Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Blaðsíða 34
Fréttir MÁNUDACIUK 27. MARS 1995 * Deilur framsóknarmanna um sjávarútvegsmál: Frambjóðendur f lokksins á Reykjanesi standa einir - þyrfti að loka mörgum frystihúsum gengi þetta eftir, segir Ingibjörg Pálmadóttir Þaö er ljóst af samtölum viö þing- menn og þingmannsefni Framsókn- arflokksins um allt land aö þaö er ekki mikil hrifning né háværar und- irtektir við hugmyndir frambjóð: enda flokksins í Reykjaneskjördæmi um sjávarútvegsmál. Tillögur framsóknarmanna á Reykjanesi ganga í stórum dráttum út á það að togarar veiði ekki meira en 15 af þorskkvótanum, stórum svæðum verði lokað fyurir togveið- um og aö grunnslóðin verði fyrir minni báta sem veiða með net og hnu. DV leitaði álits formanns flokksins og frambjóðenda á tillögum Reyk- nesinganna. Halldór Ásgrímsson „Ég hef áður sagt að það er frjálst að setja fram hugmyndir um breyt- ingar á sjávarútvegsstefnunni innan Framsóknarflokksins. Það er Ijóst að við byggjum okkar stefnu á afla- markskerfi og viljum ekki byltingar- kenndar breytingar.á því. Það hefur verið í þróun og á því gerðar ýmsar breytingar í tið núverandi rík- isstjórnar sem við höfunj ekki veriö hrifnir af. Þau hafa lagt fram sem dæmi að togararnir veiði ekki nema 15 prósent af kvótanum. Það tel ég óraunhæfa hugmynd. Það er fleira í hugmyndum þeirra sem ég er ekki sammála þeim um. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það eru mis- munandi sjónarmið eftir kjördæm- um. En eftir að hafa verið í sjávarút- vegráðuneytinu í 8 ár er ég mótaður af því að vera með hagsmuni alls landsins í huga.“ Jón Kristjánsson „Ég skil það svo að félagar mínir á Reykjanesi vilji að áfram verði afla- mark í kvótakerfinu. Hins vegar telj- um við hér fyrir austan að það náist aldrei samkomulag um hugmyndina um 15 prósenta hlutdeild togara í kvótanum. Við teljum líka að það sé ekki rétt að vera að setja fram slíka hug- mynd. Við við- urkennum að það þurfi að laga stöðuna hjá þeim smá- bátum sem eru á aflamarki en við teljum samt að hugmyndir Reyknesinganna gangi ekki upp.“ Gunnlaugur Sigmundsson „Ég verð að játa að ég er ekki mjög hrif- inn af þessum hugmyndum svona við fyrstu sýn,“ sagði Gunn- laugur. Hann sagðist hins vegar þurfa að kynna sér þær betur. Finnur Ingólfsson „Viö erum auðvitað opnir fyrir því að taka kvóta- kerfið sem slíkt til umræðu og sníða af því annmarka. Ég tel að tillögur Reyknesing- anna sé of stórt skref og menn geti aldrei farið þá leið að ætla að veiða aðeins 15 prósent kvótans með togurum." Ingibjörg Pálmadóttir „I þessum til- lögum er ýmis- legt sem vert er að skoða betur. En það sem ég tel ekki auðvelt að uppfylla í þessum tillög- um er að allur afli fari á markað. Það mun ekki tryggja stöðu landverkafólks í sjáv- arplássum. Ég held líka að ef togar- arnir fá ekki að veiða meira en 15 prósent af kvótanum verði að loka ansi mörgum frystihúsum í landinu. Guðni Ágústsson „Ég hef ekk- ert nema gott um tillögur Reyknesing- anna að segja. Þaðþarfaðfara fram opinská umræða um kvótakerfiö og sjávarútvegsstefnuna. Reyknesing- arnir byggja sínar hugmyndir á afla- marki