Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 2
2 SÍDA — ÞJ6.PVILJINN Helgin 14,— 15. febrúar 1981 skammtur Af köldu borði Það bar helst til tíðinda í vikunni að Ölaf ur Jóhannesson sagði f leyg orð á f undi utanríkis- nefndar og við nafna sinn Ragnar Grímsson: „Þið étið þetta allt, eins og allt annað". Já, minna mátti það nú varla vera. Og hvað var það svo sem Ólafur R. Grímsson og kompaní áttu þannig að hest- húsa? Nú, ekki annað en þrjú ný vind- vatns- skot- og sprengjuheld f lugskýli, sem nú stend- ur til að reisa á Kef lavikurf lugvelli. Að vísu sagði Ölaf ur Jóh. í greinargerð að skýlin væru ekki af óeðlilegri stærð — 345 fermetrar að f latarmáli hvert#150 f eta löng, 80 f eta breið og 30 fet á hæð. Og sérstaklega tók ráðherrann fram, að þau kæmu til með að falla vel að landslaginu. Það er semsagt ekki neinn smábiti sem Óli Jó ætlar þingmönnum Alþýðubandalagsins að kyngja. Hitt er ráðherranum ef til vill ekki jaf n I jóst en það er að með þessum orðum er hann að hef ja þingmenn Alþýðubandalagsins til þess vegs, sem á öldum áður þótti hvað mestur á fslandi. Þá voru nef nilega mannkostir manna að nokkru mældir eftir neysluvenjum. AAestir þóttu þeir garpar, sem snæddu skildi sína og bruddu járn, eða hvað er ekki sagt um Þorgeir Hávarsson í góðri bók: „Svo elskurgerðistÞorgeir að járni að hann bar heim í rekkju sína ryðjárn sem hann fann a förnum vegi og svaf á því". Þá var siður að vega verkmönnum út skreið og viðbit til viku í senn. Þorgeir seldi húskörlum smjörskammt sinn fyrir járn, kvað sér þykja lítilmannlegt að éta smjör, „er oss járn skapfelldara". Og á öðrum stað segir Þorgeir: „AAarga dimma nótt hef ég risið á fætur þá aðrir menn sváf u, og mundað vopnum mínum og bitið í skjaldarrendur af óstýrilegri fýst þeirrar frægðar sem hlýst af því að vega menn og ráða fyrir heiminum; ellegar falla við góðan orðstír." Sagt er að járnkræsingar Þorgeirs og hans líka, hafi til forna verið nefndar „kalt borð" og hefur fyrirbrigðið verið haft í hávegum allt til þessa dags einkum í veislusölum þeirra, sem hafa sér járn til viðurværis og tel ja það til dáða að höggva mann ok annan. Sumir hafa að vísu haldið því fram að kjarnorkusprengj uheld f lugvélaskýli á Keflavíkurflugvelli yrðu einhverjum fullhörð undir tönn, og hefur mönnum jafnvel dottið í hug að ef til vill þyrfti að varpa nokkrum megatonnum af kjarnorkusprengjum á þau — og þá með nif teind í polegg — áður en þau yrðu étin „eins og allt annað". Það yrði víst kræsileg kássa. En Ólafur Jóhannesson er ekki sá eini úr öldungadeild Framsóknarflokksins, sem sagt hefur „hó!" uppá síðkastið. Nú hefur Þórarinn Tímaritstjóri kvatt sér hljóðs og upplýst nokkuð, sem allir vissu þó fyrir, en það er að kommúnistar stjórni menningarmálum AAorgunblaðsins. Nú, auðvitað. Einhverjir verða að gera það, og ekki geta Sjálfstæðismenn það. Vissu fleiri, en þögðu þó. Hitt vita færri, að það gengur fjöllunum hærra í bænum að kommúnistar séu búnir að ná undirtökunum í útgáfufélagi AAorgunblaðsins Árvakri, og það hefur lengi verið opinbert leyndarmál að fylgi sitt á íslandi eiga kommúnistar fyrst og fremst að þakka skrifum AAorgunblaðsins. Þess vegna kom það dálítið flatt uppá marga, þegar höfundur Staksteina sagði orðrétt á f immtudaginn var i AAorgunblaðinu: „Höfuðandstæðingur kommúnismans á (slandi er AAorgunblaðið og sá,sem ekki veit það, sefur pólitískum Þyrnirósarsvefni". Svo að samlikingunni sé haldið áfram, þá má hugsa sér að ritstjóri AAorgunblaðsins sé Þyrnirós, en að ritstjóri Þjóðviljans veki hana af „þyrnirósarsvefninum", og þá væntanlega með kossi (fýbjakk). Og þegar prinsinn nálgast þannig hvílubeð Þyrnirósar hvíslar hann svo undurblítt: „Vakna þú mín Þyrnirós, Þyrnirós, Þyrnirós! vakna þú mín Þyrnirós. Þyrnirós!" Og Styrmir leysir svefninn, rís upp við dogg og geispar, en allir syngja: „Og þá var kátt í höilinni, höllinni, höllinni, og þá var kátt í AAorgunblaðs- höllinni." Flosi Af sérstökum ástæðum hefur Skráargatið nú feng- ið svolitla