Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 Fréttir DV Linda Simonardóttir Wiium, fyrrum friðargæsluiiði, í einkaviðtali við DV: Eg ætla að berjast við norska herinn - hún var rekin fyrir að hafa sofið hjá félaga sínum í friðargæsluliðinu í Líbanon Linda Simonardóttir Wiium var rekin úr friðargæsluliði Sameinuðu þjóð- anna í Líbanon fyrir kynmök við félaga sinn. Hún var i Líbanon árið 1993 á vegum norska hersins. Hún telur sig hafa verið beitta miklum órétti og hefur því ákveðið að segja sögu sína. DV-símamynd Gísli Kristjánsson, DV, Honefoss: „Ég var orðin þreytt á aö ljúga, leið og þreytt á að þegja endalaust um það sem gerðist og þann órétt sem ég var beitt. Ég ákvað því í samráði við kærastann minn að ganga fram fyrir skjöldu og segja alla söguna eins og hún er,“ segir Linda Símonardótt- ir Wiium, 24 ára gömul íslensk stúlka sem rekin var úr friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Líbanon fyrir kynmök við félaga sinn. Hún var í Líbanon árið 1993 á vegum norska hersins. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að hreinsa mannorð mitt og einnig að vara aðrar konur'við hvers þær mega vænta í friðargæsluliðinu og hernum. Þar ríkir karlaveldi og við konurnar erum alveg réttlausar," segir Linda í samtali við DV. Hún býr nú í þorpinu Sokna rétt viö Hone- foss í Noregi. Linda er létt í bragði og vígreif. Hún segir að hennar bíði „stríð næstu mánuðina" því hún ætlar sér að hreinsa sakaskrá sína í norska hem- um. „Ég var saklaus þvinguð til að segja upp stöðu minni og verð nú að búa við að hafa lokið herþjónustu með smán. Því ætla ég ekki að sitja undir lengur,“ segir Linda. Stöndum með þér, Linda Saga Lindu hefur vakið mikla at- hygli hér í Noregi síðustu tvo daga. í gær var mál hennar reifað á opinni línu hjá útvarpsstöðinni P4, vinsæl- ustu útvarpsstöð Noregs. Fjöldi fólks hringdi og lýsti nær undantekninga- laust yfir stuðningi við hana í barátt- unni við yfirmenn norska hersins. „Eftir að ég ákvað að segja sögu mína í Forsvarets forum, málgagni hersins, hefur síminn vart þagnað hjá mér. Fjölmiðlar eru aö hringja og einnig bara venjulegt fólk sem vill styðja mig. Ég hef ekki fengið eitt einasta „leiðinlegf ‘ símtal," segir Linda. Þaö er líka greinilegt á götum Honefoss að hún hefur náð athygli þjóðarinnar. Á göngugötunni í mið- bænum slær fullorðin kona á öxl hennar og segir: „Við stöndum með þér, Linda.“ „Það er mjög gott fyrir mig að finna þennan stuðning. Ég veit samt að málið vekur mesta athygli vegna þess að kynlíf kemur við sögu. Ég svaf hjá félaga mínum í friðargæslu- liðinu og það var upphaf allra vand- ræðanna. Ég hika samt ekki við að segja sannleikann," segir Linda ákveðin. Varaði ættingjana við „Eftir að ég haföi tekið ákvörðun mína hringdi ég í foreldra mína til að vara þá við því sem væri í vænd- um. Þetta er einnig viðkvæmt mál fyrir sjö ára gamlan son minn. Mér þykir mest um vert að hann og öldr- uð amma mín verði ekki fyrir áfalli. Foreldrarnir eru vanari að heyra af uppátækjum mínum. Ég talaöi einn- ig við foreldra kærasta míns. Þetta er ekkert skyndiupphlaup. Ég er bú- in að undirbúa mig í tvö ár,“ segir Linda. Linda fór til Noregs árið 