Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Side 3
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 '
3
Fréttir
Skilnaðarbörnum líður verst
fráskildir feður vilja sameiginlegt forræði, samkvæmt nýbirtri könnun félagsmálaráðuneytisins
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra boðaði til blaðamannafundar
í félagsmálaráöuneytinu í fyrradag
vegna útkomu bókarinnar Barna-
fjölskyldur, Samfélag - lífsgildi -
mótun. Bókin er gefín út á vegum
Landsnefndar um Ár fjölskyldunn-
ar 1994 og félagsmálaráðuneytisins.
í bókinni eru birtar niðurstöður
úr umfangsmestu könnun sem
gerð hefur verið á högum foreldra
og barna hér á landi. Að rannsókn-
inni unnu Friðrik H. Jónsson,
Nanna Sigurðardóttir, Sigurður J.
Grétarsson og Sigrún JúJíusdóttir
sem jafnframt ritstýrði verkinu.
Fimm hópar fengu senda ítarlega
spurningalista: giftir foreldrar eða
í sambúö, fráskildir foreldrar, með
og án forsjár bama, ekkjur og ek-
klar og einhleypir foreldrar. 846
svör bárust eða frá 75% þeirra sem
spurðir voru og er það með því besta
sem gerist í slíkum könnunum.
Einstæðir foreldrar illa settir
Ein meginniðurstaðan úr rann-
sókninni er sú að einstæðir foreldr-
ar búa að mörgu leyti viö lakari
efnahagslegar aðstæður en giftir
foreldrar eða í sambúð og búa börn
í þeim fjölskyldum við mun óhag-
stæðari skilyrði. Fráskildu foreldr-
arnir búa við erflðustu skilyröin,
þá ekki síst andlega. Vinnuálag er
mikið á íslenskum barnafjölskyld-
um en ekki var minnst á atvinnu-
leysi á fundinum. Giftir foreldrar
lifa oft mjög fábrotnu lífi, skiptast
á að vinna og gera ekki meira með
börnum sínum í frístundum en ein-
stæðir.
Skilnaður er greinilega sú breyt-
ing sem felur í sér mesta röskun
og álag, bæði fyrir foreldra og börn.
í könnuninni voru börn ekki
spurð heldur foreldrar aðeins.
Börn skilnaðarforeldra þóttu ekki
sýna minni sorgarviðbrögð en þau
börn sem misst höfðu foreldri og
virðast oft fá minni stuðning við
að vinna úr sorginni.
- Erfiðara virðist fyrir börn að
missa föður sinn út í bæ eða í næsta
þorp en í gröfina, svo notuð séu orð
félagsmálaráðherra.
Efnahagslegt og félagslegt öryggi
barna sem hafa misst foreldri sitt
virðist svipað og hjá börnum giftra
foreldra. Börn sem missa foreldri
njóta sama stuðnings og hafa áfram
sama sess og látnu foreldrarnir í
fjölskyldunni höfðu, ólíkt börnum
fráskibnna foreldra. Þar rofna iðu-
lega tengslin við fiölskyldu þess
foreldris sem ekki hefur forsjá
barnsins.
Erfitt hjá forsjár-
lausum feðrum
Sá hópur sem virðist búa við
minnstan stuðning fiölskyldu og er
ósáttastur viö tengslin við börn sín
eru fráskildir feður án forsjár. Þeir
virðast fáa vini eiga, vera þjakaðir
af einmanakennd, svefntruflunum
og dapurleika. Það var einnig frá
þeim sem heimtur spurningalist-
anna voru lakastar. Þá er. athyglis-
vert að fráskildir feöur segjast í
76% tilvika vilja sameiginlegt for-
ræði en þeir sem hafa forsjá, sem
oftast eru mæður, óska þess ein-
göngu í 20% tilvika. Forsjárlausir
feður bera sig einnig illa undan
háum meðlagsgreiðslum. Mest
tengsl og bestan stuðning frá upp-
runafiölskyldu virðast hins vegar
einhleypir foreldrar með forsjá
hafa.
Úrbætur
Félagsmálaráðherra sagði að
könnunin yrði leiðbeinandi fyrir
stjórnvöld og ljóst að úrbætur yrði
að gera á ýmsum sviðum, t.d. að
lækka meðlagsgreiðslur. Leggja
þyrfti drög að heildstæðri fiöl-
skyldustefnu, auka mikilvægi fiöl-
skyldna og beina sjónum meira en
gert hefði verið að aðstæöum
barna. Engar ákvarðanir hefðu
verið teknar enda væri könnunin
alveg ný.
JCR-185
Geislaspilari með útvarpi,
18 minni í útvarpi, 2x25
vött, þjófavörnT^^.
Kr. 25.900 stgr.^'
TARGA Q-3500
Geislaspilari með útvarpi
24 minni, 2x35 vött og
2x15 vött, þjófavörn.
Kr. 28.900 stgr.
YCR - 20
Útvarp - kassettutæki og
hátalarar. Ótrúlegt tilbod,
kr. 1.990 stgr.
TARGA
Utvarp
05A
(assettutæki
minni í útvarpi: Pjófavörn
Kr. 11.900 stgr.
TS - 930
3-way" hátalarar, 229 V
í, kr. 7.900 parið stgr.
YCR-118
Útvarp og kassettutæki
2x25 V magnari, 30 minni
i útvarpi, hægt er að tengja
geislaspilara. þjófavörn.
Kr. 7.900 stgr. ifl
wmm