Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Side 14
14 LAUGARDAGUR 10. JÚNl 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Ágætis tímaskekkja Viö lestur stjómmálabókar Svavars Gestssonar al- þingismanns kemur fyrst á óvart, aö unnt skuli vera aö gefa út slíka bók. Óvenjulegt er og nánast einsdæmi, aö íslenzkur stjómmálamaöur hafi hugmyndafræöilegan pakka af skoðunum og geti sett hann fram í rökum. íslenzkir stjómmálamenn hafa fæstir gefið mikiö fyrir pakka af hugmyndafræöum. Þeir láta sín stjómmál að mestu snúast um hversdagslegri hluti á borö við staö- bundna hagsmuni atvinnuvega. Og í seinni tíð hefur þeim gengiö bezt, sem minnsta hafa hugmyndafræðina. Til dæmis er erfitt aö sjá fyrir sér, að einhver núver- andi ráöherra hafi áhuga á hugmyndafræðilegum grund- vallaratriðum 1 stjómmálum og geti raðað einhverjum slíkum saman í rökfræðilegt samhengi heillar bókar. Þeir hugsa fremur um brauð og smjör en hugmyndir. Aö þessu leytí. er bók Svavars eins konar tíma- skekkja. Hún fjallar um efni, sem er um þessar mundir meira utangarðs í póhtík en nokkra sinni fyrr. Hún verð- ur til dæmis ekki sameiningartákn í samruna flokka á vinstri væng, því að sá samruni mun snúast um persónur. Hugmyndafræðilega er bók Svavars fremur mild út- gáfa af skoðanapakka, sem ýmist er skilgreindur sem vinstri stefna, jafnaðarstefna eða félagshyggja. Þar er tekið dáhtið tillit til markaðshyggjunnar, en þó ekki eins mikið og gert er í jafnaðarmannaflokkum nútímans. Margir þeir, sem telja sig vera eins konar jafnaðar- menn, hafa meiri trú á getu markaðarins tfl góðra hluta, svo sem á sviði mengunar og vistfræði. Og ekki verður af bók Svavars séð, að hann hafi fylgzt með nútímalegum rökræðum um slík mál, sem margir þekkja úr Economist. Sjálfur vill Svavar nánast staðsetja skoðanir sínar sem félagslegan markaðsbúskap, þótt höfundur hugtaksins, Ludwig Erhard, mundi tæpast staðfesta það. Það skflur á milli, að enn þann dag í dag hefur Svavar tröllatrú á græðandi og leiðandi mætti handayfirlagningar ríkisins. Svavar vísar tfl nokkurra landa í Suðaustur-Asíu, þar sem velmegun hefur náðst með leiðum, sem ekki falla alveg saman við hinar vestrænu. En hin austræna félags- hyggja er fremur rekin af risafyrirtækjum en af ríkinu sjálfu og er þvi önnur en félagshyggja Svavars. Raunveruleiki Vesturlanda og Suðaustur-Asíu felur ekki í sér þau dæmi, sem Svavar telur vera tfl stuðnings við vinstri stefnu eða jafnaðarstefnu eða félagshyggju eða mannúðarstefnu sína, tfl mótvægis við markaðshyggj- una, sem einkennir stjómmál í þessum heimshlutum. Þótt skoðanir og kenningar Svavars séu þannig engin raunvísindi, era þær fullgfldar sem þroskuð rökfræði. Þær gefa heflsteypta mynd af sjónarmiðum, sem era vinstra megin við Alþýðuflokkinn og geta þess vegna verið vegamesti Alþýðubandalagsins og skyldra flokka. Með bók Svavars hefur Alþýðubandalagið fengið skyn- samlega og hófsamlega hugmyndafræði, sem flokkurinn getur notað sér í samkeppni stjómmálaflokka um fylgi fólks, er telur sig geta stutt eins konar vinstri stefnu, jafnaðarstefnu, félagshyggju eða manneskjustefnu. Tfl samanburðar