Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN' Helgin 14.— 15. febrúar 1981 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Áuglýsingastjóri: Þorgeir Olalsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson lilaðamenn: Alfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. íþróttafréttamaður: lngólfur Hannesson. Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon. Útlit og hönnun: Guöjon Sveinbjörnsson, Sævar Gúöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Eiias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guðrún Gúðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Símavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Sföumúia 6, Keykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaðaprent hf.. Að þenja eða þétta # Það er staðreynd sem sumum gengur illa að sætta sig við að þensluskeið höfuðborgarinnar er liðið. íbúa- f jöldi hennar hef ur staðið í stað eða farið minnkandi síð- ustu ár. Þenslan hefur orðið í nágrannasveitarfélögum, en horfur eru á því að fjölgun á höfuðborgarsvæðinu í heild verði ekki eins hraðfara í náinni framtíð og verið hef ur. # Ástæðurnar til þess að fólksstraumnum frá lands- byggðinni til höf uðborgarinnar er tekið að linna eru f jöl- margar. Sú þróun hefur staðið í marga áratugi og henni eru takmörk sett. Þá hefur býggðastefna siðasta áratugs með skuttogarabyltingu og atvinnuuppbyggingu veru- leg áhrif. Sambærileg þróun og jafnvel flótti hefur átt sér stað í flestum stærri borgum Norðurlanda á siðasta áratug. # Hér eru á ferðinni það margþættar þjóðfélagsástæð- ur að þó að borgaryfirvöld hafi fullan hug á að hamla gegn þróuninni eru litlar líkur á því að róttækar aðgerðir myndu skila verulegri íbúafjölgun fyrr en að löngum tíma liðnum. # Við þessar aðstæður hefur borgarstjórnarmeiri- hlutinn sett fram aðhaldsstef nu í skipulagsmálum, sem miðar að þéttingu byggðar og betri nýtingu eldri borgar- hverfa. Þetta er tvimælalaust rétt stefna miðað við það að Reykjavík er með dreifðustu borgum í veröldinni með marga nýtingarmöguleika fyrir nýja byggð innan núver- andi byggðarmarka. # Sú stefna að þenja út borgina og f lytja mikinn hluta íbúa eldri borgarhverfa út í ný úthverfi á ekki rétt á sér meðan íbúum f jölgar ekki í borginni. I raun má segja, eins og Sigurður Harðarson formaður skipufagsnef ndar bendir á í dagskrárgrein í Þjóðvil janum, að svo mörg og stór verkefni biði úrlausnar í nýrri hverfum borgar- innar — og raunar þeim eldri líka — að verulegt álitamál sé hvort f járhagur leyfi uppbyggingu nýrrar útborgar með öllum þeim kostnaði sem það hefur í för með sér í stofnf járfestingum og rekstri. ibúar nýrri hverfa kann- ast vel við það sem ógert er og í eldri hverf um bíða viða- mikil verkefni sem lúta að viðhaldi og betri nýtingu hús- næðis. # En auðvitað þarf að byggja íbúðarhúsnæði á kom- andi árum og það í verulegum mæli, ef f ullnægja á þörf- inni. Með þvi að beina þeirri uppbyggingu sem mest innávið og nýta fáanlegt fjármagn til þess að fullgera borgarmyndina að öðru leyti ættum við að geta átt í vandum betri borg, heilsteyptari, starfrænni og hag- kvæmari en hún er i dag. Allar ef nahagslegar röksemdir mæla með stefnu af þessu tagi. Hún er hinsvegar ekki vandalaus í framkvæmd, en sé farið fram með gát ætti enginn af þeim eðliskostum, sem Reykjavík hef ur besta til að bera, að fara forgörðum. # Fullnýting byggingarsvæða á sér nú stað í Breiðholti og á Eiðsgranda. Þétting byggðar er fyrirhuguð á svæð- um sem kennd