slagsíðu til Not- aðs og nýs og eru lesendur beðnir um skilning á slíkri uppákomu. Hvað er einn flokkur milli vina? Hugsjónamenn sameinast Gunnar og Geir hafa sæst heilum sáttum að þvi er kunnugir herma og fer þó leynt. Hittust þeir fyrir skemmstu svo fáir vissu og fór þá svofellt samtal á milli þeirra: Geir minn, sagöi Gunnar, ég fyrirgef þér allan ótugtarskap við mig og mina stjórn. Þú mátt verða minn aðstoöarmaöur hve- nær sem þú vilt. — Þakka þér göfugmennskuna, kæri Gunnar, sagði Geir. Ég skal heldur ekki erfa það við þig þótt þú kallir mig flokksbrot eða eitt- hvað þaðan af smærra. Hinir sið- ustu munu verða fyrstir, eins og þú veist. < — Ætli ekki það, ætli ekki þaö gamli vin. Og ég læt þér for- mennskuna eftir, sagði Gunnar. Sit þú i friði og sæmd hárri. — Nei hvaöa, hvaða, sagöi Geir. Mér dettur ekki i hug að krefjast neinna óskynsamlegra fórna af þér. Ég segi auðvitað af mér. Til hvers er að púkka upp á það sem mölur og ryð grandar og Rússar sprengja i loft upp þegar minnst varir? — Já satt segiröu, Geir minn, sagði Gunnar. Og þegar öllu er á botninn hvolft: hvað er einn skit- inn stjórnmálaflokkur milli vina? Sjálfstæöisflokkar koma og fara, en við... — En viö blifum, sagði Geir. Já ég skil hvað þú meinar... Niðurstaðan af fundi þeirra var sú, að þeir ætla aði leggja til aö Sjálfstæöisflokkurinn verði for- mannslaus svo að betur verði tryggt lýðræöi og valddreifing i flokknum. Þess i stað verða kosn- ir fimm varaformenn. Nýtt félag Varöberg, félag Natóvina og Samtök herstöövaandstæðinga hafa ákveðið að gera með sér bandalag. Skal það vera I þvi formi, að hver áhugamaður hafi tvöfalda félagsaöild, annars- vegar i eigin félagi, hinsvegar i hinu nýja bandalagi sem heitir BAH, Bandalag áhugamanna um hermál. Hugmyndin að stofnun þess- ara þörfu samtaka er komin frá Varðbergi. Segir i greinargerð frá samtökunum, að löngu séu Varðbergir orðnir leiðir á deyfð I félagslifi, sem jafnvel uppörvandi reisur til Brilssel og Northfolk, Virginia, geti ekki lengur hleypt fjöri I. Maöur nennir ekki að vera alltaf að skemmta sér með fólki sem hugsar nákvæmlega eins og maður sjálfur, segir einn af stjórnarmönnum Varöbergs i við- tali við Notaö Skráargat. Eða horfa alltaf á sömu andskotans stjórnborðin og einhverjar plat- eldflaugar. Maður verður aö fá uppörvun! Meiningin er sú, að úr þvi að meölimir þessara samtaka hafa báöir sömu áhugamál, sumsé varnir og varnarleysi, vigbún- aðarkapphlaup og afvopnun, þá muni félagsmenn eflast mjög að þekkingu, hugsjónakappi, rökvisi og mælsku, ef þeir brýna gogginn hvur á öörum reglulega. Munu þvi allir fundir þessara samtaka sameiginlegir hér eftir. Nema undirbúningsfundir aðalfunda, þar sem hvor samtök tilnefna jafnmarga menn i heildarstjórn BÁH. Verndari samtakanna verö- ur sendiráö Kinverska alþýðulýð- veldisins I Reykjavik. Indriði: hann hefur þetta merki- lega viðernaskyn. Kjarvalssögu lokið Þau gleðitiðindi hafa borist að Indriði G. Þorsteinsson hafi lokiö viö ævisögu Kjarvals, sem hann hefur verið að skrifa undanfarin ár, og er það löngu fyrir timann. Haft er fyrir satt aö i ritinu komi Indriöi glæsilega á óvart með frábærlega næmri túlkun á hinum einstöku áföngum i þeirri litaþróun hjá Kjarval sem átti ár og sið i heiftarspennandi viður- eign við linuna. Hefur Indriöi gengiö i tima til Aðalsteins Ingólfssonar listfræöings til að átta sig betur á þessum hlutum Aðalsteinn segir Indriða einkar glöggan nemanda. Hann hefur, segir hann, þetta sérstæða víð- ernaskyn Islenska hestsins, sem er svo dýrmætt þegar byggt skal upp fræðilegt næmi fyrir meiri- háttar málverkum, ekki sist þeim sem fara yfir tvo fermetra I flöt- inn. Indriöi hefur afsalað sér öllum ritlaunum fyrir bókina, einnig þeim sem hann hafði fengið fyrir- fram. Hefur hann ákveöið, aö af þessum peningum skuli stofna sjóö til eflingar frjálsri menn- ingarstarfsemi, einkum leikstarf- semi. Alþýðuleikhúsiö verður fyrsti styrkþeginn. Skaði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.