Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995
i
Fréttir
Ekki aðeins tómstundavikingar mættir á hátíðina 1 Hafnarfirði:
Eg geri ekki annað
en að vera víkingur
- segir Paul Mercer frá Jórvík í Englandi
„Þetta eru mín vinnuföt. Eg geri ekki
annað en að vera víkingur," sagði
Paul Mercer frá Jórvík í Englandi
þegar blaðamaður og ljósmyndari
DV rákust á hann á Víðistaðatúninu
í Hafnarfirði í gærmorgun þegar
undirbúningur víkingahátíðarinnar
stóð sem hæst. Paul var þar ásamt
Alex, dóttur sinni, og vinkonu frá
Noregi, EU-Karén Vangen-Dalen, að
setja upp víkingatjald og muni sem
þau munu sýna gestum og gangandi.
Paul er sennilega einn af fáum
mönnum í heiminum sem hefur at-
vinnu af því að vera víkingur. Hann
starfar ásamt fiórum öðrum í litlum
víkingabæ, Houlgate Village, sem
hefur verið uppi í nágrenni Jórvíkur
síðustu átta ár. Þangað koma þús-
undir manna á ári hverju aö kynna
sér lífshætti fólks frá víkingaöld.
Meðal þeirra sem leggja leið sína
þangaö eru skólaböm alls staðar af
Bretlandseyjum sem fá að eyða ein-
um degi í Houlgate, eru klædd í vík-
ingaklæðnað og fá fræðslu um allt
sem snýr að víkingum.
„Víkingahátíðum fer fiölgandi. Á
hverju ári fórum við á víkingahátíð
í Noregi sem haldin er í júní og í
september fórum við til Skotlands.
Síðan höfum við árlega hátíð í Jórvík
í febrúarmánuði. Á þessum hátíðum
skiptast menn á vörum og handverki
líkt og forfeður okkar gerðu. Þetta
er í fyrsta sinn sem við komum til
íslands og okkur líst mjög vel á að-
stæður. Þetta gæti orðið mjög góð
hátíð,“ sagði Paul.
Paul vildi ekki lýsa sér sem þessum
dæmigerða, baráttuglaða víkingi
heldur þeim sem vildi uppfræða al-
menning um líferni og menningu
víkinga.
„Víkingar voru ekki að berjast alla
daga. Þeir þurftu líka að hugsa um
fæði og húsaskjól fyrir fiölskyldur
sínar,“ sagði Paul.
í víkingaklúbbi í Karmoy
Eli-Karén sagðist ekki vera at-
vinnuvíkingur líkt og Paul en hún
hefði mikinn áhuga á öllu því sem
lyti að menningu víkinga. Hún kem-
ur frá eyjunni Karmoy við vestur-
strönd Noregs og er meðlimur í vík-
ingaklúbbi þar. Hún kom á hátíðina
í Jórvík í fyrra sem almennur ferða-
maður, þar heillaðist hún af víkinga-
tímanum og hefur starfað sem sjálf-
boöaliði í Houlgate Village. Hún
sagði að mikið starf færi fram í
Hjúkrunarfræðingar osáttir:
Skurðstof ur opnar lengur
Hjúkrunarfræðingar á skurð-
deildum funduðu í gær með for-
manni Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga um breytingar á vinnu-
fyrirkomulagi. Eru þær ósáttar við
þær breytingar sem taka gildi 1.
október. Greindi Bylgjan frá því í
gær að þær hótuðu að ganga út.
Um breytingarnar segir Anna
Stefánsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri handlækningasviðs
á Landspítalanum: „Við munum
hafa skurðstofurnar opnar lengur
á virkum dögum og nýta þær betur
því þær eru dýr fiárfesting. Til
þessa hafa þær bara verið opnar til
hálffiögur en við ætlum að hafa
þær opnar til níu. Viö ætlum að
gera þetta án þess að þurfa að
greiða yfirvinnu."
Anna vildi ekkert frekar um mál-
ið segja og ekki heldur trúnaðar-
menn hjúkrunarfræðinga á skurð-
deildum. Sögðu þeir máliö á við-
kvæmu stigi og það væri enn inn-
anhússmál. -GJ
Paul Mercer, atvinnuvíkingur frá Jcrvík, dreypir á miði úr horni sínu og
dóttir hans, Alex, hjálpar til við handverkið. Á milli þeirra situr Eii-Karén
Vangen-Dalen frá Noregi og undirbýr sýningu fyrir framan víkingatjald
þeirra á Víðistaðatúninu i Hafnarfirði. DV-mynd GVA
Ósamið við allmargar starfsstéttir:
Enn hef ur ekki verið
samið við sjúkraliða
- semeruaðbyrjaaðhugsasértilhreyfings
„Sjúkraliöar hafa verið að reyna
að fá nýjan kjarasamning en þaö
hefur ekki gengiö til þessa. Það er
erfitt að þrýsta á yfir sumarmánuð-
ina þegar allt er í samdrætti og lok-
unum hjá sjúkrahúsunum en með
haustinu verður kyrrstaða í samn-
ingunum ekki þoluð. Sjúkraliðar
héldu fund á fimmtudagskvöld og
þar kom fram harka í fólki. Sjúkra-
liðar sögðu sem svo að þeir hefðu
ekki farið í 8 vikna verkfall í fyrra
til þess eins og láta fara svona með
sig,“ sagöi Gunnar Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags-
ins, í samtali við DV í gær.
