Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Michael Crichton: Congo. 2. John Grisham: The Chamber. 3. Mary Higgins Clark; Remember Me. 4. V.C. Andrews: All That Glitters. 5. Carol Shields: The Stone Diaries. 6. Steve Martini: Undue Influence. 7. Sandra Brown: Charade. 8. Celeb Carr; The Alienist. 9. Sara Paretsky: Tunnel Vísion. 10. Meave Binchy: Circle of Friends. 11. Johanna Lindsey: Until forever. 12. Sue Grafton: „K" Is for Killer. 13. Elizabeth Berg: Talk before Sleep. 14. Dean Koonu: The Key to Midnight. 15. Roger MacBride: Assault at Selonia. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadíe & C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Hope Edelman: Motherless Daughters. 3. Mary Pipher: Revíving Ophelia. 4. Thomas Moore: Care of the Soul. 5. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 6. Dolly Parton: Doliy. 7. M. Scott Peck; The Road Less Travelled. 8. Thomas Moore: Soul Mates. 9. Laurence Leamer: The Kennedy Women. 10. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 11. Karen Armstrong: A History of God. 12. Nathan McCall: Makes Me Wanna Holler. 13. Bailey White; Mama Makes up Her Mind. 14. Clint Richmond: Selenal 15. Jim Carroll: The Basketball Diaries. (Byggl á New York Times Book Review) Sumarið er fyrst og síðast tími ferðalaga. Almenningur notar gjarn- an sumarleyfið sitt til að ferðast inn- anlands eða til útlanda, sjá nýja staði og slappa af frá amstri hversdagsins í gjörólíku umhverfi. En sumir ferðast til að upplifa eitt- hvað alveg nýtt, reyna sjálfan sig, leita nýrra landamæra. Og skrifa svo gjarnan bækur um lífsreynslu sína. Lítið er um það nú til dags að ís- lendingar semji slíkar bækur. Það er hins vegar algengt í nágranna- löndum okkar, þar sem margir frá- bærir höfundar hafa sett saman eftir- minnilegar frásagnir um forvitnileg ferðalög. Hér verður minnst á íjórar slíkar bækur sem komið hafa út í Banda- ríkjunum á þessu sumri og gagnrýn- endur þar í landi telja merkilegar. Sumar á húðkeip Þar er efst á blaði ný ferðabók eftir skáldsagnahöfundinn Robin Cody sem heitir VOYAGE OF A SUM- MER SUN: Canoeing the Columbia River (Knopf, $23). Cody var heilt sumar að róa húðkeip sínum frá efsta vatnasvæði Kólumbíufljótsins í Kanada niður til borgarinnar Port- land í Oregon í Bandaríkjunum og þaðan yfir til Kyrrahafsins og hann lýsir þeirri reynslu í þessari bók sem hefur fengið mjög góða dóma. En um leið segir hann frá sjálfum sér: „Sagan er um Kólumbíufljótið, ekki húðkeipinn eða mig, en ég komst að því að vinir mínir hlustuðu ekki á frásagnir mínar af fljótinu fyrr en þeir fengu að vita hvað knúði mig til slíkrar ferðar,“ segir hann. Peter Jenkins, sem hlaut miklar vinsældir fyrir fyrstu hók sína, „A Walk across America", hefur nú sent frá sér nýja ferðasögu. Sú heitir Umsjón Elías Snæland Jónsson ALONG THE EDGE OF AMERICA (Rutledge Hill, $19.95) og segir frá siglingu hans á öflugum hraðbáti með fram „þriðju“ strönd Bandaríkj- anna, þ.e. þeirri sem liggur að Mexí- kóflóa. Að sögn gagnrýnenda lýsir hann bæði landi og fólki með eftir- minnilegum hætti. Frá Afríku til Alaska Hinar bækurnar tvær fjalla um þrekraunir í gjörólíkum löndum. írski rithöfundurinn Dervia Murp- hy segir í THE UKIMWI ROAD: From Kenya to Zimbabwe (Over- look, $22.95) frá ferð sinni á reiðhjóli norðan frá Kenía suður til