Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 27. MARS 1995
19
Fréttir
Héraðsdómur gefst upp á læknaráði 1 alvarlegu sakamáli:
Alltof löng bið eftir
áliti læknaráðsins
síðasta afgreiðsla ráðsins tók rúmlega eitt ár, segir ríkissaksóknari
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
ákveðið að bíða ekki eftir umsögn
læknaráðs í álitamáli í alvarlegu
sakamáli, sem nú hefur verið tekið
til dóms, vegna þess aö í ljósi fyrri
reynslu muni taka marga mánuði að
fá niðurstööu ráðsins. Hallvarður
Einvarðsson ríkissaksóknari sagði í
samtali við DV að síðast þegar óskað
var eftir áliti vegna sakamáls hefði á
annað ár liðið frá því að embættiö
sendi það til ráðsins þangað til niður-
staöa barst um síðir en þá heíði ein-
ungis verið um að ræða áht land-
læknis en ekki sjálfs læknaráðs.
Eftir áramótin fór Guðjón St. Mar-
teinsson, héraðsdómari í nauðgunar-
máh sem tekið er fyrir hjá Héraðs-
dómi Reykjavíkur, fram á það við
ákæruvaldið að það hlutaðist til um
álit læknaráðs á geðheilbrigöisrann-
sókn geðlæknis frá 7. desember
vegna sakborningsins í málinu.
Beiðnir sem þessar hafa stundum
tiðkast í alvarlegum sakamálum.
Málið tafðist síðan vegna veikinda
en í vikunni lýsti fulltrúi ákæru-
valdsins og sækjandinn í málinu því
yfir í réttarhaldi að embættið hefði
reynslu af því að afgreiöslutími
læknaráðs væri „gjarnan nær einu
ári en hálfu".
„Það er rétt að það komu tilmæU
frá héraðsdómi um að leita til lækna-
ráðs í þessu máli og ég dró úr því.
Ég taldi að það yrði til tafa,“ sagði
HaUvaröur Einvarðsson ríkissak-
sóknari aðspurður um læknaráð al-
mennt.
Eftir yfirlýsingu ákæruvaldsins í
vikunni tók dómarinn þá ákvörðun
að taka málið til dóms og sleppa álits-
gerð læknaráðs um geöheilbrigðis-'
rannsóknina enda kveða lög á um
að sakamálum skuli lokið á viöun-
andi tíma. Dómurinn taldi því ein-
sýnt að ekki væri unnt að bíða eftir
niðurstöðu læknaráðs vegna seina-
gangs þess í ljósi reynslunnar.
„Því er ekki að leyna að meðferö
mála tekur oft alllangan tíma og hef-
ur dregist verulega," sagði Hallvarð-
ur. „Það hefur dregið verulega úr þvi
að ég hafi leitað tíl læknaráðs. Stund-
um hefur afgreiðslan tekið allmarga
mánuði. Síðast tók rúmt ár að fá nið-
urstöðu sem síðan var svo ekki frá
læknaráði heldur landlækni," sagði
Hallvarður Einvarðsson ríkissak-
sóknari. -Ótt
Sænsk gæðavara á góðu verði
-8* 7.600 kr.
-15’ 10.750 kr.
-25’ 14.250 kr.
ÚTILÍF
Glæsibæ, Álfheimum 74, s: 581 2922
Landlæknir:
Afgreiðum 90
prósent mála
á innan við ári
„Við afgreiðum yfir 90 prósent af
öllum málum sem berast til læknar-
áðs á innan við einu ári. Við erum
að auka hraðann þrátt fyrir að rétt-
arlæknismálum hafi fjölgað gífur-
lega. Áður fyrr tók afgreiðslan stund-
um miklu lengri tíma, tvö til þrjú
ár,“ sagði Ólafur Ólafsson. landlækn-
ir og formaður læknaráðs, aöspurð-
ur um viðbrögð varðandi ákvörðun
Héraðsdóms Reykjavíkur um að bíða
ekki eftir afgreiðslu ráðsins í ljösi
þeirrar reynslu að það taki of langan
tíma.
„Málin hafa margfaldast. Þau eru
nú 30--40 á ári. Læknaráð hefur tölu-
verða sérstöðu. Oft er dæmt um
læknisfræðilega erfið mál þar sem
um er að ræða aðgerðir meö nýrri
tækni og ýmsum möguleikum. Það
sem tefur mál hjá okkur er t.d. það
að í ákveðnum sérgreinum eru fáir
sérfræðingar, stundum aðeins einn.
í þeim málum verðum við að jafnvel
að vísa málum til útlanda, fyrst að
finna góðan sérfræðing, síðan að
leita til hans og þá að bíða eftir að
hann annist máhn. Þetta getur tekið
tíma,“sagðilandlæknir. -Ótt
Ríkisspítalar:
Breyttskipulag
Skipulagsbreytingar hafa átt sér
stað á Ríkisspítölum og tók nýtt
skipurit gildi um áramót. Samkvæmt
nýja skipuritinu hefur fram-
kvæmdastjóm, sem heyrir undir
stjórnarnefnd Ríkisspítala, tekið til
starfa. Starfsemi spítalans skiptist
upp í svið spítalans, til dæmis hand-
lækningasvið og geðlækningasvið,
og heyra sviðin beint undir fram-
kvæmdastjórnina.. Stofnuð hefur
verið staða yfirlæknis Ríkisspítala
og mun yfirlæknirinn vera fram-
kvæmdastjóri lækninganna á spíta-
lanum.
„Við höfðum sérstök svið sem
skiptust eftir fögum en nú tengjum
við fogin saman og tökum ákvarðan-
ir sameiginlega. Framkvæmdastjórn
hefur fengið verkefni úr höndum
stjómamefndar og stoöeining fram-
kvæmdastjómar sinnir fjármálum
Ríkisspítala. Framkvæmdastjórnin
dreifir síðan yaldi til yfirmanna ein-
stakra sviða,“ segir Davíð Á. Gunn-
arsson, forstjóri Ríkisspítala.
„Þetta kerfi er til einfóldunar og
verður vonandi til sparnaðar, auk
þess sem gæðin batna og kerfið verð-
ur skilvirkara," segir Davíð.
Ami M. Mathiesen
Ólafur G. Einarsson
BETRA
ÍSLAND
Signður A. Þórðardóttír
Davíð
Oddsson
á Suðumesj
Davíð Oddsson forsætísráðherra efiiir tií almenns stjómmálafiindar
í kvöld í félagsheimilinu Stapa kl. 20.30.
Fundarstjóri verður Jónína Sanders.
Að lokinni ræðu mun Davíð sitja fyrir svörum ásamtþremur efstu
mömium á lista Sjíilfstæðisflokksins í kjördæminu.
WáMiL
' r m
i • , ' 7 ^ 'Vjð'vp;
wm
Allir velkomnir