og því fagna ég. Kvótakerfið hefur verið þrengt og skemmt með þeim afleiðingum að dagróðrarbátar eru að hverfa úr flotanum. Ég hef verið talsmaður þess að færa aukinn kvóta yfir á vertíðarbáta. Ég ætla ekki að segja að hugmyndir Reyknes- inganna séu allar réttar en ég fagna því ef það kemur nýtt fólk með fersk- ar hugmyndir inn í Framsóknar- flokkinn sem þorir að ræða vanda- mál þjóðfélagsins." Vestdalsmjöl: Endur- reist á nýjum stað Jöhann Jóhannsson, DV, Seyðisfirði: Pétur Kjartansson, aðaleigandi Vestdalsmjöls, en verksmiðja fyrir- tækisins eyðilagðist að mestu í spjó- flóði fyrir viku, hefur átt fund með bæjarráðsmönnum á Seyðisfirði. Þar kom fram að fullur áhugi er á að endurbyggja verksmiðjuhúsið en það verður að sjálfsögðu ekki á sama stað og áður. Það er talið að óviða sé hagstæðara að reka loðnubræðslu en á Seyðis- firöi og fjölmargir þættir sem valda því. Viðræðum um málið verður haldið áfram og hagstæðir staðir fyr- ir verksmiðju gætu staðið til boða beggja megjn fjarðarins. Veðurspámenn fyrir norðan: Kaldir útmánuðir en hlýtt sumar ÞórhaUux Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: „Feysin góa, votur einmánuður og þá mun vora vel. Og ekki hefur hann svikist um að vera vindasam- ur á góunni,“ segir Sigurlaug Jón- asdóttir, gamaspákona á Kárastöð- um í Skagafirði. Hún heldur sig enn við það sem hún sagði í spánni í haust, að von væri á útmánaða- kuldum. Berdreyminn Sunnlend- ingur var einnig með svipaða spá á dögunum en í þeirri spá var þess einnig getið að hlýtt sumar yrði á Norðurlandi. Langvarandi ótíð og mikil snjóa- lög eru greinilega farin að hafa mikil áhrif á daglegt líf fólks. DV hefur fregnað að í dimmviðrunum dumpist fólk niður en strax og birti og sólin skíni lyftist brúnin að nýju. Þeir dagar hafa reyndar verið ansi fáir á þessu tímabiii. Verslunareig- endur tala um að verslun sé óvana- lega lítil og kenna tíðarfarinu um. Og fólk spáir mikið í hvemig muni viðra og hvenær vorið hefji innreið sína. Það veröur aö segjast eins og er að talsverðrar bölsýni gætir í spám veðurspekúlanta nú. Berdreyminn bóndi framan úr sveit taddi sig vera að dreyma fyrir tíðarfarinu í vor og réð drauminn á þann veg að ekki hlýnaði vem- lega í veðri fyrr en 16. maí. Hætt er við aö heystabbinn verði orðinn ansi lágur hjá mörgum bóndanum ef rétt reynist. í Ólafsfj arðarblaðinu Múla mátti sjá dökka spá. Rögnvaldur Möller, fyrrverandi kennari, talinn glögg- ur maður, er ekki bjartsýnn á tíð- arfarið og bendir, máli sínu til stuönings, á stöðu himintungla. Nýtt tungl kvikni í norðri um næstu mánaðamót og því sé von á vondu veðri. Mjög rysjótt veður verði um páskana því laugardag- inn fyrir páska verði fullt tungl og það sé ekki góðs viti. „Fólk þarf ekki að láta sig dreyma um gott veðurfar fyrr en einhvern tíma í sumar. Sumartunglið kvikn- ar þann 29. aprfl í vestsuðvestri og vestanáttin er aldrei góð héma í Ólafsfirði. Veðrið verður því rysjótt út maímánuð. Hins vegar kviknar maítungliö þann 29. maí í austsuð- austri. Þá fyrst getur maður farið að búast við einhverjum bata,“ seg- ir Rögnvaldur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.