Zimbabwe, en þar endaði ferðin vegna þess að hún veiktist af mýr- arköldu. Það sem veldur henni mestu hugarangri á þessari löngu leið er að sjá hvernig fátæklingarnir hrynja niður úr farsóttinni Ukimwi, sem nafn bókarinnar vísar til - en þar er átt viö eyðni. Hún lætur að sögn gagnrýnenda skoðanir sínar á ástandinu kröfuglega í ljósi. Jean Aspen lýsir aUt annars konar lífsreynslu f ARCTIC SON (Menasha Ridge, $19.95). Hún fór ásamt eigin- manni sínum og sex ára syni þeirra frá Arizona í Bandaríkjunum norður til Alaska og bjó þar í rúmt ár í afar afskekktri sveit. Þar liföu þau við frumstæð kjör eins og frumbyggjar fyrri tíma; reistu sér bjálkahús, veiddu sér i matinn fisk og dýr merk- urinnar. Og komast að eftirfarandi niðurstöðu: „Auðiegð á að mæla í lífsnautn en ekki í eignum. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Maeve Binchy: The Glass Lake. 2. John Grisham: The Chamber. 3. James Herbert: The Ghosts of Sleath. 4. Allan Folsom: The Day after Tomorrow. 5. Terry Pratchett: Soul Music. 6. Minette Walters: The Scold's Bridle. 7. Jack Higgins: On Dangerous Ground. 8. lan M. Banks: Feersum Endjinn. 9. Peter Hoeg: Miss Smilla’s Feeling for Snow. 10. Lindsey Davis: Last Act in Palmyra. Rit almerms eölis: 1. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 2. Stephen Hawking: A Brief History of Time. 3. Eric Newby: A Small Place in Italy. 4. Ffyona Campbell: On Foot through Africa. 5. Jung Chang: Wild Swans 6. Julian Barnes: Letters from London. 7. Steven Pínker: The Language Instinct. 8. Andy McNab: Bravo Two Zero. 9. Margaret Thatcher: The Downing Street Years. 10. Christina Noble: A Bridge across my Sorrows. (Bvggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Juliane Preisler: Kysse Marie. 2. Jung Chang: Vilde svaner. 3. Jostein Gaarder: Sofies verden. 4. Jorn Riel: En underlig duel. 5. Hanne-Vibeke Holst: Tíl sommer. 6. Kirsten Hammann: Vera Winkelwir. 7. A. de Saint-Exupéry: Den lille prins. (Byggt á Politiken Sondag) Vísindi Selir ekki eins fjöl- lyndir og talið var Selir halda sig við sama makann ár eftir ár eftir ár. Gátaúrbylt- ingunni leyst Franskir vísindamenn segjast hafa afsannað opinbera frásögn af dauða sonar Loðvíks 16. kon- ungs, sem var tekinn af lífi í frönsku byltingunni. Með aðstoö nýjustu tölvutækni komust þeir að því að líkið sem átti að vera af 10 ára gömlum syni kóngsa var í raun af 14 ára dreng. Sá piltur mun hins vegar hafa verið mjög líkur prinsinum. Sagt var að prinsirm heföí látist úr beinasjúkdómi áriö 1795. Þeirri spurningu er hins vegar ósvarað hvað hafi orðið af hinum raunverulega prinsi. Plastfyllingar vondar I kjölfar umræðunnar um skað- semi kvikasilfurs í tannfyllingum hafa komlð fram upptýsíngar um að tanníyllingar úr plasti geti verið hættulegar. Spænsk rann- sókn, sem gerð var við háskóiann í Granada, sýnir að plastfyllingar gefi frá sér sterkt estrógenefni. Vísindamennimir rannsökuðu ýmsar tegundir plastffyllinga og í ljós kom aö þær eru verstar sem notaðar eru í litlar holur. Fylling- ar þessar eru mest notaðar í tenn- ur bama. Estrógenefni eru sett i samband við ýmsar tegundir krabbameins. