Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 5
Helgin 14.— 15. febrúar 1981 ÞJ6ÐV1LJINN — StDA 5 Undir forystu afsettu leiötoganna. En hver er þá stefna hins nýja leiðtoga Sjálfstæöis- flokksins? Hún birtist við af- greiðslu fjárhagsáætlunar ársins 1981. Þar var lagt til að lækka fjárveitingar til ýmissa liða um samtals 1981 miljón króna. Aðeins fimm gjaldaliðir (rekstrarliðir) voru sérstaklega tilgreindir til lækkunar, þ.e. Árbæjarsafn, styrkur til Jafnréttisráðs, styrkur til Torfu- samtakanna, framlag til Strætis- vagna Reykjavikur og framlag til Framkvæmdasjóðs. Auk þessara rekstrarliða var lagt til að lækka fjárveitingar til launabreytinga (vegna hækkunar visitölu) um 500 miljónir króna, sem bendir til þess að annað hvort hafi Sjálfstæðismenn i borgarstjórn meiri trú á áhrifum efnahagsaðgerða rikisstjórnar- innar en nokkrir aðrir i landinu eða að þeir séu að boða þann vilja sinn að greiða ekki starfsmönn- um borgarinnar umsamdar visi- tölubætur. Aðrar lækkunartillögur þeirra eru loðnari og yfirborðskenndari. Þannig lögðu þeir til að lækka bifreiðakostnað nokkurra stofn- ana án þess að benda á leiðir eða hve mikið skuli lækka hjá hverri. Þá lögðu þeir til að framlag til nýbyggingar gatna og holræsa lækkaði um 5% án þess að tiltaka nokkra framkvæmd sem þeir telja að megi falia niður. Þeir vildu skera niður byggingarframkvæmdir á vegum borgarinnar, — aðrar en byggingarframkvæmdir fyrir aldraða, um nær 400 miljónir króna, án þess að tiltaka hverju mætti fresta eða hvað væri óþarft. Þeir vildu minnka áhaldakaup borgarinnar, einnig án þess að tiltaka hverju ætti að fresta. Aðeins einn lið vildu þeir hækka en það var liðurinn „tekjufærðar eftirstöðvar” sem raunar var hækkaðurum meira en þeir lögðu til skv. tillögu meirihlutans. A móti þessum lækkunum vildu þeir að útsvarsálagningin yrði 11% i stað 11,88%. Sjaldan eða aldrei hafa verið lagðar fram við afgreiðslu fjárhagsáætlunar jafn illa unnar og yfirborðskenndar tillögur. Þó má lesa úr þeim væntanlega stefnunýja leiðtogans, - að draga úr framkvæmdum, og skera niður framlög til menningarstofnana og félagssamtaka og lækka i staðinn álagningu á borgarbúa. En hvað hefur nýi leiðtoginn lagt til að yrði lækkað af tekjustofnum borgarinnar? Það er nauðsynlegt aö gera grein fyrir þvi i heilu lagi til að skilja stefnu hans til fulls. Sjálfstæðismenn i borgarstjórn hafa i tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár lagt til eftirfarandi lækkanir á tekjum borgarinnar: að útsvarstekjur lækkium 2.477 m.kr. að aðstöðugjöld lækkium 1,712 m.kr. að fasteignaskattar lækkium 2,188 m.kr. að lóðaleiga lækkium 266 m.kr. og að gatnagerðargjöld verðium 220 m.kr. lægri en áætlun gerir ráð fyrir. Samtals eru þetta 6.823 miljónir króna. Allar fjárveitingar á yfir- standandi ári til byggingarfram- kvæmda.s.s. til skólabygginga, borgarbókasafns, æskulýðs- heimila, iþróttamannavirkja, borgarleikhúss, sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, barnaheimila svo nokkuð sé tilgreint, þ.e. allar byggingarframkvæmdir aðrar en byggingarframkvæmdir vegna aldraðra (sem þeir vilja ekki lækka) nema 5.512 miljónum króna! öll áhaldakaup vegna sjúkrahúsa, skóla, menningar- mála, iþróttamáia og félagsmála nema samtals 1.002 miljónum! Þótt hætt yrði við allar framkvæmdir hér að ofan og öll áhaldakaup þá myndi samt vera eftir að skera niður 309 miljónir króna tii aö mæta lækkunartillög- um nýja ieiðtogans. Það er vonandi hverjum manni ljóst að menn með slikar hug- myndir eins og birtast I tillögum Sjálfstæðismanna mega auðvitað aldrei komast i aðstöðu til aö framkvæma þær. Undirbúningsnefnd á fundi nýlega. A myndina vantar 4 fulltrúa. en i nefndinni er einn fulltrúi fvrir hvert hinna 13 barna sr. Jóns, er