1990 „í leit að ævintýrum", eins og hún seg- ir. Á þeim árum var kreppa í Noregi og ekki auðvelt að finna vinnu. Hún ákvað því að ganga í herinn frekar en að ganga um atvinnulaus. „Mér líkaði mjög vel í hernum þótt veran þar væri erfiö. Ég hafði ekki hugmynd um hvað her var og var alveg að gefást upp á æfingunum í byrjun. Við vorum látin ganga langar leiðir með 30 kílóa þunga bakpoka og þunga byssu. Einu sinni leit ég bara á fætuma á mér og spurði: „Hvað er ég að gera hér?“ En ég gafst ekki upp og langaði til að fara á her- skóla að herþjónustunni lokinni. Fyrst ætlaði ég þó að komast í frið- argæslu og það tókst. Ég var send til Líbanon árið 1993 en var þar bara í þrjá mánuði. Andinn í sveitum Norð- mannanna þar var hreint hrikalegur og agaleysið algert. Strákar, sem virtust hinir bestu menn í hernum heima, breyttust í hálfgerð villidýr og fyllirafta. Það er merkilegt með Norðmenn að þeir eins og umbyltast við að komast út fyrir landamærin," segir Linda og hlær. Óvinsælir Norðmenn „Strangar reglur giltu í friðar- gæsluliðinu um hegðun og þar á meðal átti áfengisneysla að vera bönnuð. Svo var þó ekki í raun. Norðmennirnir voru óvinsælir með- al heimamanna, þóttu hrokafullir og auk þess alltaf fullir. Svíar voru með lið á sama stað en þar ríkti agi enda voru þeir virtir og vinsælir meðal heimamanna. Ólán mitt byrjaði eftir eitt fylliríið, sem ég tók þó ekki þátt í sjálf, var bláedrú. Ég hafði kynnst einum strákanna í liðinu áður en við fórum út og við urðum vinir. Þessa einu nótt sváfum við saman en aldrei ann- ars, hvorki fyrr eða síðar. Við töluðum aldrei um það sem gerðist en samt fóru að berast út gróusögur um mig. Einn laugardags- morgunn kom sveitarforinginn inn í skálann til mín og fór að spyrja mig nærgöngulla spurninga, einkum um kynlíf. Hann vildi vita hvort ég hefði sofið hjá öllum strákunum í sveitinni og hvort ég seldi mig heimamönn- um,“ segir Linda. „Smám saman komust sögur um mig og meint lauslæti mitt á allra varir og það var litið á mig eins og ég væri dýna fyrir alla sveitina. Her- lögreglan tók mig ítrekað í yfir- heyrslu og sakaði mig um að sofa hjá hverjum sem er í herbúningnum og auk þess að hafa sent tvö bréf til lí- banskra stúlkna frá foreldrum þeirra. Það var satt, ég gerði það eins og allir aðrir þótt í óleyfi væri. Þetta var sjálfsögð hjálp við heimamenn. Yfirheyrslurnar og eineltið fóru þannig með mig að ég brotnaði niður og féllst á endanum á að skrifa undir játningu þar sem ég viðurkenndi að hafa sent bréfin og að ég ætti við „persónuleg vandamál" að stríða sem var lygi. Ég spurði herforingj- ann hvort ég ætti að ljúga í játningu minni og hann svaraöi einfaldlega , já“ og bætti því við að hann ætlaði að öðrum kosti að sjá til þess að ég yrði rekin. Ég reiknaði fyrst með að fá bara sekt eftir játninguna en svo var ekki. Ég fékk ekki að koma aftur. Strákur- inn, sem ég svaf hjá, sætti hins vegar engri refsingu og hann var í eitt ár til viðbótar í Líbanon. Það þykir mér mikiö óréttlæti," segir Linda. Tveggja ára uppbygging Eftir heimkomuna til Noregs sum- arið 1993 tóku við erfiöir tímar hjá Lindu. Hún segist hafa átt erfitt með svefn og ekki getað losnað við