Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Síða 36
4 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 U.S. CH-53 Sea Slallion þyrla Aviano > ® S \ Banja Luka^> ® Sarajevo ^ X/^bosnIa- HERSEGÓVINA Fjölskylda Scotts O'Gradys, flugmannsins sem var bjargað frá Bosníu, er í sjöunda himni: Hélt að þetta væri bara draumur - sagði systirin Stacy O'Grady og vonast eftir að fá að sjá bróður sinn fljótlega „Hann er heldur ósennilegur Rambo. En hann er andlega sterkur. Hann er svo sannarlega sú manngerö sem kemst klakklaust í gegnum aö- stæður sem þessar. Við íhuguöum aldrei annan kost,“ sagöi Joseph Scardapane, stjúpi bandaríska orr- ustuflugmannsins Scotts O’Gradys sem var bjargað á ævintýralegan hátt af serbnesku yfirráðasvæði í Bosníu á fimmtudagsmorgun. Sex dagar voru þá liðnir frá því flugvél O’Gradys var skotin niður og allan þann tíma tókst honum að fara huldu höfði. Hann hélt kyrru fyrir á daginn og fór ekki á stjá fyrr en kvölda tók til að komast hjá handtöku. Hæverskan uppmáluð Fjölskyldu O’Gradys og vinum ;om ekki á óvart að hann skyldi lafa það af á óvinasvæðinu þar sem ann nærðist aöallega" á regnvatni g alls kyns skorkvikindum. Þau issu hversu harður hann er af sér .> g ákveðinn. „Þegar vinir hans fréttu að Scott /æri saknað sögðu þeir allir það ;ama: Ef einhver kemst klakklaust í ;egnum þetta þá er þaö Scott,” sagði Vlary Lou Scardapane, móðir flug- nannsins, á heimili sínu í Seattle í iVashington-fylki. Hún sagði að sonur sinn hefði ver- ið hæverskan uppmáluð, eins og hann á vanda til, þegar hann hringdi í hana eftir björgunina. „Hann verður fyrstur manna til að klappa þeim sem aðstoöuðu við björgunaraðgerðina verðskuldað lof í lófa,” sagði frú Scardapane. Faðir O’Gradys, William, sem er röntgenlæknir í Alexandríu í Virgin- íu-fylki, gat varla hamið tárin þegar hann lýsti yfir ánægju sinni með björgun sonar síns, en þeir höfðu ræðst við í síma. „Við erum í sjöunda himni,” sagði hann. „Það var gott í honum hljóðið. Hann skildi ekki alveg af hveiju menn voru með öll þessi læti út af honum.” Dreymdi um að verða flugmaöur Scott O’Grady er 29 ára gamall, dökkhærður og bláeygur. Hann fæddist í Brooklyn-hverfi í New York en ólst upp í borginni Spokane í Washington-fylki á Kyrrahafs- ströndinni og dreymdi um að verða flugmaður. Bekkjarsystir hans, Bets- ey Weigle, lýsti honum sem „þægi- legum, ekta amerískum gæja.“ Að loknum menntaskóla, hóf Scott O’Grady nám í Washington-háskóla í Seattle. Þaðan lá leið hans í Embry- Riddle flugháskólann i Prescott í Arizona-fylki þaðan sem hann út- skrifaðist árið 1989. O’Grady gekk í flugherinn í apríl 1989 og þjónaði í Suður-Kóreu og Þýskalandi áður en hann gekk til liðs við flugsveit 555 sem hefur aðsetur í Aviano á Ítalíu. Fyrirmyndar- nemandi William Owens aðmíráll, varafor- ;eti bandaríska herráðsins, sagði 'réttamönnum í Washington að Scott Scott O’Grady, hetja dagsins í Bandaríkjunum, um borð í flugfáki sinum. Wiiliam O’Grady, faðir Scotts, og unnusta hans, Margaret Jones, hampa fjölskyldumyndum af flugmanninum. Simamynd Reuter O’Grady hefði lagt sig sérstaklega fram þegar hann sótti námskeið um það hvernig flugmenn ættu að kom- ast af aö baki víglínu óvinarins ef þeir yrðu skotnir niður. „Það orð fór af honum meðal kenn- aranna að hann hefði lagt sig sér- staklega eftir smáatriðunum í hverj- um einasta þætti þjálfunarinnar. Það er ljóst að Scott O’Grady stóð sig vej í þjálfuninni. Og að þessu sinni marg- borgaði það sig fyrir bæði hann og okkur,” sagði Owens aðmíráll. Lengi vel var ekki vitað hvort Scott O’Grady hefði lifað af þegar serb- neskt flugskeyti grandaði flugvél hans á föstudag í síöustu viku. Það var ekki fyrr en skömmu eftir mið- nætti aðfaranótt síöastliðins fimmtu- dags að O’Grady tókst að ná sam- bandi við flugvélar NATO með lítilli talstöð sem hann bar á sér. Þá var allt sett á fullt til að undirbúa björg- un hans. Því gleymi ég aldrei Martin Berndt ofursti fór fyrir björgunarsveitinni. Þyrlurnar flugu lágt yfir trjátoppunum í dögun og lentu í aðeins fimmtíu metra fjar- lægö frá skóginum þar sem O’Grady, sem haföi fengið dulnefnið Basher 52, var í felum. „Lendingarstaðurinn var kannski ekki eins öruggur og við hefðum kos- ið en ég mun seint gleyma því þegar við sáum hann koma hlaupandi út úr skóginum, í svitabaði og með byssuna í hendi,” sagði Martin Berndt. Hann er ekki einn um aö trúa varla sínum eigin augum og eyrum. „í fyrstu hélt ég að þetta væri bara draumur,” sagði Stacy O’Grady, systir Scotts. „Við urðum alveg vit- laus.“ „Viö fóðmuðum hvert annað eins og vitlaus værum og öskruöum,” sagði bróðirinn Paul. Fjölskyldan vonast til að fá Scott O’Grady, „ameríska hetju” eins og Clinton forseti kallar hann, heim til Bandaríkjanna eftir nokkra daga. Simamynd Reuter Sérsveit bandarískra landgönguliða bjargaði orrustuflugmanninum Scott O’Grady af yfirráðasvæði Serba í Bosníu í dögun á fimmtudag, sex dögum eftir að vél hans var skotin niður. Serbar héldu uppi skothríð á björgunarþyrlurnar 2. jum: Flugskeyti Serba grand- ar F-16 þotu O'Gradys nærri bænum Banja Luka þar sem \ Serbar ráða ríkjum ITALIA u.s.s. // > Kearsarge r~ / Adría ' hal 8. júní: O’Grady kallar á hjálp með aðstoð senditækis úr fylgsni sinu i skóginum kl. 03. Fjórum tím- um síðar, i fyrstu dagrenningu, er honum bjargað af þyrlunum sem urðu fyrir skot- árásum Serba. 40 manna sveit flýgur burt í tveimur Sea Stallion þyrlum, með Scott O’Grady um borð REUTER í björgunarliðinu voru m.a. tvær CH-135 flutningaþyrlur og Cobra árásarþyrlur frá USS Kearsarge, sem nutu verndar F-18 orrustuþotna og EF-111 og EA-6B véla sem eru búnar flóknum rafeindatækjum til hernaðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.