Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 15
Helgin 14.— 15. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 réði mig til Þórhalls kaupmanns I á Höfn i Hornafirði, fór með norskum bát til Breiðdalsvikur og gekk þaðan. Ég var ferjaður yfir ósinn og hitti þar strák sem var ekki mjög gáfulegur. Mér fannst | svo langt að ganga út fyrir nesið (fjögurra tima aukakrókur) að ég | fór að spyrja hann til leiöbeining- ar hvort ekki væri hægt að kom- ast beint yfir f jallið til Berufjarð- ar. „Jú, það er Stiginn. Þegar þú ert kominn upp ferðu svolitið niður i skriðu og þá sérðu i grastó. Þú stekkur þá út i skriðuna og hún ber þig niður i brekku”. Þetta sagði strákurinn og ég hugsa með mér að ég geti sparað mér 4 tima mei þvi að fara Stig- ann. Þegar ég var kominn yfir fyrsta hrygginn varð fyrir mér stór og mikill dalur sem strákur- inn hafði náttúrlega ekkert sagt mér frá. Ég fór yfir hann og þar var klaki i botninn. Næsti hryggur var ennþá hærri og breiðari og þegar ég kom þar upp sá ég út á sjó og ekkert annaö og þá læknast i mér áttavillan þvi að fram að þessu fannst mér ég alitaf vera að ganga i norður vegna staðhátta i Breiödalsvik. Mér leist nú ekkert á þetta en fór að skoða aðstæður nákvæmlega, gekk svolitið inn með og til fjallsins. Sé ég þá ekki eins og lófastóran grasblett — að- eins fyrir neðan brúnina. Og ég lét mig hafa það og klöngraðist i grasblettinn og þá sá ég brekk- urnar fyrir neðan og mjóa rás I bergið þannig að hægt var aö styðja sig við beggja megin. Þarna fór ég niður og kom þar sem tveir karlar voru aö taka saman heyið sitt. Þeir urðu stein- hissa afrsjá mig koma þannig úr fjallinu. Kratar og kommar — Eftir að þú fórst að verða aktifur i Alþýðuflokknum, hverj- ir voru þá helstu félagar þinir? — Hensi (Hendrik Ottósson) var alWaf mikill félagi minn og við mestu kunningjar þó að hann væri kommi. Sr. Árni Sigurðsson var lika mikið með okkur og svo Þórbergur þegar hann var i lagi. Við vorum ekki alltaf sammála en dálitið nærri hvor öðrum. — Þekktirðu ekki Hallbjörn Halldórsson lika? — Jú, jú, jú, hann var nú ör- uggur og ekki neinn hringlandi. —- Var Alþýðuflokkurinn farinn að skiptast upp i komma og krata strax um þetta leyti? — Já, strax upp úr 1922. — Var það kannski ástandið i Rússlandi sem hafði áhrif á það? — Já. Það var ljótur leikur hjá Stalin að reka greykarlinn hann Trotski úr landi og elta hann svo uppi og láta drepa hann. Þetta er eitt það ljótasta i pólitisku sög- unni sem ég hef lifað. — Að lokum, Ingimar. Halldór Laxness nefnir þig i Grikklands- árinu. Þekktirðu hann vel á þess- um árum? — Ég kynntist honum þegar hann var 14-15 ára gamall. Hann kom til min blessaður strákurinn og bað mig að segja sér svolitið i algebru. Ég þekkti nú föður hans og kom stundum við I Laxnesi þegar ég var að koma austan úr hreppum til Reykjavikur. Séra Ingimar er nú tekinn aö þreytast, enda hafði annar blaða- maður verið hjá honum þennan sama dag og við kveöjum hann þvi að sinni þó að gaman hefði veriö að rifja dálftið meira upp frá liðinni tiö. Er ég kveð hann heldur hann lengi um