Eins og menn eflaust muna fóru
sjúkraliðar í 8 vikna verkfall í fyrra.
Því lauk milli jóla og nýárs með
samningi sem gilti bara til áramót-
anna eða í einn sólarhing eða svo.
Síðan 1. janúar hafa samningar
sjúkraliða verið lausir.
Gunnar sagði að sjúkraliðar hefðu
alltaf laun starfsfólks í Sókn og
Verkakvennafélagsins Framsóknar
til viðmiðunar. Nú væru bæði þessi
félög búin að fá launahækkanir en
sjúkraliðar ekki. Hann sagði að ríkið
væn að bjóða sjúkraliðum svokallað
ASÍ/VSÍ samkomulag á sama tíma
sem hver starfshópurinn á fætur
öðrum hefði verið að semja um miklu
meiri launahækkanir, svo sem
bankamenn og starfsfólk í álverinu.
En það eru fleiri en sjúkraliöar sem
ekki hafa samið. Þannig er ekki búið
að semja við lögreglumenn. Þeir hafa
ekki verkfallsrétt en fá sjálfkrafa
þær hækkanir sem önnur stéttarfé-
lög semja um og er það reiknað út
fyrir þá á þriggja mánaða fresti. Þeir
vilja hins vegar fá fram ákveðnar
breytingar á kjarasamningi sínum,
öðrum liðum en launum.
Þá er líka ósamið við Bandalag
háskólamanna sem ekki hefur gert
kjarasamning síðan árið 1989.
Karmoy enda eyjan á slóðum Ingólfs
Arnarsonar og Haralds hárfagra.
Unnið er að uppsetningu víkingabæj-
ar og smíði langhúss og fleiri bygg- ,
inga að hefiast.
íslendingasögurnar hafa
kveikt víkingaáhugann
Lilja Hilmarsdóttir, starfsmaður
víkingahátíðarinnar í Hafnarfirði,
sagði í samtali við DV aö uppistaðan I
í þeim 500 manna hópi, sem komið
hefði að utan, á hátíðina væri tóm-
stundavíkingar. Fólk sem hefði
kynnt sér íslendingasögurnar og
fengið áhuga á þessu tímaskeiði. í
stað þess að fara í sólarlandaferðir
færu tómstundavíkingar á víkinga-
hátíðir í sumarfríi sínu.
„Þeir útbúa handverk í stíl við það
sem tíðkaðist. Þeir klæða sig eins,
þeir borða eins og reyna að setja sig
í fótspor víkinga. Þeir eru ákaflega
vel að sér í íslendingasögunum okk-
ar og menningararfleiðinni sem við
eigum. Enda hafa víkingahátíðir er-
lendis verið byggðar á íslendingasög-
unum. Þess vegna var orðið tíma- i
bært fyrir íslendinga að halda slíka ’
hátíð,“ sagði Lilja. -bjb
Norðmenn
stöðva henti-
fánaskip í
Vestmanna-
eyjahöfn
„Ég er harðánægður með aö
hafa skipið hérna. Við fáum aura
fyrir þetta og vorkenni bara kar-
lagreyjunum sem eru í áhöfn
skipsins,'1 segir Ólafur Kristins-
son, hafnarstjóri í Vestmanna-
eyjahöfn um togarann Sambro
semkyrrsetturhefurveriðíVest- i
mannaeyjahöfn að kröfu norska '
olíufélagsins Statoil.
Togarinn siglir undir fána ,
Belize en Statoil lánaði færeyskri I
útgerð skipsins peninga gegn
skuldabréfi og á grundvelii þess
gerði félagið kröfu um kyrrsetn- I
ingu og vörslusviptingu og lagði
fram 20 milljóna króna tryggingu
að kröfu sýslumannsins í Vest-
mannaeyjum. Óvíst er hvernig
og hvenær skípið losnar frá Vest-
mannaeyjum en á meðan skipiö
er þar nýtur bæjarfélagið góðs af
vegna hafnargjalda sem Norð-
mennirnir eru ábyrgir fyrir.
Málið fer fyrir Héraðsdóm Suð-
urlands á næstu vikum að kröfu
gerðarbeiðanda þannig aö lyktir
veröa ekki í málinu á næstunni.
Talið er að tilgangur Statoil sé
með þessum aðgeröum að hindra
að skipið fari í Smuguna.
-rt/-SJ
Engin loðna ,
finnst
Lítið sem ekkert var að gerast |
á loönumiöunum síðdegis í gær. ‘
Hafði þá ekkert sést í sólarhring.
Flotinn hefur verið við veiðar
austur af Kolbeinsey én hefur nú
dreift sér bæði norðurog vestur.
-GJ