Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Side 31
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 39 Nánast öruggur í sænska landsliðið i hestaiþróttum - Hreggviður Eyvinds- son á stóðhestinum Kjarna frá Kálfholti. Línur skýrast í Hollandi Carla van Nunen með stóðhestinn Byr von Schloss Neubronn. DV-mynd E.J. Nýlega fór fram annað af fjórum úrtökumótum vegna vals á hesta- íþróttalandsliði Hollands fyrir heimsmeistaramótið sem haldiö verður í Sviss í ágúst. Línur eru farnar að skýrast örlítið en mikil spenna er jafnan kringum valið. Úrslitin ráðast ekki fyrr en á hollenska meistaramótinu um miöj- an júlí. Þegar tveimur umferðum er lokið af fjórum eru tveir knapar nokkuð öruggii; um sæti í liðinu. Það eru Erik Spee með skeiðhryssuna Lindu frá Kálfholti og Carla van Nunen með fjórgangarann Byr von Schloss Neubronn sem'er stóðhestur. í tölti berjast þrjár valkyrjur um sæti: Maaike Burggrafer með Vigni frá Hala og tamningakonurnar á Ald- enghoorbúinu: Monique Cox og Od- ette Nijssen. Þær stöllur ríöa hestum frá búinu en stáldrottningin Viola Hallmann tekur ekki þátt í keppni í sumar. í fimmgangi er baráttan einnig hörð. Heiðar Hafdal stendur vel að vígi með Steingrím frá Glæsibæ en skammt undan er Armet Tuijn með Fjalar frá Fossvöllum. Báöir hestarnir eru að góðu kunn- ir. Jón Steinbjörnsson var með Stein- grím á Norðurlandamótunum í Vil- helmsborg í Danmörku 1990 og Sel- jord í Noregi 1992. Atli Guðmundsson var með Fjalar á heimsmeistaramótinu í Vilhelms- borg í Danmörku 1989. Einn kunnasti keppandi Hollend- inga, Klaas Dutihl, sækist ekki eftir sæti í liðinu að þessu sinni. Hann vildi fá árangur í skeiðkappreiðum í útlöndum viðurkenndan til vals í lið- ið en sú krafa náði ekki fram að ganga. Úrtakan fór fram á glæsilegu svæði Exloo og var Eysteinn Leifsson, ný- útskrifaöur FEIF-alþjóðlegur dóm- ari, einn dómaranna. -E.J./Þ.G. Svíarvelja íslending sem landsliðs- einvald íslendingar koma mjög við sögu sænska landsliðsins í hestaíþróttum því Hafliði Gíslason hefur verið val- inn landsliðseinvaldur Svía. Þá á Hreggviöur Eyvindsson mjög góða möguleika á að komast í landsliðið með stóðhestinn Kjarna frá Kálf- holti. Þeir munu þá keppa í fjór- gangsgreinunum. Magnús Skúlason er með skeið- hestinn Glóa og er einnig heitur og fer þá inn í gæðingaskeið. Nokkrir sænsku knapanna hafa þokað sér framar í röðinni. Eva Thel- in á góða möguleika á að ná inn í fj órgangsgreinarnar meö Gimstein frá Höskuldsstöðum. Nina Keskitalo er framarlega með Kolskegg í fimmgangsgreinunum og gæðingaskeiði og í fimmgangi er Magnus Lindquist með efnilegan stóðhest, Glæsi frá Eyrarbakka. Hann er einnig með tölthryssuna Gná frá Efri-Brú. í laustaumatölti hefur Ylva Hag- ander staðiö sig einna best með stóö- hestinn Mökk frá Varmalæk. íslenski lykill- inn leiðarljós í Sviþjóð eru þrjár úrtökur dreifðar um Svíþjóð, svo og sænska meistara- mótið. Svíar nota lykil til að fmna fimm landsliðsmenn en hann er nán- ast eins og íslenski lykillinn. Hafliði velur að lokum tvo knapa sem hafa staðið sig vel í sumar. Tómas Ragnarsson var einn ís- lenskra dómara í úrtökunni sem var haldin á Haringe Slott, nálægt Stokk- hólmi, en Hafliði Gíslason varð að hlaupa í skarðið í töltkeppninni vegna forfalla dómara. Muni úr leik Gæðingurinn Muni frá Ketilsstöð- um keppir ekki meira. Hann er með spatt á svo sérstökum staö í aftur- fæti að ekki er hægt að laga það með skurðaðgerð, að sögn eigandans, Görans Montans. ^E. J. "IWflffll mm " 1 , . . aa aaj wBMH — WBS& Autotelte til rnmmmm fortjöld f \ I tjaldvagnar hjólhýsi Ferðafélaginn sem bregst þér ekki! Um helgina sýnum við allt úr- valið af vögnum og ferðavöru sem við höfum á boðstólum í ár. Við kynnum nú Starcraft fellihýsi og pallhús á íslandi en Starcraft er þekkt í Bandaríkjunum fyrir framúrskarandi gæði. Camp-let tjaldvagnar eru þrautreyndir við íslenskar aðstæður og hafa verið traustir ferðafélagar margra um áraraðir. Við bjóðum bæði upp á Hobby og Knaus lúxushjólhýsi frá Þýskalandi og frá Trio koma fortjöldin á bíla eða hjólhýsi. Þá er ótalin allur viðlegu- búnaðurinn og gas- og ferðavörurnar! Sjón er sögu ríkari,- líttu við og sjáðu allt úrvalið. Opið um helgar í sumar. QSU JÓNSSON HF Bíldshöfða 14, 112 Reykjavík, Sími 587 6644 i J j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.