Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 15 — DV-mynd BG Hamingjusam- astir í heimi Útlendingar hafa gjarnan undrað sig á alvörugefnu og oft mold- vörpulegu viðmóti okkar íslend- inga þegar við göngum um götur með höfuðið niðri í bringu, hendur á kafi í frakkavösum og yrðum að sjálfsögðu ekki á bláókunnugt fólk að ástæðulausu. Þó við göngum ekki glottandi um stræti og torg erum við hins vegar allra þjóða ánægðust með lífið og tilveruna. Þetta vissum við nú raunar alltaf í hjarta okkar en fyr- ir aðra, sem hafa leyft sér að efast um ánægjulegt viðmót og jafnvel geðheilsu þjóðarinnar í svartasta skammdeginu, er þetta staðfest enn á ný í nýrri Gallupkönnun. Bestir í hamingjunni Könnun Gallups var framkvæmd í apríl og maí á þessu ári í 18 lönd- um, eða hjá um það bil 60 prósent- um jarðarbúa. Það er ekki að spyija að gamla, góða keppnisandanum því í könn- uninni skutum við aftur fyrir okk- ur stórþjóðum á borð við Kanada- menn, Þjóðveija og Bandaríkja- menn. Þetta afrekuðum við án þess að miða við höfðatölu. Að vísu kepptum við ekki til úrslita á HM í handbolta og misstum reyndar af Bermúdaskálinni en það skal eng- inn hafa það af okkur að við erum bestir í hamingjunni. Áttatíu og sjö prósent íslendinga svöruðu því til í könnuninni að þeir væru mjög ánægðir eða frem- ur ánægðir með lífið. Einungis 5 prósent voru hins vegar hundóá- nægð og eru það sjálfsagt aðeins þeir einstaklingar sem þeir rekast á, þessir útlendingar sem mestar áhyggjur hafa af viðmóti okkar. Kanadamenn eru álíka ánægðir og íslendingar með lífið og tilver- una. Áttatíu og átta prósent þeirra telja sig ánægða en 11 prósent eru óánægð. Næstir koma Þjóðveijar, Taílendingar og Bandaríkjamenn í þriðja, fjórða og fimmta sæti. í Mexíkó, landi sólar og sælu, eru hins vegar 36 prósent aðspurðra óánægð. Óánægðastir af öllum eru þó Ungveijar - þar lýsir hálf þjóðin hreiniega frati á lífið og tilveruna. Kátirvíkingar Ástæður fyrir allri þessari ham- ingju íslendinga eru kannski ekki augljósar og víst er að þessar niður- stöður koma okkur sjálfum ætíð mest af öllum á óvart. Eitt er víst að ekki er hægt að rekja hamingj- una til ástandsins í efnahagsmál- unum og skuldasúpu ríkissjóðs, enda er ísland hvergi nærri eins hátt á afkomulistanum og á ham- ingjulistanum hjá Gallup. Því er ekki hægt að tengja hamingjuna við afkomuna, að sögn fróðra manna. íslendingum er það gefið að bera sig ætíð vel á hverju sem dynur. Gæti það hafa komið fram í könn- uninni og skýrt að einhveiju leyti hamingjuna. Þjóðemiseinkenni íslendinga eru talin í mörgu frábrugðin einkenn- um nágrannaþjóðanna og eru þau sérkenni gjaman rakin til uppmna byggðar á íslandi. Sterk menning- ararfleið þjóöarinnar, sem varð til á þjóðveldisöld, er talin hafi lifað að verulegu leyti áfram með þjóð- inni fram til okkar daga. „Hin sér- staka íslenska menning stafar einkaniega af því að hún er fram- hald fornra lífshátta, einræktuð víkingamenning," segir Axel Olrik í bókinni íslensk menning. Stefán Ólafsson, forstöðumaður Félags- vísindastofnunar, hefur meðal annars haldiö því fram að menn- ingararfleifð okkar móti þannig að Laugardagspistill Svafa Grönfeldt vissu marki gildi og lifsstíl nútíma- fólks á íslandi. Eins og alkunna er voru forfeður okkar miklir gleðinnar menn. Milli þess að skjótast í víking af og til og ganga í skrokk hver á öðrum kunnu þeir að njóta lífsins. Fleygðu þeir gjarnan fram kaldhæðnisleg- um spakmælum og