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson „Þetta er rómantísk saga. Þessi tvö kunna svo sannarlega að meta hvort annað," segir Bill Amos, erfðafræð- ingur við Cambridge háskólann í Englandi. Og hann er ekki að tala um mann og konu, heldur seli, brim- il og urtu. Umræddur brimill lætur sig hafa það að klöngrast yfir urð og grjót við strendur Bretlands til að eiga eldheitan ástarfund með sinni héittelskuðu í eina klukkustund eða svo, einu sinni á ári. Selir eru nefnilega ekki eins fjöl- lyndir og vísindamenn hugðu fram að þessu. Við rannsóknir sínar komust Amos og félagar hans að því aö þegar ástar- líf við þlettaströnd er annars vegar, eru mannastælarnir ekki endilega þaö sem hrífur kvenpeninginn. Stóra, freka og árásargjama brimlin- um, sem ryður sér leið inn í miðja selaþvöguna, verður ekki endilega meira ágengt en htla rólyndisnáung- anum sem ekkert er að trana sér fram. „Ruminum í miðjunni gengur bet- ur en meðalbrimlinum en ekki neitt mikið betur,“ segir Amos. Og þegar karhnn hefur á annað borð fangað hjarta konunnar, er ekkert ólíklegt að þau eigi ástarfundi ár eftir ár í skjóli einhvers vindbarins kletts. Flest spendýr eru fjöllynd. Ef tak- mark kynlífs er að viðhalda tegund- inni, er ekkert óeðlilegt að karldýrið eðli sig með eins mörgum kvendýr- um og hann hefur tækifæri og orku til. Þá er heldur ekkert óeðhlegt að kvendýrið sæki i sterk karldýr svo auknar líkur verði á því að afkvæm- in komist á legg í heimi þar sem rán- dýr og dauðagildrur eru á hverju strái. Líffræðingar sem fylgdust með út- sel héldu lengi vel aö hann væri líka fjölljudur. En fyrir tilstilli sam- eindaerfðafræðinnar eru þeir nú famir að endurmeta þá afstöðu sína. Amos segir að hann og félagar hans hafi notað DNA-sýnishorn til aö fylla upp í þau gögn sem þeir öfluðu sér með því að fylgjast með selunum þar sem þeir voru í makaleit, á árunum 1986-89. Ekki er það svo gott að brimlarnir haldi sig við eina urtu alla sína hunds- og kattartíð. Vísindamönnun- um til nokkurrar undrunar kom hins vegar í ljós að fjölmargir brimlar áttu stefnumót við sömu urtuna ár eftir ár. Sennilegt þykir að þeir hafi runn- ið á lyktina eða þekkt hana á litablæ- brigðum í feldi hennar. Forfaðirinn fundinn Bandaríski fremdardýrafræð- ingurinn Elwyn Simons hefur fundið steingerðan forfaðir apa og manna úti í eyöimörkinni skammt frá Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Dýr þetta, sem kall- að er catopithecus, var uppi fyrir 36 milljónum ára og lifði á skor- dýrum og laufblöðum. Simons telur að steingerð haus- kúpan ogkjálkabeinið sýni glögg- lega að dýrið hafi tilheyrt flokki fremdardýra en maðurinn er í þeim flokki, segir hann í tímarit- ínu Science. Steingervingamir sem Simons byggir niðurstöður sínar á fund- ust á árunum 1992 og 1993. í genum að pissa undir Danskur vísindamaður við Kaupmannahafnarháskóla, Hans Eiberg að nafni, telur ekki útílok- að að sumir þeirra sem pissa undir eftir að flestir aðrir eru hættir því geri það vegna gens sem viðkomandi hefur erft frá fóður eða móður. Eiber rannsakaði börn sem pissuðu enn undir þegar þau voru orðin sex eða sjo ára. Hann telur að í einhvetjum tilvikum sé orsakanna að leita í geni við krómósóm 13. Niðurstöðurnar gætu leitt til þess að betri lækning fáist við þessum kvilla, Flest börn læra að hafa stjórn á blöðrunni að nóttu til áður en þau byrja í skóla en ýmsar ástæð- ur, m.a. sálrænar, geta leitt til þess að bæöi hörn og fullorðnir fari að væta rúm sín á nóttunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.