hugs- unina um óréttlætið sem hún var beitt. Á endanum leitaði hún til sái- fræðings. „Sálfræðingurinn sagði að ekþert gengi að mér. Ég væri fullfrísk and- lega. Hann ráðlagöi mér að bíða og byggja mig upp og láta þá til skarar skríöa; fá mér lögfræðing og sækja rétt minn. Þetta hef ég gert. Ég er nú orðin nógu sterk til að horfast í augu við það sem gerist. Ég veit að mín bíður mesta stríð lífs míns en ég er óhrædd og ætla mér aö vinna,“ segir Linda. Besti lögmaður Noregs Hún hefur verið í sambandi við kunnan norskan lögfræðing, sem m.a. tókst í vetur að fá sýknudóm yfir Per Liland, manni sem dæmdur var saklaus í ævilangt fangelsi fyrir tvö morð. Norska ríkið verður að greiða manninum á annað hundraö milljóna íslenskra króna í skaðabæt- ur. „Þetta er klókur lögmaður og hann vill taka mál mitt að sér en hann er dýr. Ég ætla því að sækja um að fá gjafsókn. Við sjáum svo hvað gerist þegar dómstólar fara að fjalla um mál mitt,“ segir Linda. Sjálf er hún ákveðin í að hefja nám í lögfræði í Ósló í haust. Hún lauk menntaskólanámi í Honefoss nú í vor. „Óréttlætið, sem ég varð fyrir, er orsökin fyrir því að ég ætla í lögfræð- ina. Ég hef tekið öll námskeið í lög- fræði, sem í boði eru hér við mennta- skólann, og er staðráðin í að halda áfram. Ég ætla ekki bara að treysta á aðra í baráttunni sem nú er fyrir höndum. Ég ætla að berjast við norska herinn," segir Linda. Mál Lindu hefur vakið mikla athygli í Noregi. Hér má sjá úrklippu úr mál- gagni hersins, Forsvarets forum. Stærsta blað Noregs, Verdens gang, tók máliö upp og það hefur verið reifað á opinni línu hjá vinsælustu útvarps- stöð Norðmanna, P4. w----------- - -I -----------==■-= —--—- Hadde sex ■ ble senat hjem Sóknamefndir Kotstrandar- og Hveragerðisprestakalla: Kalla Jón í annað sinn köllunin kærð aftur til ráðuneytisins Sóknarnefndir Kotstrandar- og Hveragerðisprestakalla hafa í ann- að sinn kallað séra Jón Ragnarsson til að gegna embætti sóknarprests en eins og alkunna er lýsti dóms- málaráðuneytið fyrri köllunina ógilda vegna formgalla. Egill Hall- grímsson, sóknarprestur í Skaga- strandarprestakalli, brá skjótt við þegar sóknarnefndin kallaöi í ann- að sinn og kærði köllunina aftur. „Ég hef sent inn í dag nýja stjórn- sýslukæra þar sem ég tel að sú lagatúlkun sem er að baki ákvörð- un biskups og kjörmanna standist ekki,“ segir Egill. „Ég fer þess á leit við dómsmála- ráðherra að hann felli úr gildi til- teknar ákvarðanir sóknarnefnd- anna og Biskups íslands og ef hann verður við þessum óskum mínum þá hlýtur prestakalliö að verða auglýst og þá hefur réttlætið náð fram aö ganga," segir hann. Egill, sem hefur gegnt embætti sóknarprests á Skagaströnd síð- ustu fjögur árin, er uppalinn í Hveragerði. í ljósi þess vaknar sú spuming hvort hann ætli að sækja um embættið ef það veröur auglýst. „Ég tek ekki endanlega ákvörðun um að sækja um prestakall fyrr en það er auglýst. í þessu tilviki eru hins vegar miklar líkur á því að ég hefði sótt um. Þetta mál snýst fyrst og fremst um það að brotiö hefur verið gegn lögvöröum rétti okkar presta þjóðkirkjunnar til að sækja um laust embætti," segir Egill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.