Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14,— 15. febrúar 1981 Jóna Sigurður Þau Jóna Sigurðardóttir og Sigurður Ragnars- son hafa nú vet ursetu i Mexikóborg og senda blaðinuþaðanpistla: þessi er hinn fyrsti. Hann segir frá æsilegri og sérstæðri viðureign við umferðaröngþveiti, sektarglaða lögregluþjona sem og ótimabæra fingralipurð staðarins inn- byggjara. Mexíkó- pistill Er við lögöum upp ( Mexikóför- ina þann 11. sept. siðastliðinn, mætti drjúgur hópur vina og kunningja á bryggjunni til að fagna brottför okkar. Siöan tók við Faxaflóinn og M/S Brúarfoss sigldi hraðbyri i kjölfar Leifs heitins og annarra kappa. Sigl- ingin sjálf landa á milli i 9 daga var að mestu tiðindalaus, veður- bliöa einstök og atlæti gott um borð. Ragnar Agústsson kapteinn og áhöfn hans gerðu allt sem i þeirra valdi stóð til að gera okkur ferðina sem notalegasta. Mikil öndvegisáhöfn. Má Eim- skipafélagið vel við una og vel meta ef það hefur jafngóðar áhafnir á öilum sinum skipum. Ekki fór þó svo að við kæm- umst klakklaust alla leið. Undan ströndum Nova Scotia lentum við i árekstri við Panamadall, sem var að flestu leyti ólöglegur, hvergi skráður, með ónothæf sigl- ingatæki og þverbraut allar sigl- ingareglur. Má þakka það við- brögðum vakthafandi stýrimanns að við komumst lengra en á botn Atlantshafsins vestanverðs. Við tókum fyrst land i Glouchester og héldum þaðan eft- ir stuttan stans til Cambridge i Maryland. smáspræna. A milli lýðveldanna tveggja liggur brú og við syðri enda hennar tekur við nýr og gjörbreyttur heimur. Við gengum á vit nýrrar menningar sem ekk- ert virðist eiga sameiginlegt nágrönnunum steinsnar i norðri. r I Mexíkóborg A riflega tveggja daga akstri okkar suður eftir Mexikó blasti við okkur margbreytilegt land, eyðimerkur, fjöll og skógar, endalaus smáþorp umgirt kaktusum og agövum, sem eink- um þjóna þeim tilgangi að veita ibúunum guðaveigar til að gleyma örbirgð og eymd hvers- dagsins. (Framleiðslu og drykkju pulque, tequila og mezcal verða gerð frekari skil siðar.) Undir rökkurbyrjun þann 11. október héldum við innreið okkar i Mexikóborg, og hófum leit að næturstaö. En það fór fyrir okkur eins og Mariu og Jósep foröum, öll gistihús borgarinnar voru fulí og vildi enginn skjóta skjólshúsi yfir örþreytta mörlanda. Loksins tók okkar ágæti fararskjóti til þess ráðs að ofhitna, og hversauö á dýrinu. Greip þá skelfing nokk- Dæmigert mcxikanskt landslag og byggingarlag. Þorpiö Taxco. —Ljósm. vh Af Mörlandaraunum með meiru Ekkert illt um þjóðþá í Cambridge nutum við dyggi- legrar aðstoðar tveggja Islend- inga við leit að og kaup á bil. A þriðja degi fannst ódýr bill sem hæföi vel fjölskyldunni og hafur- taski hennar. A fimmtánda degi frá brottför frá Islandi var siðan lagt upp i annan áfanga. akstur- inn þvert yfir Bandarikin og til Mexikóborgar. Var sú ferö ævin- týri lfkust. Gistum viö á tjald- stæðum, sem flest voru i þjóð- göröum. Aöstaða öll á tjaldstæö- um þessum var hin frábærasta. Náttúrufegurð á leiö okkar gegnum Bandarikin var viðast stórfengleg og mannfólkið er við kynntumst og höfðum samskipti við reyndist einstaklega vin- gjarnlegt og hjálpsamt. Okkur hafði verið ráðlagt heima að ferð- astekki um Bandarikin vopnlaus. Atómatisk pistóla væri lágmarks vopnabúr. Reynsla okkar á leið- inni var allt önnur. Við fundum aldrei til ótta og komum þó oft 1 næturstað aö áliðnum degi. Kunn- um við þvi ekkert illt um þjóð þá að segja. A tólfta degi voru Bandarikin aö baki og fyrirheitna landið lá sunnan megin Rio Bravo, sem norðan frá nefnist Rio Gránde. Nafnið bendir tii mikillar móðu en þarna skreið fram aurbrún ur um sig i familiunni og allir þustu út i leit að hóteli i ná- grenninu. Og viti menn. Dýrið hafði gefist upp beint fyrir utan hótel sem reyndist fúst að hýsa okkur. Við komu okkar til borgarinnar hringdum við 1 Ingvar Emilsson, sem hér hefur lengi búið ásamt fjölskyldu. Hann og Asa kona hans buðu okkur heim daginn eft- ir. Eftir nákvæma leiðarlýsingu lögðum við af stað á þeirra fund skömmu eftir hádegi. Hins vegar eru umferðarmál og einkum vegamerkingar meö þeim ósköp- um að erfitt er að rata fyrir ókunnuga. Enda fór það svo að við villtumst og tók það okkur tvær stundir að komast leið sem siðar reyndist hálftima akstur. Eftir frábærar móttökur þeirra hjóna og margar nytsamar ráð- leggingar héldum við aftur á Hótel Segovia, og var þá komiö myrkur. Tók þá ekki betra við, þvi við bókstaflega týndumst I þessarri 17 miljóna borg, sem getur hælt sér af geggjuðustu um- ferð i veröldinni. Þó kom að þvi að við þóttumst vita hvar við vær- um, á Reforma, helstu breiðgötu borgarinnar og eigi langt frá Hótel Segovia. 500 pesosum fátækari Hringtorgin á Reforma eru merkileg. Unnt virðist að aka i Nýr g>‘ar er að verða til.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.