Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Side 24
36
MÁNUDAGUR 27. MARS.1995
Fréttir
I Slippstöðinni á Akureyri: loks-
ins hagnaður af rekstrinum.
Slippstööin:
Loks hagn-
sex ára tap
Gylfi Krifitjánsaon, DV, Aknreyn:
Slippstööin Oddi hf. á Akureyri
skilaöi í fyrsta sinn í 7 ár rekstr-
arhagnaöi á síöasta ári. Hagnað- :
ur af reglulegri starfsemi fyrir-
tækisins nam 5,6 miUjónum
króna en sé tekið tillit tíi nauöa-
samninga sem fyrirtækið gekk í
gegnum á síðasta ári má segja aö
hagnaðurinn hafi numið rúmlega
90 milljónum króna. Tap af reglu-
legri starfsemi Slippstöðvarinnar
Odda hf. á árinu 1993 nam 75
milijónum króná þannig að um-
skiptin eru veruleg.
Nýir eigendur eru nú komnir
að rekstri Shppstöðvarinnar
Odda en Jöklar hf., rafeindafyrir-
tækiö DNG og Málning hf. keyptu
á dögunum meirihluta hlutabréfa
fyrirtækisins af Landsbanka ís-
lands. Ný stjóm var kjörin á aðal-
fundi félagsins og er Birgír Ómar;
Haraldsson, framkvæmdastjóri
Jökla hf., formaður stjórnarinn-
ar.
Umhverfisráðherra:
envonvara
„Þama er um að ræða mjög
mikilvægt skref fyrir íslendinga.
Þetta er mál sem viö höfum bar-
ist fyrir árum saman við litlar
undirtektir. Við undirbjuggum
þetta í tvö ár. Bandarikjamenn
breyttu afstöðu sinni í kjölfar
funda með okkur og stóru þróun-
arríkin tóku mun vilhallari af-
stöðu en áöur. Þetta geröi það að
verkum aö niðurstaðan varð
miklu stærra skref en við áttum
von á,“ segir Össur Skarphéöins-
son umhverfisráðherra.
Ákveðið var á ráðstefnu um
vamir gegn mengun sjávar frá
landstöövum sem umhverfis-
ráðuneytíð hélt á vegum Um-
hverfisstofhunar Sameinuöu
þjóðanna hér á landi að banna
PCB og skyld efiii og hefia undir-
búning að gerð alþjóðlegs samn-
ings um að takmarka losun þrá-
virkra, lífrænna efna til hafsins.
Lokaákvöröun um þetta veröur
tekin í Washington í nóvember.
PCB-efni valda fósturskemmd-
um og krabbamelni og geta valdið
ófijósemi hjá karlmönnum.
PCB-eftún, sem eru þrávirk
vegna þess að þau eru virk í nátt-
úrunni í hálft árþúsund, saftvast
saman á köldu svæðunum án til-
lits tíl þess hvar þau fara út í
náttúruna.
BIFREIDASTILLINGAR
I W B bHH Bm
Faxafeni 12, simi 882455
Mjög sérstakt sakamál í uppsigllngu vegna ákæru um aö aka réttindalaus:
Dómara stef nt fyrir
dóm til að bera vitni
- sakbomingur segir dómarann hafa gleymt að birta sér ökuleyfissviptingu
Mjög sérstakt sakamál er komið
upp hjá Héraðsdómi Reykjaness þar
sem dómari úr ööru sakamáli, sem
dæmt var í á Norðurlandi á síðasta
ári, fulltrúi ákæruvalds og veijandi
verða boðaðir fyrir héraðsdómara til
að bera vitni sem málsaðilar. Sak-
borningurinn, sem er ákærður fyrir
að aka réttindalaus eftir áramótin,
heldur því fram að dómarinn frá
Norðurlandi hafi gleymt að birta sér
niðurstöðu þess efnis að hann hefði
verið sviptur ökuréttindum.
Málavextir eru þeir að í desember
síðastliðinn dæmdi héraðsdómarinn
á Norðurlandi vestra mann, sem
búsettur er í Reykjaneskjördæmi, til
fangelsisrefsingar og svipti hann
ökuréttindum ævilangt - samkvæmt
endurriti dómsins. Sakbomingurinn
og verjandi hans voru viðstaddir, svo
og fulltrúi ákæruvaldsins. Hins veg-
ar var aðalsakarefnið í máhnu hegn-
ingarlagabrot en umferðarlagabrotið
var í raun aukaatriði miðáð við um-
fang ákærunnar.
Eftir áramótin stöðvaði lögreglan í
Hafnarfirði umræddan mann sem þá
var undir stýri og kærði hann fyrir
að aka réttindalaus. Maðurinn til-
kynnti þá að dómarinn úr málinu á
Norðurlandi hefði aldrei birt sér nið-
urstöðu um að hann hefði svipt hann
ökuréttindum, aðeins niðurstöðuna
um brot á hegningarlagabrotinu.
Þegar farið var að kanna málið
kom í ljós að verjandi mannsins stað-
festi að þegar dómarinn frá Norður-
landi hefði verið aö lesa upp niður-
stöðu dómsins í desember hefði hann
aldrei lesið upp niðurstöðu þess efnis
að skjólstæðingur hans hefði verið
sviptur ökuréttindum.
Lögreglustjóraembættið í Hafnar-
firði ákvað að nauðsynlegt væri að
reyna á málið fyrir dómstóli og gaf
út ákæru á hendur manninum fyrir
að aka réttindalaus.
Þegar héraðsdómari mun taka
málið fyrir hjá Héraðsdómi Reykja-
ness mun dómarinn frá Norðurlandi
verða boðaður sem vitni í málinu,
svo og fulltrúi ákæruvaldsins í fyrra
málinu, auk verjandans - til að bera
vitni um það hvemig dómsorðið var
lesið upp í desember.
Teljist það sannað að dómarinn frá
Norðurlandi hafi ekki birt sakborn-
ingnum niðurstöðu um ökuréttinda-
sviptinguna eru líkur á að hann verði
sýknaður af ákærunni um að hafa
ekið réttindalaus. -Ótt