eru við Eyrarland í Fossvogi, öskjuhlíð, Laugarás, Skeiðarvog, og austast í Laugardal. Þegar þessari fullnýtingu og þéttingu lýkur stendur valið um það hvort reisa eigi nýjar útborgir á Keldnasvæðinu oq við Olfarsfell, eða tengja svokölluð Austursvæði við nú- verandi byggð og nýta þannig þau nánu tengsl sem þau hafa við Árbæjarhverfið og Breiðholtið. # Samkvæmt tillögu skipulagsnefndar og Borgar- skipuiags Reykjavíkur er gert ráð fyrir að næstu byggingarsvæði borgarinnar verði í Ártúnsholti og Selási (Austursvæði), þar sem rúmast um það bil 1200 í- búðir samtals. Stof nf járfesting við veitur og götur yrði tiltölulega lág á þessum svæðum miðað við f jarlægari kosti, auk þess sem öll þjónusta við íbúa yrði nærtæk og skammt til samfelldra atvinnusvæða. # Þegar litið er til næstu 15 til 20 ára koma mörg svæði til álita, svo sem Rauðavatnssvæðið og Norðlingaholtið, Keldnasvæðið og f leiri. En Borgarskipulag Reykjavíkur hef ur einnig bent á að nýta mætti f lugvallarsvæðið undir 10 þúsund manna íbúðarbyggð. Það vegast á sterk rök með og á móti Reykjavfkurflugvelli á þeim stað sem hann er nú, en það er afar skiljanlegt að borgarskipu- leggjendur líti f lugvallarsvæðið hýru auga, ekki síður en fjölmargir Reykvíkingar, sem þar vildu gjarnan búa. —ekh # úr aimanakínu Fyrir rUmlega ári síöan sá ég kvikmynd sem gerð var af þýskum konum. Hún sagði sögu konu sem flúði að heiman og leitaði afdreps i kvennahúsinu i Berlín. Konan var ung, átti mann og eitt barn. Maöurinn vann á verkstæði, hún afgreiddi á grænmetismarkaði, barniö var i gæsiu. Lifið gekk sinn vanagang nokkurn veginn átakalaust. En svo geröist eitt- hvað. Maðurinn fór að sitja á kránni kvöld eftir kvöld og kom heim vel slompaður. Hann reifst viö konuna, heimtaði aö hún hætti að vinna úti og ásakaði hana um að sinna hvorki honum r.é barninu nógu vel. Hún lét undan, en það leysti ekki nokk- urn vanda. Maöurinn fór aö gefa henni eitt og eitt kjaftshögg, þegar hann kom heim af kránni, hún var orsök þess aö honum leið illa. Lifið var að verða martröð, ofbeldið óx, drykkjan óx, barnið skynjaöi spennuna, loks var ekki annað eftir en að flýja. Konan haföi séð mynd i sjónvarpinu um kvennaafdrepið i Berlin og þangað flúöi hún. En ekki tók betra við. Maður- inn grét og baö, lofaði bót og betrun; þegar það dugöi ekki rændi hann barninu, hótaði að svipta konuna foræði þess, hún haföi farið frá honum, lögin voru hans megin. Konan fór til hans aftur, en nú urðu höggin þyngri. Kvöld nokkurt sáu ná- grannarnir sig tilneydda að skerast i leikinn, konan var flutt i blóöi sinu á slysavarðstofuna. Aftur fór hún i kvennahúsið ákveöin i að segja endanlega skilið við manninn og reyna að hefja nýtt lif og standa á eigin fótum. Þegar siðast fréttist til mannsins i myndarlok, var hann búinn aö ná sér i nýja konu og nágrannarnir hvisluöu að hún væri farin að „reka sig á hurðir og misstiga sig i stigan- um”. Fyrir rúmu ári gerðist það einnig að mikið hitamál kom upp ÍDanmörku. Rikið ætlaöi að selja hús sem greifynja nokkur Danner að nafni hafði gefið rik- inu i þeim tilgangi aö þar yrði komið upp afdrepi fyrir konur sem hvergi ættu höföi sinu að að halla. Kvennahreyfingin reis upp eins og hún lagði sig, það var barist hart, en lyktir urðu þær aö fé var safnaö til kaupa á húsinu. Það var samdóma álit danskra kvenna að ekki veitti af enn einu kvennahúsinu i Kaup- mannahöfn fyrir konur sem þurfa að flýja undan ofbeldi. Þannig ber allt að sama brunni. Ofbeldi gegn konum fer