rímum þó syrti í álinn. Aidrei létu þeir bilbug á sér finna þó himinn og jörð væru að farast, knörrinn að sökkva eða orr- ustan að tapast. Víkingaandi Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá víkingatímanum. í því hraða samfélagi sem við búum í, með síauknum samskiptum við um- heiminn og framþróun í fjölmiðl- unartækni, skyldi maður ætla að áhrif víkinganna færu dvínandi og annars konar menningaráhrif yrðu meira áberandi. Því fer þó víðs fjarri. Til viðbótar við víkingagleð- ina, sem okkur er í blóð borin og kemur fram í könnunum Gallups, svífur nú hreinræktaður víkinga- andi yfir vötnum í Hafnarfirði. Vík- ingatíminn er þar í fullum blóma og hafa menn lagt áherslu á að skapa andrúmsloft tímans frá ár- inu 874 til 930 með viðeigandi gleði- látum og bardögum. Glaðastir eru þó væntanlega Hafnfirðingar og aðstandendur hátíðarinnar því búist er við 12 til 15 þúsund gestum, svo fremi að hitastigið skríði yfir 4 gráður. Nútímavíkingar Ævintýraþrá nútímavíkinga virðist þó heldur hafa dvínað frá því fyrr á öldum þar sem þeir treystu sér ekki til að feta í fótspor forfeðranna og sigla til íslands. Þetta sýnir nú að sem betur fer hafa nútímamenn vitkast eitthvað með árunum og senda fleyin meö Eimskip og fljúgja sjálfir í þægind- um með Flugleiðum. Það er óneit- anlega betri kostur en hafvillur og úfinn sjór. Telja má öldungis óvíst að þeir hefðu nokkurn tíma ram- bað á þessa eyju úti í reginhafi frek- ar en forfeður okkar sem frægir urðu fyrir að lenda á hinum ólík- legustu stöðum á ferðum sínum til og frá landinu. Sjómennskuhæfileikar nútíma- víkinga í Hafnarfirði virðast einnig heldur slakari en forfeðranna því taka þurfti fleyin í tog þegar sigla átti seglum þöndum frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Það getur enginn efast um að þó svo fífldirfska og ævintýraþrá nú- tímavíkinga dvini og við verðum þrælar hægindastóla nútímans, fjarstýringa og öruggari ferðamáta þá rennur enn í okkur víkingablóð. Víkingarnir voru gleðinnar menn og svo erum við. Hamingjunni sé lof Við eigum heimsmet í hamingju en annað heimsmet eigum við líka og þaö er í verkfóllum. Þeir sem efast sjálfsagt einna mest um sann- leiksgildi hamingjumælinganna eru eflaust atvinnurekendur og sáttasemjari ríkisins. Eftir kenn- araverkfall, flugfreyjuverkfall, bíl- sjóraverkfall, bakarasveinaverk- fall, álversverkfall, farmannaverk- fall og nú síðast sjómannaverkfall hljóta þessir aðilar að efast um hamingju viðsemjenda sinna. Deilur um kaup og kjör hafa sett svip sinn á undanfarna mánuði. Peningar veita okkur ef til vill ekki ánægju í sjálfu sér en þeir gera okkur kleift að uppfylla þær þarfir sem við teljum að veiti okkur ánægju í lífinu. Ýmislegt annað en peningar skipta þó máli varðandi ánægju okkar í vinnunni en pen- ingar eru í raun stærsti vinnuhvat- inn. Fólk vinnur hins vegar ekki einungis peninganna vegna en ef þeir væru ekki til staðar, hversu margir ætli myndu mæta til vinnu á mánudag? Augljóst er að óánægðir starfs- menn mæta verr til vinnu en ánægðir en auk þess hafa fjölmarg- ar rannsóknir sýnt aö ánægðir starfsmenn búa við betri heilsu og lifa lengur en óánægðir. íslending- ar eru og verða hundóánægöir með launin enda viljum við halda í þessi örfáu heimsmet sem viö eigum. Hamingjan heldur hins vegar í okkur lífinu og verðum við nær allra karla og kerlinga elst. Ham- ingjunni sé lof fyrir víkingana!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.