niðja eignuðust. Reykhlíðingar koma saman á tveggja alda afmæli ættföðurins Unnið er nú að' lokaundirbún- ingi móts þess, er niðjar sr. Jóns Þorsteinssonar, ættföður Reykja- hliðarættarinnar, efna til sunnu- daginn 22. febrúar næstkomandiá tveggja alda afmæli hans. Mótið hefst i veitingahúsinu Sigtúni við Suðurlandsbraut kl. 3 e.h. með dagskrá og kaffi- drykkju. Er þess vænst, að þang- að komi ungir og gamlir, bæði ættmenn og tengdafólk. Þeir, sem taka vilja þátt i sameiginlegu borðhaldi um kvöldið kl. 8, þurfa að gera sérstaklega viðvart um það i sima 85073 (skrifstofusima Sigtúns) mánud., þriðjud. og mið- vikud. 16.—18. febrúar kl. 4—6. Musica Nova starfar A áratugnum 1960-70 starfaði hér á landi félagsskapur tón- listarmanna sem hét Musica Nova og mörgum er enn i fersku minni. Þessi félagsskapur hefur nú verið endurvakinn eftir rúm- Iega tiu ára hlé á starfseminni. i nýkjörinni stjórn Musica Nova eru þau Manuela Wiesler, formaður, Súorri Sigfús Birgisson og Leifur Þórarinsson. Að sögn Leifs Þórarinssonar var félagið endurvakið vegna þess að hér á landi hefur legið niðri kynning á nýrri útlendri tón- list og jafnframt hefur vantað fyrirtæki sem ýtti undir islenska tónsmið með þvi aö panta tón- verk, flytja þau á tónleikum og gefa þau út á plötum. Starfsemin verður þriþætt. 1 fyrsta lagi er gert ráð fyrir að hljóðfæraleikarar láti i ljós óskir um tónverk og sendi inn pantanir, sem teknar verða fyrir af nefnd á ný sem i eiga sæti þau Helga Ingólts- dóttir semballeikari, Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari og Kristján Daviðsson listmálari. Nefndin sér um að panta verkin hjá viðkomandi tónskáldum. 1 öðru lagi er gert ráð fyrir fernum tónleikum á ári, og verður frum- flutt a.m.k. eitt nýtt islenskt tón- verk á hverjum tónleikum. I þriðja lagi verða þessi tónverk svo gefin út á plötum. I byrjun mai verða haldnir kynningartónleikar, þar sem flutt verður islenskt tónverk sem tólf islensk tónskáld semja i samein- ingu, og einnig verk eftir nokkur erlend tónskáld sem hafa haft hvað mest áhrif á 20. öld: Edgar Varese, Anton Webern og Petrazzi. Musica Nova er opin öllum þeim sem áhuga hafa á nýrri tón- list, islenskri sem erlendri. —ih Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin i Alþýðuhúsinu laugardag- inn 14. febrúar. Húsið opnað kl. 19. Borðhald hefst kl. 20. Miðasala við innganginn. Gestur kvöldsins er Auður Haralds rit- höfundur. Gunnar Jónsson leikur á gitar. Auk þess munu í'élagar ABA fremja ýmis- konar uppákomur. Hljómsveitin Jamaica leikur fyrir dansi. Miðapantanir teknar i simum: 23871 iKatrin) 25363 (lngibjörg) 21740 (Hildigunnur) jrjrjrjrjrjrjrjrjrjfjrjrjr ÚTBOÐ Stjórn verkamannabústaða í Ileykjavik óskar eftir tilboðum i málun 6Ö raðhúsaibúða i Hoiahverfi. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. frá og með föstud. 13. tebr. gegn 300 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, mánud. 2. mars kl. 15. Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik. _ Lækningastofa Hef opnað lækningastofu i Domus Medica, Egilsgötu 3, 5.hæð. Viðtalspantanir i sima 15477. Gunnar Valtýsson læknir Sérgrein: Almennar lyflækningar, inn- kirtla- og efnaskiptasjúkdómar (sykur- sýki). FALLEGT OG STERKT Þú getur valiö um 11 gerðir eldhusa frá NOREMA í mismunandi verðflokkum. Allar eiga þær það sameiginlegt, að vera fallegar og sterkar. Við gerð þessara innréttinga hefur verið lögð sérstök áhersla á að þær þyldu mikla notkun. Við veitum þér allar ráðleggingar og gerum þér verðtilboð þér að kostnaðarlausu og án nokkurra skuldbindinga. Hringdu eða komdu, og fáðu litprentaðan bækling frá Norema SNOREMA Innréttíngahúsið Háteigsvegi 3 Verslun sími 27344

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.