hönd mina og klappar henni. —GFr „Ekki var hann beysinn aumingja karlinn hann Stefán frá Hvítadal” Ingimar Jónsson níræður Tveir fremstu rithöfundar is- lenskir hafa reist Ingimar Jóns- syni slikan minnisvarða i ritum sinum að við sjálft liggur að sú hugsun sæki að þá ritað er um hann á niræðisafmæli að allt verði það orðin tóm, litlaus lágkúra, sé miðað við myndir þær er Þór- bergur Þórðarson og Halldór Laxness hafa innrammað og hengt á vegg i bilætasafni þjóðar vorrar. A langri starfsævi hefir Ingi- mar Jónsson gengið til verka og komið við sögu með svo ótrúlega margvislegum hætti að til ein- dæma telst. Sé flett bókum, blöð- um eða fundargerðum allt frá öðrum áratug aldarinnar blasir mynd Ingimars við og dregur að sér athygli. Saga Ingimars er ævintýrið um karlssoninn er brýst úr þræl- dómsmyrkri vistarbandsaldar, son ekkjunnar er stendur með börn sin ung við dánarbeð ein- yrkja og spyr um úrræði og lausn vandkvæða. „Bræður til ljóss og til lausnar, laðar oss heillandi syn. Fögur mót fortiðarmyrkrum Iframtiðin Ijómandi skin.” Þá er svipast er um i hópi þeirra er brutu sér braut úr sárri fátækt og umkomuléysi og öfluðu sér svokallaðrar æðri menntunar verður Ingimar i röð hinna fremstu. Um hann má segja að hann sé táknrænt dæmi um þá er fylgdu kalli skáldsins: „Þrælajörð þér veröld verður verk þin sjálfs nema gjöri frjáls- an.” Á niræðisafmæli er við hæfi að þakka Ingimar Jónssyni fyrir að risa upp krimóttan af sóti og óhreinindum i ketilgati Holdös i Krossanesi og bregða á loft blysi bræðralagshugsjónar og mann- dóms. Að láta hjá liða að leggjast i Baskervillehundinn, Tarzan apabróður og afþreyingarsögur, en hverfa þess i stað til ind- verskrar speki, jóga, karmajóga, Heineþýðinga og jafnaðarstefnu. Kenna Halldóri Laxness algebru. Hlaða vegarstæði i Mosfellssveit. Róa i Keflavik. Reikna kosninga- úrslit og sigurhorfur jafnaðar- manna i þriliðu með Erlendi i Unuhúsi. Gangast fyrir náðun Ólafs Friðrikssonar 1921 þá er hann var færður i f jötra og dæmd- ur til langvarandi fangelsisvistar. Reisa af grunni menntastofnun islenskra almúgabarna af þeim stórhug er raun bar vitni á kreppuárum. Velja sér til sam- starfs spekinga er ofsóttir voru af myrkraöflum. Kosta útgáfu kvæða Stefáns frá Hvitadal. Taka svari þeirra er stóðu höllum fæti gegn hallarfurstum. Stofna Bók- menntafélag jafnaðarmanna með Þórbergi, Vilmundi og Hallbirni. Nú er um það bil háif öld siðan höfundur pistils þessa leit séra Ingimar á málþingi Alþýðusam- bands Islands. Eigi skal þvi_ neitað að smásveinum er sátu þing þaö hafi orðið starsýnt á stórvaxinn og kjálkamikinn guðfræðing er gekk til liðs við eyrarkarla, trollarasjó- menn og stakkstæðalýð. Mun okkur mörgum hafa þótt sem feiknstafir kynnu að svigna i brosi hans. Svo var þó eigi. Hýra og bliða skein úr tilliti hans þá er við hann var rætt. Þótt Ingimar hefði vöxt vigamanna og til þess alla likamsburði að gripa Rimmugýgi eða atgeir sá.um við hann þó fremur i hugarsjón sem lögsögumann er leitað var til i flóknum deilumálum go lagaflækjum. „Það er i elleftu greininni”, sagði Ingimar d