Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Side 23
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 23 Skák Ivan Sokolov varð einn efstur Stórmeistarinn Ivan Sokolov frá Sarajevo er líkast til hættur að kippa sér upp við mótlæti. Hann lét а. m.k. smámuni eins og tvær tap- skákir ekki slá sig út af laginu á alþjóðlega mótinu í Malmö í Sví- þjóð sem lauk á miövikudag. So- kolov gerði sér lítið fyrir og vann fjórar síðustu skákimar og hreppti þar með einn efsta sætið. Jóhann Hjartarson var meðal keppenda í Malmö og var í farar- broddi fram undir lokin. Hann átti enn möguleika á efsta sætinu er hann mætti Sokolov 1 lokaumferð- inni. Sokolov lét hins vegar ekkert stöðva sig lengur - hafði betur í tafli þeirra en Jóhann féll niður í fimmta sæti. Lokastaðan í Malmö varð þessi: 1. Ivan Sokolov 6,5 v. 2. -4. Ulf Andersson, Mikhail Kras- enkov og Matthew Sadler 6 v. 5. Jóhann Hjartarson 5 v. б. Johan Hellsten 4,5 v. 7. Jonny Hector 3,5 v. 8. Rune Djurhuus 3 v. 9. Stefan Brynell 2,5 v. 10. Giovanni Vescovi 2 v. Fjörugasta skák Jóhanns á mót- inu var við Svíann Jonny Hector sem komst býsna nálægt sigri en brenndi af á ögurstundu. Hvítt: Jonny Hector Svart: Jóhann Hjartarson Sikleyjatvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. Bd3 b5 8. 0-0 Bb7 9. Rb3 d6 10. f4 Rf6 11. Df3 Be7 12. a3 0-0 13. Dh3 g6 14. f5 exf5 15. exf5 Re5 16. Be2 Rc4 17. Bg5 d5 18. Khl Db6 19. Hadl Rxb2 20. Hd4 Hac8 21. Hdf4 d4 22. Rxd4 Hxc3 23. Dxc3 Rd5 24. fxg6! hxg6 25. Dg3 Rxf4 26. Hxf4 Bxg5 27. Dxg5 Dd8 28. Dh6 He8 & f x A 1 1 1 A fi * A A A A ABCDEFGH Jóhann Hjartarson var meöal keppenda i Malmö og var í farar- broddi fram undir lokin. Umsjón Jón L. Árnason 29. h3? í stað 29. Hh4 Df6 30. RÍ5! og vegna hótunarinnar 31. Dh7 + Kf8 32. Dh8+ og mát í næsta leik vinnur hvítur. T.d. 30. - Bxg2+ 31. Kgl Db6+ 32. Rd4 Df6 33. Kxg2 og vinn- ur. 29. - Rc4 30. Bf3 Bxf3 31. Rxf3 Ddl+ 32. Kh2 Dd6 33. h4 He4 34. g3 He2+ 35. Kh3 Dd7+ 36. g4 Ddl 37. Hd4 Dfl+ 38. Kg3 Hg2+ 39. Kf4 Dcl+ 40. Rd2 Hxd2 - Og hvítur gafst upp. Enn sigrar Garrí Garrí Kasparov varð efstur á stórmeistaramótinu í Novgorod í Rússlandi, vinningi fyrir ofan næstu menn. Hann hlaut 6,5 v. en Ivantsjúk, Short, Ehlvest og Topa- lov fengu 5,5 v. Styrkleiki mótsins kemur vel í ljós þegar röð þeirra neðstu er rakin: Kramnik fékk 5, Timman 4, Gulko 3, Júsupov 2,5 og Vaganjan 2 - allt stórmeistarar í fremstu röð. Kasparov hafði heppnina með sér í síðustu umferð því að Ivantsjúk tapaði með hvítu fyrir Topalov en hefði annars náö að deila efsta sætinu með meistaranum. Annars var Kasparov vel að sigrinum kom- in en hann tefldi fallega á köflum, eins og skákin við Vaganjan ber með sér. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Rafael Vaganjan Drottningarbragð. 1. d4 e6 2. c4 d5 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Bf4 0-0 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. Dc2 Rc6 9. a3 Da5 10. 0-0-0 Be7 11. h4! Eins og fyrri daginn er Kasparov skrefi á undan í byrjunarfræðum. Hér var leikið 11. g4 dxc4 12. Bxc4 a6 13. Bd3 Kh8 14. g5 og jafntefli samið í skák Ivantsjúks við Ehlvest á þessu sama móti í fyrra. Leikur Kasparovs virðist miklu sterkari. 11. - dxc4 12. Bxc4 b6 Reynir að virkja hvítreita biskup- inn en 12. - e5 í sama tilgangi kem- ur vel til álita. 13. Rg5 Ba6 14. Rce4 g6 15. Rxf6 + Bxf6 16. Re4 Be7 17. Bxa6 Dxa6 18. Kbl Db7 19. h5 Hac8? Vaganjan kemur auga á „taktískan" möguleika sem gengur illu heilli ekki upp. Betra er 19. - e5. 20. hxg6 Rb4 Ef 20. - hxg6 21. Hh6 og hvorki gengur Rb4 22. Hdhl! með máthót- un, né 20. - Kg7 21. Hdhl Hh8 22. Dc3+ og liðstap er óumflýjanlegt. 21. gxh7+ Kh8 22. Be5+ fl6 23. Rxf6! BxfB Ef 23. - Rxc2 24. Re4+ Bf6 25. Rxf6! og vinnur. 24. Bxf6 + - Og nú kaus Vaganjan að gefast upp. Eftir 24. - Hxf6,25. axb4 vinn- ur hvítur en 25. Dc3!! er enn þá sterkara og svartur fær ekki varist margvíslegum hótunum hvíts. BILALAK BJPOH Við eigum litinn á bílinn á úðabrúsa. o r K ci FAXAFEN 12 (SKEIFAN). ■•4, * .•-V-: .*•••■». ■ - - m jft Apple-umboðið SKIPHOLTI 21 • SÍMI: 562 48 OO Heimastðan: http:llwww.apple.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.