gottíma hans. Með
þvd að minnka togveiðarnar hlut-
fallslega í þorskinum fáum viö
betra hráefni sem nýtist betur til
fuilvinnslu. Vegna þessa setjum
við frambjóðendur Framsóknar-
flokksins í Reykjaneskjördæmi
fram þessar áherslur. Það er af
og frá að viö séum að tala um að
rústa kvótakerfið, eins og sumir
hafa verið að segja. Það er hrein-
lega alrangt enda gerum vdð ráð
fyrir að áfram vorði aflamarks-
kerfi. Við viljum bara þróa kerfið
í þá átt að bátaflotinn veiði stærri
hlut af kvótanum en togararnir.
Við teljum að þeir eigi að vera í
öðrum tegundum í úthafsveiðum,
eins og þeir hafa raunar verið að
gera, auk þess sem benda verður
á að togaraflotinn hefur aukist
alltof mikið.“
Ber keim
af atkvæða-
veiðum
„Ég cr al-
gcrlcga and-
vígur þessum
hugmyndum
og rökin eru
augljós. Tog-
ararnir hafa
orðið fyrir
kvótaskerð-
ingu eins og
Önnur fiski- Sl9tirt>|8rn SmnnirssDn
skip. í um- ú'aertnrsliórl
ræöunni gleymist það oft að það
eru einmitt smábátamir sem
hafa náð verulega aukinni afla-
hlutdehd á kostnað annarra
veiðiskipa fyrir ofan 12 tonn. Þaö
að loka grunnslóö er eitthvað sem
verður aö skilgreina betur aö
minu mati. Eins og er er lokaö
mjög víöa fyrir togarana upp aö
12 sjómílum. Auk þess eru ótal
svæði lokuð vegna of mikils smá-
fisks, reglugeröarhólfa og vernd-
unar karfans, svo eitthvað sé
nefnt. Kvótinn er þannig saman
settur hjá togurunum suðvestan-
lands að togarar Granda th að
mynda eru með 8 prósent í þorski
af hehdarkvóta sem dugar tæpast
th aö ná hinum kvótanum í ufsa
og karfa. Um það bil 60 til 70 pró-
sent af okkar kvóta eru í karfa.
Sá karfi veiðist ekkí utan 200
mílnanna og við náum honum
ekki nema einhver þorskur fylgi
með. Það þarf að nýta þessar teg-
undh’ og þær nást aldrei á bátum.
Það þarf togara th. Þetta vita allir
sem fylgst hafa með útgerð. Þess
vegna þykir mér tihaga fram-
sóknarmanna á Reykjanesi vera
óraunhæf og bera keim af at-
kvæðaveiðum fyrir kosningar.