Alþýðusambands- þingi þá er deilt var um lagastaf. Það brást eigi þá er blaðað var i lagaákvæðum. Minnið sveik hann eigi. Enda mun það sannast að sumum okkar hafi þótt sem Ingimar hafi lagt til hliðar litklæði sögualdar i Þingvallagjá og spennt á skálmar hjólhestaklemmur nýrrar aldar og stigið á bak reiðhjóli timans. Með þeim hætti brúaði hann bil kynslóða. Kynslóð nútiðar stendur frammi fyrir þeim vanda að vega og meta verk Ingimars Jónssonar og annarra brautryðjenda i mannréttindahreyfingu islenskr- ar alþýðu. Margt ber að þakka. En áfram streymir hin mikla elfur sögunnar og brýtur sér nýjan farveg. Aður en lækir og fljót sameinast i eilifðarsæ Nir- vana biður margur bardaginn i guðspjöllum atómaldar. Pétur Pétursson þulu Fengu Natóstyrki Mennt amálaráuneytið hefur úthlutað styrkjum af fé þvi sem kom i hlut islendinga til ráðstöf- unar til visindastyrkja á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO Science Fellowships) á árinu 1980. Umsækjendur voru 28 og hlutu sex þeirra styrki: Björn Björnsson, B.S., 15.000 nýkr., til doktorsnáms I haffræði við Dalhousie University I Hali- fax, Kanada. Einar Stefánsson, cand. med., 25.000 nýkr., til rann- sókna i' lifeðlisfræði við Duke Uni- versity, Durham, U.S.A. Haf- steinn Pdlsson, M.Sc., 25.000 nýkr., til að ljúka doktorsnámi i vélaverkfræði við Georgia Institute of Technology, Atlanta, U.S.A. JUlius B. Kristinsson, B.S., 25.000 nýkr., til doktorsnáms i lif- eðlisfræði við University of New Brunswick f Kanada. Reynir T. Geirsson, cand. med., 25.000 nýkr., til rannsókna i kvensjúk- dómafræði og fæðingahjálp við háskólasjúkrahúsið Ninewells Hospital i Dundee, Bretlandi. Þorsteinn Loftsson, lektor, 10.000 nýkr., til að halda áfram rannsóknum i lyfjaefnafræði við University of Florida i Banda- rikjunum. VELJIÐ ÍSLENSKT -VELJIÐ ÍSLENSKT 3 | NÚ Ieysum WÐ | < UJ > I— C/) z LU _l U) O -> _i LU > I l— w z LU _l C/5 \tmmm o LU > I NU LEYSUM VIÐ VANDANN ALLT í herbergið fyrir skólafólkið Skrifborð - Hilla Steriobekkur Svefnbekkur með 3 púðum Verðið er frábært Góð greiðslukjör Póstsendum um land allt Laugavegi 166 Símar 22222 — 22229. o V) H < m O CÖ i— m Z co t: H < m O öö r~ m VELJIÐ ISLENSKT -VELJIÐ ISLENSKT Vörubilstjóra- félagið Þróttur tilkynnir: Hér meö er auglýst eftir framboðslistum til stjórnar og trúnaðarmannaráðs 1981. Hverjum framboðslista skulu fylgja með- mæli minnst 15 fullgildra félagsmanna. Framboðsfrestur rennur út þriðjudaginn 17. feb. n.k. kl. 17.00. Kjörstjórnin Akranesskaupstaður Auglýst er laust til umsóknar starf ritara á bæjarskrifstofunni. Við leitum að starfsmanni með verslunar- próf eða hliðstæða menntun. Upplýsingar gefur undirritaður i sima 93-1211. Umsóknum sé skilað á skrifstofu Akra- nesskaupstaðar Kirkjubraut 8 Akranesi, fyrir 1. mars 1981. Bæjarritari Rennismiður Járnsmiðja i Reykjavik með fjölbreytta starfsemi óskar eftir að ráða verkstjóra á renniverkstæði. Þeir sem áhuga hafa á starfinu sendi umsókn til auglýsinga- deildar Þjóðviljans fyrir 23. febrúar ’81 merkt ,,verkstjóri”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.