Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Síða 20
20
MÁNUDAGUR 27. MARS 1995
Meiming
Fjölbreyttur
textíll
- á afmæUssýningu Textílfélagsins í Hafiiarborg
Hér á landi stunduöu konur vefnaö á kljásteinsvefstólum allt frá því á
landnámsöld og samkvæmt heimildum voru skálar gjarnan skreyttir
miklum ofnum dúkum sem myndir voru saumaðar í. Þegar erlendir vef-
stólar tóku að berast til landsins á síöustu öld tóku karlmenn einnig aö
vefa. Vefnaöur varö að iðngrein en þaö var ekki fyrr en upp úr miöri
öldinni aö listrænn vefnaður varð sjáanlegur á ný hér á landi með verk-
um Vigdísar Kristjánsdóttur og Ásgeröar Búadóttur meðal annarra. Vef-
listin öðlaðist þó loks fullnaðarviðurkenningu áriö 1970 þegar sérstök
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
textíldeild var stofnuð við Myndlista- og handíöaskólann fyrir forgöngu
Harðar Ágústssonar. Upp úr því hófst mikil gróska í veflist hér á landi
sem sá stað í stofnun Textílfélagsins í nóvember árið 1974. Á laugardag
opnaði Textílfélagið síðbúna tvítugsafmælissýningu í Hafnarborg og
kennir þar sannarlega margra grasa.
Nýir þættir textílgerða
I inngangi sem Þorbjörg Þórðardóttir ritar í sýningarskrá kemur fram
að á þessum tuttugu árum hafi breiddin í starfi félagsmanna aukist og
nýir þættir textílgerða bæst við. Þannig má sjá á afmælissýningunni
handunninn pappír, Utljósrit, viöartágar og margt fleira sem ekki getur
taUst til dæmigerðs textíls auk nytjahluta á borð viö peysur og sængur-
ver. Ennfremur gefur að líta á sýningunni sýnishorn af mjög athyglis-
verðri ræktun Ingibjargar Styrgerðar Haraldsdóttur á líni. Alls tekur 21
félagi í Textílfélaginu þátt í sýningunni, en nú munu 37 vera þar innan-
stokks.
Sísal og silki
Fyrrnefnd Þorbjörg á hér athygUsverð grófgerð verk sem eru byggð á
ull, hör, hrosshári og svonefndum sísalþræði sem í raun heitir heneken
eftir samnefndum mexíkóskum þykkblöðungi. Ólöf Einarsdóttir notar
einnig sísal í sín verk sem eru, þrátt fyrir efnisnotkunina, alger andstæða
verka Þorbjargar, fíngerð og uppfull af úthugsuðum smáatriðum. Eitt
verka Ólafar er þó í stærra lagi og smáatriði iþyngja því ekki heldur stein-
völur. Hrafnhildur Sigurðardóttir þrykkir og málar á sUki hringlaga form
og hefur liti hæfilega dempaða. Kristrún Ágústsdóttir notar silki á óvenju-
legan hátt. Hún sýnir „vornepjutrefla" ofna úr silki í ýmsum Utbrigðum,
þó e.t.v. heldur mörgum.
Pappírsgerð og peysur
Spuming er hvort pappírsgerð Þorgerðar Hlöðversdóttur eigi heima á
textílsýningu. Á það ber að Uta að pappírinn er Utaður á ekki ósvipaðan
máta og tau og meðferð hans er á margan hátt sambærileg. Þó er hér
komið talsvert inn á svið grafískrar hönnunar t.d. með notkun litljósrita
og skúlptúrs með athyglisverðum skeljaafsteypum. Gréta Sörensen er
alfarið í nytjamunaframleiðslu og sýnir hér þrjár peysur sem vekja fyrst
og fremst athygli fyrir óhefðbundið efnisval, en Gréta blandar hér saman
ull og velúr, að því er virðist, með góðum árangri. Björk Magnúsdóttir
litar bómuUarvelúr og skapar afar Utrík verk sem eru hófstUlt formrænt
séð. Ragnheiður Þórsdóttir fer hins vegar alþýðlegu leiðina og vefur
sveitasælu með stórbýU og gleym-mér-eium. Form verka Ragnheiðar eru
aUsérstök: Þar er fylgt formum landsins. Það sem stendur þó upp úr á
sýningunni hvað nýsköpun varðar eru sýnishom af Unrækt Ingibjargar
Styrgerðar. Pastelverk hennar eru þó hálfutangátta á sýningunni en eiga
ugglaust að vera óður til Unsins.________________
Sálfræöistööin
Námskeiö
Sjálfsþekking - Sjálf söryggi
Á námskeiðinu kynnast þátttakendur:
• Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum
• Hvernig má greina og skilja samskipti
• Hvernig ráða má við gagnrýni
• Hvernig finna má lausnir í árekstrum
• Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi
Leiðbeinendur
eru
sálfræðingarnir
Alfheiður Steinþórsdóttir og GuðfinnéTEydal.
Innritun og nánari upplýsingar
í símum Sálfræðistöðvarinnar:
62 31 75 og 21111 kl. 11-12.
