Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Page 7
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 7 Fréttir Stálin mætast stinn innan Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði: Flokksmönnum f innst þeir illa sviknir eftir samkomulag í vor Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfull- trúi Sjálfstæöisílokksins í Hafnar- firöi og fyrrum forstjóri Hagvirkis- Kletts, hefur reynst Magnúsi Gunnarssyni, oddvita flokksins, óþægur Ijár í þúfu undangengna mánuöi og er óhætt að fullyrða aö naumur meirihluti Alþýðubanda- lags og Sjálfstæöisflokks hafi hang- iö á bláþræöi allt kjörtímabilið enda Jóhann haft þar oddaaðstöðu. Jóhann krefst þess nú aö veröa ráöinn bæjarverkfræðingur í Hafn- arfirði og halda áfram sem bæjar- fulltrúi en Magnús tekur þaö ekki Fréttaljós Guðrún Helga Sigurðardóttir í mál. Þar mætast stálin stinn og eru því allar líkur á að meirihlut- inn springi á þriðjudag. Segja má að ágreiningurinn milli Jóhanns G. Bergþórssonar og Magnúsar Gunnarssonar hafi fyrst komið upp á yfirborðið í meiri- hlutamyndunarviðræðunum síð- asta vor þegar flokksforystan sam- þykkti kröfu Jóhanns um að fá bæjarverkfræðingsstarfið eftir tveggja vikna samningatörn. Skömmu eftir myndun meirihluta kom í ljós að Jóhann vildi hvort tveggja, bæjarverkfræðinginn og bæjarfulltrúann, og það gat foryst- an ekki sætt sig við. Flokksmenn telja sig svikna Ágreiningurinn kom aftur upp á yfirborðið í janúar þegar Jóhann sprengdi meirihlutann vegna fjár- hagsáætlunar fyrir þetta ár og fór í viðræður við krata um myndun nýs meirihluta. Ekkert varð af nýju meirihlutasamstarfi eftir að for- sætisráðherra skarst í leikinn. Ráðherra sendi Jóhann í frí og Þorgils Óttar Mathiesen varabæj- arfulltrúi settist í hans sæti. Jó- hann tók aftur sæti í bæjarstjórn i vor og samstarflð komst á góðan rekspöl í maí eftir að „áherslusam- komulag" náðist milli alþýðu- bandalagsmanna og sjálfstæðis- manna. Gengið var frá stofnun tækni- og framkvæmdaráðs, sem á að vera til ráðuneytis fyrir bæjar- verkfræðing og bæjarráð. Innan Sjálfstæðisflokksins tókust samningar um að Jóhann yrði for- maður ráðsins. í votta viðurvist varö að samkomulagi að hann myndi ekki sækja ekki um stöðu bæjarverkfræðings og þess vegna finnst flokksmönnum þeir illa sviknir. Eftir að hafa fengið álits- gerð frá félagsmálaráðuneytinu um að embættismaður geti verið bæjarfulltrúi skipti Jóhann hins vegar um skoöun og ákvað að senda inn umsókn. Jóhann telur sig hafa stuðning af álitinu en lög- menn telja orðalagiö veikt og benda á aö embættismaöur geti ekki verið bæjarfulltrúi og yfirmaður sjálfs sín um leið, samkvæmt stjórn- sýslulögum. Oheppileg ráðning Þáttur Alþýðubandalagsins í ráðningu bæjarverkfræðings í Hafnarfirði gleymist í umræðunni enda eiga átökin sér fyrst og fremst stað innan Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn ætla sér að kom- ast að niðurstöðu um helgina og tilkynna samstarfsmönnum sínum í meirihlutanum á sunnudag hvern þeir styðja. Það er þó Ijóst að Jó- hann G. Bergþórsson er löngu bú- inn að fyrirgera möguleikanum, þó ekki væri nema vegna þess að hafn- firskir alþýðubandalagsmenn telja óheppilegt að fá fyrrum forstjóra gjaldþrota verktakafyrirtækis í starfið. Ljóst er að reynt verður til þraut- ar að ná sáttum um helgina og halda áfram samstarfmu við Al- þýðubandalagið. Það er þó ekki lík- legt að það takist. Magnús Gunn- arsson er „prinsipp“-maður sem er staöráðinn í að standa á sínu. Hann vill að ráðningin verði á faglegum nótum og hann hefur flokkinn á bak við sig. Það gætu því orðið alla- ballar og kratar sem ræða meiri- hlutasamstarf eftir bæjarstjórnar- fundinn í næstu viku. 'í jri. %i | m am ávextir í handhægum umbúðu aplcductcf &2 <£& Qmpany

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.