Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 18
lg StÐft — ÞJÓDVÍLlíNN' ' Helgin. 14:— 15. febrúar 1981 Örtölvu- Skipulagslaus tækniþróun byltingin hættuleg vinnandi fólki Ekk i seinna vænna að umræða hefjist í stéttarfélögunum „Tækni er ekki skrimsli sem ber að forðast. Póstmenn eiga að vera jákvæðir, en þó gagnrýnir á nýjungar”, segja þeir Sævar Einarsson og Guðjón L. Sigurðs- son, starfsmenn Póstgiróstofunn- ar, i niðurlagi greinar um tölvur i póstþjónustunni i siðasta ,,Póst- mannablaði”, en að þvi er Guðjón sagði i viðtali við Þjóðviljann hef- ur Póstmannafélagið enn sem komiðer ekkert rætt væntanlegar breytingar né viðbrögð við þeim, þótt jafnvel geti komið til, að byrjað verði á tölvuvæðingu póst- stöðva þegar á þessu ári eða þvi næsta. Eins og fram kom i fyrri grein um Ortölvubyltinguna, sem birt- ist i Sunnudagsblaði Þjóðviljans 7.-8. febrúar sl., er þvi spáð i Vestur-Evrópu, að tölvustýrðar póstsamgöngur muni hafa veru- leg áhrif á atvinnuhorfur á þvi sviði á komandi áratug. I V-Þýskalandi er t.d. búist við mikilli fækkun starfsfólks vegna tölvutækni á pósthúsunum, en á móti, að til verði vegna tækninnar nýjar stöður sem svara til uþb. 2/3 af þeim gömlu. Þar og viðar fer nú fram mikil umræða um hvernig mæta skuli og aðlaga sig tölvutækninni af hálfu stéttar- félaganna, en hér er umræðan vart hafin. I póstinum hér eru tölvur að- eins notaðar hjá Póstgiróstofunni og fengu blaðamenn Þjóðviljans að skoða starfsemina þar nú i vik- unni. Að sögn Guðjóns L. Sígurðs- sonar er þar um inntaksvinnslu að ræða, sem siðan er fullunnin hjá Skýrsluvélum rikisins, sem Myndir: eik Viðtal: vh Litið inn á einu tölvuvæddu deild póstsins — Póstgíróstofuna reyndar hefur aðsetur i næsta húsi, og eru niðurstöðurnar svo sendar jafnhraðan til baka til Póstgiróstofunnar. Hún þjónar nú sem reikningsstofnun fyrir öll pósthús landsins, tæpíega 100 talsins.og fara gegnum stofnun- ina um miljón færslur á ári vegna orlofskerfisins og annað eins vegna giróþjónustunnar, sagði Guðjón. Þegar Póstgiróstofan tók til starfa 1971 var hún eingöngu með giróþjónustuna, en tók við orlofs- reikningshaldinu 1973. Orlofs- verkefnið var frá byrjun unnið með tölvum, en tölvuvinnsla girósins hófst ekki fyrr en 1978. Framað þvi var kortabókhald og var álagið stundum gifurlegt, toppar mynduðust og fólk var að vinna kvöld og helgar til að anna verkefnunum. —Með tölvunum duttu topparn- ir niður og nú finnum við ekki eins fyrir áramótum og mánaðamót- um, segir Guðjón. Væri nú hægt að auka talsvert færslufjölda og afgreiðslur án þess að fjölga starfsfólki. En vinnubrögð hafa lika breyst, þannig að nú er aðal- vinnslan i tölvunum á kvöldin, er unnið á vöktum og allar innlagnir og útborganir td. dagsins i dag færðarinn og komnar inná reikn- inga á morgun. Af 32 manna starfsliði stofnunarinnar eru 8 á þessum vöktum, en auk þess höf- um við varafólk sem kalla má inn á kvöldin á sérstökum álagsdög- um. Það kemur fram, að starfsliði Póstgiróstofunnar hefur ekki fækkaðmeð tölvunum, en þvihef- ur heldur ekki fjölgað þrátt fyrir aukin verkefni, sem enn má auka án fjölgunar starfsfólks. Sem dæmi má taka nýjasta tækið OCR-tölvulesarann svokallaða, sem er hið eina sinnar tegundar hér á landi fyrir utan það sem Reiknistofa bankanna hefur og les tölvurákina neðst á nýju giró- seðlunum og á ávisanaeyðublöð- um bankanna. Áður var þetta allt skráð og voru 6 manns i skrán- ingu. Nú eru 3 i henni, en 2 vinna við lesarann. Þetta virðist kannski ekki mikill sparnaður i starfskrafti, en áður þurfti að leita til Reiknistofu bankanna með lesturinn og framundan er jafnframt breyting á ýmsum öðrum skjölum Póst- og sima- málastofnunarinnar, svo sem á færsluseðlum, úttektarseðlum og fl., sem breytt verður i OCR skjöl og „lesin” hjá Póstgiró. Tölvuvæðing póststöðvanna sem framundan er taldi Guðjón, að mundi ekki fækka starfsliði póstsins hér á landi að marki' vegna þess hve pósthúsin eru yfirleitt litil nema þá kannski i Reykjavik. Hitt gæti orðið vanda- mál fyrir starfandi póstmenn, sagði hann, að þeir væru þess varla búnir að taka við störfum við tölvurnar. Með grein sinni i „Póstmannablaðinu” væru þeir Sævar að reyna að vekja upp um- ræður félagsmanna, en enginn formlegur undirbúningur hefði enn farið fram af hálfu stéttar- félagsins, engin námskeið, engin umræða, ekkert, og væri ekki seinna