hefur Sjálfstæðisflokkurinn enga slíka hugmyndafræði, sem fehur að veraldarsýn flokks- ins eða flokksmanna, að svo miklu leyti sem sú sýn er tfl. Tfl dæmis er sú sýn í reynd langt frá markaðshyggj- unni í hugmyndafræði Hannesar H. Gissurarsonar. Svo er önnur saga, að íslenzkir stj ómmálaflokkar hafa komizt vel af án mikilla hugmyndafræða og hafa í seinni tíð lagt aukna áherzlu á aðra þætti stjómmála. Jónas Kristjánsson NATÓ viöur- kennir loks hvað við liggur í Bosníu Átökin í fyrrverandi lýöveldum Júgóslavíu snúast um það gagn- vart umheiminum hvort líðast skuli á ný í Evrópu að landamæri séu ákveðin og örlög og jafnvel til- vera þjóða ráðin með valdbeitingu af grimmúðugasta tagi. Nái Serbar markmiðunum sem fyrir þeim vaka með ófriðnum sem þeir hófu, fyrst í Króatíu og síðan Bosniu, verða afleiðingarnar ófyrirsjáan- legar víðar á Balkanskaga, í fyrr- um Sovétlýðveldum og hver veit hvar. Þetta mátti öllum vera ljóst frá upphafi og sömuleiðis að Átlants- hafsbandalagið er eini aðilinn sem fær er um að hafa hemil á Serbum og hefði átt tiltölulega auðvelt með það hefði verið skjótt brugðist við. Það var látið undir höfuð leggjast vegna þess að Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, taldi slíkt spilla fyrir möguleikum sínum á endur- kjöri og Bandaríkjamenn hafa búið svo um hnúta að NATÓ getur sig ekki hreyft til aðgeröa án þeirra forustu. Þess í stað var brugðið á það ráð að safna saman liði til svokallaðrar friðargæslu undir merkjum Sam- einuðu þjóðanna, léttvopnuðu og með því umboði fyrst og fremst að lina þjáningar óbreyttra borgara. Enginn greinarmunur var gerður á árásaraðila og þeim sem árásin bitnaði á. Þessi tvískinnungur Vesturveld- anna í afstöðunni til stríðsins í fyrrum Júgóslavíu kemur þeim nú í koll. Forusta Bosníu-Serba er komin aö þeirri niðurstöðu að hagsmunum hehnar henti best að nota yfirburði sína í vopnabúnaði og vígstöðu til að þjarma svo að gæsluliðum SÞ að ríkisstjórnirnar sem sendu þá á vettvang telji þeim ekki lengur vært og sjái þann kost einan að kveðja þá brott. Bosníu-Serbar hafa því vikum Erlend tíðmdi Magnús Torfi Ólafsson saman tekið fyrir aðdrætti á vegum hjálparsamtaka undir vernd frið- argæsluliða til umsetinna verndar- svæða SÞ, þar sem fólk hollt Bosn- íustjórn býr. Jafnframt hafa skytt- ur Serba lokað flutvellinum við höfuðborgina Sarajevo. Þegar tilburðum til að svelta hundruð þúsunda manna var fylgt eftir með stórauknum stórskota- árásum á umsetnar borgir svaraði herstjórn SÞ með því að fela flug- vélum NATÓ að gera árásir á skot- færageymslur Bosníu-Serba. Þeir færðu sig þá upp á skaftið og tóku liösmenn úr sveitum SÞ, marga óvopnaða eftirlitsmenn, í gíslingu og hlekkjuðu við hugsanleg frekari skotmörk. Einkum var aðgerðum beint gegn Frökkum, sem eru fjölmennastir í gæsluliðinu, bersýnilega í því skyni að koma í opna skjöldu nýj- um forseta og forsætisráðherra í Frakklandi sem rétt höfðu tekið við embætti. Báðir höfðu haft orð á því að komið gæti til þess að frönskum sveitum teldist ekki lengur vært í Boshíu að öllu óbreyttu. En storkunin reyndist of mögnuð til að hafa tilætluð áhrif. Loks