Fréttir_____________________________________________________x>v
Tvær stúlkur sátu fastar í leiðindaveðri í stólalyftu í tæpa klukkustund:
ÆUuðu að siökkva niður
- enginn lét þær vita að hjálp væri á leiðinni
„Vírinn fór út af í lyftunni og þeg-
ar við vorum búnar aö sitja í lyft-
unni í 20 mínútur var okkur ekki
lengur sama. Þeir sem voru aö gera
við fóru alltaf fram hjá okkur og við
héldum að þeir vissu ekkert af okk-
ur, þess vegna vorum við að hugsa
um að stökkva niöur. Lyftan var í
um .4 metra hæð og það hefði verið
stórhættulegt. Þeir hefðu átt að tala
við okkur,“ segir Fjóla, 14 ára, sem
ásamt vinkonu sinni sat föst í stóla-
lyftu í Bláfjöllum í 50 mínútur á
föstudagskvöld.
Fjóla hafði ásamt vinkonu sinni,
Söru, verið á skíðaæfíngu í Bláfjöll-
um þegar lyftan festist upp úr klukk-
an hálfníu um kvöldið. Mjög kalt var
í veöri, hvasst og snjókoma. Hún seg-
ir að þær hafi verið orðnar mjög
kaldar loks þegar hjálp barst en þá
hafi snjótroðari komið og ýtt upp
stalli og þær þurft að láta sig síga
niður á þak snjótroðarans sem stóð
ofan á stallinum.
Þorsteinn Hjaltason, fólkvangs-
vörður í Bláfiöllum, sagði í samtali
við DV að umrætt kvöld heföi ein-
ungis verið opið fyrir skíðaæfmgar í
fiallinu. Þegar svo sé ástatt sé lág-
marks mannskapur við vinnu og
skíðaþjálfarar í raun ábyrgir fyrir
þeim sem séu á æfrngum. Það verði
samt að segjast eins og er að eitthvað
hafi brugðist því sannarlega hefði átt
aðlátastúlkumarvita. -pp
Fyrrum forseti Litháens, Vytautas Landsbergis, var staddur hér á landi ásamt eiginkonu sinni og litháiskri óperu-
söngkonu, Gintaré Skeryté. Landsbergis kom til íslands í boöi Samtaka um vestnorræna samvinnu og hélt fyrir-
lestur á ráðstefnu samtakanna. Á myndinni er Landsbergis á ráðstefnunni til borðs sem Steingrimi Hermanns-
syni seðlabankastjóra. Að auki snæddi forsetinn fyrrverandi morgunverð með Jóni Baldvin Hannibalssyni utanrik-
isráðherra og hélt tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafs med Skeryté en Landsbergis er góður píanóleikari.
DV-mynd VSJ
Rafiönaöarmenn sömdu viö Stöð 2:
Fundað með ríkinu í dag
Rafiðnaðarsambandiö náði samn-
ingi sl. föstudag fyrir hönd sinna fé-
lagsmanna sem starfa hjá íslenska
útvarpsfélaginu sem rekur Stöö 2 og
Bylgjuna. Aö sögn Guömundar
Gunnarssonar, formanns sambands-
ins, standa vonir til að samninga-
fundur með fulltrúum ríkisfyrir-
tækja í dag myndi skýra stöðuna þar.
Guðmundur sagði að samningur-
inn við Stöð 2 væri sambærilegur
þeim sem gerður var á almennum
vinnumarkaði. Eini munurinn væri
að í stað krónutöluhækkunar heföi
verið samið um prósentuhækkun.
„Þetta er svipað og Vinnuveitenda-
sambandið hefur verið að semja við
verksmiðjur í eigu ríkisins. Við get-
um fellt okkur við þá samninga. Ef
okkur tekst að leysa hnútinn hjá rík-
inu þá losnar um stöðuna í samning-
um okkar við RARIK, Reykjavíkur-
borg og Landsvirkjun. Ef við sjáum
ekki fyrir endann á deilunni í lok
vikunnar þá munum við kanna
möguleika á verkfallsaðgerðum,“
sagði Guðmundur Gunnarsson.
Hringiðan
Jón Olafsson HSS flytur ræöu. Til hægri er Hólmar Gunnarsson, formaöur
Geislans. DV-mynd Guðfinnur Finnbogason
Oddviti Hólmavikurhrepps, Drifa
Hrólfsdóttir, afhendir peningagjöf.
G
Geislahátíð á Hólmavík
Félagar í UMF Geislanum, Hólma-
vík, héldu upp á 50 ára afmæh félags-
ins með kaffisamsæti í nýja félags-
heimiiinu 5. mars sl. Ræður voru
flúttar og ýmislegt til skemmtunar
gert.
í tilefni afmælisins gaf hrepps-
nefnd Hólmavíkurhrepps félaginu
kr. 200.000 til að halda áfram fram-
kvæmdum við íþrótta- og útivistar-
svæði þess í Víðidalsárgrundum.
Sjö af fyrri forystumönnum voru
gerðir að heiðursfélögum og affient
viðurkenning. Einnig voru heiðraðir
nokkrir af þeim íþróttamönnum fé-
lagsins sem mest hafa skarað fram
úr á síöustu áratugum. í þeim hópi
er fyrrum Evrópumeistari í kúlu-
varpi, Hreinn Halldórsson. Nær 200
manns sóttu afmælisfagnaðinn.