sifellt vaxandi, innan sem utan hjónabands. Barsmiöar, nauög- anir, hótanir og andlegar pynt- ingar. Hvers vegna? Orsakanna er að leita til vinnuleiöa, at- vinnuþreytu, og streitu sem brýst út í drykkjuskap og of- beldi, allt sáman afleiðingar þess hagkerfis, sem gerir manneskjurnar að tannhjóli I vél sem þær geta ekki stjórnað sjálfar, vél sem þær hvorki þekkja né skilja. Hvernig er ástandið hér á Is- landi? Við vitum i raun sáralitið um það. Við vitum þó að fyrir skömmu varö kona manni sin- um aö bana eftirað drykkjusýki og sambúðarerfiðleikar keyrðu úr hófi fram. Viö vitum Af- drep fyrir konur lika að hér i bæ leitar ótrúlegur fjöldi aðstoðar vegna áfengis- vandamála, en við vitum ekki hversu margar konur sem segj- ast hafa rekið sig á hurð eða dottið í stiganum hafa verið lamdar i klessu. Við vitum að ofbeldi er til og sennilega i mun rikara mæli en við gerum okkur grein fyrir. Ástæðan fyrir þvi að ég reifa þetta mál er sú að i kjölfar þess voðaatburðar sem varð i Breið- holtinu var þeirri spurningu varpað fram hvers vegna t.d. Rauðsokkar stofnuðu ekki afdrepfyrir konur .' Þvi er til að svara að það verður ekkert hlaupið að þvi verki. Ég efast ekki um að full þörf er fyrir slikt afdrep, en hvernig ætli þeirri málaleitan yröi tekið hjá riki, borg og almenningi að styrkja slika stofnun? Skyldi landslýður vera tilbúinn að viðurkenna að ofbeldi gegn honum sé vanda- mál sem þurfi að leysa? Það væri gaman aö fá svar viö því. Mér hefur fundist að hingað til hafi rfkjandi öfl reynt aö loka augunum fyrir öllum mannleg- um vandamálum. Eru ekki áfengisvarnir reknar af al- mennum félagasamtökum? Var ekki öll aðstoö við þroskahefta til skamms tima á vegum Kristín Ástgeirsdóttir skrifar félagasamtaka? Lætur lög- reglan heimiliserjur ekki af- skiptalausar að mestu, eru þær ekki einkamál? Þvi er haldið stift fram af fulltrúum is- lenskrar borgarastéttar að hér sé engin stéttaskipting, hafi eiginlega aldrei verið og muni ekki verða, þar af leiðandi litil sem engin félagsleg vandamál, hér hafa allir það svo gott. Sannleikurinn er bara allur annar. Það vita þeir sem komið hafa nálægt skuggahliðum mannlifsins. Kvennaafdreps er þörf, en það kostar peninga. Það þarf húsnæði, sem er mannhelt. Það þarf gæslu allan sólarhringinn, það þarf að veita félagsráðgjöf, það þarf að koma upp simaþjón- ustu fyrir þær konur sem þurfa að tala við einhvern og leita ráða. Fyrsta skrefið er afdrep þangað sem hægt er að flýja undan ofbeldi, siðar kemur að- stoð viö að finna leiðir til sjálf- stæðrar tilveru, án ótta. Allt kostar þetta peninga og vinnu. Hverjir eru tilbúnir til að leggja málinu lið? Það finnst kannski sumum að hér sé enn einu sinni verið að gera konur að einhverjum píslarvottum? hvað með karl- ana, eru þeir ekki barðir lika? Það sagöi yfirlögregluþjónninn i útvarpinu fyrir nokkrum árum. Auðvitað verða karlmenn fyrir ofbeldi, ekki sist þvi ofbeldi sem þjóðfélagskerfið beitir með vinnuhörku og þeim kröfum sem geröar eru til karlmanna. En ofbeldi gegn konum er annars eölis(meira og áþreifan- legra. Það.bitnar ekki aðeins á konunum sjálfum heldur einnig börnunum sem oftast nær eru á heimilinu og sjá eða heyra þaö sem fram fer. Viö höfum ekki efni á þvi' að eyðileggja uppvax- andi kynslóðir, við höfum ekki efni á einu mannslifi hvaö þá meir. Hér þarf að gripa til að- gerða, meö neyðarhjálp, og bar- áttu gegn þvi þjóðfélagskerfi sem leiðir af sér ofbeldi og óhamingju. — ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.