vænna að hefjast handa ef póstmenn ætluðu ekki að vikja fyrir öðrum við þessi nýju störf. T.d. gæti farið svo, að simamenn, sem eru undir sömu stofnun, þótt Guðjón L. Sigurðsson á Póstgiróstofunni: Reynum að vekja upp umræður. Þorgeröur Kristjánsdóttir við innskrift- Guðrún Olafsdóttir við nýjasta tækið - tölvulesarann. i öðru félagi séu, krefðust þess að sitja að þessari vinnu á þeim for- sendum, að þeir hefðu fram að þessu verið i tænistörfum stofn- unarinnar. — Við höfum áhuga á þvi fyrst og fremst að f á fólkið til að taka á þessum málum, sagði hann. Það er svo ótal margt sem þarf að athuga i þessu sambandi gagn- vart vinnandi fólki; tökum t.d. bara það hvernig vinnutiminn kann að breytast — það verður jú að nýta dýran vélabúnað. Hvern- ig verður brugðist við breyttum vinnudegi? Hvernig verður menntun starfsfólksins háttað og hver verða launin? Þetta getur orðið hættuleg þróun. — Ertu á móti henni? — Ég er ekki á móti henni, en hún er algerlega skipulagslaus hér á landi. Þetta hellist yfir okk- ur, á þvi er enginn vafi, en hér sit- ur hver i sinu horni og leysir sitt, en ekkert heildarskipulag er til á málunum. Það getur orðið hættu- legt, bæði vinnandi fólki og þjóð- félaginu i heild. —vh E§S8ílÍ?ÍIÍ Hrafn Sæmundsson prentari: Spurningin um framtíð mannkyns „Tölvan er staðreynd og það þýðir ekkert að ber jast gegn tækninni. Það þarf hins vegar að kanna hvaða áhrif hún hefur og verka- lýðshreyfingin þarf að móta kröfur sínar í sam- ræmi við þær niðurstöður", sagði Hrafn Sæmundsson prentari í samtali við Þjóð- viljann. Hrafn hefur fylgst vel með tölvubyltingunni, enda er kunnara en frá þurf i að segja að prentarar hafa þegar látið tölvumál- in til sín taka í kjarasamn- ingum. Hrafn sagði að sér fyndist brýnast að snúa umræðunni um tölvumál frá möguleikum tölv- anna að þvi að gera upp þau dæmi sem þegar eru til staðar. 1 frysti- iðnaðinum á Isafirði er verið að smiða 3. eininga tölvustýrð tæki sem m.a. eigaaðsjá um viktun og pökkun. 1 frystihúsi tsbjarnarins er tölvuvæðing þegar hafin. Stór- fyrirtæki eins og Sambandið og sum tryggingafyrirtækjanna hafa stórar tölvur eða eru að kaupa þær. Hvaöa áhrif hafa þær? Fækkar fólkisem vinnur við fyrirtækin, hvað verður um það? Það er vitað að enginn er ráðinn i stað þeirra sem hætta. Hvernig ætlar verkalýðshreyfingin að bregðast við? Hún þarf að vita fyrir hverju hún ætlar að berjast Við getum sagt okkur sjálf að ef vel tekst til á tsafirði verður frystiiðnaðurinn um allt land tölvuvæddur. Hvað verður um það fólk sem missir vinnu? „Þetta er eins konar öfug iðn- bylting”, sagði Hrafn. „Hér fyrr- um fór allt það vinnuafl sem losn- aði úr framleiðslugreinunum yfir i þjónustugreinarnar, með aukn- um hagvexti og gnótt auðlinda. Nú beinist byltingin að þjónustu- greinunum um leið og auðlindir þverra. Mér sýnist aðeins um tvo kosti að ræða. Annars vegar að framleiða jafn mikið með færra fólki og borga þá hinum atvinnu- leysisbætur, sem er illur kostur þvi fólk þarf að hafa eitthvað fyrir stafni. Hinn er sá að stytta vinnutimann. Tölvutæknin er löngu fram komin, en það sem hefur verið að gerast er það að hún er komin á ódýrt framleiðslustig. Hins vegar var mér sagt frá þvi að nýlega hefði verið grein i New York Times um nýja tölvu sem er i smiðum sem getur tekið ákvarð- anir. Þar með er tölvutæknin komin á annað stig og við hljótum að verða að taka afstöðu til þess að hverju skuli stefnt. Ætlar maðurinn að missa tökin á tækn- inni og gera sjálfan sig óþarfan, eða á að gripa i taumana? Þetta er orðin spurningin um framtið og hamingju mannkynsins”. — ká Gullöld atvinnu- leysis eða frístunda? Það eru aðallega tvær mjög þýðingarmiklar spurningar sem valda heilabrotum i sambandi við afleiðingar þriðju iðnbyltingar- innar (tölvubyltingarinnar Þjv.): I fyrsta lagi: Mun þessi iðnbylt- ing verða til þess að samfélagið verður samfélag atvinnuleysis eða verðúr það samfélag fri- stunda? Og i öðru lagi: Leiðir þriðja iðn- byltingin annarsvegar af sér gull- öld, þar sem maðurinn mun vinna færri og færri vinnustundir sam- timis þviað hann beri meira og meira úr býtum — eða verður hún þess valdandi að meginþorri vinnufærra manna verður at- vinnulaus samtimis þvi að fáir út- valdir standa að baki allri fram- leiðslu? Or grein André Gofz i Rétti 3, 1980, bls. 155.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.