virt- ust forustumenn stjórna Vestur- veldanna gera sér ljóst að trúverð- ugleiki bæði Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins er í húfl í Bosníu. Uppgjöf þar þýðir að báðar stofnanir eru innantóm skurn, rúnar trausti. Því hefur niðurstaðan orðið að gera tilraun til að efla svo fjölþjóða- liðið í Bosníu að Serbar verði að taka það alvarlega. Sendar verða á vettvang tíu til tólf þúsund manna bardagasveitir, búnar þungum vopnum og felumálaðar, til full- tingis bláhjálmum gæsluliðsins með hvítmálaða brynvagna sína. Flugstyrkur verður til taks um borð í herskipum á Adríahafl. Ákvarðanir um þennan liðssam- drátt voru teknar á fundum utan- ríkisráðherra og landvarnaráð- herra NATÓ í síðustu viku og þess- ari. Liðsaflinn kemur frá Bret- landi, Frakklandi og Hollandi. Bandaríkin leggja ekki til einn ein- asta landhermann frekar en fyrri daginn en heita aðstoð við birgingu og loftfulltingi. , Eins og áður verður það her- stjórn SÞ sem stjórnar aðgerðum en aðdragandinn allur ber vott um að nú er það fyrst og fremst NATÓ sem ræður ferðinni og býður nýja möguleika. Framvarðasveitir eru þegar komnar til Króatíu frá Bret- landi og á Adríahaf frá Frakklandi. Áhrifin af þessum liðssamdrætti, sem fjölgar í herliði SÞ í Bosníu um rúman helming þegar allt er til taks, kemur svo í ljós þegar Bos- níu- Serþar stöðva næst birgða- flutningalest til sveltandi fólks og herstjórn SÞ kallar á vettvang sveit úr skyndiviðbragðsliðinu. Bílfarþegar sem urðu fyrir skothríð á götu i Sarajevo skýla sér á bak við brynvagn franskra gæsluliða. Simamynd Reuter Skoðanir annarra Taka ekki mark á hótunum „Þegar viö hófum að eyðileggja birgðastöðvar Bosníuserba tóku þeir menn í gíslingu. Hefðu þeir trúað því að við mundum sprengja hernaðarmann- virki þeirra létu þeir gíslana ekki af hendi, hefðu þeir gefið eftir. En þar sem þeir hafa ekki þurft að taka mark hótunum okkar fram til þessa leyfðu þeir sér að vera frakkir. Ákveðin viðbrögð af okkar hálfu mundu hins vegar stöðva Serbana." Úr forustugrein Sunday Telegraph 4. júní Eftirlit með vopnasveitum „Sumar vopnasveitir starfa sjálfsagt samkvæmt lögum og ógna engum og það er vissulega ástæða til að efast um réttmæti þess að stjórnvöld noti ofbeldis- fullan boðskap sem afsökun fyrir yfirheyrslum og pólitísku eftirhti. En þaö eitt hve mjög þessar sveitir hafa vopnbúist og lýst yfir vilja til að fremja ofbeldis- verk nægir til að réttlæta rannsókn af hálfu þings- ins. Stjórnvöldum ber að kynna sér hópa sem hafa á stefnuskránni að iðka ofbeldi gegn meðborgurun- um og lögreglumönnum sem þjóna skyldustörfum." Úr forustugrein New York Times 6. júni Mikilvægi sáluhjálpar „Starfsemi kirkjunnar verður ekki aðeins mæld í messufjölda eða fjölda þeirra sem ganga til altaris. Sáluhjálp er gott dæmi um kirkjustarf sem á sér stað samhliða hefðbundinni kirkjustarfsemi. Fólk sem hefur tíma og kunnáttu til að ræða viö syrgjendur eða aðra sem eiga við vandamál að stríða geta á næstu árum haft ótvíræða þýðingu fyrir starf þjóð- kirkjunnar fólki til handa.“ Úr forustugrein Jyllands-Posten 4. júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.